Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016 ✝ FinnbogiGíslason fædd- ist á Akureyri 12. október 1933. Hann lést á Land- spítalanum 29. júní 2016. Foreldrar Finn- boga voru hjónin Gísli R. Magnússon frá Björgum í Eyjafirði, f. 4. ágúst 1882, d. 24. ágúst 1967, og Herdís Finn- bogadóttir frá Fögrubrekku í Hrútafirði, f. 15. júlí 1895, d. 30. september 1960. Systkini Finn- boga eru Sigríður Gísladóttir, f. 17. júlí 1916, d. 6. júní 2015, Rósa Gísladóttir, f. 31. mars 1919, d. 23. janúar 1999, Magnús Gíslason, f. 25. febrúar 1935. Finnbogi ólst upp í Strandgöt- unni á Akureyri og gekk í Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Sextán ára fór hann til sjós og sigldi hjá Eimskipafélagi Íslands til ársins 1974. 19 ára hóf hann nám við Stýrimannaskólann og lauk það- an prófi 1956. Finnbogi giftist Sólveigu Sig- urðardóttur 7. júlí 1956. Sólveig Herdís Finnbogadóttir, f. 7. október 1964, gift Ólafi Gunnari Guðlaugssyni, f. 1964, og eiga þau tvo syni Ara og Ragnar. Finnbogi útskrifaðist frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík með farmannapróf 11. maí 1956. Hann sigldi sína fyrstu ferð sem stýrimaður á Goðafossi og sigldi síðan á Gullfossi og Lagarfossi. Hinn 13. júlí 1969 sigldi hann sína fyrstu ferð sem skipstjóri á Lagarfossi og síðan 1. stýrimaður og skipstjóri á Mánafossi þar til hann hætti sjó- mennsku 1974. Árið 1977 stofn- aði hann í samstarfi við fleiri skipafélagið Bifröst og starfaði þar uns hann hóf störf hjá Haf- skipi. Árið 1982 fluttustu þau hjón til Bandaríkjanna og bjuggu til að byrja með á Long Island og síðan á Flórída þar til yfir lauk. Finnbogi var virkur meðlimur í rótaríklúbbi Sel- tjarnarness. Hann gekk í klúbb- inn 1974 og var í honum til dauðadags. Síðustu ár Finnboga bjó hann í Ventura Country Club, Orlando, og naut þess að spila þar golf með fjölskyldu og góðum vinum og fram á síðasta dag. Útför hans verður gerð frá Neskirkju í dag, 8. júlí 2016, og hefst athöfnin klukkan 15. var f. 31. ágúst 1936 og lést 21. júní 1991. Sólveig var dóttir hjónanna Sigurðar O. Björnssonar, f. 27. janúar 1901, d. 3. janúar 1975, og Kristínar Bjarna- dóttur, f. 17. janúar 1909, d. 8. nóv- ember 1984. Finn- bogi og Sólveig eignuðust þrjú börn. 1) Kristín Finnbogadóttir, f. 9. janúar 1957, gift Axel Þóri Friðrikssyni, f. 1956. Börn þeirra eru a) Finnbogi Haukur, f. 1983, í sambúð með Karólínu Ösp Pálsdóttur, b) Orri, f. 1984, í sambúð með Silju Rut Sigur- finnsdóttur og eiga þau soninn Sölva Hrafn, c) Sólveig, f. 1992 og d) Arnar Þór, f. 1994. 2) Sig- urður Finnbogason, f. 6. apríl 1959, sonur hans með Sigrúnu K. Ægisdóttur er Þór Sigurðs- son, f. 1978. Þór er í sambúð með Hildi Eddu Grétarsdóttur og eiga þau tvö börn, Kolbrúnu Gígju og Sigurð Grétar. Þór á fyrir soninn Þórhall Darra með Rakel Ósk Þórhallsdóttur. 3) Elsku besti afi Bimbi, við söknum þín öll afskaplega mik- ið og erum mjög þakklát fyrir tímann sem við fengum með þér núna undir lokin. Þú varst eins góður afi og hægt var að hugsa sér og við vorum montin af því að þú varst afi okkar. Hvort sem við hugsum um Barðaströndina, Boca eða Or- lando þá var alltaf jafn gott að koma til þín og vera hjá þér, með þér. Við elskuðum að koma út til þín og það sást svo vel hvað þú varst alltaf glaður að sjá okkur. Þú spurðir okkur alltaf hvað var í gangi í okkar lífi og hafðir einlægan áhuga á því þegar við sögðum þér frá. Þú varst stór partur í lífi okkar allra og það verður erfitt að geta ekki komið aftur í heim- sókn til þín á Clear Stream Drive. Á svona stundu óskar maður þess að við hefðum haft meiri tíma saman, en við vitum að tíminn sem við áttum saman áður og nú undir lokin er ómet- anlegur og þú kvaddir þennan heim umkringdur fjölskyldu þinni sem elskaði þig svo mikið. Við vitum að amma tók vel á móti þér og nú getið þið verið saman á ný. Takk fyrir að vera afi okkar, takk fyrir að vera vinur okkar. Við elskum þig öll, þín barnabörn, Finnbogi, Orri, Sólveig og Arnar Þór. Enn á ný er skarð fyrir skildi er einn af okkar ágætu vinum og félögum í Rótarýklúbbi Sel- tjarnarness er fallinn frá. Finn- bogi Gíslason var einn af elstu félögum klúbbsins og gekk í raðir hans árið 1974 eða ein- ungis þremur árum eftir að klúbburinn var stofnaður. Það var öflugur og samhentur hóp- ur manna sem stóð að stofnun og rekstri Rótarýklúbbs Sel- tjarnarness á fyrstu starfsárum hans. Áhersla var lögð á að láta gott af sér leiða á Nesinu. Þannig beitti klúbburinn sér fyrir endurgerð Albertsbúðar í Gróttu og fegrun umhverfisins sem á þessum árum fólst m.a. í því að tína rusl úr fjörunum á vorin í og við Gróttu. Þá lagði klúbburinn áherslu á gott samstarf við grunnskól- ann á Seltjarnarnesi og hóf að veita útskriftarnemendum í 10. bekk í Valhúsaskóla viðurkenn- ingu fyrir prúða framkomu og góðan námsárangur. Finnboga voru málefni unga fólksins of- arlega í huga auk þess sem hann var mikill Rótarýmaður og beitti sér fyrir framgangi þeirra mála sem Rótarýhreyf- ingin setti á oddinn hverju sinni. Hin síðari ár hefur Finnbogi búið í Bandaríkjunum og sendi okkur reglulega mætingakort frá klúbbum sem hann heim- sótti þar í landi. Þá mætti hann einnig á fundi hjá okkur þegar tækifæri gafst til og voru það fagnaðarfundir. Við vottum fjölskyldu Finn- boga samúð. Blessuð sé minn- ing hans. Guðbrandur Sigurðsson, forseti Rótarýklúbbs Seltjarnarness. Finnbogi Gíslason ✝ Sigurður Ey-mundson fædd- ist 5. febrúar 1943 á Höfn í Hornafirði. Hann lést á heimili sínu að Suðurlands- braut 60 í Reykja- vík 27. júní 2016. Foreldrar hans voru Eymundur Sigurðsson, f. 11. ágúst 1920 í Þinga- nesi í Hornafirði, hafnsögumaður á Höfn, d. 16. október 1986, og Lukka Ingi- björg Magnúsdóttir, húsfreyja á Höfn, f. 11. desember 1920 í Naustahvammi í Norðfirði, d. 22. apríl 2008. Systkini Sigurðar eru: Anna Margrét Eymundsdóttir, f. 28. maí 1944, Agnes Eymunds- dóttir, f. 12. ágúst 1945, Eygló Eymundsdóttir, f. 19. desember 1947, Albert Eymundsson, f. 25. febrúar 1949, Ragnar Hilmar Eymundsson, f. 4. apríl 1952, Brynjar Eymundsson, f. 28. október 1953, Benedikt Þór Ey- mundsson, f. 10. ágúst 1955, Halldóra Eymundsdóttir, 27. október 1957, Óðinn Eymunds- son, f. 5. október 1959. Þann 11. ágúst 1962 kvæntist Sigurður Olgu Ólu Bjarnadóttur frá Djúpavogi, f. 11. ágúst 1942 í Reykjavík. Börn Sigurðar og mannsprófi á níunda áratugn- um. Sigurður vann lengst af hjá Rafmagnsveitum ríkisins (RA- RIK), fyrst sem rafvirki og flokksstjóri árið 1967 en síðar sem rafveitustjóri á Höfn í eitt ár. Eftir að Sigurður lauk tækni- fræðinámi í Danmörku í árslok 1973 kom hann til starfa hjá Ra- rik að nýju og starfaði þá á framkvæmdadeild. Árið 1978 var Sigurður skipaður um- dæmisstjóri Rarik á Norðurlandi vestra, með aðsetur á Blönduósi, og gegndi því starfi í 12 ár, eða þar til hann tók við sem umdæm- isstjóri á Austurlandi árið 1990, með aðsetur á Egilsstöðum. Árið 2004 varð hann framkvæmda- stjóri virkjanasviðs Rarik. Allan sinn starfsaldur tók Sigurður þátt í fyrirtækjarekstri Olgu konu sinnar en hún rak verslanir í Reykjavík og á Blönduósi og síðar kaffi- og gistihús á Egils- stöðum. Sigurður tók virkan þátt í félagsstarfsemi hvar sem hann bjó. Hann var sjálfstæð- ismaður og virkur þátttakandi í starfsemi flokksins. Hann starf- aði m.a. í ungmennafélagshreyf- ingunni, JC, Lions, Rotary og Frímúrareglunni. Hann var virkur í starfsemi tengdri flugi og harmónikkuleik, en það voru hans helstu áhugamál. Sigurður var oft valin í stjórn þeirra fé- laga sem hann starfaði í, oft sem formaður en oftast sem gjald- keri. Útför Sigurðar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 8. júlí 2016, klukkan 15. Olgu eru: 1) Ey- mundur verkfræð- ingur búsettur í Mosfellsbæ, f. 22. mars 1962, kvænt- ur Ragnheiði Bragadóttur hér- aðsdómara. Börn þeirra eru: a) Bragi Steinn, f. 1994, b) Sigurður, f. 1996, og c) Halla, f. 2001. 2) Hanna Birna verkfræðingur búsett í Kaup- mannahöfn, f. 2. desember 1973. Maki Jesper Dalby verk- fræðingur. Dætur þeirra eru: a) Sif, f. 2004, b) Liv, f. 2006, og c) Nanna, f. 2012. 3) Bjarni Gauk- ur tölvunarfræðingur í Reykja- vík, f. 18. maí 1975. Maki Elísa- bet Jónsdóttir listamaður. Börn þeirra eru: a) Bríet, f. 2003, b) Þór Óli, f. 2006, og Olga Elísa, f. 2012. Sigurður ólst upp á Höfn í Hornafirði. Hann fór í Héraðs- skólann á Laugum haustið 1959 þar sem hann kynntist Olgu, eftirlifandi eiginkonu sinni. Hann tók sveinspróf í rafvirkj- un 1965 og lauk tækni- fræðinámi í Árósum í Dan- mörku 1973. Árið 1990 stundaði hann nám í raforkuhagfræði við University of Texas, Arlington. Sigurður lauk einnig einkaflug- Komið er að kveðjustund. Sig- urður tengdafaðir minn hefur kvatt þetta líf eftir erfið veikindi. Þótt liðin séu 34 ár er eins og gerst hafi í gær að ég hitti þau hjón fyrst, Sigurð og Olgu, við útskrift frumburðar þeirra og verðandi eiginmanns míns frá Laugarvatni vorið 1982. Þangað komu þau hjón á spánnýrri, fagurbrúnni Saab-bif- reið, sem angaði að innan af „nýja- lykt“. Með í för voru yngri börnin, þau Hanna Birna og Gaukur, þá sjö og níu ára. Ýmsar ógleyman- legar athugasemdir hrutu af vörum ungu systkinanna í aftur- sæti bifreiðarinnar góðu á leiðinni í bæinn, sem ekki voru til þess falln- ar að bæta líðan hinnar feimnu og ofurviðkvæmu verðandi tengda- dóttur. En úr því að ég lifði þessi fyrstu kynni af hlaut eftirleikurinn að verða auðveldari. Og það varð hann svo sannar- lega. Vart er hægt að hugsa sér heilsteyptari mann en hann tengdaföður minn. Heiðarleiki, samviskusemi, óbilandi þolinmæði og dugnaður eru orð sem koma í hugann þegar lýsa á mannkostum hans. Einnig yfirvegun og prúð- mennska. Siggi var tæknimaður af Guðs náð og fylgdist með nýjustu tækni af miklum áhuga. Átti alltaf nýj- ustu „græjurnar“ þegar kom að nútímatækni. Verklaginn var hann með afbrigðum og útsjónarsamur í framkvæmdum. Þessi eiginleiki kom sér afar vel þegar Olga hóf rekstur kaffihúss og síðar gisti- húss á Egilsstöðum, en í þeim efn- um lagði Siggi drjúga hönd á plóg meðfram fullri vinnu sem yfirmað- ur Rarik á Austurlandi. Í mörg ár átti Siggi hlut í flug- vél, fyrst á Blönduósi og síðar á Egilsstöðum. Gaman var að fara með honum í útsýnisflug og minn- isstæð er síðasta ferðin með hon- um einn góðviðrisdaginn fyrir austan þar sem flogið var yfir tign- arleg Austfjarðafjöllin og litskrúð- ugt landslagið á Lónsöræfum. Börnum okkar reyndist Siggi hinn besti afi og athygli vakti hvað þau hændust að honum sem ungir krakkar. Siggi afi var kletturinn sem gott var að leita til. Meira að segja hundurinn okkar, hann Tryggur, grét af gleði þegar Siggi afi kom í heimsókn. Við fjölskyldan erum þakklát fyrir allar samverustundirnar sem við höfum átt í gegnum tíðina með þeim hjónum. Fyrst á Árbrautinni á Blönduósi, þá á Koltröðinni á Eg- ilsstöðum og nú síðustu ár hér í höfuðborginni. Á meðan Siggi og Olga bjuggu fyrir austan gistu þau gjarnan hjá okkur þegar þau áttu erindi í bæinn. Þá var oft slegið upp veislu og skrafað fram á nótt um heima og geima. Afar dýrmætt var fyrir börnin okkar að kynnast afa og ömmu í daglegu lífi á meðan við bjuggum á Egilsstöðum um þriggja ára skeið fyrir nokkrum árum. Frá þeim tíma eigum við fjölskyldan góðar og dýrmætar minningar. Áðurlýstir mannkostir Sigurðar komu berlega í ljós í veikindum hans síðustu árin. Erfiðleikum sín- um mætti hann af aðdáunarverðu æðruleysi, yfirvegun og raunsæi. Það var erfitt að sjá þennan góða mann lúta í lægra haldi fyrir ofur- eflinu. En við getum huggað okkur við að hann átti góða og gjöfula ævi og skilaði drjúgu ævistarfi sem hann gat verið stoltur af. Að leið- arlokum þakka ég tengdaföður mínum samfylgdina og bið Guð að blessa minningu hans. Ragnheiður Bragadóttir. Það er virkilega erfitt að kveðja afa sinn, en það hjálpar að hugsa til þess hvern mann hann hafði að geyma. Besta leiðin til þess að lýsa honum Sigga afa er í raun fólgin í því að telja upp öll góðu og já- kvæðu lýsingarorðin sem til eru á íslensku til að lýsa góðri mann- Sigurður Eymundsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar Elsku besti pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, FINNBOGI GÍSLASON, fyrrverandi skipstjóri, lést á Landspítalanum í faðmi fjölskyldunnar þann 29. júní sl. Útförin verður gerð frá Neskirkju 8. júlí klukkan 15. . Kristín Finnbogadóttir, Axel Friðriksson, Sigurður Finnbogason, Herdís Finnbogadóttir, Ólafur G. Guðlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÞÓRUNN ÁGÚSTA SIGURÐARDÓTTIR, Borgartúni, Garði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 2. júlí. Útförin fer fram frá Útskálakirkju þriðjudaginn 12. júlí kl. 14. . Guðni Ingimundarson, Sigurjóna Guðnadóttir, Ásgeir M. Hjálmarsson, Ingimundur Þ. Guðnason, Drífa Björnsdóttir, Árni Guðnason, Hólmfríður I. Magnúsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Hjartkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN HÉÐINN PÁLSSON frá Miðkoti, Dalvík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 1. júlí. Jarðsett verður frá Dalvíkurkirkju klukkan 13.30 þriðjudaginn 12. júlí. Sérstakar þakkir til starfsfólks HSS fyrir góða umönnun. . Sesselía Björk Guðmundsdóttir, Sigurjón Páll Jónsson, Signe Rindom, Óli Vignir Jónsson, Þórunn Margrét Jónasdóttir, Guðmundur H. Jónsson, Ósk Jórunn Árnadóttir, Anna María Jónsdóttir, Árni Örn Jónsson, Harpa Helgadóttir, Jón Bjarki Jónsson, Unnur Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulega föðursystir okkar, mágkona og frænka, HANNA Ó. ANDRÉSDÓTTIR CRONIN, 529 Cooper Rd, Northbridge, MA, Bandaríkjunum, lést 5. júlí síðastliðinn. . Laufey Linda Harðardóttir, Elfur Erna Harðardóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, fjölskyldur og aðrir ættingjar. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og systir, MARÍA DRÖFN JÓNSDÓTTIR, Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ, áður til heimilis að Kirkjuvegi 57, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum sunnudaginn 3. júlí. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju mánudaginn 11. júlí klukkan 15. Við viljum koma á framfæri sérstökum þökkum til starfsfólks hjúkrunarheimilisins á Nesvöllum. . Guðmundur A. Gunnarsson, Guðbjörg M. Gunnarsdóttir, Ingi Þór Reynisson, Vala Braun, Cal Braun, Guðmundur Ingi Jónsson, Bjarney Ó. Gunnarsdóttir, Íris Kröyer Jónsdóttir, Gísli Harðarson, Þór Viðar Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.