Morgunblaðið - 29.06.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
plankaparket
Verðdæmi:
190 mm Eik Rustik burstuð
mattlökkuð 6.990.- m2
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Trúlega hefur sumum reyk-vískum börnum sem fædd-ust um og rétt eftir miðjasíðustu öld staðið ógn af
stóra og glæsilega húsinu á horni
Barónsstígs og Egilsgötu sem á
þeim árum hýsti Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur. Mörg áttu lengi vond-
ar minningar úr þessu húsi og um
þau hryllilegu verk sem þar voru
framin – að þeim fannst. Yfirleitt af
hvítklæddum karli, sem hafði sér
stundum til aðstoðar hvítklædda
konu eða konur. Slík hús eru til um
allt land, misfögur að vísu, þar sem
börn eru bólusett. Einu breyting-
arnar eru kannski þær að fólkið í
húsunum er ekki endilega hvítklætt,
kona kann að hafa komið í stað karls
og henni til aðstoðar eru hugsanlega
karlar.
„Hvítsloppa-heilkennið“
„White Coat Syndrome“ eins og
það kallast á ensku eða „hvítsloppa-
heilkennið“ á því tæpast við lengur.
Nær er að tala um læknafóbíu eins
og t.d. Dorothea nokkur Lack var
haldin langt fram á fullorðinsár. Á
vefsíðunni webmd.com rifjar hún
upp að sem barn hafi hún verið svo
hrædd við manninn í hvíta sloppnum
að hún hafi falið sig undir skrifborð-
inu hans þegar átti að bólusetja
hana. Skelfingin náði svo hámarki
þegar læknirinn gerði sér lítið fyrir,
skreið á eftir henni með nálina á lofti
og bólusetti hana þar og þá. „Mér
fannst ég ekki geta treyst læknum
eftir þetta,“ segir Lack, sem hefur
yfirstigið hræðsluna og er nú sál-
fræðingur sem rannsakar tengsl
lækna og sjúklinga.
Tæplega fyrirfinnst sú
manneskja sem nýtur þess að
fara til læknis. Talið er að
20% Bandaríkjamanna séu
haldin læknafóbíu, sem
komi í veg fyrir að þeir
fái lífsnauðsynlega
heilbrigðisþjónustu.
Samt geta for-
varnir af
ýmsu
tagi
–
t.d. skimanir, kólesterólpróf og blóð-
þrýstingsmælingar, bjargað manns-
lífum ef fólk sættir sig við óþægindi
um stundarsakir. Til allrar ham-
ingju, segir á webmd.com, eru til að-
ferðir sem hjálpa fólki að komast yf-
ir læknafóbíu sína. Fyrsta skrefið er
að láta af aumum afsökunum á borð
við að hafa aldrei tíma til að leita
læknis og umfram allt að viðurkenna
og takast á við óttann.
Höfðinu stungið í sandinn
Ein birtingarmynd hræðsl-
unnar er að blóðþrýstingurinn getur
hækkað upp úr öllu valdi á lækna-
stofu. Nathan Consedine, heilsusál-
fræðingur við Long Island-
há- skólann, segir
viðbrögðin eðlileg
því flestir tengi
lækna og
sjúkrahús við
sjúkdóma og
slys. Samt
sem áður
þurfi
læknar að
bregðast
við til að fá
rétta nið-
urstöðu úr
blóðþrýstingsmælingum. Lækna-
fóbían er af ýmsum toga. Fólk hræð-
ist sársauka, blygðist sín fyrir nekt,
finnst óþægilegt að láta snerta sig
og óttast skammir fyrir óheilbrigðan
lífstíl. Hræddastir eru þeir þó við
sjúkdómsgreininguna. Það síðast-
nefnda er talið skýra hvers vegna
allt að 40% bandarískra kvenna sem
fá slæma niðurstöðu úr brjósta-
myndatöku láta hjá líða að fara í
frekari rannsóknir. Með öðrum orð-
um: Þær stinga höfðinu í sandinn.
Sprautufóbía
Lack telur bandaríska heil-
brigðiskerfið auka á kvíða fólks,
enda séu læknar önnum kafnari en
áður og byggi ekki upp langtíma
samband við sjúklinga sína. Þverr-
andi traust til lækna og sjúkrahúsa
fæli marga frá að leita sér lækninga.
Sprautufóbía er svo kapítuli út af
fyrir sig sem speglast í heiftarlegum
viðbrögðum eins og ofsahræðslu,
svima og yfirliði. Rannsókn frá 2006
sýndi að í Bandaríkjunum sýndu
ótrúlega margir slík viðbrögð.
„Blóðprufur eru mikilvægustu
sjúkdómsgreiningartæki nútímans,“
að mati Mark Dursztmans, læknis
við Presbyterian-sjúkrahúsið í New
York. Hann segir sprautufóbíu mik-
ið heilbrigðisvandamál. Þeir sem af
henni þjást verðskuldi að litið sé á
viðbrögð þeirra sem ósjálfráð en
ekki á þá sjálfa sem veimiltítur og
furðufugla.
7 ráð til að vinna bug á
læknafóbíu
Í lok umfjöllunarinnar á
fyrrgreindri vefsíðu eru sjö
ráð fyrir þá sem haldnir eru
læknafóbíu:
1. Reyndu að festa fingur
á það sem veldur þér mestum
kvíða. Þegar ástæða hans ligg-
ur ljós fyrir er auðveldara að meta
möguleg bjargráð.
2. Því næst skaltu takast á við
kvíðann með skynsamlegum hætti.
Fyrsta skrefið er að yfirstíga
hræðslu við skimun og speglun, sem
er t.d. gríðarlega mikilvæg til að
greina krabbamein í blöðruhálskirtli
og endaþarms- og ristilkrabbamein
á byrjunarstigi. Rannsóknir sýna að
margir karlar forðast slík próf vegna
þess að þeir óttast sjúkdóma sem
kunna að ógna kyngetu þeirra. Oft
stendur fólk í þeirri trú að skimun
og speglun séu miklu sársaukafyllri
aðgerðir en þær raunverulega eru.
Andartaks óþægindi eru þó smá-
munir í ljósi ávinnings af því að upp-
götva sjúkdóm á byrjunarstigi.
3. Biddu um róandi- eða deyf-
ingarlyf. Þau gagnast fólki með
sprautufóbíu sérstaklega vel.
4. Fáðu upplýsingar um sárs-
aukann sem þú getur átt í vændum
og hversu lengi hann kunni að vara.
Rannsóknir sýna að fólki líður betur
ef það veit til að mynda hvort sárs-
auki vegna sprautu sé eitthvað í lík-
ingu við moskítóbit.
5. Skiptu um lækni ef þú óttast
þinn gamla og leitaðu að öðrum sem
hefur róandi nærveru.
6. Reyndu hugræna atferl-
ismeðferð. Oft nægja þrjár til fjórar
heimsóknir til sérfræðings.
7. Fáðu maka, ættingja eða vin,
með þér í læknisheimsókn og jafnvel
til að fylgja þér í rannsókn, sem
kann að vera nauðsynleg í kjölfarið.
8. Þegar þú hefur viðurkennt
fyrir sjálfum þér að þú ert haldinn
læknafóbíu er gott að tala um hana
við einhvern þér nákominn. Þín
mesta hjálp gæti reynst sá eða sú
sem lætur sér nægilega annt um
heilsu þína til að halda í höndina á
þér alla leið – í eiginlegri og óeig-
inlegri merkingu.
Ertu með læknafóbíu?
Sumir eru svo illa haldnir af lækna- og/eða sprautu-
fóbíu að þeir leita sér ekki nauðsynlegrar heilbrigð-
isþjónustu. Rannsóknir í forvarnarskyni í formi mæl-
inga, skimana, speglunar og myndatöku geta þó
bjargað mannslífum og útheimta yfirleitt aðeins
minniháttar óþægindi um stundarsakir.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í leikverki
ættu að mæta á kynningarfund kl. 18-20 í kvöld,
miðvikudaginn 29. júní, í Sláturhúsinu á Egils-
stöðum. Hópurinn Sviðsverkur, sem sam-
anstendur af Þorvaldi S. Helgasyni, Hallveigu
Kristínu Eiríksdóttur og Evu Halldóru Guð-
mundsdóttur, undirbýr uppsetningu leikverks-
ins Sælir eru einfaldir, sem byggt er á bók
Gunnars Gunnarssonar. Fyrirhugað er að sýna
verkið á Skriðuklaustri í lok júlímánaðar.
Um er að ræða spennandi leiksýningu þar
sem áhorfendur gefst tækifæri til að stíga inn í
heim bókarinnar. Sviðsverkur býður þeim sem
vilja kynnast verkefninu og hugsanlega taka
þátt í því að mæta í Sláturhúsið til skrafs og
ráðagerða. Hópurinn leitar að fólki bæði til að
leika í verkinu og aðstoða við uppsetningu
þess. Á kynningarfundinum munu forsprakkar
hópsins útskýra hvernig verkefninu verður hátt-
að.
Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið
svidsverkur@gmail.com.
Sviðsverkur leitar að fólki til að taka þátt í leikverki
Sælir eru einfaldir sett upp í
Skriðuklaustri í sumar
Morgunblaðið/Ómar
Hús skáldsins Leikverkið verður sett upp á
Skriðuklaustri þar sem Gunnar Gunnarsson bjó.
Vopnaskak, bæjarhátíð Vopnfirðinga, hefst í dag,
miðvikudaginn 29. júní, og stendur í fimm daga.
Hátíðin hefst með því að hús- og hverfisskreyt-
ingar íbúa þorpsins eru formlega lýst hluti bæj-
arhátíðarinnar. Líkt og í fyrra verða hús og hverfi
verðlaunuð fyrir hugmyndaauðgi og snoturleika.
Best skreytta hverfið hlýtur farandsteininn og
einnig verður dæmt um hver teflir fram flottustu
fígúrunni.
Á heimasíðu Vopnafjarðar eru dagskránni gerð
skil, m.a. verður sirkusnámskeið fyrir börn, ljós-
myndasýningar, myndlistarsýning, ratleikur, hag-
yrðingakvöld, stórtónleikar Todmobile, golfmót
og dansleikir svo fátt eitt sé talið. Dagskránni
lýkur með tónleikum Evu Ingólfs í Miklagarði að
kvöldi sunnudagsins 3. júlí. Á heimasíðunni segir
að Vopnfirðingar kippi sér ekki upp við dyntótt
veðurfar og haldi sínu striki með hátíðarhöldin
hvað sem því líði. Aðalatriðið sé að horfa jákvætt
til lífsins og njóta þess sem í boði sé.
Vefsíðan www.vopnafjardarhreppur.is
Bæjarhátíð Hagyrðingakvöld, stórtónleikar,
Hofsball og fjölbreytt skemmtun fyrir börn.
Vopnaskak í fimm daga
Skannaðu kóðann til að fara
inn á vefsíðuna.