Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016 ✝ Vigfús FrímannJónsson fæddist í Reykjavík 7. júní 1941. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 29. júní 2016. Foreldrar hans voru Kristjana Ein- arsdóttir, f. 15. apríl 1918, á Fremri Þor- steinsstöðum, d. 23. desember 2014, og Jón Þor- björnsson, f. 30. október 1905 á Kleppi í Reykjavík, d. 30. desem- ber 1971. Foreldrar Kristjönu voru Einar Sigurðsson, f. 14. Jónía, f. 1938, Þorbjörn Einar, f. 1939, og Erla, f. 1943. Vigfús ólst upp í Reykjavík og bjó að mestu þar fram að sextugu en þá flutti hann í Kópavog og þar var hann eftir það, seinustu átta árin í Boðaþingi. Á yngri árum vann Vigfús ým- is störf. Hann byrjaði starfsferil sinn í Málmsteypu Ámunda Sig- urðssonar, síðan vann hann í fiski hjá Fylki og þá aðallega sem vörubílstjóri, síðan lá leiðin á sjó- inn þar sem hann var bæði háseti og kokkur. Aðalstarfsvettvangur Vigfúsar var í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Þar hóf hann störf 1980 og var hann þar í um 30 ár, fyrstu 15 árin sem fanga- vörður og seinni hluta tímans sem varðstjóri eða þar til hann lauk starfsferli sínum. Útför hans fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 8. júlí 2016, klukkan 13. febrúar 1862, að Ytri Skógum Kol- beinsstaðahreppi, d. 20. janúar 1931, og Herdís Oddsdóttir, f. 8. ágúst 1873, að Villingadal í Hauka- dal, d. 2. október 1944. Foreldrar Jóns voru Þorbjörn Finnsson, f. 20. júní 1863, í Álftagróf Mýrdal, d. 24. maí 1948, og Jónía Jónsdóttir, f. 17. ágúst 1864, í Elliðakoti Mosfells- sveit, d. 13. júní 1949. Vigfús var næstyngstur fimm systkina. Elst er Herdís, f. 1936, Í dag kveð ég elskulegan bróð- ur minn. Allt mitt líf hef ég haft Vigga bróður en nú er hann farinn og eftir er mikill söknuður. Við ólumst upp inni í Vogum, niðri við Keili, þar var bátanaust og nóg við að bralla, svo sem klifra í bátum, leika sér við sjóinn, mikið var veitt, aflinn var aðallega koli, stundum fékkst marhnútur og þótti hálfgerð skömm að fá hann en mátti þó nýta hann í beitu. Við bjuggum dálítið út úr og var langt í skólann. Á heimili okkar var allt- af spilað mikið og gerum við það öll systkinin ennþá. Við stunduð- um stíft að spila brids í gegnum árin og var Viggi minn makker og spiluðum við aðallega við Jonný systur og Hreiðar mág. Stundum fór spilið ekki eins og ætlað var og það þá „lítillega rætt“. Ég á eftir að sakna bridskvöldanna. Viggi spilaði líka í Boðanum og á fleiri stöðum. Hann var góður skák- maður og tefldi víða. Annað eft- irminnilegt sem við gerðum með foreldrum okkar voru ferðalög og veiðitúrar. Viggi hafði ánægju af að ferðast innanlands, á heitari stöðum talaði hann um að hann væri veður- tepptur, kæmist ekki út vegna hita. Við eldra liðið í fjölskyldunni (gamla gengið) fórum í mörg ár í frábærar ferðir innanlands og var Viggi alltaf bílstjóri og naut hann sín vel í því hlutverki enda var hann sérlega góður bílstjóri. Viggi fékk veiðibakteríuna snemma og að vera við góð sil- ungsvötn var hans uppáhald og hann átti frábæra veiðifélaga. Hann var nýkominn af Arnar- vatnsheiði þegar hann veiktist. Hann hafði fagnað 75 ára afmæli sínu stuttu áður við vötnin hjá Hrauni á Skaga ásamt veiðifélög- unum. Viggi stofnaði ekki fjölskyldu og átti ekki börn. En hann átti stórfjölskyldu og var hann fastur punktur í henni og var öllum veru- lega brugðið við andlát hans. Hann hafði veikst áður, en alltaf unnið og reiknuðu allir með því að eins færi núna, en hans tími hér var kominn. Viggi var líka vinamargur og ræktarlegur við vinina sem og fjölskylduna. Gott var að eiga hann að ef eitthvað vantaði, tölum nú ekki um ef það var að keyra eitthvað. Ég kveð því kæran bróður sem hefur fylgt mér alla ævi með sökn- uði, kærleika og þakklæti í huga. Blessuð sé minning hans. Erla systir. Svona minnist ég Vigga úr æsku minni: frændi, stór og svolít- ið feitur, stríðnispúki, faldi Sævar bróður einu sinni uppi í efri skáp, fannst við systurnar ekki nógu góðar við hann, við urðum mjög skelkaðar þegar við vorum búnar að týna Sævari. Borðaði smjör með brauði, ekki brauð með smjöri, sturtaði í sig hráum eggjum, þetta fannst okk- ur systkinum ekki girnilegt. Nef- tóbak í miklu magni sett í nefið og okkur krökkunum boðið að prófa, og seinna okkar börnum, sumir vildu prófa tvisvar en flestum dugði eitt skipti. Frændinn sem var á sjó, spilaði brids og fór í marga veiðitúra, gaf okkur bækur í jólagjöf. Svona minnist ég Vigga undanfarin ár. Hann var frændinn sem kom í all- ar veislur, var oft í heimsókn hjá ömmu, spilaði oft við mömmu og pabba, keyrði um á jeppa, við vor- um einu sinni samferða til Kanarí, vann í fangelsi, strákarnir mínir fóru með honum í veiðitúr. Nef- tóbak í kringum sætið sem Viggi sat í, alltaf. Kveðja í sumarlandið. Þín frænka, Selma. Fallinn er frá góður vinur og fé- lagi til fjölda ára, Vigfús Jónsson fangavörður. Þetta andlát kom mjög á óvart og er mikill harmur í huga okkar bræðra, Þorgeirs og Sveins Jóns- sona. Vigfús sem hefur verið okkur samferða í svo mörgum veiðitúr- um og ferðalögum í áratugi. Vig- fús var alltaf kletturinn í okkar veiðitúrum, sá um öll atriði, smá og stór. Hann sá um bókanir á veiðitúrum, sá um allt sem til þarf í slíkar ferðir hvaða félagar voru hverju sinni með, sá um hvaða bíla þyrfti í ferðir eftir aðstæðum hverju sinni. Sá um beituna, ísinn kassana undir fisk og svo margt fleira. Það verður erfitt að hugsa um svona ferðir án Vigga. Veiðiferðir hófust á ferð á Skagaheiði í byrjun júní hvert ár og voru kenndar við afmælisdag Vigga og í ár var tilefnið 75 ára af- mæli hans Alltaf sami hópurinn, sex manns og Viggi sá um allt sem til þurfti og nutum við sérstakrar umhyggju heiðursfólksins, ábú- enda á Hrauni. Þarna fiskaðist oftast mjög vel. Síðan Arnarvatnsheiði, yfirleitt í lok júní þar sem mest sami hópur hefur farið í áratugi. Án Vigga verður erfitt að skipuleggja þess- ar ferðir. Um miðjan júlí er svo komið að Veiðivötnum. Sami hópur og fór á Skagaheiði. Þarna gerðust mikil og eftirminnileg ævintýri. Nú allt í einu er Viggi ekki með í næstu ferð sem ákveðin var hinn 15. júlí. Minningarnar hrannast upp. Það verður mikill missir að öllum þeim símtölum og samtölum sem við áttum við Vigga, en hann þótt- ist alltaf vera mjög „vinstri“ sinn- aður. Var unun að spjalla við hann um mismuninn á vinstri og hægri stefnum, en alltaf á svo skemmti- legum nótum. Hann var orðhepp- inn og glettinn í samskiptum Við bræður þökkum fyrir ynd- islega samveru með Vigga, og sendum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þorgeir og Sveinn. Góður vinur minn, Vigfús F. Jónsson, lést hinn 29. júní eftir skamma sjúkrahúslegu. Seinni partinn í júní var ég ásamt Þor- birni bróður Vigga og fleiri góðum félögum við veiðar á Arnarvatns- heiði. Allt lék þá í lyndi en líf mannlegt getur endað skjótt. Viggi starfaði lengst af sem fangavörður og varðstjóri í Hegn- ingarhúsinu við Skólavörðustíg. Sjálfur starfaði ég hjá Skilorðseft- irliti ríkisins og seinna Fangelsis- málastofnun. Samskiptin voru því tíð í sambandi við vinnuna. Hann leitaðist ætíð við að leysa mál með lagni og velvilja en gat líka verið fastur fyrir þegar á þurfti að halda. Upp úr 1990 var mér svo boðið að taka þátt í veiðitúrum með Vigga og félögum en þar naut hann sín vel og var yfirleitt hrókur alls fagnaðar. Síðasta ferðin var engin undantekning þar á. Hann var vel metinn af vinnufé- lögum og öðrum vinum en einnig föngum sem hann hafði gott lag á. Handtakið var þétt og hjartalagið hlýtt. Það er sjónarsviptir að góð- um dreng. Ég sendi Þorbirni, systrunum og öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Minn- ingin mun lifa. Erlendur S. Baldursson. Vigfús F. Jónsson, fyrrverandi varðstjóri í Hegningarhúsinu, lést á sjúkrahúsi eftir skammvinn veikindi 29. júní sl. Mig langar til að minnast hans fyrir hönd starfs- manna fangelsa á höfuðborgar- svæðinu. Vigfús var ekki bara samstarfsmaður, hann var góður félagi og vinur og fljótur að bjóða fram aðstoð ef með þurfti. Hann byrjaði sem fangavörður í Hegn- ingarhúsinu árið 1980, þá á besta aldri, stór og stæðilegur, léttur í lund og sérlega viðkunnanlegur. Vigfús lét af störfum árið 2008 og hafði þá gegnt stöðu varðstjóra um margra ára skeið. Fangavarðarstarfið er vanda- samt starf og mikilvægt að geta fetað hinn gullna meðalveg sem í starfinu felst. Vigfúsi tókst þetta vel, hann hafði lag á að leysa málin enda góður í mannlegum sam- skiptum, reglufastur þegar á þurfti að halda og reyndi ávallt að hjálpa þeim sem minna máttu sín. Hann var ætíð stoltur af starfi sínu. Að geta verið ákveðinn og fastur fyrir en jafnframt sann- gjarn, viðfeldinn og raungóður er mikill kostur. Fangaverðir voru sammála um að Vigfús væri góður vaktafélagi og eftir að hann tók við varðstjórastöðu í Hegningarhús- inu var eftirtektarvert hve hann lagði sig oft fram um að aðstoða einstaklinga sem sátu inni. Viggi eins og hann var jafnan kallaður, hafði þann hæfileika að „ná til“ samferðamanna sinna í mismunandi skilningi. Mönnum líkaði vel við hann, frjálsum sem ófrjálsum. Viggi var trúr vinur vina sinna, ræktaði vinskapinn og lagði oft mikið á sig til að hjálpa öðrum. Hann var vel liðtækur bæði í brids og skák, í minningunni lifa ófá skipti frá árum áður þegar tek- ið var í tafl á löngum vöktum í Hegningarhúsinu. Það segir sína sögu að það þótti tíðindum sæta ef Vigfús tapaði. Áður fyrr spiluðum við líka brids þegar færi gafst, oft- ast heima hjá starfsfélaga sem einnig er látinn. Ekki var spilað af keppnishörku heldur fyrst og fremst til gamans og aldrei minn- ist ég þess að Viggi hafi skipt skapi eða orðið tapsár í spilum. Viggi hafði gaman af stangveiði og ferðaðist vítt um land með ýms- um veiðifélögum. Frægar voru ferðir á Hraun á Skaga og Arn- arvatnsheiði. Á vöktum og í dag- legu amstri í Hegningarhúsinu voru síðan sagðar veiðisögur, mistrúverðugar eins og gengur. Viggi var fiskinn en nennti ekki alltaf að standa lengi og berja vatnið, heldur sneri sér að ein- hverju öðru, þannig að oft voru skemmtilegustu veiðisögurnar um allt annað en veiðiskap. Við sögu- lok var sett í brýrnar, starað með alvörusvip á viðmælanda og full- yrt að þetta væri dagsatt. En síð- an hlegið dátt og mikið tekið í nef- ið. Ég veit að ég tala fyrir hönd samstarfsmanna til lengri og skemmri tíma, einnig margra skjólstæðinga, aðstandenda þeirra sem og annarra sem að starfsemi í Hegningarhúsinu komu: Takk, góði vinur, og hvíl í friði. Þú varst stétt þinni til sóma sem fangavörður og varðstjóri á Níunni. Hegningarhúsið hefur lokið sínu hlutverki og þitt hlut- verk meðal okkar er líka á enda. Blessuð sé minning Vigfúsar F. Jónssonar. Aðstandendum eru sendar innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Gíslason, forstöðumaður. Vigfús Frímann Jónsson ✝ Ólafur BragiJónasson fædd- ist á Eskifirði 5. maí 1928. Hann andaðist á Land- spítalanum 25. júní 2016. Foreldrar hans voru Jónas Magnússon, raf- virkjameistari, f. 1895, d. 1972, og Oddný P. Eiríks- dóttir, f. 1900, d. 1986. Ólafur var fjórði í röð fimm systkina. Þau voru: Björg Magnea, f. 1921, d. 2001; Ásta Dagmar, f. 1924, d. 2001; Eiríkur, f. 1923, d. 2005 og Stefán, f. 1929, d. 2001. dís Ella Finnsdóttir, tölvunar- fræðingur, synir þeirra eru Ólafur Jónasson, eðlisfræðing- ur, giftur Brittany Keiser, kenn- ara, og Finnur Jónasson, verk- fræðingur, unnusta Arndís Rós Stefánsdóttir, læknanemi. Ólafur fæddist á Eskifirði en ungur flutti hann til Reykjavík- ur þar sem hann ólst upp. Hann lærði rafvirkjun hjá föður sín- um, Jónasi Magnússyni, sem var einn úr hópi frumkvöðla við raf- orkuvæðingu landsins. Ólafur starfaði við rafvirkjun og rak um um árabil raftækjaverslun- ina Ljós og hita við Laugaveg- inn ásamt eiginkonu sinni. Ólaf- ur gekk ungur í Oddfellow- -regluna og hafði hann mikla ánægju af þeim félagsskap alla tíð. Útför Ólafs fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag, 8. júlí 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. Árið 1948 kvænt- ist Ólafur Fríðu Ingvarsdóttur, f. 5.12. 1929. Synir þeirra eru: 1) Jón Ingi Ólafsson, raf- virkjameistari, f. 1954, kona hans er Jóna Bjarnadóttir. Sonur þeirra er Bjarni Jónsson, raf- virki, kona hans er Sigrún Jónsdóttir, bókari. Dóttir Jóns er Fríða Bryndís Jónsdóttir, viðskipta- fræðingur, unnusti David Lind- ström, viðskiptafræðingur. 2) Jónas Ólafsson, viðskiptafræð- ingur, f. 1960, kona hans er Val- Elsku hjartans Óli minn. Nú er komið að kveðjustund eftir samveru okkar í mjög góð 70 ár. Mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og strákana okkar. Allur sá tími sem við áttum saman var skemmtileg- ur og viðburðaríkur. Ferðalögin okkar, bæði innanlands og er- lendis, verða mér alltaf ofarlega í huga. Hafðu þökk fyrir allt, Óli minn. Þín Fríða. Tengdapabbi var stór maður þó að ekki væri hann mikill að vexti. Hann var lágvaxinn og grannur en ávallt stór í hjálpsemi sinni, greiðvikni, húmor og manngæsku. Ég kynntist Óla fyr- ir rúmum 30 árum og gleymi aldrei okkar fyrstu kynnum. Mér hafði verið boðið í mat til tengda- pabba og tengdamömmu; varla hafði ég stigið úr bílnum þegar þessi knái maður kom með silf- urbakka út til mín og bauð mér drykk, borinn fram í silfurglös- um. Þannig var það ávallt hjá tengdaforeldrum mínum, flott og fágað. Frá þeirri stundu var tengdapabbi ávallt til staðar ef á þurfti að halda. Það mátti alltaf hringja í hann ef gera þurfti við þvottavél eða aðra rafmagns- tengda hluti. Þar var hann auð- vitað sérfræðingur en Óli taldi heldur ekki eftir sér að hengja upp myndir, hjálpa við að mála eða passa strákana mína, svo að fátt eitt sé nefnt. Alltaf kom hann brosandi út að eyrum með verk- færakassann sinn, eins og læknir í vitjun og leysti málin. Synir mínir eiga góðar minn- ingar um afa sinn og ömmu enda voru tengdaforeldrar mínir sér- staklega natin og góð við barna- börnin. Við fórum margar utan- landsferðir með Óla og Fríðu. Þetta voru skemmtilegar ferðir, stundum golf, stundum skíði og stundum bara að njóta þess að vera til. Það er ekki hægt að tala um Óla án þess að nefna Fríðu tengdamömmu. Hún hlúði vel að Óla alla tíð og síðustu mánuði var hún hjá honum á hverjum degi. Tengdapabbi var ótrúlega seigur maður og stundum var eins og hann hefði níu líf líkt og köttur- inn. Þegar maður hélt að hann væri við dauðans dyr þá tókst honum að yfirstíga veikindin og var óðar kominn á fullt skrið aft- ur. Nú eru öll lífin hans tengda- pabba búin. Síðustu vikur hef ég oft setið hjá honum og hvíslað að honum hversu þakklát ég er fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig. Vertu sæll að sinni, elsku Óli minn. Þín tengdadóttir, Valdís Ella. Elsku afi, með brosið sem lýsti upp herbergið, þitt hlýja hjarta og augun sem glitruðu af gleði og kærleik. Frá minni fyrstu stundu í þess- um heimi gafst þú mér ómældan stuðning, umhyggju og ást. Þú varst til staðar fyrir mig í gegn- um allt mitt líf, þegar þú komst og keyrðir mig í leikskólann á hverjum morgni, þegar þú studd- ir mig í gegnum námið, þegar þú hvattir mig áfram í vinnunni og þegar þú gafst aldrei upp á mér í golfinu. En umfram allt þá varst þú til staðar fyrir mig, sama hvað. Þú minntir mig reglulega á að konurnar í okkar fjölskyldu eru sterkar og sjálfstæðar. Orð sem ég minnist á hverjum degi og hugsa til þín, hvernig þú trúðir ávallt á mig og sást til þess að ég trúði á sjálfa mig. Gjöf sem að ég mun bera með mér út lífið. Elsku afi minn, allt frá því að ég man eftir mér þá þýddi orðið „afi“ eitthvað alveg einstakt. Því það orð náði utan um þig, þig og þann kærleika, gleði og hlýju sem þú færðir mér og öllum í kringum þig. Eins og orðið afi hefur mikla og einstaka merkingu fyrir mig, þá er ótrúlega erfitt að lýsa í orð- um hversu mikið ég elska þig, afi minn, og hversu mikla þýðingu þú hefur haft fyrir mig. Ég fékk með þér 26 ár og fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Það er margt eftir í þessu lífi sem ég vil deila með þér, afi, og það verður engin breyting á því. Ég hlakka til að upplifa allt sem að þetta líf hefur upp á að bjóða með þér vakandi yfir mér, og okkur öllum. Elsku afi, ég sakna þín svo ótrúlega mikið að það er sárt. Ég veit hinsvegar að nú líður þér vel og þú horfir á okkur hamingju- samur og vakir yfir okkur. Afi, takk fyrir að vera afi minn. Ég elska þig, afi. Fríða Bryndís Jónsdóttir. Óli afi átti stóran þátt í lífi okk- ar bræðra og var hann alltaf tilbúinn að passa okkur hvenær sem var. Það var alltaf spennandi að fara til afa og ömmu í pössun, enda var mikið dekrað við okkur í Árlandinu. Saman voru þau einstakir kokkar þar sem amma stjórnaði ferðinni og afi sá um matargerð- ina sjálfa, enda var það táknrænt fyrir afa að honum féll aldrei verk úr hendi. Þegar við vorum yngri fannst okkur skrítið að maturinn bragð- aðist alltaf betur hjá ömmu og afa og jafnvel gosið var betra á bragðið. Þegar við urðum eldri upp- götvuðum við að það var út af því að amma og afi notuðu mikið smjör og ekta gos á meðan for- eldrar okkar hugsuðu meira um hollustuna með sykurlausum drykkjum. Margar ánægjustundir áttum við með afa og ömmu í sumarbú- staðnum á Laugarvatni sem afi hélt mikið upp á. Hann sá alltaf um að hafa þétta dagskrá og þeg- ar litið er til baka má segja að hann hafi verið dálítið ofvirkur sem hentaði vel fyrir tvo unga stráka með endalausa orku. Við munum sérstaklega eftir heita pottinum þar sem afi fór alltaf fyrst í pottinn og kældi vatnið niður í hitastig sem meðalmaður gat þolað. Þá loksins gátum við bræðurnir stokkið út í. Afi var mjög handlaginn og duglegur maður og var góð fyr- irmynd fyrir okkur bræðurna á yngri árum. Við settum sama módel, skiptum um innstungur, slógum grasið og byggðum kofa í Árlandinu. Hann átti stóran þátt í að kenna okkur þolinmæði og vönd- uð vinnubrögð. Við lærðum mik- ilvægi þess að geta gert hlutina sjálfir, en við lærðum líka að stundum er best að ráða fag- menn, því kofinn brann þegar afi reyndi að kveikja í geitungabúi því afi vildi gera alla hluti sjálfur. Samskipti okkar við afa og ömmu voru óvenjumikil og náin því við urðum þeirra gæfu aðnjót- andi að búa svo til í næsta húsi stærsta hluta ævinnar. Það má eiginlega segja að við komum við í Árlandinu daglega og oft með vini okkar sem kunnu vel að meta sælgætið sem þau áttu alltaf til. Nú kveðjum við þig, elsku afi, og þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Þín barnabörn, Ólafur Jónasson og Finnur Jónasson. Ólafur Bragi Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.