Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Foreldrahópur gigtveikra barna blés í gær til ár- legrar sumarhátíðar á Barnaspítala Hringsins við góðar undirtektir. Hátíðin er fyrir öll börn sem eru á spítalanum, fjölskyldur þeirra og starfsfólk. Skoppa og Skrítla hleyptu hátíðinni af stað og léttu lund allra viðstaddra en á meðan grillaði Hamborgarafabrikkan bragðgóða ham- borgara fyrir mannskapinn. Börnin fengu svo að lokum ís til að kæla sig niður í sólinni. Gerðu sér glaðan dag á Barnaspítalanum Morgunblaðið/Þórður Foreldrahópur gigtveikra barna stóð að sumarhátíð á Barnaspítala Hringsins Elvar Ingimundarson elvar@mbl.is „Mér finnst þetta sorglegt, svona er ekki hægt að líða,“ segir Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður um niðurstöðu aðalfundar Vinnslu- stöðvarinnar hf. sem haldinn var á miðvikudaginn. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins spruttu upp miklar deilur á fundinum þegar kjósa átti stjórnar- menn í aðalstjórn og varastjórn. Var atkvæðaseðlum dreift til fundar- manna og hafði hver maður atkvæði í samræmi við eign sína í félaginu. Deilur hófust eftir talningu Þegar talningu var lokið kom í ljós að tvær konur og tveir karlar voru komin í aðalstjórn en tveir menn voru jafnir um fimmta sætið. Einnig kom í ljós að einn atkvæðaseðill hafði ekki skilað sér í kjörkassa. Hófust þá deil- ur um það hvort kasta ætti hlutkesti um það hver yrði fimmti maður í stjórn eða hvort hluthafafundur ætti að ákveða það. Var fundarstjóri þá kallaður til að kveða upp úr um það en ákvað hann þess í stað að ógilda kosn- inguna þegar ljóst varð að einn at- kvæðaseðill hafði ekki skilað sér til talningar. Ákvað að ógilda kosninguna „Það sem kom upp var að afhentir atkvæðaseðlar og greidd atkvæði stemmdu ekki. Það kom síðan í ljós að einn hluthafi sem hafði greitt atkvæði hafði ekki skilað því í kjörkassa. Ég úrskurðaði því að endurtaka þyrfti at- kvæðagreiðsluna og útbúnir voru nýir kjörseðlar. Ástæðan fyrir því að ég úrskurðaði í þessa veru er að það er mjög mikilvægt að úrslit kosninga endurspegli vilja hluthafanna og við talningu kom í ljós að einn hluthafi hafði greitt atkvæði en ekki sett það í kassann,“ segir Arnar Sigurmunds- son fundarstjóri. Ósáttir við ákvörðun fundarstjóra Guðmundur Kristjánsson, einn eig- enda Stillu ehf. sem á um fjórðungs- hlut í Vinnslustöðinni hf., er ekki sátt- ur við þá ákvörðun fundarstjóra að ógilda kosninguna, en ógildingin olli því að hann datt úr stjórninni. „Þarna var brotið á grundvallar- reglu lýðræðisins, þú getur ekki ógilt kosningu af því að þér líkar ekki niðurstaðan,“ segir Guðmundur. Hann segir virðast sem einhverjir hluthafar hafi ekki kosið í kosningu til stjórnar. Þá hafi verið gengið á þá og þeir spurðir hvort þeir hefðu ekki greitt atkvæði. Talningu hafi þá verið lokið og ekki ástæða til ógildingar. Hart deilt um niðurstöðu kosninga  Deilur komu upp á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum  Ósætti um ógildingu stjórnarkosninga  Sumir hluthafar afar óánægðir  Fundarstjóri segir fundinn hafa verið rólegan Ljósm/Skúli Már Gunnarsson Átök Deilur urðu á aðalfundi Vinnslustöðvarinanr hf. í Vestmannaeyjum. Samkeppniseftirlitið hefur lagt 480 milljóna króna stjórnvaldssekt á Mjólkursamsöluna vegna alvar- legra brota á samkeppnislögum. Í ákvörðun eftirlitsins kemur fram að MS hafi misnotað markaðs- ráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. Á sama tíma fékk MS sjálft og tengdir aðilar þetta hráefni á mun lægra verði og að auki undir kostnaðarverði. Mjólkurbúið kærði MS til Sam- keppniseftirlitsins árið 2013 eftir að það varð þess áskynja að keppi- nautur þess, Mjólka, greiddi um- talsvert lægra verð fyrir hrámjólk. Samkeppniseftirlitið hafði áður úrskurðað í málinu en áfrýjunar- nefnd samkeppnismála sendi það til baka til eftirlitsins til úrskurðar þar sem MS hafði lagt ný gögn fyrir nefndina. Í úrskurði sínum segir Samkeppniseftirlitið að skýr- ingar hafi verið bæði á reiki og rangar. „Munum leita réttar okkar“ „Við teljum sem fyrr að þessi úrskurður byggi á röngum skiln- ingi samkeppnislaga og búvöru- laga og fái ekki staðist. En nú fá æðri stjórnvöld að úrskurða um það þegar þessu verður áfrýjað til áfrýjunarnefndar,“ sagði Ari Ed- wald, forstjóri MS, í samtali við mbl.is í gær. „Við munum ekki una þessum úrskurði.“ Ólafur M. Magnússon, fram- kvæmdastjóri mjólkurbúsins Kú, segist sleginn yfir því hversu þræl- skipulögð markaðsmisnotkun Mjólkursamsölunnar hefur verið. „Það er alveg ljóst að við mun- um leita réttar okkar. Þeir hafa valdið okkur mjög miklum skaða,“ segir Ólafur. MS hafi misnotað stöðu sína Morgunblaðið/Kristinn Stjórnvaldssekt Mjólkursamsalan misnotaði markaðsráðandi stöðu.  Samkeppniseftir- litið sektar MS um 480 milljónir Ökumaður bifhjóls sem lenti í árekstri við vörubifreið með festi- vagn í gærmorgun lést í gær. Þetta kom fram í tilkynningu frá lög- reglustjóranum á Suðurnesjum. Tilkynnt var um umferðarslys á mótum Reykjanesbrautar og Hafnarvegar í Reykjanesbæ til lög- reglu klukkan 7.09 í gærmorgun. Ökumaðurinn bifhjólsins, karl- maður á fertugsaldri, var úrskurð- aður látinn á vettvangi. Ekki er unnt að birta nafn hans að svo stöddu. Ekki urðu slys á ökumanni og far- þega í vörubifreiðinni. Lögreglan á Suðurnesjum vinnur að rannsókn á tildrögum slyssins með aðstoð tæknideildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Ökumaður bifhjóls lést í árekstri  Ekki urðu slys á ökumanni vörubílsins Slys Áreksturinn átti sér stað í gær. Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin. Graflaxinn okkar hlaut 1. verðlaun! Grafinn með einstakri kryddblöndu hefur þú smakkað hann? 2 0 1 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.