Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðbeinanda kl. 8.30-16.30. Innipútt og úti, opið kl. 11-12. Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga kl. 9.30- 16. Hádegismatur kl. 12, pantað með dags fyrirvara, meðlæti selt með síðdegiskaffinu kl. 14-15.50. Gullsmári Tiffanýgler kl. 9, ganga kl. 10. Hárgreiðslustofa og fóta- aðgerðastofa á staðnum. Allir velkomnir! Hraunbær 105, 110 Reykjavík Kaffiklúbburinn, allir velkomnir í kaffi kl. 9. Opin handavinna, leiðbeinandi kl. 9–12. Hádegismatur kl. 11.30. Fáum barnakór í heimsókn úr leikskólanum Heiðarborg kl.13. Kaffi kl. 14. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi. Morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30 og kaffi kl. 14.30. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleik- fimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, bíngó kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14. Uppl. í s. 411 2760. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Dansað sunnudagskvöld kl. 20, Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Veitingar við flestra hæfi. Smáauglýsingar Húsgögn Hjónarúm án dýnu Til sölu hjónarúm 180x200. Búið er að taka rúmið í sundur til að auð- velda flutning. Selst mjög ódýrt. Upplýsingar í síma 620-3003. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Rotþrær-vatnsgeymar- lindarbrunnar. Rotþrær og siturlagnir. Heildar lausnir - réttar lausnir. Heitir Pottar. Lífrænar skolphreinsistöðvar. Borgarplast.is, Mosfellsbæ, sími 561 2211 Iðnaðarmenn Ýmislegt Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur inntökupróf í læknisfræði Martin 14. júlí og 15. ágúst nk. Palacký University í Olomouc í Tékklandi heldur inntökupróf í júlí og ágúst í tannlæknisfræði og læknisfræði. Kaldasel ehf., Runólfur Oddsson. Uppl. í s. 5444333 og fs. 8201071 kaldasel@islandia.is Hjólbarðar Matador fólksbíla- og jeppadekk auk heilsársdekk - útsala Framleidd af Continental í Slóvakíu Kaldasel ehf., dekkjaverkstæði Dalvegur 16 b, 201 Kópavogur s. 5444333 kaldasel@islandia.is atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á eskju; þau passa öll vel við hann afa. Hann Siggi afi var ljúfur, hjálpsamur, hugrakkur, áhuga- samur, yfirvegaður og heilt yfir virkilega góð sál. Það sem lýsir honum þó best er það hversu þol- inmóður hann var. Ég hef aldrei kynnst nokkrum eins þolinmóðum og hugrökkum og hann afi var. Afi glímdi við erfið veikindi síðustu ár, en kvartaði samt aldrei. Hann tók sjúkdómnum eins og sönn hetja og barðist eins lengi og hægt var. Hann var aldrei neikvæður eða reiður. Aldrei tapaði hann lífsgleð- inni; ekki einu sinni undir lokin þegar baráttan var orðin virkilega erfið. Ég hef hugsað mikið til þess undanfarna daga hversu góður og þolinmóður hann var við mig þeg- ar við fjölskyldan bjuggum á Eg- ilsstöðum. Þá var auðsótt mál að fá að fara yfir til ömmu og afa til að horfa á fótboltaleiki í gegnum gervihnöttinn sem afi átti, en þar var hægt að finna alla leiki. Þótt afi hafi ekki haft næstum því jafnmik- inn áhuga á fótbolta og ég settist hann samt alltaf niður og horfði á leikina með mér. Hann hafði nefni- lega áhuga á öllu sem börnin hans og barnabörnin höfðu áhuga á. Við afi deildum einnig sömu sýn á póli- tík (ég ætla þó ekki að fara nánar út í þá sálma) en við gátum talað um pólitíkina á Íslandi eins og margt annað klukkustundunum saman. Ég kveð afa minn með mikilli sorg, en er afar þakklátur fyrir þann tíma sem við áttum saman. Ég er virkilega stoltur og þakk- látur fyrir að hafa átt hann sem afa. Bragi Steinn Eymundsson. Siggi bróðir var einstaklega vel gerður og vandaður drengur. Hann var elstur af okkur tíu systk- inunum, hlýr og umhyggjusamur bróðir. Siggi var samviskusamur og vandvirkur, greindur og gekk vel í skóla, músíkalskur, góður og efnilegur íþróttamaður, listfengur og allt lék í höndum hans. Betri fyrirmynd var vart hægt að hugsa sér. Mannkostir hans og fjölþættir hæfileikar hvöttu okkur systkinin til að standa okkur vel. Ekki sakar að geta þess að sumum fannst hann bera svipmót af sjálfu átrún- aðargoði allra unglinga á þessum tíma, sjálfum kónginum Presley. Að alast upp í stórum systkina- hópi í 80 fermetra húsnæði við tak- mörkuð veraldleg efni hefur ef- laust haft áhrif á þá miklu samkennd sem hefur einkennt samskipti okkar alla tíð. Þrátt fyrir þröngan kost var enginn skortur á glaðværð og umburðarlyndi í Vallanesi sem hefur reynst gott veganesti. Siggi var gæfumaður og ung bundust þau Olga tryggðaböndum og tókust á hendur þá ábyrgð að stofna fjölskyldu. Eftirtektarvert var hvað þau voru samrýmd og studdu hvort annað vel í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Börn þeirra og fjölskyldur bera þess vitni að hafa fengið góðan undir- búning til að takast á við lífið og framtíðina. Siggi og Olga voru höfðingjar heim að sækja og nutum við syst- kinin þess í ríkum mæli. Hvort sem við komum saman, nokkur eða 130 manna stórfjölskyldan, var bróðir okkar og nikkan hans mið- depillinn. Hann var flottur harm- onikkuleikari og naut þess svo sannarlega að koma öllum í hátíð- arskap og halda uppi fjörinu, oft með öðrum meðspilurum úr fjöl- skyldunni. Það kom ekki á óvart að Sigga væru falin krefjandi ábyrgðastörf og mannaforráð hjá RARIK. Hann fór ekki í manngreinarálit og samferðamenn hans nutu þess að samskipti hans einkenndust af hæversku og tillitssemi. Honum var umhugað um gott orðspor fyr- irtækisins og gekk sjálfur á undan með góðu fordæmi og vinnusemi til að svo mætti vera. Sama gilti um þátttöku hans í fjölmörgum fé- lagasamtökum, þar var hann öfl- ugur liðsmaður. Með jákvæðri framgöngu og málefnalegum mál- flutningi ávann hann sér traust og virðingu enda oftar en ekki valinn til trúnaðarstarfa og skoraðist þá ekki undan ábyrgð. Nokkrum dögum fyrir andlátið áttum við systkinin og makar dýr- mæta stund saman á heimili Sigga og Olgu. Kveðjustund að hans ósk. Með þessu sýndi hann aðdáunar- vert æðruleysi og kjark. Með ein- lægni sinni og hreinskilni vildi hann koma til skila hversu þakk- látur hann var fyrir samheldni og samhug sem hefur einkennt sam- skipti okkar og veitt okkur ómældar hamingju- og gleði- stundir. Við höfum alla tíð verið stolt af bróður okkar og verðum ævinlega þakklát fyrir allt sem hann var okkur og gerði fyrir okkur öll. Við dáumst að hvernig Olga, Eymundur, Hanna Birna, Bjarni Gaukur og fjölskyldur hafa tekist á við erfiða daga undanfarið. Við biðjum þeim guðs blessunar og megi góðar og fallegar minningar verða þeim huggun í sorginni. Anna, Agnes, Eygló, Albert, Ragnar, Brynjar, Benedikt, Halldóra og Óðinn. Nú er fallinn frá vinur okkar Sigurður Eymundsson. Okkar fyrstu kynni af Sigga byrja í Tækniskólanum í Reykjavík og aukast enn meir eftir að við förum til framhaldsnáms og annarra starfa í Árósum í Danmörku. Þau kynni og vinátta sem með okkur öllum tókst í Danmörku er alveg einsök og hefur vaxið og dafnað allar götur síðan. Þessi hópur samanstóð af sex fjölskyldum, samtals 21 einstaklingi, og fékk nafnið Árósagengið og hefur hald- ið hópinn vel. Allar minningar sem tengjast þessum árum eru afar ánægjulegar og framúrstefnu flutningsmáti heim með hrossa- flutningavél frá Iscargo er afar eftirminnilegur. Nokkrum árum síðar er allur hópurinn aftur kom- inn saman á Íslandi og hefur þá stækkað talsvert með fleiri börn- um. Þá upphefst frægur tími Ár- ósapartía þar sem Siggi var alltaf hrókur alls fagnaðar með nikkuna sína og spilaði fyrir dansi og mikl- um söng. Við söknum sárt góðs vinar og félaga. Blessuð sé minning þín. Vottum þér Olga og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð vegna fráfalls Sigga. Minning um góðan vin mun lifa áfram í hjörtum okk- ar. Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Hulda og Pétur, Kristján og Dóra, Inga og Snæbjörn, Pétur og Svava, Áslaug (Ása). Fráfall Sigurðar Eymundsson- ar kom mér á óvart. Þegar við sáumst síðast hefði mér þótt það fjarstæða, að það gæti komið í minn hlut að rita um hann kveðju- orð. Kynni okkar hófust er hann var ráðinn umdæmisstjóri Rarik á Blönduósi. Seinna gegndi hann sama starfi á Egilsstöðum, en hann var frá Höfn og Austurland honum kært. Á Blönduósi var hann fljótlega valinn í forystusveit sjálfstæðismanna í sveitarstjórn. Við áttum því margt saman að sælda, því þess má geta að ég átti sæti í stjórn Rarik lengur en elstu menn muna. Það var aldrei hávaði í kringum störf Sigurðar Eymundssonar. Ég spurði hvernig maður hann væri, þegar hans var von norður og svarið var einfalt. Hann leysir öll mál. Þetta reyndust orð að sönnu. Honum var einstaklega lagið að ná niðurstöðu í ágreinings- eða átakamálum, þannig að allir mættu vel við una. Kom þar m.a. til yfirsýn hans, lipurð og tillits- semi við aðra og hélt hann þó ávallt vel á sínum hlut. Ég hygg að hann hafi átt vinarhug allra þeirra sem með honum störfuðu, hvar í fylkingu sem þeir stóðu. Ég er honum þakklátur fyrir samskipti okkar öll, vináttu hans, hreinskiptni og drengskap. Það var alltaf gott að koma á heimili þeirra hjóna Olgu og Sigurðar hvort sem það var fyrir norðan eða austan og njóta þar gleði og hlýju. Síðast komum við Helga til þeirra á Egilsstöðum í stórafmæli Sig- urðar og var þar gríðarleg veisla og glatt á hjalla. Minningar um góðan dreng eru dýrmætar. Við Helga sendum Olgu og allri fjölskyldunni einlægar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Sigurðar Eymundssonar. Pálmi Jónsson. Í dag kveðjum við góðan vin og samstarfsmann til fjölda ára, Sig- urð Eymundsson, fyrrverandi um- dæmisstjóra hjá RARIK. Sigurður var starfsmaður RA- RIK í nær fjóra áratugi og þar af sem hluti af yfirstjórn fyrirtækis- ins í um þrjátíu ár. Hann hóf störf hjá RARIK 1967 sem rafvirki og síðar rafveitustjóri á Höfn í Hornafirði í eitt ár. Þá fór hann til náms í rafmagnstæknifræði og kom í framhaldi til starfa á fram- kvæmdadeild RARIK í Reykjavík og starfaði við hönnun aðveitu- stöðva og annarra mannvirkja í flutnings-dreifikerfi RARIK næstu fimm árin. Hann tók við starfi umdæmisstjóra fyrir Norð- urland vestra, árið 1978 og fluttist með fjölskylduna til Blönduóss. Í því starfi kom hann að flestum þáttum í rekstri fyrirtækisins, hvort sem það sneri að tæknimál- um, fjármálum, eða samskiptum við viðskiptavini. Á Blönduósi var Sigurður og fjölskyldan í 12 ár, eða til 1990 að hann tók við sem um- dæmisstjóri á Austurlandi með að- setur á Egilsstöðum og gegndi því starfi næstu 14 árin. Hann hafði í störfum sínum á Blönduósi m.a. komið að undirbúningi að bygg- ingu Blönduvirkjunar, en á Aust- urlandi kom hann enn frekar að virkjanarekstri og sat m.a. í verk- efnisstjórn vegna undirbúnings stækkunar Lagarfossvirkjunar. Hann tók 2004 við stöðu fram- kvæmdastjóra virkjanasviðs RARIK sem hann gegndi þar til hann lét af störfum árið 2007. Í störfum sínum kom Sigurður að miklum fjölda verkefna hjá RA- RIK og sinnti fjölmörgum trúnað- arstörfum, bæði innan fyrirtækis- ins og fyrir hönd þess út á við. Hann var vinamargur og mikill vinur vina sinna, enda einstaklega heill og góður drengur og þótt hann hefði ákveðnar skoðanir var hann alltaf tilbúinn til að ræða málin, virða skoðanir annarra og finna lausnir á öllum málum. Hann hafði þann skemmtilega eiginleika að geta tekist á um mál af fullri festu, en staðið síðan upp að lokn- um degi og ýtt frá öllum ágrein- ingi. Þá greip hann gjarnan í nikk- una og naut þess að skemmta sér og öðrum, enda var hann mikill gleðigjafi þegar við átti. Nú þegar við kveðjum Sigurð félaga okkar og vin hinstu kveðju vil ég fyrir hönd fyrirtækisins og okkar fyrrverandi samstarfs- manna hans þakka honum ómet- anlegt starf fyrir RARIK öll þessi ár, vináttu hans og trúnað sem hann sýndi fyrirtækinu og okkur samstarfsmönnum sínum öllum. Ég vil einnig þakka fyrir gott og náið samstarf til fjölda ára og mikla persónulega vináttu hans í minn garð, bæði innan fyrirtækis og utan. Það eru margar minning- ar sem koma upp í hugann sem ekki er hægt að tíunda hér, en upp úr standa þó minningar úr fjöl- mörgum ferðum okkar um landið, einnig svokölluðum samstarfs- nefndarfundum og nokkrum frá- bærum veiðiferðum, þar sem Siggi tók upp nikkuna í lok dags og sá til þess að gera stundina ógleyman- lega. Ég vil þakka fyrir þessar stundir, en einnig einlæga vinátta þeirra hjóna, Sigurðar og Olgu, í garð okkar hjóna og fyrir að hafa alltaf tekið okkur eins og við vær- um hluti af þeirra eigin fjölskyldu. Við kveðjum Sigurð nú með mikl- um söknuði. Olgu og fjölskyldu þeirra allri sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Tryggvi Þór Haraldsson. Fallinn er frá heiðursmaðurinn Sigurður Eymundsson, fyrrver- andi umdæmisstjóri RARIK á Norðurlandi vestra og Austurlandi sem og síðar frkvstj. virkjanasviðs. Með honum er genginn maður sem tók drjúgan þátt í uppbyggingu þjóðfélagsins á sviði orkumála en einnig í samfélagslegum verkefn- um með virkri þátttöku í fé- lagsmálum þar sem hann hafði frelsi manna til verka og athafna að leiðarljósi. Sigurður starfaði í nær fjóra áratugi hjá Rafmagnsveitunum og tók drjúgan þátt í því hlutverki þeirra að rafvæða hinar strjálli byggðir landsins og þjónusta við- skiptavinina þar. Þetta gat verið erfitt starf og ekki heiglum hent að standa í þeirri baráttu jafnt í hörð- ustu hríðarbyljum vetrarins sem á sólríkum sumardögum. Sigurður var rólegur og yfirvegaður að eðl- isfari en gat verið ákveðinn og harður af sér ef svo bar undir og stjórnaði sínum mönnum af einurð en sanngirni. Ég starfaði með hon- um í nær þrjá áratugi og hann kom mér ávallt fyrir sjónir sem afskap- lega heill og traustur maður sem gott var að starfa með, maður sem var hægt að treysta í hvívetna. Ég leiddi tækni- og þróunarsvið fyrir- tækisins á þessum árum og var gott að starfa með Sigurði, hann var faglegur í starfi sínu og vann RARIK ávallt heilt sem og við- skiptavinum þess. Ekki fór það framhjá okkur samferðamönnum Sigurðar hversu góður tónlistarmaður hann var og oftar en ekki var harmonikkan tek- in fram að kvöldi eftir langa og stranga samningafundi m.a. með fulltrúum annarra orkufyrirtækja og lagið þá tekið. Hafi menn ekki verið búnir að komast að niður- stöðu um daginn reyndist það mun auðveldara eftir góðar samveru- stundir kvöldsins þar sem Sigurð- ur var hrókur alls fagnaðar. Á síðustu árum sínum á Egils- stöðum ráku þau Sigurður og Olga fyrirtæki með veitinga- og ferða- þjónustu. Mér er minnisstætt að ég var eitt sinn á ferð með fjölskyldu minni fyrir austan og snæddum við kvöldverð á veitingastað Olgu sem nefndist Kaffi Nielsen. Betri hreindýrasteik höfum við ekki fengið. Til þess að kóróna kvöldið birtist húsbóndinn með harmon- ikkuna og lék á hana af hjartans lyst á meðan snætt var. Svona var Sigurður í einu og öllu, gaf sig af öllu hjarta í starf og leik, var vinur vina sinna og verður því sárt sakn- að. Olgu, eiginkonu hans, og fjöl- skyldu sendum við Anna okkar innilegustu samúðarkveðjur. Steinar Friðgeirsson. Í dag kveðjum við harmonikku- unnendur góðan og traustan vin og félaga. Fyrstu kynni mín af Sigurði voru þegar hann tók sæti í stjórn Sambands íslenskra harmonikku- unnenda og tókst með okkur góð vinátta og gott samstarf. Hann var kjörinn gjaldkeri sambandsins haustið 2010 og gegndi því starfi af nákvæmni og samviskusemi til æviloka. Sigurður var úrræðagóð- ur og það var gott að leita til hans með ýmis málefni er vörðuðu sam- bandið. Sigurður starfaði mörg á með Harmonikkufélagi Héraðsbúa og sat í stjórn þess í mörg ár. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur gekk hann í raðir Félags harmon- ikkuunnenda í Reykjavík og tók hann virkan þátt í starfi félagsins og var góður fengur fyrir hljóm- sveit FHUR. Hann var góður harmonikkuleikari og einkar vand- virkur í sinni spilamennsku á hljóð- færið. Ég vil fyrir hönd Sambands íslenskra harmonikkuunnenda þakka Sigurði fyrir góð kynni og samstarf og um leið senda eftirlif- andi eiginkonu og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur F.h. SÍHU, Gunnar Ó. Kvaran formaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.