Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016 Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is G uðfinnur og Kristín, sem eru 26 og 24 ára, hófu bæði einsöngsnám í Söngskólanum í Reykjavík eftir að hafa smitast af söngbakteríunni í kórum Langholtskirkju hjá Jóni Stefáns- syni, Kristín þó töluvert á undan Guðfinni. „Okkur er búið að dreyma um þetta í mörg ár, að gera eitthvað saman,“ segir Kristín. „Ég man ekki hvernig akkúrat þessi hugmynd, að halda systkinatónleika, kom upp. Við ætluðum að gera hljómsveit saman, Kristín hefur sungið frá því hún var fjögurra ára, en ég bara síð- an ég var 19 ára, þannig að það að halda söngtónleika saman er nýver- ið orðinn möguleiki,“ segir Guð- finnur. „Ég held að þetta hafi ekki komið upp fyrr en ég flutti til Vínar og Guðfinnur hélt áfram að læra hérna heima. Mig langaði að syngja þegar ég kæmi heim og okkur fannst upplagt að halda sameigin- lega tónleika,“ segir Kristín. Hún lauk burtfararprófi frá Söngskól- anum í Reykjavík undir leiðsögn Hörpu Harðardóttur fyrir tveimur árum og hóf framhaldsnám í söng við Tónlistarháskólann í Vínarborg haustið 2014. Guðfinnur lauk fram- haldsprófi við skólann undir leið- sögn Ólafar Kolbrúnar Harðar- dóttur síðastliðið vor. „Mér finnst áhugavert að hugsa til þess að ég hélt alltaf frá því að ég var krakki að ég gæti ekki sungið. Það var þannig að ég söng ekki einu sinni fyrir sjálfan mig, í bílnum til dæmis eða í sturtu, ég hélt bara að ég gæti það ekki,“ segir Guðfinnur, sem opnaði ekki fyrir raddböndin, sönglega séð, fyrr en hann var 19 ára. „Kristín plataði mig í prufu fyr- ir Kór Langholtskirkju hjá Jóni Stefánssyni, organista. Það er í fyrsta skipti sem ég söng fyrir ein- hvern, fyrir utan Kristínu daginn á undan,“ segir Guðfinnur. Lag Atla Heimis Sveinssonar, Kvæðið um fuglana, varð fyrir valinu í prufunni. „Ég held að ég hafi sungið sama lag í inntökuprófinu mínu fyrir Gradu- alekór Langholtskirkju,“ segir Kristín, sem hefur sungið með öllum kórum kirkjunnar frá fimm ára aldri, sem eru sjö talsins, ef kamm- erkórinn er talinn með, sem hefur starfað með hléum. Guðfinnur komst inn í kórinn og sungu systkinin saman í Kór Langholtskirkju í að minnsta kosti eitt ár. „Ég söng hjá Jóni í kórnum í tvö eða þrjú ár, ég flutti svo til Hol- lands. Á þessum tíma var ég að læra á píanó, en ákvað að hvíla mig á því og fara að læra söng.“ Þegar Guð- finnur kom aftur til Íslands hóf hann nám hjá Ólöfu Kolbrúnu, eig- inkonu Jóns. Hann segir að það hafi verið sérstök tilfinning að syngja sjálfur eftir að hafa fylgst með syst- ur sinni í öll þessi ár. „Ég hef verið aðdáandi Krist- ínar sem söngkonu í mörg ár. Ég á Söngelsk systkini með stóra drauma Systkinin og söngnemana Guðfinn og Kristínu Sveinsbörn hefur lengi dreymt um að vinna saman að einhvers konar tónlist. Fyrst um sinn var draumurinn að stofna hljómsveit en þegar Guðfinnur uppgötvaði um tvítugsaldurinn að hann gæti sungið eins og litla systir sín, ákváðu þau að halda tónleika. Á laugardag munu þau endurtaka leikinn. Þetta eru fyrstu tónleikar Kristínar á Íslandi síðan hún gekk til liðs við óperuakademíu La Scala í Mílanó, en hún mun fara með hlutverk í Töfraflautunni sem verður frumsýnd á stóra sviðinu í La Scala í haust. Söngelsk fjölskylda Tónlist hefur einkennt líf systkinanna frá unga aldri. Þau byrjuðu þó ekki að vinna saman í tónlist fyrr en fyrir nokkrum árum. Opið tækni- og tilraunaverkstæði fyr- ir krakka og fjölskyldur þeirra verður haldið í Borgarbókasafninu í Grófinni kl. 14-16 á morgun, laugardaginn 9. júlí. Leiðbeinendur Kóder aðstoða krakkana við forritun sem byggist á einföldu forritunarmáli og hentar vel yngstu kynslóðunum. Ekki er um hefðbundið námskeið að ræða heldur munu krakkarnir og foreldrar þeirra fá tækifæri til að hitta jafnaldra sína, kynnast spenn- andi tækni og forritum, prófa sig áfram og kynnast nánar því sem sam- tökin bjóða upp á. Þau námskeið sem Kóder hefur staðið fyrir eru flest fyrir börn á aldrinum 6-14 ára en vitaskuld eru allir tæknigrúskarar velkomnir. Kóder-samtökin hafa staðið fyrir fjölbreyttum námskeiðum fyrir börn og unglinga í ýmiskonar forritun með það að leiðarljósi að öll börn eigi að geta aflað sér tæknikunnáttu og tæknilæsis. Borgarbókasafnið deilir þeirri hugsjón að tæknilæsi sé ákaf- lega mikilvægur þáttur í menntun barna og mun leitast við að styðja það á komandi misserum. Tækni- og tilraunaverkstæði fyrir krakka og fjölskyldur þeirra Forritun byggð á einföldu forrit- unarmáli fyrir tæknigrúskara Kóder Leiðbeinendur aðstoða gesti við að prófa sig áfram með og læra um Raspberry Pi- og Minecraft-forritun, Scratch, sem hentar yngstu börnunum. Það var allt betra í gamladaga. Þeir ungu báruvirðingu fyrir þeim eldri,börn voru þægari, bíó- myndirnar voru skemmtilegri og maturinn bragðaðist miklu betur. Eða svo er sagt. Í hugum margra er fortíðin böðuð ljóma og þar er ég engin undantekning. Ég hugsa reglulega um þá ang- urværu og góðu tíma á tíunda ára- tug síðustu aldar þegar fátt annað komst að hjá vinahópnum en hjóla- bretti, stökkbreyttar unglinga- skjaldbökur sem börðust gegn glæpum og auðvitað slagsmálaleik- urinn Mortal Kombat í leikjatölv- unni Super Nintendo. Einn af okk- ur vinunum átti frænda sem náði einhvern veginn að tengja heimilis- tölvu sína með snúru í símalínuna og gat þannig komist að því hvern- ig ætti að framkvæma öll enda- brögðin í tölvuleiknum. Við skrif- uðum brögðin samviskusamlega niður í nokkrum eintökum, enda um gríðarlega mikil- vægar upplýsingar að ræða. Síðar rann upp fyrir mér að umræddur frændi hafði verið snemma á ferðinni með internet-tengingu. Á þeim tíma þurfti að taka símann úr sam- bandi á meðan vafrað var á netinu og ær- andi ískur heyrðist þegar græjan tengd- ist við alheiminn. Það þótti lítill fórnarkostn- aður gegn því að fá há- leynilegar upplýsingar um Mortal Kombat. Bara það að skrifa þennan pistil og rifja upp þessar minningar yljar mér um hjartað. En það er einmitt málið, það eru góðu minningarnar sem gaman er að hugsa um og það jafngildir því ekki að vilja ferðast aftur til fyrri tíma. Þetta þekki ég af eigin raun. Fyrir skömmu kom ég auga á gömlu Super Nintendo-leikjatölv- una í bílskúr foreldra minna. Allar tilfinningar ársins 1997 helltust yf- ir mig á augabragði og ég tengdi tölvuna strax við gamalt sjón- varp, spenntur að endurlifa gamla tíma. Ljóminn skolaðist þó fljótt af fortíðinni þegar leikurinn var kominn í gang. Grafíkin var léleg, fjarstýr- ingin lét illa að stjórn og frammistaða mín í leikn- um hafði augljóslega farið dalandi með ár- unum. Þessi erfiða lífs- reynsla kenndi mér að það er betra að lifa í núinu og njóta þess sem er, í stað þess að reyna að endurlifa það sem var. »Fyrir skömmu kom égauga á gömlu Super Nintendo-leikjatölvuna í bílskúr foreldra minna. All- ar tilfinningar ársins 1997 helltust yfir mig á auga- bragði. Heimur Árna Grétars Árni Grétar Finnsson afg@mbl.is Bókamarkaður verður opnaður í dag, föstudaginn 8. júlí, í Leikhúsinu við Sigtún á Selfossi. Fullt hús bóka og mörg hundruð titlar eru í boði. Allar bækur, nýjar og notaðar, kosta aðeins 500 krónur stykkið; bókmenntaverk, ævisögur, þjóðsögur, fræðirit og bækur um aðskiljanlegustu málefni. Í notuðu bókunum er yfirleitt ekki nema eitt eintak af hverjum titli og þá gildir hið fornkveðna að fyrstir koma, fyrstir fá. Fjölmörg bókaforlög, bæði stór og smá, leggja markaðinum lið með afsláttarsendingum af lagerum og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Bókamarkaðurinn verður fyrst um sinn opinn frá kl. 12-18 frá föstudegi til sunnudags. Bókamarkaður á Selfossi Mörg hundruð titlar í boði Snap-on er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á öflugum og traustum verkfærum fyrir öll svið iðnaðar. Snap-on er vörumerki fyrir þá sem gera miklar kröfur um gæði, endingu og áreiðanleika. Kynntu þér Snap-on vörurnar hjá Vélum og verkfærum, úrvalið er ótrúlegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.