Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016 Björn Bjarnason skrifar:    Þingmaður breska Íhaldsflokks-ins, Michael Dobbs, er höfundur sögunnar House of Cards sem hann skrifaði um bresk stjórnmál þegar Margaret Thatcher var ýtt til hliðar af flokksbræðrum hennar. Sagan er kveikjan að hinum frægu sjónvarps- þáttum um Underwood-hjónin í Washington. Dobbs skrifar grein í The Daily Telegraph í dag um valda- baráttuna núna í Íhaldsflokknum. Þar segir meðal annars:    Fyrir sex mánuðum, jafnvel fyriraðeins sex vikum virtist ekkert geta hróflað við David Cameron, vald hans var óskorað, hann sagðist ætla að draga sig í hlé þegar honum hentaði, að lokum var það atburða- rásin og bestu vinir hans sem urðu honum að falli. Launmorðingjarnir Boris [Johnson] og Michael [Gove] hafa eins og forverar þeirra Brutus og Cassius [morðingjar Ceasars] og [Michael] Heseltine og [Geoffrey] Howe [morðingjar Thatcher] nú þegar áttað sig á að ekki er unnt að fela sig á bakvið blóði drifinn kufl. Það sem við getum lært af sög- unni ber undarlega líkt yfirbragð, eina sem hefur breyst er aðferðin við að taka mann af lífi. Við lifum á tíma internetsins. Jesús var svikinn með kossi. Boris með tölvubréfi.“    Lokaorðin vísa til þess að daginnáður en Michael Gove bauð sig fram og gróf undan Boris var lekið tölvubréfi frá eiginkonu hans þar sem hún bað mann sinn að ganga úr skugga um að Boris ætlaði að standa við loforðin sem hann gaf fyrir þjóð- aratkvæðagreiðsluna.“ Sönn spilaborg STAKSTEINAR Veður víða um heim 7.7., kl. 18.00 Reykjavík 17 léttskýjað Bolungarvík 12 léttskýjað Akureyri 10 heiðskírt Nuuk 5 léttskýjað Þórshöfn 14 rigning Ósló 18 skýjað Kaupmannahöfn 18 skýjað Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 14 skýjað Lúxemborg 19 léttskýjað Brussel 23 léttskýjað Dublin 20 léttskýjað Glasgow 18 skýjað London 21 heiðskírt París 27 heiðskírt Amsterdam 22 léttskýjað Hamborg 20 skýjað Berlín 24 heiðskírt Vín 24 heiðskírt Moskva 16 rigning Algarve 21 heiðskírt Madríd 31 heiðskírt Barcelona 28 léttskýjað Mallorca 31 heiðskírt Róm 29 heiðskírt Aþena 30 léttskýjað Winnipeg 18 skýjað Montreal 20 alskýjað New York 31 skýjað Chicago 25 skýjað Orlando 32 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:24 23:43 ÍSAFJÖRÐUR 2:37 24:40 SIGLUFJÖRÐUR 2:17 24:26 DJÚPIVOGUR 2:42 23:23 Neyðarlínan er með nokkur möstur uppi á Bolafjalli, ofan Bolungarvík- ur, og þar voru starfsmenn að sinna viðhaldi í vikunni. Veðurblíðan var slík að starfs- mennirnar gátu verið léttklæddir. Höfðu þeir á orði að það væri afar óvenjulegt að geta farið upp í staur á stuttermabol. Yfirleitt er svo vinda- samt á fjallinu, sem er yfir 630 metra hátt, að varla er stætt. Á Bolafjalli var ein af fjórum rat- sjárstöðvum sem Ratsjárstofnun rak fyrir hönd Varnarliðsins. Ratsjár- stöðin á Bolafjalli hóf rekstur 18. janúar 1992 en hefur nú verið lokað. Brattur akvegur liggur upp á fjallið, sem hefur verið opinn bílum yfir sumarmánuðina. Ofan á fjallinu er rennislétt hrjóstrug háslétta og er þar útsýni til allra átta. Viðhaldið á Bola- fjalli í blíðuveðri Ljósmynd/Áskell Þórisson Bolafjall Starfsmenn Neyðarlínunnar að störfum á Bolafjalli. Einar K. Guð- finnsson, forseti Alþingis, hefur að höfðu samráði við forsætisnefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins skipað Kjartan Bjarna Björgvinsson héraðsdómara til að stýra rann- sókn á þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA í kaupum á 45,8% eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl. árið 2003. Er skipunin til samræmis við ályktun Alþingis frá 2. júní sl. Rann- sókninni er ætlað að ljúka eigi síðar en 31. desember nk. Samkvæmt ályktuninni mun stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd einnig fara yfir fyrir- liggjandi gögn og upplýsingar um umfjöllun og ályktanir eftirlitsaðila um söluna á Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins, Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands. Á grundvelli niðurstöðu rannsóknarinnar og að lokinni yfirferð sinni mun stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd leggja mat á hvort hún geri tillögu um frek- ari rannsókn á sölunni. Kjartan Bjarni Björgvinsson Kjartan stýrir rannsókn Íshella 10 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100Mynd: Björgunarmiðstöð Hjálparsveitar skáta Kópavogi. Þeir semgerakröfur veljaHéðinshurðir Fáðu tilboð í hurðina Fylltu út helstu upplýsingar á hedinn.is og við sendum þér tilboð um hæl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.