Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016 SVIÐSLJÓS Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Aðalsteinn Arnarson skurðlæknir hyggst koma sér upp teymi við Klín- íkina í Ármúla sem verður sérhæft í offituaðgerðum. Mun það sinna sömu þjónustu og Landspítali og Reykjalundur gera nú í samstarfi, en hann mun einnig bjóða upp á spá- nýja aðferð í lækningum við offitu sem FDA, matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, vottaði fyrir skemmstu. Hin nýja aðferð hefur einnig hlotið CE-vottun í Evrópu. Felur hún í sér minna læknis- fræðilegt inngrip og er einföld í upp- setningu. Sjúklingnum er fengið í hendur verkfæri sem hann getur tengt með slöngu inn í maga sinn og losað þaðan hluta innihaldsins. Aðalsteinn er nýfluttur til Íslands frá Svíþjóð, þar sem hann lagði stund á kviðarholsskurðlækningar. Að sögn hans hafa offituaðgerðir önnur og meiri áhrif en margir gera sér grein fyrir, en þær geta t.a.m. læknað þá sem eru haldnir sykur- sýki tvö. Einnig hefðbundnar aðgerðir Á Klíníkinni mun Aðalsteinn einn- ig bjóða upp á hefðbundnar offituað- gerðir á borð við hjáveituaðgerðir og magaermisaðgerðir. Að mati Aðal- steins er sú fyrri ákjósanlegust fyrir offitusjúklinga. „Um 99% allra offituaðgerða eru þessar tvær gerðir. Hjáveituaðgerð- in er enn sem er „gull-standard“ að- gerðin í offituaðgerðum í heiminum. Þá er veitt framhjá maganum þann- ig að maganum er skipt niður í mjög lítinn hluta, á við golfkúlu að stærð, og síðan restina, sem er veitt framhjá,“ segir hann. Magaermisaðgerðin er tiltölulega nýtilkomin, einungis um fimm ára gömul. „Þar er ekki veitt framhjá neinu og ekki gerð breyting á meltingunni sem slíkri. Hins vegar er stærstur hluti magans fjarlægður. Það er búið til þröngt magarör, ekki nema eins og garðslanga að stærð. Það sem fylgir er að þú verður fyrr saddur,“ segir Aðalsteinn, en magaermis- aðgerðin er vinsæl meðal sjúklinga og er á heimsvísu sú aðgerð sem flestir kjósa. Spurður hvers vegna fólk kjósi frekar magaermisaðgerð segir Að- alsteinn að færri ókostir fylgi henni en hjáveituaðgerð. Einn af göllunum við hjáveituaðgerðina sé að henni fylgi nokkrir fylgikvillar og vanda- mál sem þurfi að leysa á móti ávinn- ingnum af aðgerðinni. T.a.m. verði upptaka matarins minni og því þurfi sjúklingar að taka fjölvítamín út æv- ina til að verða ekki fyrir vítamín- skorti. Lækning við sykursýki tvö Að sögn Aðalsteins fela í offitu- aðgerðir ekki aðeins í sér útlits- breytingar. Það hafi til dæmis sýnt sig að þær nýtist sykursýkisjúkling- um mjög vel. „Stóri kosturinn við hjáveituaðgerðina er að hún hefur gríðarlega mikil áhrif á sykursýki. Um tveir þriðju hlutar sjúklinga sem fara í hjáveituaðgerð og eru með sykursýki tvö læknast. Sú lækning kemur einni til tveimur vikum eftir aðgerðina,“ segir hann, en lækningin er fólgin í þeim hormónabreytingum í líkamanum sem fylgja aðgerð- unum. „Með aðgerðinni er í raun horm- ónakerfi líkamans breytt. Styrkur hormónanna í blóðinu breytist og hefur áhrif á tilfinningu gagnvart mat. Þetta verður til dæmis til þess viðkomandi losnar við sykursýkina löngu áður en hann missir þyngd,“ segir Aðalsteinn. „Umræðan hjá sykursýki- samtökum m.a. í Bretlandi og Bandaríkjunum í dag, af því að áhuginn til meðhöndlunar sykursýki er mikill, er um að hægt verði að bjóða upp á þessar aðgerðir í meiri mæli sem meðferð við sykursýki. Þá yrði þetta ekki lengur offituaðgerð, heldur sykursýkisaðgerð,“ segir hann. Í staðinn fyrir að aðeins sjúkling- ar með líkamsþyngdarstuðul yfir 35 kæmust í aðgerð gætu þá þeir sem hefðu stuðulinn 27 og hafa syk- ursýki sem erfitt er að meðhöndla komist í aðgerð. Aðalsteinn á von á því að svipuð umræða eigi sér stað á Íslandi og í nágrannalöndunum í framtíðinni. Auk þess að aðgerðirnar hafi góð áhrif á sykursýkisjúklinga segir Að- alsteinn að vinna megi bug á ýmsum hefðbundnum fylgikvillum offitu með offituaðgerðum, t.d. hjarta- og æðasjúkdómum auk kæfisvefns. Þörf á aukinni þjónustu Mikill þjóðhagslegur ávinningur skapast af því að færri séu í yfir- þyngd, að sögn Aðalsteins. „Rann- sóknir sýna að eftir tvö ár eru þessar aðgerðir búnar að borga sig upp þjóðhagslega. Sá kostnaður sem fer í aðgerðina er endurgreiddur í formi færri sjúkdóma, minni fráveru frá vinnu o.s.frv.,“ segir hann og bætir við að of fáar offituaðgerðir séu framkvæmdar á Íslandi miðað við þörf; um 50 til 100 aðgerðir séu framkvæmdar á Landspítalanum á ári hverju en samanborið við sjúkra- hús í Svíþjóð þyrftu þær að vera milli 300 og 400 á ári. Til að byrja með er Aðalsteinn ekki með samning hjá Sjúkratrygg- ingunum. Sjúklingar borga því sjálf- ir fyrir þjónustuna. „Við erum í samræðum við Sjúkratryggingar og vonumst til að þær komi inn í þetta, í það minnsta á einhvern hátt og að hluta til,“ segir hann. Nýr valkostur í offitulækningum  Opnar sérhæfða skurðstofu í offituaðgerðum  Innleiðir nýja tegund meðferðar með minna inn- gripi  Telur of fáar aðgerðir framkvæmdar á Landspítala  Aðgerðirnar lækna sykursýki Morgunblaðið/RAX Offita Aðalsteinn er nýfluttur til landsins frá Svíþjóð. Hann ætlar að innleiða nýja meðferð við offitu ásamt því að bjóða upp á hefðbundnar aðgerðir. Að sögn hans skila offituaðgerðir sér til þjóðfélagsins innan tveggja ára. Klíníkin er einkarekin, sérhæfð lækninga- og heilsumiðstöð. Starfar hún eftir starfs- og rekstrarleyfi frá Landlæknis- embættinu og Heilbrigðiseftir- litinu. Reksturinn er með sama hætti og annarra sjálfstæðra læknastofa þar sem sérfræði- læknar starfa samkvæmt samn- ingi við Sjúkratryggingar Ís- lands. Starfar þar fjöldi sérfræð- inga, þar á meðal brjóstaskurð- læknir, bæklunarlæknir, æða- skurðlæknir og lýtalæknar. Í maí sl. sagði Morgunblaðið frá því að heimsþekktur hjarta- skurðlæknir, dr. Pedro Brugada, myndi opna skurðstofu á Klíník- inni síðar á þessu ári. Fjöldi sér- fræðinga KLÍNÍKIN Í ÁRMÚLA Hin nýja tækni sem Aðalsteinn hyggst bjóða upp á heitir Aspire- Assist og felur í sér mun minna inngrip en hinar aðgerðirnar, og krefst raunar ekki aðgerðar. Sjúklingurinn er slævður og meðferðin er framkvæmd með magaspeglun þar sem slöngu er komið fyrir í þeim tilgangi að tæma magann af kaloríum. „Sjúklingurinn fær verkfæri. Til þess að þetta virki þarf sjúkling- urinn að sitja í hálftíma og tyggja matinn þannig að hann verði maukaður. Um 20 mínútum eftir að hann er búinn að borða fer hann inn á klósett og tæmir þar út hluta magainnihaldsins,“ segir Aðalsteinn, en á þennan hátt tapar sjúklingurinn um 20-30% af hita- einingunum. Er þetta framkvæmt þrisvar á dag og eftir eitt ár hefur sjúklingurinn misst um það bil 20- 25% af líkamsþyngd sinni. Aðalsteinn segir auðvelt að koma búnaðinum fyrir. Fjölmargir sjúklingar þori síður í aðgerðir sem eru inngripsmeiri og mögu- lega sé kominn til kastanna val- kostur fyrir þann hóp. Vilji sjúk- lingurinn hætta meðferð, sé það einnig einföld aðgerð. Hinum að- gerðunum verði síður snúið við og magaermisaðgerð í raun ekki. Hann tekur þó fram að hinni nýju aðferð sé ekki ætlað að vera tíma- bundin eða hún framkvæmd eftir hentisemi, offita sé í eðli sínu krónískur sjúkdómur sem varan- lega lausn þurfi við. Meðferð með minna inngripi GLÆNÝ MEÐFERÐ VIÐ OFFITU KYNNT TIL LEIKS Ljósmynd/Aspire Bariatries Nýtt Með minna inngripi má koma fyrir slöngu sem hefur þann tilgang að leiða út magainnihaldið. Sjúklingurinn getur misst 20-25% líkamsþyngdar sinnar innan árs. www.gilbert.is FRÁBÆRA SKEMMTUN STRÁKAR TAKK FYRIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.