Morgunblaðið - 29.06.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.06.2016, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016 Rafsuðuvírarnir fást hjá okkur Rafsuðuvírar Dalshrauni 14 • 220 Hafnarfjörður • Sími 555 2035 • jak.is á fallegum, notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. ERFIDRYKKJA Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200 Þegar mælt er með bólusetningum er ein- ungis talað um hversu mikill bjargvættur bólu- efni séu, en sleppt að segja að þau séu líka böðull. Bóluefni eru einu lyfin sem engar upplýs- ingar fylgja um innihald/ aukaverkanir/dauðsföll. Framleiðendur fela þær ekki en heilbrigðisyfirvöld og Lyfja- stofnun Íslands virðast ekki sjá ástæðu til að upplýsa almenning/ foreldra um innihald bóluefna þó að rannsóknarniðurstöður segi frá ýms- um alvarlegum aukaverkunum er geta komið upp nokkrum mánuðum/ árum eftir bólusetningar, t.d. ófrjó- semi, sykursýki 1, astmi, einhverfa, fæðu- og sýklalyfjaofnæmi og gigt. Ófrjósemi Er æ meira að koma í ljós eftir að byrjað var að bólusetja með Gardasil og Cervarix HPV-bóluefnunum. Bæði innihalda ófrjósemis og sæð- isdrepandi efni. Gardasil /Merck Squalene og Polysorbate 80 (Tween 80) sem valda ófrjósemi en Cervarix (GSK) inniheldur ASO4 sem er sam- nefnari Squalene. Octoxynol 10 er sæðisdrepandi og er í báðum bóluefnum. HPV- bóluefnin voru markaðssett sem leg- hálskrabbameins bóluefni en þegar drengir eru bólusettir með Gardasil heitir það kynfæravörtu-bóluefni. Cervarix inniheldur ekki kynfæra- vörtuvírus. Drengir eru ekki með legháls, svo að kalla varð bóluefnið öðru nafni til að geta bólusett þá. Þessi efni eru einnig í H1N1- bóluefnunum. Astmi Í niðurstöðum á bólusettum og óbólusettum börnum með kíghósta Pertussis-bóluefninu, voru bólusett börn tvisvar sinnum líklegri til að fá astma en óbólusett (Pediatr. Allergy Immunol 2008 feb.; 19(1): 46-52). Niðurstöður í Jama-læknaritinu 1994 bentu á fimm sinnum meiri lík- ur á að fá astma eftir bólusetningu með kíghósta Pertussis-bóluefninu en óbólusett (Jama 1994; 272(8); 592- 93). Það kemur fram í heilbrigð- isgögnum, að með því að fresta DPT- bólusetningu í allt að tvo mánuði voru helmings minni líkur að fá astma (J. Allergy Clin Immunol 2008 mars; 121(3):626-31). Sykursýki 1 Í niðurstöðum (birtar í Autoimm- unity júlí 2002), á meira en 240.000 einstaklingum sem skipt var í bólu- setta með Hib-bóluefninu og óbólu- setta, kom í ljós 26% aukning á syk- ursýki eftir Haemophilus influenzae type B vaccine (Hib B) bólusetn- ingar. Flest tilfelli sykursýki eftir Hib-bólusetningar komu upp 38-46 mánuðum eftir bólusetningu (Auto- immunity júlí 2002; 35(4): 247-53). Það kemur fram í J Pediatr. En- docrinol að sykursýki kom upp 2-4 árum eftir MMR (mislingar/ hettusótt/rauðir hundar) og Pertuss- is (kíghósta) bólusetningu. Niðurstöður í læknaritinu Open Pediatr. Med J minnast á 88% áhættu á að fá sykursýki eftir MMR bólusetningar. Læknar byrjuðu að skrifa skýrslur í læknarit svo snemma sem 1949 um að sum börn bólusett með kíghósta bóluefninu (er í dag hluti af DPT og DTap) ættu í erfiðleikum með að halda eðlilegu sykurjafnvægi í blóðinu. Rannsóknarstofurann- sóknir hafa staðfest að kíghósta bólu- efnið getur valdið sykursýki í mús- um. Einhverfa Það nýjasta í sambandi við ein- hverfu og MMR eru uppljóstranir vísindamannsins dr. William W. Thompson sem vöktu heims athygli, ásamt kvikmyndinni Vaxxed. Dr. William játaði að hafa tekið þátt í að fjarlægja niðurstöður er styðji að MMR-bóluefnið valdi einhverfu. Hafa yfirvöld í Bandaríkjunum farið fram á að CDC afhendi öll gögn er sýna að stofnunin vissi að MMR- bóluefnið ylli einhverfu. Læknar og hjúkrunarfólk eru að gera sér grein fyrir aukaverkunum eftir bólusetningar, og í könnun sem gefin var út nýlega, segir að 10% af læknum og 21% sérfræðinga fari alls ekki að fyrirmælum CDC um bólu- setningar, 19% hygðust fresta eða hafna MMR-bólusetningum. Í könnun á meðal 915 svissneskra lækna, hyggjast 8% þeirra ekki leyfa börnum sínum að fá allar bólusetn- ingar sem hið opinbera mælir með. Hyggjast 34% þeirra fresta öllum bólusetningum, og 29% ekki bólu- setja gegn Hib B. Aðeins 13% voru á því að bólusetja börnin sín við inflú- ensu, aðeins 5% ætluðu að bólusetja gegn pneumokokkum, 14% vildu fresta öllum MMR-bólusetningum og 5% sögðust hafna þeim. Sýndi könnunin að 23% 1.431 fjöl- skyldulæknis í Frakklandi létu ekki bólusetja gegn árlegri inflúensu. Gigt Gerður var samanburður á 2.658 börnum sex vikum eftir MMR- bólusetningar og 2.357 óbólusettum börnum er sýndi aukningu liðverkja eftir MMR-bólusetningar (Benjamin et. Al. 1992). Þá kemur fram í breska læknaritinu (BMJ) að rauðu hunda hluti MMR er tengdur aukningu á liðamóta- og útlimaeinkennum. Í nið- urstöðum sem birtust í Annals of the Rheumatic Disease 1986, voru 55% líkur á að þróa gigt innan fjögurra vikna. Bandaríska bóluefnanefndin (U.S. Vaccine Safety Committee) viðurkennir að bóluefnið geti valdið bæði bráða og langtíma gigt. Árið 2002 birti Clinical and Experimental Rheumatology niðurstöður um krón- íska gigt eftir bólusetningar. Ofnæmi Hefur þú aldrei furðað þig á því hvernig standi á því að svona mörg börn séu með hnetuofnæmi? Fyrir 1900 var hnetuofnæmi óþekkt. Í dag eru um 1,5 milljónir barna með það í USA. Farið var að nota hnetuolíu sem hjálparefni fyrir pensilín til inn- spýtingar um 1940 og 1960 er farið að nota hana sem hjálparefni í bólu- efnaframleiðslu. 1953 var 12% þjóðarinnar komið með pensilínofnæmi. Bóluefni – ofnæmi-ófrjósemi og aðrar aukaverkanir sem ekki er sagt frá Eftir Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur og Þorstein Sch. Thorsteinsson »Er æ meira að koma í ljós eftir að byrjað var að bólusetja með Gardasil og Cervarix HPV-bóluefnunum. Þorsteinn Sch. Thorsteinsson Höfundar eru formaður og ritari Fé- lags áhugamanna um bólusetningar. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Sem málverndarsinni og áhugamað- ur um íslenskt mál langar mig til að benda á eina algenga málvillu, sem verið hefur í bæði mæltu og rituðu máli mjög lengi. Þetta er töluorðið: sjötti, sem í íslensku máli stendur fyrir töluna sex. Orð þetta, sem hefur rótina sjö, stendur fyrir töluna sex. Þess í stað ætti réttilega að segja: sexti. Við teljum: einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex og sjö. Því væri réttara að segja: fyrsti, annar, þriðji, fjórði, fimmti, sexti, sjöundi, en ekki: sjötti og tví- taka þar með töluna sjö. Það er at- hyglisvert hve þessi málvilla, sem ég vil kalla svo, hefur lengi viðhaldist í málinu og aldrei verið leiðrétt. Sem Íslendingur lærði ég þessa málvenju og hafði ekkert sérstakt við hana að athuga fyrr en ég hafði verið búsett- ur til margra ára erlendis og fór að gefa betur gaum að íslensku þegar heim kom. Sjö í töluorðinu sjötti á ekkert skylt við töluna sex, heldur sjö. Því ættum við að segja sexti, í staðinn fyrir sjötti. Einar Ingvi Magnússon. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Sjö er ekki sex

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.