Morgunblaðið - 29.06.2016, Síða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016
Bíla- og vélavörur
...sem þola álagið!
Það borgar sig
að nota það besta!
Viftur
HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir
Stýrisendar
og spindilkúlurViftu- og tímareimar
Kúplingar- og höggdeyfar
Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Viðræður við ástvin gætu borið góð-
an árangur í dag. Líttu í eigin barm og vittu
hvort orsaka ágreinings er ekki að leita þar.
Með öðrum orðum réttu fram sáttahönd.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú þarfnast meiri hvatningar og
stuðnings en ekki meiri gagnrýni. Athugaðu
hvort eitthvað sé bogið við þær aðferðir
sem þú notar í uppeldinu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Leyfðu vinum þínum að sýna þér
þakklæti fyrir það sem þú hefur fyrir þá.
Ekkert varir að eilífu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú gætir komið auga á tækifæri til
þess að vinna þér inn peninga á óvenjulegan
hátt. Veittu sjálfri/sjálfum þér tækifæri til
að njóta lista og fegurðar. Sæktu sýningar
og tónleika, það auðgar andann.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er ekki gott fyrir heimilislífið að
taka vinnuna með sér heim. Þú bíður svara
við spurningu sem hefur brunnið á þér
lengi. Einhver fer undan í flæmingi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það opnar þér ýmislegt nýtt hversu
auðvelt þú átt með að skilja aðstæður ann-
arra. Samskipti innan fjölskyldunnar eiga
eftir að batna mikið á næstu mánuðum, það
er þinni baráttu að þakka.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hefur tilhneigingu til að vantreysta
þér og ættir að forðast það og fara eftir
sannfæringu þinni. Fólk tekur eftir þér. Því
verður þú að leika þitt hlutverk af kost-
gæfni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Manneskjan sem ýtir undir létt-
lyndi þitt og óbælda hegðun er svo sann-
arlega góður vinur. Mundu bara að tala
skýrt og skorinort svo enginn þurfi að velkj-
ast í vafa um tilgang þinn.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Samskipti kynjanna eru svo
sannarlega hárfín list. Ef þú hringir símtölin
sem hafa fengið að bíða, og ræðst á bréfa-
bunkann á borðinu finnurðu eitthvað óvænt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Ábyrgðin sem blasir við þér er
kannski ekki margslungin, en þú ert eina
manneskjan sem stendur undir henni. Þú
veist að þú færð ekki svar við spurningu
nema þú spyrjir.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Láttu ekki slúður vinnufélaganna
hafa áhrif á þig. Mundu að til þess að sam-
bandið gangi verður þú að henta maka þín-
um ekki síður en hann þér.
Fiskar Íhugaðu vandlega allar beiðnir sem
þú færð um aðstoð. Sýndu þolinmæði og
láttu aðra ekki slá þig út af laginu.
Kristján Eiríksson spurði á Leir ásunnudag hvort menn þekktu
höfund þessarar vísu:
Hverjir ríða að Hlemmiskeiði ?
Hillir undir Jón í Strillu,
Hans í Ertu, Högna í Tortu,
Helgu ljósu í Andrésfjósum.
Hokin ríður Vala í Vola,
Vælugerðis-Salka skælir.
Jón í Roðgúl reifur og glaður
rabbar hátt við Snjólf í Nabba.
Ekki veit ég höfund vísunnar né
þekki bæjarnöfnin nema fjögur
kannski. Nabbi er eyðibýli suð-
vestur af Stóru-Sandvík. Og Roð-
gúll er á Stokkseyri. Mér er sagt að
Guðjón í Roðgúl hafi verið orðinn
svo máttfarinn á kjördegi að það
varð að bera hann á kjörstað til að
kjósa íhaldið. Og fyrir aldarfjórð-
ungi eða svo bjó þar Steingrímur
Sigurðsson, listmálari og rithöf-
undur.
Aðeins eitt þessara bæjarnafna er
nefnt í Landnámu og Flóamanna-
sögu, – Vælugerði í Flóa. Ásgeir
Blöndal Magnússon skýrir nafnið
svo, að forliðurinn sé vísast í ætt við
Váll og Voli, sbr. no. væle kv.
„dyngja, viðarhrúga“, og væla s.
„safna skógargróðri, trjám og
greinum og gera bál úr“.
Hlemmiskeið er í Skeiðahreppi,
Strilla í Biskupstungnahreppi, Erta
í Selvogshreppi, Torta í Biskups-
tungnahreppi, Andrésfjós í Skeiða-
hreppi og Voli í Hraungerðishreppi.
Fía á Sandi sagði á Leirnum í
gær, að það væri hárrétt hjá Ólafi
að hér væri mikill letigarður og hún
lötust garðbúa. – „Ég er enda efn-
islaus. Hlusta ekki á fréttir, hef ekki
vit á bolta og búin að fá upp í kok af
að yrkja um brennivín.
Ekki neitt að yrkja finnst
aðstaðan er snúin.
Frétt ég hef af fréttum minnst
og forsetarimman búin.“
Hafsteini Reykjalín liggur mikið
á hjarta. – „Koma svo, já koma svo,“
skrifar hann mér og bætir við:
Hress og frísk nú hefjum störf,
hér mun verða gaman.
Gerum það af gildri þörf
að gleðjast í Nice saman.
Hérna verður hörku fjör,
í huga sigur finnum.
Sigrum hverja sóknar för,
við síðar gullið vinnum.
Koma svo, já, koma svo,
klárir leikmenn þora.
Kátt í höll,
klöppum öll,
koma svo og skora.
ÁFRAM ÍSLAND!“
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Bæjarnöfn úr Árnessýslu
og áfram Ísland
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
ÉG GÆTI BJARGAÐ HEIMINUM
HVAÐ ERTU AÐ REYNA AÐ
SEGJA MÉR, HNOÐRI?
MJÁ!
MJÁ!
MJÁ!
MJÁ!
MJÁ!
MJÁ!
HVAÐ SEGIRÐU,
HNOÐRI?
ÉG VILDI AÐ ÉG
SKILDI ÞIG,
HNOÐRI
HANN SEGIST
HATA AÐ VERA
KALLAÐUR
„HNOÐRI“.
ÉG SEGI AÐ VIÐ
HORFUMST Í AUGU
VIÐ ENDALOKIN Á
LJÓÐRÆNAN HÁTT… OK!
KANNTU
EINHVERJA
HAIKU?
„ÉG ER EINN AF ÞEIM SEM REYNA
ALLTAF AÐ HORFA Á STÓRU MYNDINA
– EN ER Á LEIÐINNI BEINT Á DVD“
„HVAÐ SEGIRÐU?“
... Öxl til að
styðjast við
Umhverfisvernd er Víkverja hug-leikin. Til að leggja sitt af mörk-
um flokkar fjölskyldan heimilissorp
og við það hefur umhverfisvitundin
aukist og vörur, sem pakkað er inn í
miklar umbúðir, eru sniðgengnar.
x x x
Svona flokkun kemst fljótt upp ívana og manni fer að þykja
óþægilegt að henda einhverju sem
mætti fara í endurvinnsluna. Nú er
óhreint plast þvegið og þurrkað,
pappír fer í pappírstunnuna og um-
búðir með skilagjaldi í endurvinnslu.
Þá hefur allur úrgangur frá bygg-
ingaframkvæmdum verið flokkaður,
svo sem timbur, járn, olíur og leysi-
efni. Að ógleymdri moltugerðinni.
x x x
Víkverji nýtir sér eina tunnu fráReykjavíkurborg fyrir almennt
heimilissorp og aðra fyrir pappír.
Þessar tunnur duga tveimur fjöl-
skyldum ágætlega. Aukatunna fyrir
plast var afþökkuð og þess í stað
komið upp þeirri rútínu að safna
plastinu saman í innkaupapoka sem
fær að fljóta með í bílnum og er hent í
grenndargám u.þ.b. vikulega.
x x x
Nú hefur gömlu gámunum veriðskipt út fyrir nýja gáma með
hringlaga opi. Gömlu gámarnir voru
með hlera sem hægt var að lyfta. Þeir
voru reyndar allt of oft svo fullir að
vart var hægt að troða ofan í þá. Í síð-
ustu ferð komst Víkverji að því að op-
ið á nýju gámunum er svo lítið að hinn
vikulegi haldapoki kemst ekki inn um
það. Ekki var um neitt annað að ræða
en tína ruslið upp úr pokanum og
pota því ofan í, einu í einu. Þetta fór
óstjórnlega í taugarnar á Víkverja,
sem hugsaði með hryllingi til vetr-
arins og sá sig í anda híma krók-
loppinn fyrir framan plastgáminn og
mata hann á plasti. Líklega hefur
þetta nýja „viðmót“ á plastgámnum
verið nauðvörn hjá borginni því
gömlu gámarnir voru oft svo troðnir
að ekki var hægt að loka þeim og
ruslið fauk út um allt. Það er spurn-
ing hvernig fólk bregst við þegar það
getur ekki lengur þjappað ofan í gám-
inn. Enda ruslapokarnir ekki bara við
hliðina á gámunum og fjúka svo burt?
Lausnin í huga Víkverja hefði að
sleppa þessari endurhönnun og tæma
gömlu gámana oftar. víkverji@mbl.is
Víkverji
Því hvar sem fjársjóður þinn er þar
mun og hjarta þitt vera. (Matt. 6:21)