Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016 Frumsýningunni á sjöundu þátta- röðinni af Game of Thrones verð- ur frestað um óákveðinn tíma vegna veðurs. Fyrri þáttaraðir hafa fram til þessa verið frumsýndar á HBO í mars eða apríl, en þannig verður það ekki næsta vor. Und- ir lok sjöttu þáttaraðarinnar var boðað að vetur væri í nánd og það mun ganga eftir í sjöundu þátta- röðinni. „Sólríkt veðurfar þjónar ekki lengur hagsmunum okkar,“ hefur BBC eftir handritshöfundunum David Benioff og Dan Weiss. „Við höfum seinkað öllu til þess að geta fangað grátt vetrarveðrið á hinum ýmsu stöðum.“ Í fréttinni kemur fram að meðal tökustaða eru Ísland, Króatía og Spánn. Nýverið var upplýst að senni- lega yrðu aðeins framleiddar tvær þáttaraðir til viðbótar af Game of Thrones, en færri þættir verða í hverri röð, sem hingað til hafa ávallt talið tíu. „Enn liggur ekki ljóst fyrir hversu margir þættir verða í hverri röð, en þeim mun fækka sökum þess að tökur taka sífellt lengri tíma,“ segir Benioff. Fresta frumsýn- ingu vegna veðurs Ís Vetur konungur ræður ríkjum. AF TÓNLIST Hjalti St. Kristjánsson hjaltistef@mbl.is Það er alltaf snúið að verafyrsta band í setti. Sér-staklega ef settið er fyrsta dag tónlistarhátíðar, tölum nú ekki um ef tónlistarhátíðin er haldin 700 km frá meginbyggðarkjarna lands- ins, hvaðan flestir gestir koma. Með það í huga held ég að það hafi verið erfitt að vera grunnskólastrákur sem var að opna uppskeru- og árshátíð málmhausa landsins. Hljómsveitalisti kvöldsins Meistarar Dauðans opnuðu Eistnaflug þetta árið og ég vona, í ljósi þess að ég náði ekki, sökum eig- in heimsku, að sjá þá sjálfur, að þeim hafi verið vel tekið. Samkvæmt al- mannarómi stóðu þeir sig vel og þeir sem mættu tóku vel á móti þeim. Fyrsta hljómsveit sem ég náði að sjá var Celestine, þeir keyrðu áfram af hörku en voru sumir hverjir nokkuð inn í sig og útgeislunin var ekki mik- il. Tónlistin var þó góð. Útgeislunina vantaði þó ekki hjá næstu tveimur hljómsveitum, Churchhouse Creep- ers og Muck. Creepers eru afbragðs stoner-rokkband og spilagleðin er al- gjör. Hinsvegar fannst mér sándið ekki nógu þétt á þetta stóru sviði en þeir bættu upp fyrir það með góðum lagasmíðum og brjáluðu stuði. Þess má svo til gamans geta að Church- house Creepers stefna á vínil-útgáfu plötu sinnar, sem kom út rafrænt á vormánuðum, fyrir jól. Muck hef ég áður mært og mér finnst að allir ættu að prófa að fara á muck-tónleika til að upplifa brjál- æðið og „fuck all“-viðmótið. Þeir létu það ekki stoppa sig að annar gítarinn hætti að virka og keyrðu bara áfram á öllu hinu, með einum gítar. Næsti maður á svið var kannski það sem mönnum gæti þótt stinga hvað mest í stúf við afganginn en það gerði hann síður en svo. Magni Ásgeirsson mætti svellkaldur á sviðið og hreif salinn með sér sem enginn annar. Hann tók með sér landslið hljóðfæra- leikara og náði að rífa ferðaþreytt fólkið með sér í bestu rokkslagara síðustu áratuga, meira og minna öll lögin sem hann söng í Rockstar: Su- pernova. Þar á eftir kom atriðið sem í raun stakk í stúf. Sænska svart- málmshljómsveitin Marduk var án efa langþyngsta atriði kvöldsins sem annars myndi á mælikvarða Eistna- flugs teljast óttalegt léttmeti. Þar var hinsvegar algjör eðall og það er augljóst að það á ekkert að slá af á þessu flugi. Það á að keyra af fullum krafti og að sögn hátíðarhaldara er engin spurning um að Marduk hafi unnið Eistnaflug því aldrei áður hafa svo margir sótt tónleika á mið- vikudagskvöldi, hvað þá jafn „anti mainstream“ hljómsveit og þá. Þá var aftur vent í kross því næsta hljómsveit var Agent Fresco. Hún skilaði mjög þéttu giggi og augljóst að þeir eru í fantaformi, þrátt fyrir að Arnór, söngvari hljómsveit- arinnar, hafi að eigin sögn verið að kljást við „örlitla lungnabólgu“. Í það minnsta tóku þessir tónleikar Agent Fresco öðrum tónleikum þeirra sem undirritaður hefur séð fram. Salur- inn var smekkfullur og áhorfendur virtust skemmta sér konunglega. Úlfur Úlfur voru að eigin sögn „wild card“ kvöldsins og því miður virtust þeir hafa dregið jókerinn. Svo virtist sem málmhausarnir hafi ekki verið tilbúnir að opna augu sín fyrir rapp- inu að þessu sinni. Hvort það var vegna þess að fólk var þreytt eða það fílaði ekki tónlistina veit ég ekki en í það minnsta var slæleg mæting. Úlf- arnir voru kraftmikilir og reyndu hvað þeir gátu að draga sem flesta á gólfið en það var allt fyrir ekkert. Það var hálftómur salur en þeir sem voru á svæðinu skemmtu sé þó vel. Allur aðbúnaður betri Á hátíðinni er allur aðbúnaður hinn besti og augljóst að það sem af- laga fór í fyrra hefur verið lagfært, varningssala hljómsveita hefur feng- ið góðan stað inni í tónleikasalnum, er það vel. Það má nefnilega ekki gleyma því að það að vera í hljóm- sveit er dýrt og oftast illa launað. Eistnaflug fer vel af stað þetta ár- ið og undirritaður er satt best að segja mjög spenntur fyrir framhald- inu. Sprengistjarnan slær aftur í gegn Meistaralegir Drengjasveitin Meistarar Dauðans opnaði Eistnaflug núna. Harðir Sænska svartmálmssveitin Marduk dró metfjölda fólks á tónleika. Morgunblaðið/Elín Arnórsdóttir Stuðboltar Churchhouse Creepers keyrði af miklum móð og fækkaði fötum á sviði íþróttahússins í Neskaupstað við fögnuð áhorfenda og heyrenda. Látið okkur sjá um þvottinn fyrir heimilið Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • Sími 553 1380 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Takið frí frá þvottahúsinu í sumar MIKE AND DAVE 5:50, 8, 10:10 INDEPENDENCE DAY 2 5, 8, 10:30 LEITIN AÐ DÓRU ÍSL.TAL 3:50, 5:50 CENTRAL INTELLIGENCE 10:30 WARCRAFT 2D 8 ANGRY BIRDS ÍSL.TAL 3:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 3:50 TILBOÐ KL 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.