Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Sýrlenskir hermenn hafa sótt mjög að sveitum uppreisnarmanna og vígamönnum Ríkis íslams að undan- förnu og er nú hart barist við helstu birgðaleið Aleppo, stærstu borgar Sýrlands. Eiga bardagar þessir sér stað þrátt fyrir gildandi vopnahlé í landinu vegna hátíðarhalda í tengslum við Eid al-Fitr, en hátíð sú markar lok hins heilaga mánaðar Ramadan. Fréttaveita AFP greinir frá því að minnst fjórir hafi fallið í röðum upp- reisnarhópsins Jaish al-Islam, sem þýða mætti sem her íslams, er þeir reyndu að stöðva sókn hersins að Castello-vegi. Er vegur sá sagður mikilvæg birgðaleið fyrir uppreisn- armenn við og í borginni Aleppo. Þrír féllu í skotárás uppreisnar- manna í héraðinu Sayf al-Dawla í Aleppo þegar ráðist var á liðsmenn stjórnarhersins í Sýrlandi, að sögn mannréttindasamtakanna Syrian Observatory for Human Rights. Lagt undir sig mikilvæga hæð Hersveitir Bashars al-Assad Sýr- landsforseta hafa undanfarin tvö ár reynt að ná valdi á veginum Castello. Hafa þær aldrei verið jafnnærri því markmiði og nú, að sögn áður- nefndra mannréttindasamtaka. Sveitir Assads forseta eru nú bún- ar að leggja undir sig hæð, um einn kílómetra frá veginum, þaðan sem þær geta skotið með fallbyssum á öll þau ökutæki sem aka um Castello- veg. Þá geta sýrlenskir hermenn einnig leiðbeint þaðan orrustuflug- sveitum og aðstoðað þannig flug- menn við framkvæmd loftárása. Vopnaðar sveitir uppreisnar- manna hafa gert tilraun til að brjóta hermennina á bak aftur og ná þannig umræddri hæð, en án árangurs. „Takist hersveitum stjórnvalda að tryggja sér fótfestu þarna og stand- ast árásir uppreisnarmanna, tekst þeim að sitja algerlega um andstæð- inga sína,“ hefur AFP eftir yfir- manni sömu mannréttindasamtaka. Reglulegar loftárásir Talið er að um 200.000 manns búi í þeim hverfum Aleppo sem enn eru á valdi uppreisnarmanna. Orrustu- flugvélar, t.a.m. frá flugher Rúss- lands, gera reglulega árásir á hverf- in. Yfir 280.000 manns hafa, samkvæmt upplýsingum AFP, látið lífið í Sýrlandi frá því að átökin hóf- ust þar í mars árið 2011. Yfirlýst vopnahlé virt að vettugi í Sýrlandi  Harðir bardagar við Aleppo, stærstu borg landsins AFP Eyðilegging Langvarandi átök hafa sett sterkan svip á borgina Aleppo sem nú er víða rústir einar. Stjórnarherinn berst við uppreisnarmenn um hverfi. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Þýsk lögregluyfirvöld hafa nú í haldi tvítugan karlmann frá Alsír sem grunaður er um tengsl við þekkta vígamenn úr röðum Ríkis íslams. Er hann meðal annars sagður hafa átt samskipti við belgíska íslamistann Abdelhamid Abaaoud, en hann er sagður hafa skipulagt hryðjuverkin sem framin voru í París í Frakklandi 13. nóvember síðastliðinn. Maðurinn, sem einungis er þekkt- ur undir nafninu Bilal C, er sagður hafa látið Abaaoud vita af leiðum til að smygla herskáum íslamistum til Vestur-Evrópu, en um er að ræða sömu leið og flóttamenn nýttu sér til að komast til Evrópu um Balkan- skaga. Þeirri leið hefur nú hins vegar að mestu verið lokað með hertu eft- irliti á landamærum. Bilal C er einnig sagður hafa verið í samskiptum við Ayoub El Khazz- ani, íslamista frá Marokkó. Sá særði þrjá þegar hann hóf skothríð með árásarriffli um borð í farþegalest frá Brussel til Parísar í ágúst í fyrra. Khazzani var yfirbugaður af banda- rískum hermönnum sem voru í fríi og voru farþegar í lestinni. Fór til Evrópu með flóttafólki Fréttaveita AFP greinir frá því að Bilal C hafi þegar verið í haldi þýsku lögreglunnar vegna „annars máls“ þegar leyniþjónustan hafði skyndi- lega samband og benti á áðurnefnd tengsl hans við Ríki íslams. Bilal C er sagður hafa ferðast frá Alsír til Sýrlands árið 2014, gengið til liðs við Ríki íslams og fengið þar þjálfun í meðhöndlun vopna. Hélt hann því næst til Evrópu, ferðaðist sömu leið og flóttafólk og miðlaði reynslu sinni til vígamanna svo þeir gætu ferðast sömu leið. AFP Þýskaland Maðurinn er upphaflega frá Alsír og er hann sagður hafa sterk tengsl við Ríki íslams, en leyniþjónustan lét lögreglu vita af þessu. Lét vígamenn vita af leið til Evrópu  Er nú í haldi lögreglu í Þýskalandi Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, segir að- gerðir Rússa í Úkraínu hafa dregið mjög úr því trausti sem vesturveldin báru til ráða- manna í Kreml. Ummælin lét hún falla við blaðamenn þegar samskipti Atl- antshafsbandalagsins (NATO) við Rússa voru rædd í tengslum við leiðtogafund bandalagsins sem hefst í dag. Er fundurinn haldinn í Varsjá í Póllandi og lýkur honum á morgun. Merkel segir fundinn verða haldinn nú þegar „öryggismál hafa gjörbreyst í Evrópu“ og bendir einnig á versnandi ástand í ríkjum á borð við Sýrland, Írak og Líbýu. ÞÝSKALAND NATO fundar við gjörbreytt ástand Tala þeirra sem týndu lífi í spreng- ingunni sem varð í Karrada-hverfi í Bagdad var í gær komin í 292. Árásin átti sér stað á sunnudag og eru björgunarmenn enn að endur- heimta jarðneskar leifar fólks úr húsarústunum, en um er að ræða mannskæðustu sprengjuárás í Írak um langt skeið. Yfir 200 særðust. Adila Hamoud heilbrigðis- ráðherra segir að unnið sé að því að bera kennsl á 177 lík, en búið er að afhenda ættingjum 115 lík til greftrunar. KARRADA-HVERFI Hátt í 300 látnir eft- ir árásina í Bagdad Theresa May, innanríkisráðherra Breta, og Andrea Leadsom, orku- málaráðherra Breta, munu keppa um að verða næsti formaður Íhaldsflokksins og forsætisráð- herra Bretlands. Varð þetta ljóst eftir kosningu þingmanna flokks- ins í báðum þingdeildum milli frambjóðenda. May fékk langflest atkvæði, eða 199 talsins. Leadsom hlaut 84 at- kvæði og Michael Gove, dóms- málaráðherra Breta sem bauð sig fram öllum að óvörum eftir að hafa sagst ætla að styðja Boris John- son, hlaut 46 atkvæði. Nú munu almennir flokksfélagar í Íhaldsflokknum kjósa á milli þessara tveggja frambjóðenda, þ.e. May og Leadsom, í póstkosningu, sem stendur til 8. september. Úr- slitunum verður svo lýst 9. sept- ember. Margaret Thatcher var seinasti kvenkyns forsætisráðherra Breta og gegndi hún embættinu frá 1979 til 1990. Var hún einnig á sínum tíma formaður Íhaldsflokksins. Theresa May Andrea Leadsom May og Leadsom standa eftir  Michael Gove úti www.fr.is FRÍTT VERÐMAT ENGAR SKULDBINDINGAR HRINGDU NÚNA 820 8081 sylvia@fr.is Sylvía G. Walthersdóttir Löggiltur fasteignasali Salvör Davíðsdóttir Nemi til lögg.fasteignasala Brynjólfur Þorkellsson Sölufulltrúi Sjöfn Ólafsdóttir Skrifstofa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.