Morgunblaðið - 08.07.2016, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 08.07.2016, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016 Flugvél sem átti að taka á loft frá Keflavíkurflugvelli um níuleytið í gærmorgun varð að fresta flugtaki vegna ástands mála í flugturni. Skv. upplýsingum frá Isavia var lík- legt talið að ekki hafi tekist að fá afleysingafólk fyrir flugumferðar- stjóra í flugturninum. Fram kom á mbl.is í gær að skv. heimildum hefði flugstjórinn tilkynnt farþeg- um að flugturninn væri nánast mannlaus og því þyrfti vélin að bíða úti á flugbraut í einhvern tíma. Þjónusta á flugvellinum var tak- mörkuð á ákveðnum tímum í gær við sjúkra- og neyðarflug til að þeir flugumferðarstjórar sem voru á vakt gætu tekið nauðsynlega hvíld og matarhlé. Þá voru takmarkanir á sjónflugi milli kl. 7 og 17 í gær og því lá kennslu- og einkaflug á vell- inum niðri. Samkvæmt Isavia átti þetta ástand þó aðeins að hafa áhrif á eina og eina vél og ætti milli- landa- og áætlunarflug því að geta verið í eðlilegu horfi. Flugturn- inn „nánast mannlaus“  Afleysingu vantaði við flugumsjón Morgunblaðið/ÞÖK Flug Áætlunarflug var í eðlilegu horfi þrátt fyrir takmarkanir á þjón- ustu á ákveðnum tímum. Von er á hvassri norðanátt um helgina, 5-13 m/s. Best verður veðr- ið suðvestantil en verst norðantil og á Vestfjörðum. Von er á rigningu við norðurströnd- ina á miðnætti í kvöld. Hiti 5 til 16 stig, hlýjast syðst. Á laugardaginn er von á norðaustan- átt með 10-13 m/s. Rigning á Vest- fjörðum og suðaustantil hiti 6 til 13 stig, svalast á Vestfjörðum. Á sunnu- daginn heldur norðanáttin áfram með votviðri víða um land. Hiti 8 til 13 stig. Norðlægar áttir verða svo ríkjandi fram yfir miðja næstu viku. Von á norðan- átt og vætu um helgina Rok Það er von á rigningu og roki. Ný Bosch þvottavél - með öllum þeim eiginleikum semmenn þurfa á að halda í dagsins önn. Ný 9 kg þvottavél með íslensku stjórnborði. 1400 sn./mín. Orkuflokkur A+++. Kolalaus, hljóðlátur og sparneytinn mótor með 10 ára ábyrgð. Dropalaga tromla („VarioDrum”) sem fer einstaklega vel með þvottinn. 15 mín. hraðþvottakerfi. Skyrtukerfi. Tromluhreinsun. Við hönnun vélarinnar hefur verið leitast við að gera hana mjög stöðuga og hljóðláta („antiVibration Design”). Kynningarverð: 89.900 kr. Þvottavél, WAT 284B9SN Við leggjum áherslu á hágæða vörur og fyrsta flokks þjónustu á góðu verði. 9 kg A Hrókurinn býður til uppskeruhátíð- ar á morgun, laugardag, frá kl. 14- 16 í Pakkhúsi félagsins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn. Þar verður hægt að tefla, hlýða á tónlist, snæða vöfflur, fara á bókamarkað, sjá myndasýningu frá Grænlandi og kynna sér starf félagsins. Hrókurinn hefur haft aðstöðu í vöruskemmu Brims sl. tvö ár og þar hefur verið miðstöð fatasöfn- unar í þágu barna og ungmenna á Grænlandi. Fjölmargir hafa lagt söfnuninni lið og hefur mikið af góðum fatnaði farið til fjölmargra þorpa og bæja á Grænland og kom- ið í góðar þarfir, segir í tilkynningu. Meðal atriða má nefna að Linda Guðmundsdóttir frá Finn- bogastöðum í Trékyllisvík mun leika á harmónikku, Valdimar Tóm- asson mun stýra bókamarkaðnum og skákmeistarar tefla við gesti og gangandi. Hróksliðar hafa á síðustu 12 mánuðum farið sex sinnum til Grænlands að útbreiða skák og vin- áttu, og fjölmargar ferðir eru á teikniborðinu. Hér heima hefur Hrókurinn síðan árið 2003 heimsótt Barnaspítala Hringsins flesta fimmtudaga, auk þess að halda uppi líflegu skákstarfi í þágu fólks með geðraskanir, aldraðra og barna. Þá efndi Hrókurinn í vor til afar vel heppnaðs MótX-einvígis milli stór- meistaranna Nigels Short og Hjörvars Steins Grétarssonar. Síð- ast en ekki síst stóð Hrókurinn fyrir afar vel heppnuðu skákmara- þoni í maí í þágu sýrlenskra flótta- barna og söfnuðust þrjár milljónir króna, sem runnu óskiptar til Fa- timusjóðs og UNICEF. Verkefni Hróksins næstu miss- eri verða kynnt á uppskeruhátíð- inni. Má þar nefna skákmót í öllum landsfjórðungum, áframhaldandi skáklíf í Hringnum, Vin og víðar og þátttöku í ýmsu góðgerðar- starfi. Ljósmynd/Hrókurinn Skák Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, ásamt hressum og efnilegum skák- mönnum eftir skákmaraþon félagsins sem haldið var síðastliðið vor. Hrókurinn með uppskeruhátíð  Hafa á síðustu 12 mánuðum farið 6 sinnum til Grænlands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.