Morgunblaðið - 08.07.2016, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 08.07.2016, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016 ✝ Páll SvavarGuðmundsson fæddist í Reykjavík 27. janúar 1932. Hann lést á hjúkr- unarheimili Hrafn- istu í Boðaþingi, Kópavogi, 28. júní 2016. Hann var sonur hjónanna Jennýjar S. Lárusdóttur, f. 8. maí 1909 í Firði í Múlasveit, Barðastrandarsýslu, d. 17. apríl 2005, og Guðmundar Ingólfs Guðjónssonar, skólastjóra, f. 14. mars 1904 í Arnkötludal í Steingrímsfirði, d. 22. apríl 1971. Bróðir Svavars var Helgi Guð- mundsson, bankastarfsmaður, f. 25. október 1936, d. 30. nóvember 1984. Svavar kvæntist 8. september 1964 Rósu Guðmundsdóttur, kennara, frá Eyjólfsstöðum í Beruneshreppi, f. 26. september 1952, sama ár og Rósa sem síðar varð eiginkona hans. Um haustið hóf hann kennslu við Miðbæj- arskólann í Reykjavík en starfs- vettvangur hans var lengst af í Æfingaskóla KHÍ, síðar Háteigs- skóla, og hefur hann þar verið mörgum kennaranemanum leið- beinandi. 1953 lauk hann handa- vinnukennaraprófi og danskenn- araréttindi fékk hann 1965 og hafði sem hliðarstarf í mörg ár kennslu hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur, var þar í stjórn um skeið og tók þátt í sýningum. Svavar var list- og náttúruunn- andi, safnaði listmunum og stein- um. Hann gekk fjöll í leit að eðal- grjóti og átti mikið og glæsilegt steinasafn. Stærri hlutann af því gaf hann austur á Breiðdalsvík. Eftir að hann kynntist svila sín- um Björgólfi Jónssyni á Tungu- felli í Breiðdal dvaldist hann þar lengri eða skemmri tíma á hverju sumri og smitaði Björgólf svo af steinaáhuganum að hann safnaði líka steinum í vandað safn. Þeir áttu saman ófá spor um austfirsk fjöll. Útför Svavars fer fram frá Digraneskirkju í dag, 8. júlí 2016, klukkan 11. 1929. Dóttir þeirra er Margrét, f. 6. apríl 1965. Hún var gift Guðjóni Steingrími Birgissyni, tónlistar- kennara. Börn þeirra eru: Tumi Steingrímsson, f. 13. desember 1987, Ísak og Viktor Stein- grímssynir, f. 9. jan- úar 1993, og Emma Sóley Steingríms- dóttir, f. 7. mars 2001. Svavar ólst upp hjá móður sinni eftir skilnað foreldranna og var henni alla tíð mjög handgenginn. Hann var í skóla í Reykjavík á vet- urna, en var mörg sumur sem barn og unglingur í sveit hjá frændfólki sínu í Garpsdal við Gilsfjörð og átti þaðan mjög hlýj- ar endurminningar. Jafnframt hélt hann góðu sambandi við föð- ur sinn og stjúpu. Hann lauk prófi frá Kennaraskóla Íslands vorið Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Ég kem á eftir, kanske í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. Svo kvað skáldið Bólu-Hjálm- ar við lát vinar fyrir hálfri ann- arri öld. Nú á björtum og fögrum sum- ardegi kvaddi mágur minn og jafnaldri þetta jarðlíf. Ferðatím- inn er ef til vill við hæfi. Svavar var maður fegurðar, birtu og ís- lenskrar náttúru. Hans mestu yndisstundir voru að njóta úti- veru í íslenskum fjöllum og skoða náttúruna lifandi og dauða. Hann þekkti hvert blóm sem á vegi hans varð, hvern fugl sem framhjá flaug og einkenni og nafn hverrar steintegundar. Hann unni öllu lifandi, hann var natinn við allan gróður á lóðinni og kötturinn hans átti alltaf nægan mat við húsdyrnar, svo aðrir gátu notið veislunnar. Þegar ég var bóndi austur í Berufirði, gaf ég mér nokkrum sinnum tíma til að fara með þeim mágum mínum, Svavari og Björgólfi, í steinaleit. Þær ferðir voru mér ný upplifun þótt ég væri enginn steinasafnari eins og þeir. Það voru þrædd þröng gil og mjóar rákir í hamrabeltum. Svo var tekið upp nesti í grænni laut og talað saman á lægri nót- unum. Annað hefði spillt frið- semd og fegurð umhverfisins. Þótt við Svavar hefðum báðir haft kennslu að okkar aðalstarfi, lágu leiðir okkar aldrei saman á þeim vettvangi. Orðspor hans þaðan er mjög gott og ýmislegt hefur hann sýnt mér og sagt sem mér finnst staðfesta það. Utan hefðbundinna námsgreina kenndi hann nemendum sínum dans og myndlist og setti upp fjölda barnaleikrita. Hann gauk- aði að mér ýmsu efni sem hafði slegið í gegn hjá honum. Það kom sér vel þegar ég var að stjórna heimavistarskóla austur á landi. Vinátta okkar Svavars hélst alltaf þótt við litum margt í kringum okkur ólíkum augum, jafnvel svo ólíkum að það sem öðrum fannst svo einfaldar stað- Svavar Guðmundsson ✝ Hreinn Krist-jánsson fædd- ist 3. mars 1928 á Geir- bjarnarstöðum í Köldukinn. Hann lést 18. júní 2016. Foreldrar hans voru Helga Tryggvadóttir, f. 18. október 1900, d. 24. mars 1996, og Kristján Guðnason, f. 30. júlí 1891, d. 27. mars 1945. Systkini Hreins eru: a) Jón, f. 1924, d. 2015, bóndi í Fellshlíð í Eyjafirði. Kona hans var Guðrún Krist- jánsdóttir, f. 1923, d. 2012. b) Gerður, f. 1926, býr á Húsavík. Maður hennar var Jón Sig- urðsson, f. 1923, d. 2014. Tryggvi, f. 1936, húsasmiður í Reykjavík. Kona hans er Guð- rún Björk Guðmundsdóttir, f. 1940. Hreinn kvæntist Ernu Sigurgeirsdóttur 17. sept- ember 1955. Hún er fædd 15. desember 1934 á Arnstapa í Ljósavatnsskarði. Þau eign- uðust 6 börn: 1) Viðar, f. 3. nóvember 1956, bókmennta- fræðingur í Reykjavík. Kona hans er Anna Guðrún Júl- íusdóttir, f. 20. júní 1961, sér- fræðingur í kennslu innflytj- endabarna. Þau eiga fjögur bóndi á Hríshóli. Þau eiga fjögur börn. Hreinn átti heima á Geirbjarnarstöðum til fimm ára aldurs. Árið 1933 flutti fjölskyldan í Svartárkot í Bárðardal. Árið 1946, eftir lát föður hans, flutti fjölskyldan í Öxnafellskot í Eyjafjarð- arsveit. Nafninu var breytt í Fellshlíð og húsakostur byggður upp. Hreinn fór í bændaskólann á Hólum tvo vetur, 1948-1950. Hreinn og Jón bróðir hans bjuggu fé- lagsbúi í Fellshlíð til ársins 1961, að Hreinn og Erna keyptu jörðina Fjósakot, breyttu nafninu í Hríshól og byggðu upp stórbú. Árið 1981 hófu Sigurgeir og Bylgja félagsbúskap með þeim og ár- ið 1996 tóku þau við búinu. Hreinn starfaði þó við búið með Sigurgeiri og einnig hjá Ævari í Fellshlíð meðan heils- an leyfði. Hreinn sat í hrepps- nefnd og gegndi trún- aðarstörfum fyrir sveit sína. Hann var formaður Bún- aðarfélags Saurbæjarhrepps, formaður Fjárræktarfélagsins Freys í áratugi, og stofnfélagi í Lionsklúbbnum Vitaðsgjafa. Hreinn var bóndi af lífi og sál, fjármaður eins og þeir gerast bestir, með afbrigðum fjár- glöggur, hirðusamur með búfé og mikill ræktunar- og kyn- bótamaður. Kúabúið og fjárbúið voru jafnan með af- urðahæstu búum landsins. Útför Hreins fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 8. júlí 2016, klukkan 13.30. börn og tvö barna- börn. 2) Bergur, f. 31. desember 1957, d. 14. apríl 1958. 3) Sigurgeir Bjarni, f. 31. maí 1959, fram- kvæmdastjóri Bún- aðarsambands Eyjafjarðar, áður bóndi á Hríshóli. Kona hans er Bylgja Svein- björnsdóttir, f. 13. desember 1962, verslunarkona og kjóla- og klæðskerasveinn. Þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. 4) Kristján, f. 21. ágúst 1964, viðskiptafræðingur á Ak- ureyri. Kona hans er Anna Sigrún Rafnsdóttir, f. 19. mars 1968, kennari. Kristján á þrjú börn úr fyrri sambúð með Sigurveigu Kjartansdóttur, f. 22. janúar 1962, kennara. Anna Sigrún á þrjú börn úr fyrri sambúð. 5) Ævar, f. 22. maí 1966, bóndi í Fellshlíð. Kona hans er Elín Margrét Stefánsdóttir, f. 8. febrúar 1971, bóndi í Fellshlíð. Þau eiga þrjú börn og Elín á einn son eldri. 6) Helga Berglind, f. 1. júlí 1972, hársnyrtir, hjúkrunarfræðingur og bóndi á Hríshóli. Maður hennar er Guðmundur Óskarsson, f. 15. júní 1972, véliðnfræðingur og Í minningunni gerðum við pabbi allt saman. Hann bar mig á bakinu tveggja ára gamlan niður í gömlu fjárhúsin í Fells- hlíð. Við sáum einu sinni rottu skjótast inn í holu undir garð- anum og ég hélt hún hefði vængi. Við gáfum kindunum saman og fórum saman út í lækinn með djúpu holunni þar sem pabbi tók vatnið í brynn- ingarföturnar. Hann gaf mér goltótta gimb- ur, undan Svarkollu sem var undan annarri Svarkollu sem kom frá Sigtúnum við fjárskipt- in. Golta varð aldrei gæf, hvað sem við reyndum að spekja hana með rúgbrauði og fóður- blöndu. Hins vegar kom frá henni þokkalegt kyn, mislitt og holdskarpt. Að því kom að maður gat gert gagn, rogast með r-steina og holsteina til pabba þegar hann hlóð fjárhúsin og verk- færageymsluna, girt með hon- um fjallsgirðinguna, tekið upp kartöflur, mjólkað, heyjað, hirt féð og tínt óþrjótandi grjót úr flögum. Hríshólsland var skriðurunn- ið og erfitt til ræktunar. Í dag væri þetta kallað barnaþrælk- un. Mér er það dýrmæt minn- ing um horfinn heim. Það gat verið harðbýlt og fjármennskan örðug í Svartár- koti þar sem pabbi ólst upp. Hann varð því snemma vinnu- samur og naut starfa sinna. En þó að honum félli sjaldan verk úr hendi var hann aldrei vinnuharður við aðra. Hann gaf sér líka tíma fyrir börnin, smíð- aði handa mér forláta vörubíl og þegar ég örvænti yfir því sem mér gekk illa að smíða lauk hann verkinu fyrir mig. Hann skipti aldrei skapi og átti góð samskipti við alla nær og fjær, gamansamur og jafnvel smá- stríðinn. Alltaf voru mörg börn heima á sumrin. Eitt sinn vakti hann eitthvert barnið með því að láta kálf sjúga á því tærnar. Í annað skipti kom hann með heimalning inn í eldhús og gaf honum hafragraut eða hræring við mikinn fögnuð krakkanna. Löngum samverustundum fækkaði þegar ég fór utan til náms og hætti að vinna heima á sumrin. Þótt búskapur stæði pabba næst fannst honum sjálf- sagt að ég lærði það sem mér sýndist og hafði gaman af að heyra af ýmsu sem ég hef bjástrað við um dagana. Hann kunni að meta iðjusemi þó að hún væri við fræðabúskap. Pabbi las fróðleik og ætt- fræði sér til ánægju og hafði gaman af að ferðast, en ekki of mikið, því honum fór fljótt að leiðast iðjuleysið. Mesta ánægju hafði hann af ferðum um óbyggðir, einkum ef þær tengdust fjárleitum. Honum var það erfitt að finna kraftana þverra og enn verra þegar þungbær sjúkdómur truflaði út- sýni hugans. Þá vildi hann sinna fénu, hafði áhyggjur af hretum á afréttum og vildi dytta að ýmsu. Góðir bændur sem allt sitt eiga undir sól og regni bera umhyggju fyrir því sem lifir og grær. Pabbi hlúði að landinu, skepnunum og ekki síst okkur afkomendunum í ástríkri sam- vinnu við mömmu. Þau nutu þess saman að fylgjast með niðjum vaxa úr grasi og heyra af því sem við vorum að gera. Það glaðnaði yfir pabba síðast þegar ég heimsótti hann og sagði honum að ég væri að skrifa nýja bók. Að leiðarlokum er hægt að ylja sér við góðar minningar, í þakklæti til pabba og mömmu, fyrir að hafa hlúð að því besta sem í manni bjó. Við Hríshólsfjölskyldan þökkum kærlega fyrir þá hlýju umönnun sem pabbi fékk, í Kristnesi og Lögmannshlíð. Viðar Hreinsson. Elsku afi. Einskær góðmennska, dugn- aður, þrjóska og yfirvegun eru orð sem koma okkur í huga þegar við hugsum um þig. Því- lík forréttindi sem það eru að hafa fengið að alast upp í næsta húsi við ykkur ömmu, óteljandi minningar sem streyma um hugann. Fyrst og fremst er auðvitað einlægur áhugi þinn á búskapnum, og ekki sjaldan sem við systkinin skottuðumst með þér úti í haga eða fjósið. Og eftir að minnið fór að bresta, þá hafðir þú samt enn allt á hreinu varðandi ærnar og spurðir mikið út í þær. Yndislegur maður sem þú varst, elsku afi, alltaf rólegur sama hvað gekk á og skeyttir aldrei skapi. Heimakærari mann er líklega erfitt að finna, fórst ekki í bæjarferðir nema nauðsyn bæri. Takk fyrir allar góðu minningarnar og allan þann tíma sem við áttum með þér. Hvíl í friði, elsku besti afi. Elmar, Erna og Eydís. Elsku afi. Það er búið að vera skrítið síðasta eitt og hálfa árið þegar þú hefur ekki verið heima hjá ömmu. Það var alltaf svo gaman að spila við ykkur og nú segir amma að ég sé svo lík þér og vinni hana alltaf í rommí. Ég man eftir því þegar þú kenndir mér að læsa á klósett- inu. Ég man eftir því hvað þú varst alltaf duglegur að hugsa um dýrin og sérstaklega ung- ana, meira að segja þegar þú varst orðinn gamall og veikur. Þú varst líka alltaf svo duglegur að vinna í garðinum og gulræt- urnar þínar urðu alltaf svo stór- ar og góðar. Þú varst alltaf mjög hjálpsamur og góður. Þín afastelpa, Anna Hlín. Okkur langar að minnast í fá- einum orðum kærs bróður og frænda. Svo lengi sem við mun- um hafa Hreinn og Erna og börn þeirra verið mikilvægur hluti í lífi okkar. Ferðir okkar frá Húsavík til þeirra í Hríshól eru óteljandi og símtölin einnig. Heimsóknum þeirra til Húsa- víkur fjölgaði síðustu áratugina þegar bústörfum létti. Ófá skiptin var mæst á miðri leið – á Akureyri – til að heimsækja Gunnu og Nonna, svo Nonna eftir að Gunna kvaddi og svo nú allrasíðustu skiptin til að heim- sækja Hrein á hjúkrunarheim- ilið, hans endastöð. Dugnaður og verklagni Hreins er annáluð. Vinnusamari manneskju höfum við vart kynnst um ævina. Samhent og glaðsinna breyttu þau Erna kotinu Fjósakoti í stórbýlið Hríshól um miðja síðustu öld. Jörðin var ræktuð, fleiri jarðir keyptar, byggt og endurbyggt og mikið aðhafst sem við höfum lítið vit á. Fréttir af afrekum í mjólkurframleiðslu mátti reglu- lega heyra í útvarpi þegar nyt- hæsta kýrin það og það árið var frá Hríshóli. Svo voru fréttir af nýjungum í búskaparháttum – róbótafjós og fleira. Ekki er síður áhugaverð sag- an um það þegar Hreinn og Nonni bróðir hans hófu búskap í Eyjafirði með móður þeirra (ömmu okkar) og systkinum Gerði og Tryggva, þá kornungt fólk. Amma, nýorðin ekkja, flutti með börn sín fjögur úr Bárðardal og keypti Öxnafell- skot. Kotið var hrörlegt, ekki var akfært að bænum og bú- stofn lítill. Á örskammri stundu var risið stórt steinsteypt íbúð- arhús og nafni jarðarinnar breytt í Fellshlíð. Þarna voru engir kotbændur á ferð! Hreinn sagði okkur þessa sögu á ætt- armóti í Fellshlíð fyrir fáeinum árum. Það var auðheyrt að verkefnið var ærið og nýja sveitin framandi, en stoltið leyndi sér ekki. Við kveðjum kæran bróður og frænda og þökkum honum langa vegferð. Ernu, Viðari, Sigurgeiri, Kristjáni, Helgu og Ævari og þeirra fjölskyldum vottum við samúð okkar. Megi góðar minningar orna ykkur. Gerður, Helga, Sólveig og Sigrún og fjölskyldur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. Kveðjum með þessum orðum einstakan mann, mann sem var okkur sem afi þó svo orðið hafi aldrei verið notað. Teljum okk- ar einstaklega heppin að þekkja ekki annað en að vera hluti af Hreinn Kristjánsson HINSTA KVEÐJA Ég man þegar ég og langafi vorum að slá úti í garði. Langafi var alltaf duglegur úti í garði og ég var alltaf jafn duglegur að hjálpa. Hlynur Snær Elmarsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar Hjartkær frænka okkar, GUÐLAUG KARLSDÓTTIR, Laugarnesvegi 114, lést 2. júlí. Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 18. júlí klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Fyrir hönd aðstandenda, . Magnús Reynisson. Ástkær móðir mín, HELGA INGVARSDÓTTIR, Ægisíðu 84, Reykjavík, varð bráðkvödd 3. júlí á heimili mínu í Bretlandi. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, . Elvar Sigurgeirsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.