Morgunblaðið - 29.06.2016, Síða 30

Morgunblaðið - 29.06.2016, Síða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016 Hoist Vinnulyftur • Víkurhvarf 4 • Sími 517 6000 • hoist@hoist.is • www.hoist.is Umboðsaðili Alimak Hek á Íslandi Turnlyftur Sala og þjónusta Sérhæfum okkur í sölu og þjónustu á lyftum af öllum stærðum og gerðum 517 6000 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þessi tónleikaröð er eðlilegt framhald af starfi mínu gegnum árin, en ég hef staðið fyrir mjög mörgum tónleikaröðum bæði hér- og erlendis,“ segir Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari og listrænn stjórnandi nýrrar tónleikaraðar sem nefnist Reykjavík Classics. Tónleikaröðin hefur göngu sína í Eldborg á morgun, fimmtudag, og stendur til og með 14. ágúst. Á framangreindu tímabili verður boðið upp á tónleika daglega sem hefjast kl. 12.30 og eru 30 mínútur að lengd án hlés. „Alls verða sjö efnisskrár fluttar á tímabilinu, en fjórar efnis- skrárnar eru leiknar í viku, tvær í fjóra daga og ein í tíu,“ segir Nína Margrét og tekur fram að annir tónlistarfólksins skýri mismunandi tón- leikafjölda hverrar dagskrár. „Á sumrin hefur verið minna um tónleikahald í Eldborgarsal Hörpu og mér fannst tilvalið að bæta úr því,“ segir Nína Margrét og bendir á að efnisskrá tónleikanna verði klassísk meistaraverk flutt af einleikurum úr fremstu röð. Lyftir áheyrendum á æðra svið Á opnunartónleikum Reykjavík Classics á morgun kl. 12.30 munu Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Sig- urður Bjarki Gunnarsson sellóleikari flytja tvö verk eftir W.A. Mozart. „Mér fannst gaman að byrja á fantasíu í d-moll K. 397 sem er fallega íhugult verk. Síðan heyrum við flautukvartett í D-dúr K. 285 sem eitt af mínum uppáhalds- verkum. Kvartettinn lyftir áheyrendum á æðra svið, enda er ekki hægt annað en vera glaður þegar maður heyrir þennan flautukvartett.“ Spurð um val sitt á listamönnunum tólf sem fram koma á tónleikaröðinni í sumar segir Nína Margrét að allt séu þetta frábærir tónlist- armenn sem hún hafi unnið mikið með á umliðn- um árum, en auk framangreindra listamanna koma fram Þóra Einarsdóttir sópran, Hrólfur Sæmundsson baritón, Svanur Vilbergsson gít- arleikari og trompetleikararnir Guðmundur Hafsteinsson, Jóhann Ingvi Stefánsson, Vil- hjálmur Ingi Sigurðarson og Baldvin Oddsson. Að sögn Nínu Margrétar varð efnisskrá sum- arsins til í samtali. „Ég kem með mínar tillögur og spyr flytjendur um þeirra hugmyndir. Mér finnst ágætt að hafa ákveðinn fókus á hverjum tónleikum,“ segir Nína Margrét og tekur fram að áhersla sé lögð á klassíska tónlist sem höfði til sem flestra tónlistarunnenda. „Mér fannst mikilvægt að fólk gæti gengið að upplifun á fag- urri klassískri tónlist með frábærum flytj- endum í þessum stórbrotna sal og líka að það væru hæfilega langir tónleikar.“ Aðspurð segir Nína Margrét tónleikaröðina hugsaða jafnt fyrir erlenda ferðamenn og Ís- lendinga sem vilja skreppa á klassíska tónleika í hádegishléi sínu. „Ef maður væri að koma til New York í fyrsta sinn og væri boðið að skoða Carnegie Hall myndi maður auðvitað vilja heyra tónlist til að upplifa salinn í sinni réttu mynd. Okkur finnst mikilvægt að erlendir ferðamenn fái tækifæri til að njóta Eldborgar Hörpu. Enda spyrja þeir sem koma í Hörpu á sumrin iðulega hvort þeir geti ekki fengið að njóta hljómburðarins í Eldborg og þetta er náttúrlega einstakt tækifæri til þess. Mér finnst líka mikilvægt að minna á að klassísk tónlist er ekki áberandi í okkar daglega umhverfi. Við sem störfum sem tónlistarmenn þurfum að auka þátt klassískrar tónlistar í samfélaginu með því að auðvelda aðgengi að henni og undir- strika að áheyrendur þurfi ekki að setja sig í ákveðnar stellingar,“ segir Nína Margrét og bendir á að Reykjavík Classics njóti stuðnings mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Höfuðborgarstofu. „Enda eykur verkefnið framboð menningar á höfuðborgarsvæðinu yfir sumartímann.“ Geti átt dásamlega stund Innt eftir því hvort stærð Eldborgar hafi kall- að á fjölmennari flytjendahóp eða stærri verk heldur en ef tónleikaröðin færi fram í minni sal svarar Nína Margrét því neitandi. „Fyrst og fremst langaði mig til að bjóða upp á þessi elsk- uðu meistaraverk. Fókus tónleikaraðarinnar er gömlu meistaraverkin sem gleðja okkur á hvaða tímapunkti sem er. Ég horfði alls ekki til þess að verkin þyrftu að vera fjölmenn í flutningi. Tónlistin sem flutt er í Eldborg er oftast flutt af sinfóníuhljómsveit, en hljómburðurinn í salnum er svo frábær að hann ber allt frá einleik upp í kammerverk og sinfóníuverk og allt þar á milli. Þetta á við um bestu húsin og í því samhengi get ég aftur nefnt Carnegie Hall. Markmiðið með þessari nýju tónleikaröð er að skapa vingjarn- lega stemningu þannig að áheyrendur geti átt dásamlega stund og notið hljómburðarins. Áheyrendur þurfa ekki að vera neinir sérfræð- ingar í klassískri tónlist. Þetta er allt tónlist sem okkur finnst gaman að flytja, okkur líður vel og ég er sannfærð um að það mun endurspeglast í andrúmslofti tónleikanna,“ segir Nína Margrét að lokum. Allar nánari upplýsingar um Reykjavík Classics má finna á vefnum harpa.is. „Upplifa salinn í sinni réttu mynd“  Ný tónleikaröð í Hörpu hefur göngu sína í hádeginu á morgun  Markmiðið að auðvelda aðgengið að klassískri tónlist  Áheyrendur þurfa ekki að setja sig í ákveðnar stellingar segir listrænn stjórnandi Morgunblaðið/Ófeigur Listafólk Þórunn Ósk, Áshildur, Nína Margrét, Þóra, Sigurður Bjarki og Ari Þór á æfingu í Tónlistarskólanum í Reykjavík fyrr í vikunni.  30. júní til 6. júlí Flautukvartett í D-dúr og píanófantasía í d-moll eftir W.A. Mozart. Flytjendur eru Ari Þór Vilhjálms- son, Áshildur Haraldsdóttir, Nína Margrét Gríms- dóttir, Sigurður Bjarki Gunnarsson og Þórunn Ósk Marinósdóttir  7. júlí til 13. júlí Ljóðaflokkurinn Frauenliebe und leben eftir Robert Schumann. Flytjendur eru Þóra Einarsdóttir og Nína Margrét Grímsdóttir  14. júlí til 23. júlí Frönsk tónlist fyrir flautu og píanó eftir Francis Poulenc og Cécile Chaminade. Flytjendur eru Ás- hildur Haraldsdóttir og Nína Margrét Grímsdóttir  24. júlí til 27. júlí Bandarísk alþýðulög í umritun Aaron Copland og ljóðaflokkurinn Mélodies Passagères op. 27 eftir Samuel Barber. Flytjendur eru Hrólfur Sæmunds- son og Nína Margrét Grímsdóttir  28. júlí til 3. ágúst Píanókvartett í g-moll K. 478 eftir W.A. Mozart. Flytjendur eru Ari Þór Vilhjálmsson, Nína Margrét Grímsdóttir, Sigurður Bjarki Gunnarsson og Þórunn Ósk Marinósdóttir  4. ágúst til 10. ágúst Tónverk fyrir fjóra trompeta frá ýmsum löndum. Flytjendur eru Guðmundur Hafsteinsson, Jóhann Ingvi Stefánsson, Vilhjálmur Ingi Sigurðarson og Baldvin Oddsson.  11. ágúst til 14. ágúst Sjaldheyrð sónata mexíkanska tónskáldsins Manuel Ponce fyrir gítar og píanó og La Muerte del Angel eftir tangótónskáldið Astor Piazzolla. Flytjendur eru Svanur Vilbergsson og Nína Margrét Gríms- dóttir Fjölbreytt efnisskrá DAGSKRÁ REYKJAVÍK CLASSICS Í ELDBORG SUMARIÐ 2016 W.A. Mozart Francis Poulenc Astor Piazzolla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.