Morgunblaðið - 29.06.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.06.2016, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016 Tekist hefur að gera við annan flugritann úr far- þegaþotu EgyptAir, sem hrapaði í Mið- jarðarhaf í síð- asta mánuði, en hann var nýverið sendur til Frakk- lands til við- gerðar. Flugrit- arnir fundust um mánuði eftir að vélin hrapaði og löskuðust minn- isflögur þeirra mjög við langa dvöl í söltum sjónum. „Franskir sérfræðingar hafa gert við annan flugritann og munu viðgerðir á hinum hefjast á morgun [í dag],“ hefur fréttaveita AFP eftir sérfræðingi á sviði flugslysarann- sókna í Frakklandi. Samkvæmt upplýsingum frá rad- arkerfum tók farþegavélin krappa beygju, um 90 gráður, og sendu flugmenn hennar engin neyðarboð áður en vélin skall í hafið. MIÐJARÐARHAF Gátu gert við annan flugrita EgyptAir Í geymslu Óljóst er hvað gerðist. „Egyptaland er að verða að brottfararlandi,“ segir Fabrice Leggeri, yfir- maður Landa- mærastofnunar Evrópu, Frontex, í samtali við fréttaveitu AFP og vísar í máli sínu til þess mikla fjölda flóttafólks sem valið hefur Egyptaland sem síðasta áfangastað sinn áður en farið er til meginlands Evrópu. Það sem af er þessu ári hafa yfir 1.000 flóttamannabátar siglt til Ítalíu frá Egyptalandi. „Þessi leið, sem er mjög hættuleg, er að verða afar vinsæl. Ferðin tekur oft yfir 10 daga og á henni eru fá skip sem bjargað geta flóttamönnum úr haf- inu ef bátur þeirra ferst,“ segir Leggeri. Minnst 10.000 manns hafa drukknað á Miðjarðarhafi frá 2014. EGYPTALAND Ný leið flóttafólks veldur áhyggjum Óhult Flóttafólk flutt í land á Ítalíu. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Íraski herinn vann stórsigur á Ríki íslams síðastliðinn sunnudag þegar borgin Fallujah var frelsuð úr klóm vígasamtakanna. Hafði Fallujah þá verið á valdi Ríkis íslams frá árinu 2014, en fall hennar var gríðarlegt áfall fyrir írösk stjórnvöld enda borgin notuð sem bækistöð fyrir skæruárásir vígamanna á höfuð- borgina Bagdad. Tugþúsundir íbúa hafa yfirgefið borgina undanfarna mánuði og er nú óvíst hversu stór hluti mun snúa þangað aftur. Umm Issam er 42 ára gömul og fyrrverandi íbúi í Fallujah. Hún segist aldrei vilja flytja þangað aftur. Fallujah þolað margt yfir árin „Sonur minn bað mig um að drepa sig vegna þess hve svangur hann var. Hann þoldi þetta bara ekki leng- ur. Hann sagði þetta og hann er bara fimm ára,“ sagði Issam við frétta- mann AFP, en þau ræddu saman í flóttamannabúðum skammt utan við borgina. Fyrir fáeinum mánuðum, þegar borgin var enn á valdi Ríkis íslams, var Issam flutt á sjúkrahús þar sem hún missti fóstur. „Ég var svo hrædd, það var algert stjórnleysi. Ég missti þar fóstur. Ég missti tví- burana mína af því að ég var flutt á sjúkrahús vegna þess að ég fékk hvergi mat,“ sagði hún við frétta- mann AFP og hélt áfram: „Ég vil ekki fara þangað aftur. Borgin hefur gengið í gegnum svo margt – Bandaríkjamenn, al Kaída, Ríki íslams og hungursneyð. Og ég veit ekki hvað tekur við næst en það hvílir bölvun yfir borginni. Ég ætla ekki að fara þangað aftur.“ Í sömu flóttamannabúðum má einnig finna Kefieh Saleh og fjöl- skyldu hennar. Þau virðast einnig hafa gert upp hug sinn og ætla að lík- indum ekki að snúa heim aftur. „Hverfið okkar er ekki öruggt og ég hef ekki trú á því að það skáni nokk- uð,“ sagði hún í samtali við AFP. „Bölvun hvílir yfir borginni“  Vopnuðum átökum í Fallujah lauk með sigri íraskra hersveita  Tugþúsundir hafa flúið borgina  Ég vil ekki fara þangað aftur, sagði fyrrverandi íbúi þar AFP Stríðsátök Stór hluti Fallujah í Írak er rústir einar eftir langvarandi vopnuð átök og er óvíst með framtíð hennar. Varnarmálaráðuneyti Rússlands sakar bandaríska tundurspillinn USS Gravely um að hafa siglt of nærri rússnesku freigátunni Yar- oslav Mudry fyrr í þessum mánuði, en skipin voru þá á Miðjarðarhafi. „Hinn 17. júní í austurhluta Mið- jarðarhafs fór bandaríski tundur- spillirinn USS Gravely hættulega nálægt rússnesku herskipi, um 60 til 70 metra frá vinstri hlið, og sigldi í veg fyrir það,“ segir í til- kynningu frá ráðuneytinu. Segir varnarmálaráðuneytið rússneska skipið hafa verið á alþjóðlegu haf- svæði þegar atvikið átti sér stað. Þá halda Rússar því fram að með aðgerð sinni hafi bandaríska her- skipið brotið alþjóðalög er það sigldi í veg fyrir hið rússneska. Liðnir eru um tveir mánuðir frá því að rússneskar orrustuþotur ögruðu bandarísku herskipi með því að fljúga mjög nálægt því. Tundurspillir sigldi í veg fyrir herskip AFP Sjóherinn Tundurspillirinn USS William P. Lawrence, sem hér sést, er sömu gerðar og það skip sem á að hafa siglt of nálægt rússnesku herskipi. Leiðtogar Evrópuþingsins munu í dag funda með Nicola Sturgeon, for- sætisráðherra skosku heimastjórnar- innar, til að ræða þá stöðu sem komin er upp eftir að Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja skilið við Evrópusambandið. Fréttaveita AFP hefur eftir Stur- geon að hún sé reiðubúin til að stíga „öll nauðsynleg skref“ til að tryggja að Skotland verði áfram hluti af Evr- ópusambandinu. En meirihluti Skota, eða um 62%, greiddi með áframhald- andi aðild Bretlands að sambandinu á meðan um 52% Breta kusu hins vegar að segja skilið við Evrópusambandið. Rödd Skotlands mun heyrast Mun hún meðal annars funda með Martin Schulz, forseta Evrópuþings- ins, en jafnframt mun Sturgeon ræða stöðu Skotlands við Jean Claude- Juncker, forseta framkvæmdastjórn- ar Evrópusambandsins. „Það er á mína ábyrgð að tryggja að rödd Skot- lands heyrist í Evrópu og ég ætla að sjá til þess að svo verði,“ sagði hún við AFP. AFP Brexit Hin skoska Nicola Sturgeon segir landa sína ekki vera á útleið. Skotar vilja ekki ganga út úr ESB  Fundað verður um stöðu Skota í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.