Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Rannsóknir vísindamanna á framrás kvikugangsins frá Bárðarbungu sem endaði með eldgosinu í Holuhrauni hafa vakið mikla athygli á sumarsýn- ingu The Royal Society (royal- society.org) í London. The Royal Society er vísinda- akademía þar sem margir fremstu vísindamenn heims eiga sæti. Þykir það mikill heiður að vera valinn til þátttöku í sýningum The Royal So- ciety og er hörð samkeppni um að fá þar inni. Sýningin hófst 4. júlí og stendur fram á sunnudag. Þorbjörg Ágústsdóttir, doktors- nemi í jarðeðlisfræði við Cambridge- háskóla og skylmingameistari, er í rannsóknarhópnum University of Cambridge Volcano Seismology Group (eldfjalla-jarðskjálfta- fræðihópi Cambridge-háskóla) sem er með einn af 22 básum á sýning- unni. Bob White prófessor leiðir hópinn sem er í forystu í rann- sóknum á jarðskjálftafræði eldfjalla og hefur unnið viðamiklar rann- sóknir á íslenskum eldfjöllum. Hóp- urinn rekur m.a. stórt net jarð- skjálftamæla á nyrðra gosbeltinu og umhverfis Vatnajökul og á honum í samstarfi við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, Veðurstofu Íslands og Vatnajökulsþjóðgarð. „Sýningin hefur fengið ótrúlega góð viðbrögð,“ sagði Þorbjörg. Hún sagði að búist væri við 12-15 þúsund gestum á sýninguna. Aðgangur er ókeypis. Á meðal gesta eru stórir hópar skólanema, áhugafólk um vís- indi, félagar í vísindaakademíunni og aðrir vísindamenn, stjórnmálamenn, ráðherrar og kóngafólk. Eldfjallahópurinn útbjó m.a. gagnvirkt líkan sem sýnir hvernig kvika ferðast neðanjarðar þar til hún brýst upp á yfirborðið. Einnig er tól (http://holuhraun- lavaflowextent.co.uk/main- page.html) þar sem hægt er að leggja Holuhraun hið nýja yfir hina ýmsu staði á jörðinni til að gefa hug- mynd um stærð þess. Auk þess geta gestir sýningar- innar sjálfir valdið jarðskjálfta og prentað hann út auk þess að reyna færni sína í nákvæmri staðsetningu jarðskjálfta. Þorbjörg sagði að al- menningur í Bretlandi hefði ekki sömu innsýn í jarðfræði og íbúar eldfjallaeyjarinnar Íslands. Holuhraunsgosið á virtri vísindasýningu  Vekur athygli á sumarsýningu The Royal Society Ljósmynd/Jenny Woods Doktorsnemi og skylmingameistari Ferill Þorbjargar Ágústsdóttur hefur verið notaður í Bretlandi til að hvetja stúlkur til náms í raunvísindum. Vertu upplýstur! blattafram.is FELST AÐGERÐALEYSI ÞITT Í AÐ SAMÞYKKJA KYNFERÐISOFBELDI? GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND utilif. is Á R N A S Y N IR Kíkið á verðin eftir tollalækkun Æfingapeysa, hálfrennd 6.990 kr. íþróttafatnaður stærðir 36-46 Bæjarlind 6, sími 554 7030 | Við erum á facebook ÚTSALA 40-50% afsláttur GERRYWEBER – TAIFUN – BETTY BARCLAY STÓRÚTSALA HAFIN 30–40% AFSL. Laugavegi 63 • S: 551 4422 Hálendisvegir víðs vegar um landið hafa verið opnaðir hver á fætur öðrum og þykir það heldur snemmt ef horft er til fyrri ára. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Einn þessara vega er Jökulháls- vegur austan við Snæfellsjökul. Þar var töluverður snjór og þurfti að hafa fyrir því að komast í gegnum snjóskaflana, sem er ekki óalgengt. Guðjón H. Björnsson frá þjónustu- stöðinni í Ólafsvík var á staðnum og festi aðgerðirnar á filmu. Ljósmynd/Guðjón H. Björnsson Snjóþungi Mikill snjór var á Jökulhálsvegi við Snæfellsjökul þegar hann var opnaður. Jökulhálsvegur nú opinn fyrir umferð mbl.is alltaf - allstaðar Tékknesk flugsveit er væntanleg til landsins til að sinna loftrýmisgæslu. Samkvæmt svari utanríkisráðu- neytisins til Morgunblaðsins hefur loftrýmisgæslu hér við land verið sinnt af alls níu þjóðum frá 2008; Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, Noregi, Þýskalandi, Frakklandi, Portúgal, Tékklandi og Ítalíu, og hefur viðvera sveitanna hér á landi verið u.þ.b. 3-4 mánuðir á ári á þessu átta ára tímabili. Tékkneska flug- sveitin telur 60-70 liðsmenn og kem- ur með fimm Saab 39 Gripen-orr- ustuþotur. Gripen-þotan er framleidd í Svíþjóð og er afar sam- bærileg bandarísku F-16 orrustu- þotunni en þó eilítið léttari og ódýr- ari í rekstri. Vélin er búin einni vélfallbyssu og átta vængfestingum fyrir sprengjur og eldflaugar. Æfingaflug og fyrirflug Samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu hefur flug- sveitin tvíþætt hlutverk; annars veg- ar æfingaflug og eftirlit og hins veg- ar fyrirflug þegar ókunnar flugvélar fljúga upp að Íslandi án þess að senda frá sér ratsjármerki. Tilgang- ur fyrirflugs er að auðkenna þessar ókunnu flugvélar, staðsetja þær og fljúga með þeim þannig að flugum- ferðarstjórn á svæðinu sjái hvar flugvélarnar eru á hverjum tíma. Þannig má koma í veg fyrir hugsan- leg slys sem orðið geta af flugi ókunnra flugvéla sem fljúga án rat- sjármerkis í svipuðum flughæðum og almennt farþegaflug umhverfis Ísland. Vopnuð gæsla Samkvæmt kröfu Atlantshafs- bandalagsins eru vélar bandalagsins sem stunda loftrýmisgæslu og fara í fyrirflug í veg fyrir ókunnar flugvél- ar vopnaðar til sjálfsvarnar. Ef um æfingaflug er að ræða eru þær að öllu jöfnu ekki vopnaðar og rétt að taka það fram að flest flug véla bandalagsins hér við land Ísland eru æfingaflug. Tékkneskar sveitir hafa í tvígang komið til loftrýmisgæslu á Íslandi og höfðu þá vopn til sjálfs- varnar. elvar@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Viðbúnir Flugsveitir Atlantshafsbandalagsins dvelja að meðaltali 3-4 mán- uði á ári hér á landi við æfingar, eftirlit og fyrirflug við ókunnugar vélar. Tékknesk flug- sveit væntanleg  Kemur með fimm Saab Gripen-þotur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.