Morgunblaðið - 29.06.2016, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016
www.smyrilline.is
Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík
Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is
Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður
Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is
Taktu
bílinn með
til Færeyja og Danmerkur 2016
Færeyjar
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 34.500
Danmörk
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 74.500
Bókaðu
núna!
Bókaðu
snemma til aðtryggja þér pláss.Þegar orðið fullt ísumar ferðir
í sumar.
Vertu upplýstur!
blattafram.is
VANDINN LIGGUR
OFT HJÁ OKKUR
SJÁLFUM.
SAMÞYKKIR ÞÚ
KYNFERÐISOFBELDI?
Fulltrúar aðild-
arfélaga Banda-
lags háskóla-
manna og
samninga-
nefndar Sam-
bands íslenskra
sveitarfélaga
hittust á fundi í
gær til að ræða
niðurstöðu kjara-
könnunar BHM
fyrir árið 2015. Þórunn Sveinbjarn-
ardóttir, formaður BHM, ásamt
fulltrúum BHM ítrekuðu mikilvægi
þess að bandalagið fengi aðgang að
launaupplýsingum sveitarfélag-
anna. Aðeins þannig sé hægt að fá
raunhæfa mynd af stöðunni hjá
sveitarfélögunum.
Vilja útrýma kyn-
bundnum launamun
Þórunn Sveinbjarn-
ardóttir
Elvar Ingimundarson
elvar@mbl.is
„Við teljum þetta gífurlegt fram-
faraskref og erum afar stolt af
þessu,“ segir Ágúst Sigurðsson,
sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Sveitarfélagið hefur stofnað fyr-
irtækið Rangárljós til að annast
lagningu ljósleiðara í dreifbýli sveit-
arfélagsins. Verkefnið er stórt í snið-
um og á sér langan aðdraganda. „Við
munum leggja ljósleiðara í allt dreif-
býli sveitarfélagsins í einum áfanga
og klárum það árið 2017. Við höfum
notað öll tækifæri sem hafa gefist til
að leggja í dráttarrör með öðrum
framkvæmdum. Við vorum svo
heppin að það voru miklar fram-
kvæmdir hér síðasta sumar við raf-
magnslínu í jörð svo hægt var að
leggja í dráttarrör fyrir ljósleiðara
samhliða þeirri framkvæmd. Eins
eru tengimiðjur tilbúnar á Hellu og
Laugarlandi,“ segir Ágúst.
Sveitarfélagið mun eiga grunn-
netið og selja fjarskiptafyrirtækjum
aðgang að því. Ágúst segir mikla eft-
irspurn hafa verið frá þjónustuað-
ilum sem vilja selja þjónustu sína í
gegnum grunnnetið. Íbúum og fyr-
irtækjum verður því í sjálfsvald sett
frá hvaða fjarskiptafyrirtæki þeir
kaupa netþjónustu sína.
Enginn vildi leggja í dreifbýlið
Gagnaveitan lagði á sínum tíma
ljósleiðara í þéttbýlinu á Hellu og
Hvolsvelli en engin fjarskiptafélög
sýndu því áhuga að koma að upp-
byggingu ljósleiðarakerfis í dreifbýli
sveitarfélagsins þegar eftir því var
leitað. Sveitarfélagið hefur því stofn-
að Rangárljós sem verður B-hluta-
fyrirtæki í eigu sveitarfélagsins en
slíkar stofnanir hafa það hlutverk að
selja þjónustu og hafa aðskilinn fjár-
hag frá sveitarfélögum þrátt fyrir að
vera alfarið í eigu þeirra.
Nokkur kostnaður mun fylgja
lagningu ljósleiðarans. „Við fengum
í þetta 118 milljóna styrk úr Ísland
ljóstengt-verkefninu. Svo leggur
sveitarfélagið heilmikið til og þeir
sem tengjast kerfinu greiða 250.000
króna tengigjald sem er sambæri-
legt við að taka inn vatn eða raf-
magn. Tengigjaldinu er stillt eins
mikið í hóf og kostur er,“ segir
Ágúst. Tengigjaldið er niðurgreitt af
sveitarfélagi og ríki og þessi kjör því
aðeins í boði fyrir íbúa og fyrirtæki í
dreifbýli sveitarfélagsins.
Útboð væntanlegt
Verið er að leggja lokahönd á und-
irbúning framkvæmda. „Núna erum
við að klára þátttökulista til að sjá
hvernig lokahönnun lítur út. Síðan
verður farið í útboð á jarðvegshluta
verkefnisins sem við ætlumst til að
klárist á þessu ári,“ segir Ágúst en
hægt verður að tengja fyrstu húsin
við ljósleiðarann um leið og jarð-
vinnu við lagningu er lokið.
Rangárþing ytra stofnar
nýtt félag um ljósleiðara
Rangárljós mun annast lagningu grunnnets Mikil eftirspurn eftir tengingu
Morgunblaðið/Benjamín
Grafinn Ljósleiðarar eru yfirleitt lagðir í jörð, oft samhliða rafmagnslínum. Í hverjum streng eru tugir eða hundr-
uðir ljósleiðara, vafðir í streng og varðir með þykku plasti og þeir eru því áþekkir öðrum jarðstrengjum í útliti.
Már Guðmunds-
son seðla-
bankastjóri sótti
ársfund Alþjóða-
greiðslubankans
í Basel í Sviss á
sunnudag. Á
fundinum gerði
Jaime Caruana,
aðalfram-
kvæmdastjóri
Alþjóðagreiðslubankans, grein fyr-
ir meginskilaboðum ársskýrslu
bankans. Samkvæmt skýrslunni
stendur aðlögun heimsbúskaparins
í framhaldi af fjármálakreppunni
og efnahagssamdrættinum sem
fylgdi í kjölfarið enn yfir. Hag-
vöxtur hefur að undanförnu verið
ójafn en er þó yfir sögulegu með-
altali ef leiðrétt er fyrir fólks-
fjöldaþróun.
Hagvöxtur yfir sögu-
legu meðaltali
Már Guðmundsson
Ljósleiðarar eru í raun grannir þræðir á gildleika við
mannshár sem gerðir eru úr gleri eða plasti. Þeir eru
mun afkastameiri en eldri tegundir símalína og því hef-
ur notkun þeirra í för með sér mun hraðari nettengingu.
Ljósleiðaratenging er nú fyrir hendi í meirihluta þétt-
býlis á landinu. Lagning ljósleiðara í dreifbýli er þó
kostnaðarsamari og ekki eins arðbær vegna fárra not-
enda á löngum línum. Því hafa einkarekinn félög ekki
sýnt því áhuga að leggja ljósleiðara á landsbyggðinni.
Rangárþing ytra er ekki fyrsta sveitarfélagið sem fer
þá leið að leggja ljósleiðara sjálft enda mikil eftirspurn eftir betri net-
tengingu. „Það er framtíðin að hafa góðar nettengingar, það er kallað eft-
ir betri tengingum og það kemur ekkert í staðinn fyrir ljósleiðara í þeim
efnum. Öræfingar riðu á vaðið og lögðu ljósleiðara til sín. Nágrannar okk-
ar í Ásahreppi eru svo nýbúnir að klára ljósleiðaralagningu,“ segir Ágúst.
Af hverju að leggja ljósleiðara?
MÖRG SVEITARFÉLÖG ANNAST LAGNINGU LJÓSLEIÐARA SJÁLF
Ágúst Sigurðsson
Heimsmeistaramót skáksveita, 50
ára og eldri fer nú fram í Dresden í
Þýskalandi og hafa Íslendingar verið
sigursælir á mótinu. Íslensku sveit-
ina skipa Jóhann Hjartarson, Helgi
Ólafsson, Margeir Pétursson, Jón L.
Árnason og Friðrik Ólafsson. Sveit
þeirra heitir Gullaldarlið Íslands og
keppir í ungliðaflokknum 50 ára og
eldri en eldri flokkurinn er fyrir 65
ára og eldri. En hvað kom til að ís-
lenska sveitin fór út? „Þetta lið tefldi
saman á Evrópumóti landsliða í
Laugardalshöllinni í fyrra og
skemmti sér svo vel að það ákvað að
setja þetta mót á dagskrá. Þeir eru á
lista yfir þrjár til fimm sterkustu
sveitirnar á mótinu og eina sveitin
sem hefur á að skipa núverandi
landsmeistara en Jóhann Hjartar-
son vann Íslandsmótið um daginn,“
segir Gunnar Björnsson, forseti
Skáksambands Íslands.
Gullaldarsveitn enn ósigruð
Hann segir íslenska liðinu hafa
gengið afar vel það sem af er mótinu
en þeir hafa unnið fyrstu þrjár við-
ureignir sínar og eru því í toppbar-
áttu. „Margeir Pétursson sýndi
snilldartakta í skemmtilegri viður-
eign við þýskan andstæðing sinn í
gær og bar sigur af hólmi. Aðrir í
sveitinni gerðu jafntefli og íslenska
liðið vann því viðureignina með
tveimur og hálfum vinningi gegn ein-
um og hálfum. Í fjórðu umferð sem
fram fer í dag mætir íslenska sveitin
þýsku sveitinni Emanul-Lasker Ge-
sellschaft sem hefur gamla sovéska
landsliðsmanninn Artur Yusupov á
fyrsta borði en hann var eitt sinn
meðal bestu skákmanna í heimin-
um,“ segir Gunnar. Það er því ljóst
að það er æsispennandi viðureign
framundan í dag. elvar@mbl.is
Áfram sigursæl-
ir á stórmótinu
Gullaldarliðið keppir fyrir Ísland
Morgunblaðið/Golli
Skák Jóhann Hjartarson tekst á við
meistarann Artur Yusupov í dag.