Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016 Ekki formlegt útboð „Því finnst okkur eðlilegt að há- skólarnir á Íslandi sitji bara allir við sama borð, hvað þetta varðar. Það er skýringin á því að svona er staðið að þessari auglýsingu. Ekki er um formlegt útboð að ræða, heldur er óskað eftir þátttökutilkynningum frá þeim háskólum sem hafa áhuga,“ sagði menntamálaráðherrra. Það kemur svo í hlut mennta- málaráðherra að velja úr tilkynn- ingum og semja við viðkomandi há- skóla. Aðspurður hvort hann teldi ekki að háskólarnir hefðu skamman frest til þess að undirbúa lögreglunám á háskólastigi, þar sem skila þyrfti inn þátttökutilkynningum eigi síðar en 22. júlí nk., sagði Illugi: „Jú, þetta er skammur frestur, en hann ræðst af því að lögin tóku gildi í júní og málið kom fyrst inn á borð til okkar fyrir rúmum fimm vikum eða svo.“ Telur alla háskóla landsins eiga að sitja við sama borð  Að mati ráðherra geta allir háskólar óskað eftir því að bjóða upp á lögreglunám Morgunblaðið/Eggert Háskólanám Hér eftir verður nám lögreglumanna á háskólastigi. Enn liggur ekki fyrir í hvaða háskóla eða háskól- um hér á landi verður boðið upp á lögreglunámið. Allir háskólar á Íslandi geta sent inn þátttökutilkynningu. BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ríkiskaup, fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis, hafa aug- lýst eftir hæfum aðilum til þátttöku í auglýstu ferli um lögreglunám á há- skólastigi. Ekki er um formlegt út- boð að ræða. Fram kemur á heimasíðu Ríkis- kaupa að bjóð- endur skulu hafa að lágmarki 10 ára reynslu við rekstur háskóla og viðurkenningu mennta- og menn- ingarmálaráð- herra til kennslu á sálfræði og lög- fræði. Mögulegt sé að fleiri en einn aðili bjóði saman í verkið. Skila- frestur þátttökutilkynninga er til 22. júlí nk. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að vissulega væri óvenjulegt að svona væri staðið að málum, þegar um nám á háskólastigi væri að ræða. Skólarnir ákveða námsframboð „Að öllu jöfnu er menntamála- ráðuneytið ekki að hlutast til um það við háskóla hvort og hvaða nám þeir bjóða upp á, það eru háskólarnir sjálfir sem ákveða hvaða náms- framboð þeir eru með,“ sagði Illugi. Það var Ólöf Nordal innanríkis- ráðherra sem lagði fram frumvarp í vor um það að lögreglunám yrði fært á háskólastig og varð frumvarpið að lögum hinn 1. júní sl. Illugi sagði að í framhaldi þess hefði málið komið inn á borð mennta- málaráðuneytisins. Þar hefði þetta fyrirkomulag verið talið ágætt, í ljósi þess að þarna væri framkvæmda- valdið að hlutast til um það að há- skólarnir byðu upp á ákveðið nám. Illugi Gunnarsson Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að mjög líklegt væri að HÍ myndi senda inn þátttöku- tilkynningu vegna fyrirhugaðs lögreglunáms á há- skólastigi. „Það er mjög líklegt að við sendum inn slíka tilkynningu til Ríkiskaupa. Við sendum inn til inn- anríkisráðuneytisins í desember í fyrra bréf um það hvernig okkur í Háskóla Íslands litist á þetta mál, en höfum reyndar heyrt mjög lítið þar til þessi tilkynning frá Ríkiskaupum kom,“ sagði Jón Atli. Háskólarektor segir að það gæfist ekki góður tími til þess að vinna svona þátttökutilkynningu, þar sem farið væri fram á ítar- leg gögn um hvernig viðkomandi háskólar vildu að náminu yrði háttað. Samt sem áður gerði hann ráð fyrir því að þátttöku- tilkynning yrði send inn fyrir hönd HÍ. Háskólinn tekur líklega þátt REKTOR HÁSKÓLA ÍSLANDS Jón Atli Benediktsson Alvarlegt slys varð við löndun úr togara á Skagaströnd um hádegisbilið í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send til móts við sjúkrabíl og var maðurinn sem slasaðist fluttur á Landspítalann. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins bar slysið þannig til að maðurinn var ásamt öðrum við löndun úr togaranum. Verið var að hífa stæðu af vörubrettum upp um lúgu þegar þau losnuðu eða ultu með þeim afleið- ingum að vörubretti hrundu niður og skullu á manninum. Maðurinn, sem er um fertugt, er ekki á gjörgæslu en Landspítalinn gat ekki gefið frekari upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. Slys varð við löndun á Skagaströnd Víða um land geta vegfarendur séð bleikar heyrúllur prýða tún bænda, en þær eru hluti söfnunarátaks Krabbameinsfélagsins til að end- urnýja tæki til brjóstamyndatöku, í samstarfi við fyrirtækið Plastco og fjölda söluaðila. 420 krónur af hverri seldri plast- rúllu renna til félagsins en hver rúlla dugar á 26 heyrúllur ef vafið er sexfalt. Þó að bleiku plastrúll- urnar séu eilítið dýrari í sölu en aðrar, þá er metraverð þeirra tals- vert lægra en hinna samkvæmt út- reikningum Morgunblaðsins. Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, kynningar- og fjáröflunarstjóri fé- lagsins, segir að meira en 600 þús- und krónur hafi þegar safnast. „Fólk virðist taka eftir þessu og við höfum séð margar myndir á samfélagsmiðlum síðan bændur fóru að heyja,“ segir Kolbrún. Krabbameinsfélagið heldur sam- keppni um skemmtilegustu og frumlegustu myndirnar af rúll- unum í sumar. Til að taka þátt þarf aðeins að láta myllumerkið #bleik- rulla fylgja myndinni á Instagram. sh@mbl.is Bleikir akrar og slegin tún Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Rúllur Þessir hnoðrar voru afrakstur sláttarins í Mýrdalnum. Hafin er samkeppni um bestu myndirnar af rúllunum. Volvo Penta á Íslandi | Brimborg • Bíldshöfða 6 • Sími 515 7070 • volvopenta.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUM HÖNDUM hjá volvo penta á íslandi Öflug Volvo Penta þjónusta Hjá Volvo Penta á Íslandi | Brimborg starfar framúrskarandi teymi sem samanstendur af öflugum fagmönnum Brimborgar og samstarfsaðilum um land allt. Komdu í dag og ræddu við ráðgjafa. HAFÐU SAMBAND Í DAG • Sími: 515 7070 • Netfang: volvopenta@brimborg.is • Ný heimasíða: volvopenta.is Kauptu bestu varahlutina Volvo Penta á Íslandi | Brimborg er með gott úrval varahluta á lager og á mjög hagstæðu verði. Varahlutasérfræðingar okkar veita þér fyrirtaksþjónustu og ráðgjöf við kaup. Sjávarleður hf. er gjaldþrota, en tilkynning þess efnis birtist í Lögbirtingablaðinu fyrr í vikunni. Sjávarleður og dótturfyrirtæki þess, Loðskinn, framleiddu m.a. leður úr fiskroði og loðgærur. Framleiðslan fór fram í sútunar- verksmiðjunni á Sauðárkróki, en öllum þeim 20 starfsmönnum sem störfuðu við framleiðsluna hefur verið sagt upp. Ástæður raktar til hruns á sölu á mokkaskinnum Kröfuhafar hafa farið fram á að áfram haldist lágmarksfram- leiðsla í fyrirtækinu um sinn svo að hægt verði að standa við þær skuldbindingar sem þegar eru gerðar. Að sögn Gunnsteins Björns- sonar, fyrrverandi framkvæmda- stjóra félagsins, má rekja ástæð- ur gjaldþrotsins til hruns á sölu á mokkaskinnum. „Þetta gjör- samlega hrynur, nánast hverfur, og þar af leiðandi líka verðmætið í þeim birgðum sem að því snúa og kippir grundvelli undan rest- inni,“ segir Gunnsteinn, en félagið seldi mikið af skinnum til Rúss- lands. „Þar er auðvitað viðskiptabann að vissu leyti. Að auki fannst Tyrkjum góð hugmynd að skjóta niður rússneska orrustuflugvél sem lokaði öllu á milli þeirra og þá hafa Tyrkir komið inn á mark- aðinn í Evrópu með lægra verð og þá verður offramboð,“ segir Gunnsteinn. Vilja endurreisa þá hluta félagsins sem gengu vel Hann segir að unnið verði að því að endurreisa þá hluta félags- ins sem vel gengu. „Roðið hefur gengið og við höfum líka framleitt skrautgærur sem hafa gengið vel, en bara ekki nógu vel til að vega á móti þessu hruni. Það varð 95% samdráttur í sölu.“ agf@mbl.is Sjávar- leður í gjaldþrot  20 starfsmönnum hefur verið sagt upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.