Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016 Bergþóra Jónsdóttir bj@gmail.com Reykjavíkurdætur eru nýkomnar heim úr tveggja vikna ferðalagi þar sem þær komu fram á hátíðum í Noregi, Brussel og Danmörku. Hróarskelduhátíðin stóð upp úr, þar sem þær fengu 10 þúsund áheyr- endur og ótrúlegar viðtökur á tón- leikana sína, að sögn Sölku Vals- dóttur, eins meðlims Reykjavíkur- dætra. ,,Við vorum með ákveðnar væntingar en hvernig fólkið tók tón- listinni okkar og orkan sem mynd- aðist var alveg geggjað,“ segir Salka. Reykjavíkurdætur gefa út fyrstu breiðskífu sína í dag, 8. júlí, og halda þær hlustunarpartí á Prikunu af því tilefni í kvöld kl. 21. Þær ætla að bjóða upp á bjór og taka nokkur lög af nýju breiðskífunni. Platan heitir RVK DTR, sem er vísun í hljómsveitarnafnið. Hún er til sölu í öllum helstu verslunum, auk þess sem hægt er að nálgast hana á öll- um helstu tónlistarveitum heims. Ótrúleg orka sem myndaðist „Þetta byrjaði allt með rappkonu- kvöldi sem tvær úr hópnum, Blær og Kolfinna, héldu sumarið 2013. Þær ætluðu að hafa smá tónleika ásamt nokkrum vinkonum sínum og buðu 30 manns, mest fjölskyldu og vinum. Þetta spurðist út og endaði í 200 gestum. Ég var ein af gest- unum, ótrúlega spennandi orka sem myndaðist þetta kvöld. Ég samdi mitt fyrsta rapp eftir þetta. Kol- finna hringdi svo í mig fyrir næsta rappkonukvöld og þá kem ég inn í þetta og vinkona mín Jóhanna Rak- el. Þetta gerðist allt mjög hratt. Eftir það kvöld ákvað hópurinn sem fram kom að gera lag og flytja á þriðja rappkonukvöldinu nokkru síðar, þá varð til lagið Reykjavíkur- dætur. Það varð strax vinsælt og mikil umræða skapaðist um okkur. Fólk fór að kalla okkur Reykja- víkurdætur og þaðan kemur nafnið. Skemmtistaðir fóru að hringja í okkur og biðja okkur að spila, við urðum allt í einu vinsæll hópur á engum tíma. Við eiginlega gripum bara einhverja öldu og höfum verið að þróast mjög hratt síðan,“ segir Salka. Við erum listahópur „Við byrjuðum ekki á því að kalla okkur hljómsveit heldur voru það fjölmiðlar sem gerðu það. Við erum 16 stelpur sem vilja skemmta sér saman og flytja tónlist undir eins konar „regnhlífarsamtökum“ sem eru Reykjavíkurdætur.“ Að sögn Sölku fær hver og ein í hópnum al- gjört frjálsræði í því hvernig og hvað hún vill skapa undir formerkj- um listahópsins Reykjavíkurdætra. „Listamenn eru að búa til list sem er jafn mismunandi og þeir eru margir. Það er ekkert öðruvísi hjá okkur. Við erum svo margar og all- ar listamenn og mismunandi hvern- ig við viljum láta tónlistina birtast fólki. Það var aldrei markmiðið að vinna sem hljómsveit og semja allt saman,“ segir Salka. Vinna mikið hver í sínu lagi Að sögn Sölku standa Reykja- víkurdætur fyrir svo margt því að hver og ein vinnur sitt efni eða nokkrar saman, alveg eftir því hvernig áhuginn í hópnum er, en allt snýst þetta um rapptónlist. Þær eru með reglur innan hópsins um að hver megi gefa út það sem hún vilji. Þess vegna standa þær fyrir svo margt og því er aldrei einn rauður þráður í því sem þær eru að koma á framfæri. Að sögn Sölku er það kostur hversu ólíkar þær eru. En allar hafa þær það markmið að semja og flytja tónlist „Við vinnum í rauninni mjög lítið saman. Það hefur alltaf verið þannig, t.d. hafa Reykjavíkurdætur bara gert þrjú lög saman á þessu þriggja ára tímabili sem við höfum verið starfandi saman. Sem dæmi heyri ég kannski lag frá einhverri okkar í fyrsta skipti á Youtube eins og aðrir. Við erum ekki að ritskoða hver aðra neitt,“ segir Salka. Hver hópur getur gefið út lag eða birt eitthvað á Youtube í nafni Reykja- víkurdætra án þess að fá leyfi hjá hinum. Þær gefa hver annarri full- komið rými til að gera ólíka hluti, þess vegna er erfitt að tala um Reykjavíkurdætur sem eina heild. Hún segir að allt of oft þurfi að svara fyrir eitthvað sem einhver önnur geri eða segi í hópnum. Stuðningur að vera saman Salka segir það stundum ókost að hafa þetta rými því í svo stórum hópi sé ein kannski ekki alltaf sam- mála því sem hinar geri. Á móti komi að mikill stuðningur sé fyrir þær að koma fram saman. „Það er einhver brjáluð orka sem myndast þegar við erum saman á sviðinu. Þetta hjálpar okkur öllum að koma okkur á framfæri. Fullt af stelpum að hafa gaman saman á sviði er bara æðislegt. Það er sjaldgæf sjón og við erum að gera eitthvað alveg nýtt. Viðtökurnar erlendis eru frá- bærar. Fólk er orðlaust og hefur aldrei séð álíka í lífi sínu,“ segir Salka. Söfnuðu fyrir breiðskífu Karolina fund er samtök sem sáu um söfnun sem stelpurnar tóku þátt í til að fjármagna útgáfu breiðskíf- unnar. Þær seldu varning og fengu þannig fólk til að styrkja sig. „Við seldum diska, boli og póstkort og ýmislegt fleira. Þetta er mjög skemmtilegt fyrirbæri og hjálpar tónlistarmönnum að gefa út sjálfir án þess að vera bundnir samningum til að fá peninga. Ef verkefnið geng- ur ekki upp, t.d. ef platan er ekki gefin út, fær fólk endurgreitt. Þetta gerði það að verkum að við náðum að safna fyrir plötunni og gott bet- ur.“ Hjarðhegðun Íslendinga Salka segir mikinn mun á því að spila á Íslandi eða erlendis. Text- arnir og framkoma hafi skapað um- ræðu í samfélaginu og það sé í lagi en henni finnst fólk gleyma að veita tónlistinni athygli. „Meira er verið að fókusera á tónlistina okkar á pólítískan hátt en ekki verið að líta á okkur sem tónlistarmenn sem eru að búa til góða tónlist. Þegar við er- um úti er fólk ekki að hugsa um þessa hluti heldur annaðhvort fílar það tónlistina eða ekki. Á Íslandi er fólk fljótt að gagnrýna. Svo fer það eftir hvaða mánuður er hvort það sé kúl að hlusta á Reykjavíkurdætur eða ekki. Tilfinningin okkar er að það sé hjarðhegðunarbundið oft og tíðum,“ segir hún. Tónlist er bylgjur Stelpurnar í listhópnum hafa mis- munandi bakgrunn en allar hafa grunn í einhvers konar sköpunar- vinnu. „Við erum ekki endilega að vekja athygli eða áhuga á konum. Við veljum ekki hvernig við höfum áhrif á fólk. Tónlist fyrir mér er bylgjur sem hafa áhrif á fólk. Það er ekki hægt að ákveða fyrir fram hvernig áhrif þú ætlar að hafa; það er svipað og að ætla að ramma inn mynd áður en hún er máluð,“ segir Salka að lokum. „Gripum bara einhverja öldu“  Reykjavíkurdætur eru nýkomnar af Hróarskelduhátíðinni  Gefa út sína fyrstu breiðskífu í dag  Sjá mörg tækifæri erlendis  Eru miklu frekar listahópur en hljómsveit Ljósmynd/Tom Mikil orka Stemningin var gríðarlega góð á Hróarskelduhátíðinni 2016 þegar stelpurnar spiluðu fyrir 10 þúsund manns. Ljósmynd/Isabella Katarína Márusdóttir Töff Reykjavíkurdætur skilgreina sig frekar sem listahóp en hljómsveit. Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 295 Vinnuvettlingar PU-Flex 1.395 Öflugar Volcan malarskóflur á frábæru verði frá 365 Ruslapokar 120L Ruslapokar 140L Sterkir 10/50stk Greinaklippur frá 595 695 Strákústar á tannbursta- verði Garðklóra/ Garðskófla 595 1.995 Öflug stungu- skófla Garðverkfæri ímiklu úrvali frá 1.995 Garðslöngur ímiklu úrvali Fötur í miklu úrvali 4.995 Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur, balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar......... Léttar og góðar hjólbörur með 100 kg burðargetu Úðabrúsar ímörgum stærðumfrá 995 999Barna- garðverk- færi frá 395 Ruslatínur frá 295

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.