Morgunblaðið - 08.07.2016, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 08.07.2016, Qupperneq 13
DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016 Morgunblaðið/Eggert Undibúningur Guðfinnur Sveinsson og Kristín Sveinsdóttir halda sína aðra tónleika í Hannesarholti á laugardag. Þau munu syngja sín uppáhaldslög og -aríur, ásamt því að frumflytja dúett eftir sænska tónskáldið Petter Ekman. ennþá mjög langt í land með að eiga séns í hana, en mér fannst mjög gaman að fá tækifæri til að syngja með henni. Svo er líka gaman að syngja sjálfur, mér fannst ég passa vel inn í þetta. Ég fékk líka mjög góða leiðsögn. Þegar ég byrjaði í kórnum sat ég við hliðina á Andra Birni Róbertssyni og Oddi Arnþóri Jónssyni. Ef ég var eitthvað óviss um hvaða tón ég átti að syngja þá var ég með þessar tvær vonar- stjörnur við hlið mér, þeir komu mér vel af stað,“ segir Guðfinnur. Þess má geta að bæði Andri Björn og Oddur eru nú á mála hjá stórum óperuhúsum í Evrópu. Ólýsanleg ást á tónlistinni Kristín og Guðfinnur eru afar þakklát því tónlistarstarfi sem þau kynntust í Langholtskirkju. „Að vinna með Jóni Stefánssyni, sem var svo ótrúlega metnaðarfullur og vann starfið sitt 150%, gefur manni svo mikið. Það er ómetanlegt að hafa fengið að læra öll þessi stóru kór- verk og messur frá unga aldri og kynnast allri þessari klassísku tón- list og læra að elska hana. Að syngja í kór er alveg einstakt sam- félag og vinátta en það er líka gam- an að skapa fallega tónlist saman,“ segir Kristín. Greinilegt er að kóra- starfið hefur mótað líf hennar nán- ast alla tíð. „Fyrir mér var aldrei spurning um að hætta. Um leið og ég byrjaði að syngja í kirkjunni varð hún mitt annað heimili. Þarna eign- aðist ég mínar bestu vinkonur. Þeg- ar ég var orðin tvítug og það var komið að því að ákveða hvað ég ætl- aði að gera við líf mitt þá var aldrei möguleiki fyrir mig að hætta. Ástina á tónlistinni er ekki hægt að taka frá manni.“ „Það sem Jóni tókst alltaf að gera í kórunum var að hafa metn- aðinn alveg 100% en á sama tíma að taka hlutunum ekki of alvarlega. Hann var alltaf glaður og jákvæður og þannig verður hann líklega að stærri fyrirmyndum fyrir alla þá sem fengu að kynnast honum. Ólöf og Jónsi eiga ekki getin börn en þau eiga tugi og hundruð barna úr kóra- samfélaginu í Langholtskirkju,“ segir Guðfinnur. „Þó að maður byrj- aði ungur að syngja hafði maður alltaf á tilfinningunni að maður hefði getu til að gera góða tónlist. Jónsi bar svo mikla virðingu fyrir krökk- um sem tónlistarmönnum og hafði trú á okkur,“ segir Kristín. Jón lést í apríl síðastliðnum eftir stutt veik- indi. Söknuður en þakklæti um góð- an mann skín í gegn hjá systk- inunum. Raulið fór í taugarnar á stóra bróður En hefur systkinasambandið alltaf verið svona náið og dásam- legt? „Við vorum ekki vinir fyrst. Guðfinnur byrjaði mjög snemma að stela snuddunni minni og fjögurra vikna gafst ég upp og hætti að nota snuð,“ segir Kristín og hlær. „Ég myndi lýsa því þannig að við vorum oft óvinir. Þegar við bjuggum í Glaðheimum, þegar ég var 5-15 ára, vorum við oft að rífast í stofunni heima og ég endaði rifrildið oftast á að henda Kristínu í sófann sem end- aði í gráti,“ segir Guðfinnur. Þau hafi þó þroskast, en klassískar systkinaerjur hafa sett svip á sam- band þeirra. „Þegar ég var ungling- ur og Kristín var að syngja mikið í kórunum var hún alltaf að raula, eins og ég geri sjálfur í dag. En þarna var ég á einhverju gelgju- skeiði og var mjög pirraður á þessu. Sem betur fer slípaðist gelgjan af mér áður en Kristín einbeitti sér al- farið að söngnum,“ segir Guðfinnur. „Við höfum þroskast saman frekar en sitt í hvora áttina, sem betur fer,“ segir Kristín. Á stóra sviðinu í Scala Óhætt er að fullyrða að líf Kristínar snúi nánast alfarið um söng þessa stundina. Eftir að hún lauk burtfararprófi frá Söngskól- anum vorið 2014 flutti hún til Vínar þar sem hún er í framhaldsnámi í klassískum söng. „Á lokatónleikum bekkjarins vorið 2015 var útsendari frá Scala óperuhúsinu á meðal gesta. Hann var að leita að söngv- urum fyrir uppsetningu á Töfra- flautunni í Scala fyrir haustið 2016. Þetta hófst með einum tölvupósti sem breyttist svo í áheyrnarprufu í Vín og svo annarri áheyrnarprufu í Mílanó og þetta vatt upp á sig, en var mjög óraunverulegt til að byrja með. Mér leið eins og ég væri í bíó- mynd og þorði ekki alveg að trúa þessu í fyrstu,“ segir Kristín. Allt ferlið var hins vegar raun- verulegt og fékk Kristín hlutverk annarrar dömu í Töfraflautunni. Hún er þar með fyrsta íslenska kon- an til að fá hlutverk í óperuhúsinu í Scala. „En til þess að syngja hlut- verkið vildu þau fá mig á reynslu hjá Óperuakademíunni í Scala í eitt ár. Það er búið að vera ótrúlega spennandi og góð reynsla og ævin- týri líkast. Ég er búin að fá að læra ítölsku sem er æðislegt og búin að kynnast fullt af gömlum kempum úr Scala-óperunni þar sem flestir pró- fessorarnir eru fyrrverandi óperu- stjörnur, til dæmis gamlar næt- urdrottningar og Rigoletto-ar.“ „Og svo ertu að syngja með núverandi kempum,“ skýtur Guðfinnur inn í. „Já, okkur í akademíunni er oft boð- ið að syngja lítil hlutverk í óperu- uppfærslum þar sem við komum kannski inn á sviðið í 2-5 mínútur, syngjum og förum aftur út. Ég fékk til dæmis að syngja sendisvein í Rigoletto í janúar með Leo Nuzzi sem er núverandi kempa. Þetta er ótrúlega dýrmæt reynsla að fá að syngja á svona stóru sviði án þess að pressan sé of mikil.“ Kristín er nú stödd heima í stuttu fríi áður en lokaæfingar á Töfraflautunni fara á fullt um miðj- an mánðinn. „Þetta er stærsta hlut- verkið sem ég hef sungið hingað til. Þetta er búið að vera langt og skemmtilegt ferli og gaman að vinna með leikstjóranum, Peter Stein. Þessi uppfærsla er hans hug- arfóstur og um nýja uppsetningu er að ræða. Hann vildi vinna með ung- um söngvurum, meðal annars til að fá ferska huga inn sem eru tilbúnir til að prófa nýja hluti. Svo er hann að taka upprunalegu nóturnar frá Mozart og fer eftir öllum litlum at- hugasemdum frá honum, til dæmis varðandi sviðsetningu.“ Guðfinn langar að einbeita sér að söngnum og stefnir á frekara söngnám í Danmörku í haust. Hann hefur verið gítar- og hljómborðs- leikari hljómsveitarinnar For a Mi- nor Reflection frá því hann tók þátt í að stofna sveitina árið 2005. „Hljómsveitin er komin í pásu og ég er búin að leggja drauminn um að verða einleikari á píanó á hilluna, en planið er að gefa söngnum meiri séns. Ég er búinn að læra hjá Ólöfu Kolbrúnu og kláraði framhaldspróf í vor, kannski á of miklu spani, Ólöf hefði líklega viljað að ég gerði þetta aðeins hægar. Draumurinn er auð- vitað að elta Kristínu og fá að vera með henni á stóra sviðinu einn dag- inn.“ Frumflutningur í Hannesarholti Systkinin munu stíga á svið í Hannesarholti á laugardaginn klukkan 16 þar sem þau ætla að flytja sín uppáhaldsverk. Einnig munu þau frumflytja nýtt tónverk. „Við erum mjög spennt að hafa fengið Petter Ekman, ungt sænskt tónkáld, til að semja lag við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur, Fimm börn, fyrir okkur,“ segir Kristín, sem kynntist Petter í Mílanó, þar sem hann nam tónsmíðar við Kons- ervatóríum G. Verdi. Áður hefur hann lært í Gautaborg og undir leið- sögn Atla Ingólfssonar við Listahá- skóla Íslands. Nú starfar hann hjá stórri tónlistarútgáfu í Mílanó. „Þetta er að verða að hefð, að frumflytja ný verk eftir ung tón- skáld við ljóð íslenskra kvenna. Halldór Smárason samdi verk fyrir okkur í fyrra við ljóð Steinunnar Finnbogadóttur,“ segir Kristín. „Við erum með tíu ára plan í gangi,“ seg- ir Guðfinnur og Kristín tekur undir. „Eftir tíu ár langar okkur að gefa út nótnabók með tíu nýjum dúettum eftir ung tónskáld.“ Á laugardaginn langar þau að skapa huggulega síðdegisstemningu í Hannesarholti. „Eftir tíu ár verð- um við svo í Eldborg, vonandi,“ seg- ir Guðfinnur. Í millitíðinni er alla- vega ljóst að Kristín mun stíga á stóra sviðið í Scala og ljúka söng- námi í Vín. Guðfinnur mun halda áfram að elta söngdrauminn um Evrópu. Sama hvað framtíðin ber í skauti sér verður áhugavert að fylgjast með þessum söngelsku og samstiga systkinum. Kristín hóf nám í Óperuakademí- unni í Scala síðastliðið haust og hefur Guðfinnur staðið þétt við bakið á systur sinni í öllu ferlinu, en hann tók til dæmis á móti henni í Mílanó þegar hún flutti þangað frá Vínarborg. „Hann kom meira að segja degi á undan mér og var búinn að skanna borgina fyrir mig. Ég var svo stressuð, þetta var allt svo nýtt fyrir mér og svo átti ég að byrja strax á að leika í einhverri barna- sýningu, og það var svo yndis- legt að hafa Guðfinn sem var bú- inn að finna gistingu og öll bestu kaffihúsin. Við áttum alveg yndislega viku saman,“ segir Kristín. Hún fer með hlutverk annarrar dömu í Töfraflautunni sem verð- ur frumsýnd 2. september á stóra sviðinu í Scala og er öll fjölskyldan og ótal vinir búnir að tryggja sér miða. „Ég er orðin fræg í Scala vegna þess að ég bað um 54 miða á frumsýning- una, en það hefur líklega enginn beðið um jafnmarga miða,“ segir Kristín og hlær. Þar á meðal eru rúmlega 20 kórsystur hennar í dömukórnum Graduale Nobili sem geta ef- laust ekki beðið eftir að sjá söngsystur sína á sviðinu. Orðin fræg í La Scala HÖFÐINGLEGAR MÓTTÖKUR Á góðri stund í Mílanó. „Við höfum þrosk- ast saman frekar en sitt í hvora áttina, sem betur fer.“ Í fullum skrúða Dömurnar þrjár eftir sýningu á Töfraflautunni fyrir börn á Scala í nóvember. Frumsýning á Töfraflautunni í fullri lengd verður í haust. Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is M.BENZ C 220d AVANTGARDE nýskr. 09/2015, ekinn 8 Þ.km, 170 hö diesel, sjálfskiptur (7 gíra). Íslenskt leiðsögukerfi, led ljós framan og aftan ofl. Bíllinn er eins og nýr! Tilboðsverð 7.390.000 kr. Raðnr. 255217Mjög vel útbúinn, stórglæsilegur bíll! Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.