Morgunblaðið - 29.06.2016, Blaðsíða 5
5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016
Í NICE
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Ungur Spánverji hefur vakið at-
hygli fjölmiðlamanna sem fylgja
íslenska karlalandsliðinu í knatt-
spyrnu eftir á Evrópumótinu í
Frakklandi. Hann er jafnan áber-
andi merktur mismunandi íslensk-
um félagsliðum, sem undirstrikar
hversu forfallinn aðdáandi Íslend-
inga hann er. Víctor Cervantes
heitir hann, er 25 ára gamall og að
skrifa bók um íslenska knatt-
spyrnu, sem er brennandi áhuga-
mál sem kviknaði þegar Eiður
Smári Guðjohnsen gekk til liðs við
Barcelona árið 2006.
„Þegar Eiður Smári kom til
Barcelona var ég fimmtán ára
gamall. Ég hreifst mikið af honum
og hann varð uppáhaldsleikmaður
minn í liðinu. Upp frá því fór ég
að kynna mér Ísland betur og hér
er ég nú,“ sagði Cervantes þegar
blaðamaður Morgunblaðsins ræddi
við hann fyrir leikinn gegn Eng-
landi í Nice á mánudag. Hann var
þá klæddur í treyju merkta Fram,
eftir að hafa verið áður vandlega
merktur ÍBV á leiknum við Aust-
urríki.
Cervantes skrifar bókina með
Axel Torres, þekktum spænskum
íþróttafréttamanni. Þeir komu til
Íslands síðasta sumar og ferð-
uðumst um í þrjár vikur til að átta
sig á íslensku knattspyrnumenn-
ingunni. „Ég sótti svo um frí frá
vinnunni til þess að koma hingað
til Frakklands, fylgja Íslandi á
EM og skrifa bókina. Markmiðið
er að gefa hana út fyrir næstu
jól.“
Ljósir lokkar Eiðs vöktu
athygli
Þegar Eiður Smári kom til
Barcelona voru þar fyrir stór-
stjörnur eins og Ronaldinho, auk
þess sem Lionel Messi var að
koma fram á sjónarsviðið. En
hvað var það við Eið Smára sem
heillaði frekar en aðrar stjörnur
liðsins?
„Það er góð spurning. Ég veit í
rauninni ekki af hverju það var
Eiður sem heillaði mig svona mik-
ið. Ég held það sé af því að í
Barcelona erum við vanir að hafa
marga af bestu leikmönnum
heims, til dæmis frá Brasilíu og
Argentínu. Fyrir mig var mjög
óvenjulegt að sjá ljóshærðan gaur
frá landi sem ég vissi ekki neitt
um. Fyrir mig var þetta allt svo
fjarlægt og því eiginlega einskær
forvitni sem hvatti mig áfram.“
Og það er ljóst að aðdáun þess
spænska á Eiði Smára er gríð-
arleg. Hann tók upp símann sinn
og sýndi blaðamanni skjámyndina
sem blasti við. Þar voru þeir fé-
lagar, Víctor og Eiður Smári,
skælbrosandi saman á mynd!
Cervantes hitti Eið Smára í jan-
úar og segir að hann hafi veitt
mikla aðstoð við efnisöflun í bók-
ina og komið þeim í góð sambönd.
Heimir hafði rétt fyrir sér
Fyrri hluti bókarinnar verður
um upplifunina frá Íslandi en
þann síðari er Cervantes að skrifa
í Frakklandi. Jafn óðum og ís-
lenska landsliðið skrifar sjálft nýja
kafla í sögu sína. Cervantes þarf
að hugsa sig um í dálitla stund
þegar blaðamaður spyr hvort hann
hafi búist við því að íslenska liðið
kæmist jafn langt og raun ber
vitni.
„Ég hélt alltaf í vonina. En ég
verð að viðurkenna að þegar Ís-
land gerði jafntefli við Ungverja-
land bjóst ég við að þetta væri bú-
ið. Ég hitti Heimi [Hallgrímsson]
eftir leikinn og sagði það við hann.
„Víctor, þú verður að trúa. Okkur
mun takast þetta,“ sagði hann þá
við mig. Og hafði heldur betur
rétt fyrir sér.“
Eiður kveikti íslenskan neista
Ungur Spánverji fylgir íslenska landsliðinu í knattspyrnu eftir í Frakklandi og skrifar um það bók
Heillaðist af Eiði Smára þegar hann spilaði með Barcelona Heimir stappaði í hann stálinu
Ljósmynd/Andri Yrkill
Aðdáandi Victor Cervantes í Fram-búningi sínum, mikill áhangandi
íslenska liðsins.
Eiður Smári
Guðjohnsen
var sumarið
2006 keyptur
til Barcelona á
Spáni frá
Chelsea, þar
sem hann
hafði unnið tvo
Englands-
meistaratitla.
Eiður Smári var í þrjú ár hjá
Barcelona og meðal annars
hluti af liðinu sem vann þrenn-
una eftirsóttu veturinn 2008-
2009 þegar liðið vann spænsku
deildina, spænsku bikarkeppn-
ina og Meistaradeild Evrópu.
Eiður er eini Íslendingurinn sem
hefur afrekað það.
„Ég hreifst mikið af honum
og hann varð minn uppáhalds
leikmaður í liðinu. Ég veit í
rauninni ekki af hverju það var
Eiður sem heillaði mig svona
mikið. Það var mjög óvenjulegt
að sjá ljóshærðan gaur frá landi
sem ég vissi ekki neitt um,“
segir Víctor Cervantes.
Í þrjú ár hjá
Barcelona
EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN
Eiður Smári
Guðjohnsen
EM Í FÓTBOLTAKARLA