Morgunblaðið - 08.07.2016, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 08.07.2016, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016 Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Átta bandarískar orrustuflugvélar af gerðinni Fairchild Republic A-10 Thunderbolt II, yfirleitt kallaðar Warthog, lentu á Keflavíkurflugvelli í gær. Vélarnar eru sérstaklega hannaðar í kringum fallbyssuna í nefi þeirra, en um er að ræða 30 mm Avenger-byssu sem vegur um tvö tonn þegar hún er fullhlaðin með 1.350 skotum. Avenger-byssan getur skotið 3.900 skotum á mínútu, eða 50 skotum fyrstu sekúnduna á meðan hún kemst á skrið og 70 skotum þar á eftir. Skotin eru búin sprengiefni og auðguðu úrani, en flugvélarnar voru sérstaklega gerðar til þess að eiga við skriðdrekaframsókn á víg- völlum í Kalda stríðinu. Vélarnar fljúga hingað til lands nokkrum sinnum á ári á leið sinni yfir Atlantshafið. Þær hafa verið notaðar í hernaði í Afganistan og í Íraksstríðinu og einnig í aðgerðum Bandaríkjamanna gegn Ríki íslams. Vélarnar þarfnast viðhalds Að sögn Sigurðar Björgvins Magnússonar, aðstoðarvaktstjóra hjá flugvallardeild Isavia, hefur lengi staðið til hjá bandaríska flug- hernum að hætta notkun á vélunum en hingað til hefur bandaríska þingið hafnað slíkum óskum. Ástæða þess að herinn vill leggja vélarnar á hill- una er fyrst og fremst sú að þær voru framleiddar á árunum 1972- 1984 og þarfnast því mikils viðhalds. Mikill sparnaður væri því fólginn í því að skipta þeim út fyrir nýrri teg- undir eins og til dæmis Lockheed Martin F-35 Lightning II, sem fram- leidd hefur verið frá árinu 2006. Þær vélar, sem yfirleitt eru nefndar F-35, geta einnig verið notaðar í áratugi. Fleiri flugvélar með í för Með í för var einnig ein flugvél af gerðinni C-17 Globemaster III, sem er bandarísk flutningavél og er not- uð í flutninga á m.a. hermönnum og hernaðarbúnaði víðs vegar um heim. Að auki voru tvær KC-135 Strato- tanker-vélar, en þær eru notaðar til þess að gefa öðrum flugvélum elds- neyti á flugi. Þær eru framleiddar í Bandaríkjunum en eru þó einnig notaðar af franska, tyrkneska og singapúrska flughernum. Ljósmynd/Sigurður Björgvin Magnússon Þota Ein Warthog-orrustuþota er talin kosta um 18,8 milljónir Bandaríkjadala, en 716 vélar eru til í heiminum. Warthog í Keflavík  Átta orrustuflugvélar á Keflavíkurflugvelli í gær  Byssan í nefinu vegur tvö tonn  Notaðar í hernaði gegn Ríki íslams Eldsneyti Stratotanker var kynnt til sögunnar árið 1957 af flugfyrirtækinu Boeing. Alls voru 803 vélar framleiddar á tímabilinu 1957-1965. Flugvélar Alls lentu átta Warthog-orrustuvélar á Keflavíkurflugvelli í gær, en þær munu halda ferð sinni áfram yfir Atlantshafið á næstu dögum. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Eftir rúmlega þriggja vikna keppni karlalandsliðsins í knattspyrnu á EM í Frakklandi og töluverðan undirbúning mánuðina þar á undan er allt nú að færast í eðlilegt horf í íslenska sendiráðinu í París. Þetta segir Berglind Ásgeirs- dóttir, sendiherra Íslands í Frakk- landi, í samtali við Morgunblaðið. „Það má segja að það sé algjört spennufall. Við erum búin að vera á tánum ansi lengi og gátum til dæm- is ekki hleypt öllu starfsfólki á síð- asta leikinn því að einhverjir þurftu að sinna neyðarvakt meðan á hon- um stóð,“ segir Berglind og bætir við að ánægjulegt sé hversu lítið hafi reynt á neyðarviðbúnaðinn. „Það sem mér þykir frábært er að ekkert stórt eða mjög alvarlegt hefur átt sér stað á þessum tíma, þó að auðvitað hafi komið upp nokkur leiðinleg mál.“ Bjargaðist með mikilli vinnu Í sendiráðinu starfa sex manns í fimm og hálfu stöðugildi og nutu þeir aðstoðar utanríkisráðuneytisins í kringum leik liðsins við Frakka. „Sendiráðið er einstaklega vel mannað og hópurinn virkilega sam- hentur. Þetta hefur bjargast en með gríðarlegri vinnu, enginn hefur átt frí að kvöldi í mjög langan tíma.“ Einna helst hefur álagið falist í að aðstoða fólk sem verður fyrir því óláni að týna vegabréfi sínu eða þá að því sé stolið. „Þá gefum við út neyðarvega- bréf svo að fólk komist aftur til Ís- lands, og það var töluvert mikið um það í kringum mótið. Þetta gerist árið um kring, sérstaklega á sumar- leyfistíma, en nú var mannfjöldinn svo margfaldur að álagið getur ekki talist skrýtið.“ Yfirgáfu ekki liðið sitt „Nú þegar flestallir eru farnir og álagið hérna orðið með venju- legra móti rignir yfir okkur ham- ingjuóskunum frá Frökkum vegna frábærs árangurs okkar,“ segir Berglind og bætir við að ótrúlegt sé hversu mikla athygli framganga Ís- lendinga á mótinu hafi vakið. „Ekki bara fyrir árangur landsliðsins, heldur fyrir prúð- mennsku og frábæra frammistöðu stuðningsmannanna.“ Hún segir mikið hafa verið fjallað um sterk tengsl liðsins við stuðningsmenn sína og nefnir sér- staklega að fólk og fjölmiðlar dáist að því sem stuðningsmenn Íslands gerðu að loknum leiknum við Frakka á sunnudag. „Þeir sátu áfram og sýndu það að þótt Frakkar hefðu unnið leikinn yfirgæfu þeir ekki liðið sitt. Því hef- ur víða verið fleygt fram að af þessu geti margir lært.“ Bíður landsliðsins í Rússlandi Berglind starfar einnig sem fastafulltrúi Íslands hjá Evrópu- ráðinu í Strassborg. Á fundi þess í vikunni komu fjölmargir að máli við hana og sögðu liðið og stuðnings- mennina eiga sér enga líka. Í september hefur Berglind störf sem sendiherra Íslands í Rússlandi, með aðsetur í Moskvu, en þar í landi verður næsta heimsmeistaramót karlalandsliða í knattspyrnu haldið árið 2018. „Það væri stórkostlegt að taka aftur á móti Íslendingum þar. Þetta hefur verið ótrúlega gaman og sam- starfið við KSÍ hefur verið einstak- lega gott. Við vonum bara að þeim gangi vel og komist á HM.“ Sendiráð Íslands hafði í nógu að snúast yfir EM  Hamingjuóskum rignir frá Frökkum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ánægð Berglind á Evróputorginu í París, við kynningu landa liðanna. EM í Frakklandi » Sex manns starfa í sendi- ráði Íslands í París, í fimm og hálfu stöðugildi. » Einna helst þurfti starfs- fólkið að sinna útgáfu neyðar- vegabréfa til þeirra sem týnt höfðu sínu. » Ísland tók þátt í Evrópu- mótinu í rúmar þrjár vikur, en því lýkur með úrslitaleiknum á sunnudag. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is Þýskar innréttingar EIRVÍK Innréttingar Eirvík Innréttingar eru sérsmíðaðar í Þýskalandi. Einingarnar koma samsettar til landsins sem sparar tíma í uppsetningu og tryggirmeiri gæði. Sérstaða okkar fellst í því að bjóða heildarlausn fyrir eldhúsið. Við höfum næmt auga fyrir smáatriðumog bjóðumpersónulega þjónustu. Höfuðáhersla er lögð á lausnir sem falla að þörfumog lífsstíl hvers og eins. Líttu við hjá okkur og fáðu tilboð í innréttinguna og eldhústækin og tryggðu þér raunveruleg gæði á réttu verði. Hönnun og ráðgjöf á staðnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.