Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016 Hvannahaf Þær spókuðu sig alsælar í veðurblíðunni á Laugarnestanganum þessar tvær þar sem sólin skein svo glatt og hvönnin teygði sig til himins, sólgin í ljósið og lífið. Eggert Allar Norðurlanda- þjóðirnar líta nú í eigin barm í öryggismálum, leggja mat á hagsmuni sína og greina nauð- synlegar aðgerðir til að gæta þeirra. Danska varnarmálaráðuneytið gaf á dögunum út 248 bls. skýrslu um fram- tíðarverkefni sín á norðurslóðum. Þar er sérstaklega litið til næstu nágranna okkar í austri og vestri, Færeyinga og Grænlendinga. Eðlilega kemur Ísland mikið við sögu í skýrslunni og þá sérstaklega Keflavíkurflugvöllur, samvinna Dana við Landhelg- isgæslu Íslands og íslensk flugmála- yfirvöld, ISAVIA. Danska ráðuneytið tekur að sjálf- sögðu mið af því að íslenskar stofn- anir geta aðeins átt aðild að borg- aralegri starfsemi. Frá öryggissvæðinu á Keflavík- urflugvelli geta bandamenn Íslend- inga á hinn bóginn haldið úti eigin hernaðarlegri starfsemi. Borg- aralegi þátturinn í skýrslunni er mikilvægur, hann lýtur að leit og björgun, hvers kyns neyðartilvikum og varðstöðu gegn mengun hafsins. Í öllu sem sagt er um Austur- Grænland og verkefni danska varn- armálaráðuneytisins þar er tekið fram að treysta verði á aðstöðu á Ís- landi og aðstoð íslenskra aðila. Jafn- framt er áréttað að við leit og björg- un úr lofti í nágrenni Færeyja verði að treysta á flugvélar frá Íslandi og Skotlandi. Af skýrslunni er ljóst að eftirlits- flugvélin Sif og varðskipið Þór gera Íslendinga gjaldgenga í öllum að- gerðum varðandi leit og björgun og meng- unareftirlit á hafinu frá Grænlandi til Færeyja. Þá er hugmynd um að leigja Þór til borg- aralegra verkefna við Austur-Grænland reif- uð. Auk þess er vikið að nauðsyn þess að nýtt eftirlitskerfi Dana með siglingum verði innleitt af Landhelg- isgæslunni hér og Dan- ir fái aðgang að fjar- skipta- og ratsjárkerfum hér á landi. Yfirlýsing með Bandaríkja- mönnum Þessi danska skýrsla var birt tveimur dögum (27. júní) áður en Robert O. Work, varavarn- armálaráðherra Bandaríkjanna, og Lilja D. Alfreðsdóttir rituðu undir sameiginlega yfirlýsingu um sam- starf á sviði varnarmála. Vinna við yfirlýsinguna hófst í tíð Gunnars Braga Sveinssonar sem utanrík- isráðherra og var kynnt utanrík- ismálanefnd nú fyrir þinglok. Mark- mið hennar er að „formfesta“ breytingar á tímabundinni viðveru bandarísks herafla á Keflavík- urflugvelli svo að vitnað sé til núver- andi utanríkisráðherra. Breytingarnar felast einkum í fjölgun ferða bandarískra kafbáta- leitarvéla hingað til lands. Hlutverk þeirra er að fylgjast með stór- auknum umsvifum rússneskra kaf- báta í hafinu umhverfis Ísland. Þeir sem bera ábyrgð á öryggis- málum á N-Atlantshafi hafa áhyggj- ur af þessari þróun. Í fjölmiðlum víða í Evrópu var á dögunum vitnað í grein sem James Foggo, flotafor- ingi, yfirmaður 6. flota Bandaríkj- anna, birti í tímariti Flotastofnunar Bandaríkjanna (U.S. Naval Insti- tute) í byrjun júní undir fyrirsögn- inni: Fjórða orrustan um Atlants- hafið. Flotaforinginn vísar í fyrirsögn- inni til sóknar rússneskra kafbáta út á Norður-Atlantshaf undanfarin misseri. Fyrsta orrustan var í fyrri heimsstyrjöldinni við þýska kafbáta, önnur orrustan var einnig við þýska kafbáta í annarri heimsstyrjöldinni. Þriðja orrustan var reiptogið milli kafbátaflota Bandaríkjamanna og Sovétmanna á höfunum umhverfis Ísland í kalda stríðinu. Á þeim árum tóku menn að ræða um GIUK-hliðið, varnarviðbúnað Vesturlanda gegn kafbátum sem náði frá Grænlandi um Ísland til Skotlands. Í grein sinni segir Foggo meðal annars: „Rússar vilja skapa sér vígstöðu á höfunum við Evrópu og þeir halda úti herafla utan landamæra Rúss- lands. Komið hefur verið á fót sam- tengdu kerfi rússneskra strand- eldflauga, orrustuþotna, loftvarna- búnaðar, herskipa og kafbáta sem ógnar nú öllum flotum á Eystrasalti og auk þess aðildarþjóðum NATO í Litháen, Eistlandi og Lettlandi – stjórnvöld ríkjanna ráða ekki yfir eigin ströndum nema leiðtogar Rússa leyfi þeim það. Komið var á fót svipuðu varnarvirki (anti-access/ area-denial, A2/AD) á Svartahafi eftir að rússneskur herafli réðst inn í Úkraínu og tók Krím. Stöðugt fjölgar rússneskum hermönnum í Sýrlandi og Rússar hafa sett upp herstöðvar við Norður-Íshafið, her- vætt og gert kröfu til stórs hluta þess í andstöðu við venjur al- þjóðalaga. Á þennan hátt og með A2/AD hafa Rússar dregið úr getu okkar til að beita valdi okkar og aukið eigin áhrifamátt utan landa- mæra sinna. Rússar ráða nú yfir „stálboga“ frá Norður-Íshafi um Eystrasalt til Svartahafs. Við hann bætast víð- tækar og tíðar eftirlitsferðir kafbáta um Norður-Atlantshaf og Nor- egshaf og herafli í fremstu víglínu í Sýrlandi. Þetta gerir Rússum kleift að skapa hættu fyrir næstum allan herflota NATO. Athafnasvæði flot- ans er ekki lengur látið í friði. Í fyrsta sinn í nærri 30 ár ber að líta á Rússland sem marktækt og áreitið flotaveldi.“ Leiðtogar NATO-ríkjanna koma saman í Varsjá í dag. Þess er ekki að vænta að í ályktun þeirra verði vikið sérstaklega að stöðu mála á N- Atlantshafi. Austurhluti og suð- austurhluti NATO eru nú í sviðsljós- inu og elfing viðbúnaðar þar. Nauðsyn áhættumats Nú eins og áður ræður úrslitum að íslensk stjórnvöld bregðist rétt við aðstæðum. Yfirlýsingin sem ut- anríkisráðherra ritaði undir með varavarnarmálaráðherra Bandaríkj- anna er til marks um að raunsæi ræður afstöðu ríkisstjórnarinnar og utanríkismálanefndar alþingis sem ræddi yfirlýsinguna. Hvarvetna í nágrannalöndunum hafa stjórnvöld eða hugveitur staðið fyrir greiningarstarfi og skýrslu- gerð sem miðar að því að taka sam- an upplýsingar um þróun öryggis- mála og miðlun þeirra á opinberum vettvangi. Danska skýrslan sem að ofan er nefnd er nýjasta skjalið. Þegar alþingi samþykkti ályktun um þjóðaröryggisstefnu Íslands á dögunum þar sem aðildin að NATO og varnarsamningurinn við Banda- ríkin eru grunnstoðir var áréttuð nauðsyn þess að gert yrði áhættu- mat fyrir Ísland í stað þess sem fyr- ir liggur og er frá árinu 2009. Verði frumvarp til laga um þjóðarörygg- isráð samþykkt þegar þing kemur saman í ágúst hlýtur gerð nýs áhættumats að verða fyrsta verk- efnið sem unnið er í nafni ráðsins. Eftir að fréttin um sameiginlega yfirlýsingu Íslands og Bandaríkj- anna birtist leitaði Morgunblaðið álits fulltrúa þingflokkanna. Ásta Guðrún Helgadóttir, áheyrn- arfulltrúi pírata í utanríkismála- nefnd, sagði sannfærandi rök fyrir yfirlýsingunni: „Í ljósi þeirra að- stæðna sem eru uppi í heiminum núna, þá get ég ekki sett mig upp á móti þessu.[] Persónulega myndi ég ekki vilja hafa her í heiminum, held- ur frið. Þegar það er ekki möguleiki verður maður að líta kalt á hlutina,“ sagði hún. Árin 10 sem liðin eru frá því að Bandaríkjamenn drógu herafla sinn frá Íslandi og lokuðu herstöð sinni í Keflavík sýna að hernaðarumsvif Rússa umhverfis Ísland hafa ekki minnkað við það. Herleysi er engin trygging fyrir að þjóðir búi við frið. Hjá því verður ekki komist „að líta kalt á hlutina“ þegar rætt er um ör- yggi á norðurslóðum um þessar mundir. Eftir Björn Bjarnason » Þeir sem bera ábyrgð á öryggis- málum á N-Atlantshafi hafa áhyggjur af stór- auknum umsvifum rúss- neskra kafbáta. Björn Bjarnason Höfundur er fv. ráðherra. Kalda matið hlýtur að ráða í öryggismálum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.