Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 27
gekk í Rotaryhreyfinguna árið 2002, hefur starfað í Rot- aryklúbbnum Rotary Breiðholt, sat þar í stjórn sem gjaldkeri, hefur setið í nefnd Útflutningsráðs Fé- lags íslenskra stórkaupmanna, var formaður þess um skeið, sat í stjórn hóps æðardúnsútflytjenda hjá FÍS og var fyrsti formaður þess og hefur átt sæti í stjórn nokkurra fyrirtækja. Hann var einn aðalhvatamanna að stofnun Íslensks-kínversks viðskiptaráðs sem stofnað var 1997, var formað- ur þess fyrstu sex árin og var val- inn fyrsti heiðursfélagi ráðsins í fyrra. Sigtryggur hefur sinnt trún- aðarstörfum fyrir Félag blindra og sjónskertra á Íslandi, hefur setið í stjórn félagsins og í stjórn Blindrabókasafnsins og var for- maður þess um skeið, auk þess sem hann sat í stjórn Blindra- vinnustofunnar og var formaður þar um tíma. Þá hefur hann setið í stjórn Átthagafélags Grunnvíkinga í Reykjavík og hefur verið ræðis- maður Slóveníu frá 2001. Sig- tryggur var sæmdur gullmerki FÍS árið 2001. Fjölskylda Sigtryggur kvæntist 19.9. 1968 Þorbjörgu Guðmundsdóttur, f. 7.1. 1942, skrifstofumanni. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Kristjánsson, f. 21.11. 1909, d. 29.3. 1998, skipamiðlari, af Deild- artunguætt, og Gróa Ólafsdóttir, f. 5.7. 1916, d. 31.10. 2007, húsfreyja, af Fremri-Hálsætt. Börn Sigtryggs og Þorbjargar eru Fjóla Guðrún, f. 22.8. 1969, doktor í verkfræði og dósent við NTNU í Þrándheimi, en maður hennar er Eggert V. Valmund- arson, verkfræðingur hjá Verkís, og eru börn þeirra Þorbjörg Gróa og Valmundur Rósmar; Magnús Rósmar, f. 6.3. 1972, flugstjóri hjá Icelandair en fyrrverandi kona hans er Helena Gylfadóttir leik- skólakennari og eru dætur þeirra Margrét Rósa og Ásta Halldóra, en núverandi sambýliskona Magn- úsar er Maria Mazzucato og eiga þau dótturina Isabellu Mariu; Guð- mundur Rósmar, f. 14.11. 1974, viðskiptafræðingur en kona hans er Brynja Stefanie Swan, lögfræð- ingur hjá Samkeppnisstofnun, og eru börn þeirra Þorbjörg og Edw- ard Dagur. Systur Sigtryggs eru Þórey, f. 13.8. 1943, sálfræðingur, uppeldis- og sérkennslufræðingur, talmeinafræðingur og listamaður, og Hildur Guðrún, f. 12.4. 1948, bókasafnsfræðingur. Foreldrar Sigtryggs: Eyþór Magnús Bæringsson, f. 15.6. 1916, d. 2.9. 1972, kaupmaður, og k.h., Fjóla Jósefsdóttir, f. 14.6. 1920, d. 16.10. 2012, húsfreyja. Úr frændgarði Sigtryggs Rósmars Eyþórssonar Sigtryggur Rósmar Eyþórsson Steinunn J. Björnsdóttir húsfr. í Dunhagakoti Einar Sigvaldason b. í Dunhagakoti í Hörgárdal Guðrún Einarsdóttir húsfr. í Grímsey og á Dalvík Jósef Þorsteinsson sjóm. og b. í Grímsey á Dalvík Fjóla Jósefsdóttir húsfr. í Rvík Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfr. á Sveinsstöðum Þorsteinn Vigfússon b. á Sveinsstöðum í Skíðadal Torfi Björnsson b. í Asparvík. Björn Björnsson verslunarm. á Hólmavík Þórður Björnsson sjóm. og bílstj. í Keflavík Gunnar Þórðarson tónskáld og gítar- leikari Torfhildur Torfadóttir á Ísafirði sem varð 107 ára Hulda Daníelsdóttir iðnverkak. Indíana Einarsdóttir húsfr. við Eyjafjörð Jóhanna Sigurjónsdóttir húsfr. á Akureyri Rósa Antonsdóttir iðnverkak. á Akureyri Þóroddur Hjaltalín milliríkja- dómari í knattspyrnu Helga Jósefsdóttir húsfr. í Rvík Ólafur Bjarki Ragnarsson starfsm. hjá Skeljungi Ragnar Ólafsson Íslandsm. í golfi og landsliðsein- valdur í golfi Guðmunda Bæringsdóttir húsfr. á Ísafirði Daníel Gunnarsson skipstj. á norskum fiskiskipum Guðjón Björnsson vinnum. í Hlíð í Strandasýslu, af Kollafjarðarnesætt Sigríður Guðjónsdóttir iðnverkak. á Ísafirði og í Rvík Bæring M.S. Bæringsson sjóm. í Furufirði Eyþór Magnús Bæringsson kaupm. í Rvík Halldóra F. Gísladóttir húsfr. í Furufirði Bæring Bæringsson b. í Furufirði Jónína G. Bogadóttir vinnuk. Í Eyjum í Strandasýslu Arnór Sigurðsson skipstj. á Ísafirði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu Arnór Gunnarsson handbolta- kempa Gunnar Arnórsson skipstj. á Ísafirði Jóhanna Arnórsdóttir húsfr. í Eyjafirði ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016 Ásmundur frá Skúfsstöðumfæddist á Skúfsstöðum íHjaltadal 8.7. 1899. For- eldrar hans voru Jón Sigurðsson, bóndi og sýslunefndarmaður á Skúfsstöðum, og k.h., Guðrún Þor- steinsdóttir húsfreyja. Ásmundur kvæntist 1938 Irmu Weile, danskri óperusöngkonu af pólskum og þýskum ættum. Ásmundur ólst upp á Skúfsstöðum og hlaut góða heimamenntun. Hann varð snemma vel lesinn í íslenskum bókmenntum, ljóðum og sögum, fór ungur til Reykjavíkur og gerðist starfsmaður danska sendiráðsins þar, fékkst við verslunarstörf og var viðriðinn blaðamennsku um skeið, gaf t.d. út blaðið Neista á Siglufirði 1919 og auglýsingablað í Reykjavík. Ásmundur dvaldi lengi erlendis, mest í Danmörku og Þýskalandi, en eftir stríð fluttu þau Irma til Reykja- vikur og áttu þar heima, síðast við Lindargötuna. Ásmundur var skáldmæltur og komu út eftir hann þrjár ljóðabæk- ur, Haföldur 1922, Skýjafar 1936, og ljóðaflokkur um Hóla í Hjaltadal, 1932. Að öðru leyti fór ekki mikið fyrir útgefnum skáldverkum hans. En hann var sigldur, var ágætum gáfum gæddur, víðlesinn, hafði gott vald á íslensku tungutaki, jafnt í mæltu máli sem rituðu, og var gædd- ur eftirminnilegri frásagnarsnilld, enda lyftist hann allur við hita minn- inganna, einkum þegar hann sagði sögur af skáldunum Matthíasi Joch- umssyni og Einar Benediktssyni sem hann starfaði hjá um hríð. Frá- sagnir hans náðu þó ekki lengra en til stríðsloka, eins og honum fyndist að eftir það gerðust ekki markverðir atburðir. Ásmundur var oft með ýmsum öðrum skáldum höfuðstaðarins. Steinn Steinarr getur þess t.d. í blaðaviðtali að hann hafi orðið sér úti um rottueitur til að draga úr rottu- gangi, hafi formað það eins og lag- köku en þá hafi Ásmundur komið í heimsókn, fengið sér bita af kökunni og ekki orðið meint af. Þá má geta þess að hann var síðastur íslenskra skálda til að flytja konungi kvæði. Ásmundur lést í september 1963. Merkir Íslendingar Ásmundur Jónsson 90 ára Viðar Þorláksson 85 ára Ólöf I. Haraldsdóttir 80 ára Agnes Egilsdóttir Björn Trausti Ragnarsson Elías Magnússon Karl Einarsson Oddur Jón Guðjónsson Ólafur Rafn Jónsson Ragna Steinunn Eyjólfsdóttir 75 ára Ásdís Bernburg Áslaug Garðarsdóttir Guðleifur Guðmundsson Guðrún Beck Jón Halldór Magnússon Sigrún G. Björnsdóttir Sigtryggur Rósmar Eyþórsson Sigurveig Sigurðardóttir 70 ára Hugrún Engilbertsdóttir Jakobína Jóhanna Jóhannesdóttir Jón Ármann Arason Ragnhildur Óskarsdóttir Þórður M. Þórðarson 60 ára Bryndís Ingibjörg Björnsdóttir Finnbogi R. Alfreðsson Hólmfríður Sigurðardóttir Inga Jóhannsdóttir Jón Helgi Eiðsson Magnús Helgi Alfreðsson Sigríður Einarsdóttir 50 ára Börkur Arnarson David Kelly Fríður Reynisdóttir Guðni Björn Jónsson Hermann M. Arnþórsson Hjalti Már Bjarnason Jóhann Karl Þórisson Rebekka Sigurðardóttir Rúnar Ólafsson Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir Skúli Sigurðsson Steinþór Baldursson Svava Grímsdóttir 40 ára Benedikt Þór Bárðarson Bjarni Friðrik Jóhannesson Gauti Stefánsson Gerður Sif Ingvarsdóttir Guðlaugur Valdimarsson Inga Hrönn Kristjánsdóttir Ingvar Þór Kristjánsson Jóhann Hilmar Haraldsson Pawel Henryk Kosciukiewicz Petra Fanney Bragadóttir Sigurður Ingi Guðmarsson Telma Steingrímsdóttir 30 ára Anna Andrea Kjeld Arndís Aðalbjörg Finnbogadóttir Hafþór Hauksson Halldóra Kristjánsdóttir Ilana Pereira Pinho Kjartan Örn Sigurjónsson Sandra Halldórsdóttir Sebastian Ryszard Dzierzchowski Sergei Kazachek Sigríður Erla Jónsdóttir Sigurður Amlín Magnússon Sóley Anna Pálsdóttir Stefán Ingi Jónsson Til hamingju með daginn 30 ára Sóley ólst upp á Siglufirði og Ólafsfirði, býr á Siglufirði og starfar hjá INKASSO. Maki: Ólafur Björnsson, f. 1981, starfsm. hjá Primex. Dætur: Sylvía Rán Ólafs- dóttir, f. 2006, og Katla Margrét Ólafsdóttir, f. 2011. Foreldrar: Margrét Gunn- arsdóttir, f. 1967, býr í Danmörku, og Páll Skúla- son, f. 1967, d. 2010, húsasmiður. Sóley Anna Pálsdóttir 30 ára Halldóra ólst upp í Seltjarnarnesi, býr í Reykjavík, lauk MSc-prófi í markaðsfræðum í Barcelona og er flugfreyja hjá Icelandair. Maki: Árni Björn Helga- son, f. 1975, fram- kvæmdastjóri. Stjúpdóttir: Elísabet Þóra, f. 2011. Foreldrar: Þórdís Zoëga, f. 1957, leikskólakennari og Kristján A. Óskarsson, f. 1955, tæknifræðingur. Halldóra Kristjánsdóttir 40 ára Sigurður er lærð- ur þjónn og starfar hjá Fiskmarkaði Íslands í Rifi. Maki: Erna Sylvía Árna- dóttir, f. 1968, hjúkrunar- fræðingur. Börn: Viktor Már, f. 2003; Ásdís Björg, f. 2007, og Vilberg Magnús, f. 2012. Stjúpsynir: Árni Hrafn, f. 1993; Elvar Ingi, f. 1994, og Hörður Elí, f. 1999. Foreldrar: Guðmar Sig- urðsson, f. 1949, og Þóra F. Hjálmarsdóttir, f. 1950. Sigurður Ingi Guðmarsson Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Einstakar perlur eftir íslenska myndlistarmenn Vefuppboð nr. 228 Opið virka daga kl. 10–18 Sumarperlur Uppboðinu lýkur 13. júlí Tolli Louisa Matthíasdóttir Kristín Gunnlaugsdóttir Jóhannes S. Kjarval Kristján Davíðsson Gunnlaugur Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.