Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016 VINNINGASKRÁ 10. útdráttur 7. júlí 2016 34 11256 19360 28918 41435 50688 62839 71915 50 11976 20081 29139 41573 50712 62849 72275 191 11980 20157 29206 41579 50713 63796 72832 464 12219 20164 29554 41587 50730 64008 73038 935 12433 20407 29954 42034 52021 64060 73360 1017 12674 20435 30610 42269 52351 64207 73679 1204 12909 20529 31249 42284 52542 64823 73760 2278 12916 20544 31311 42629 52885 65030 74102 2330 13468 20773 32322 42854 54154 65146 74375 2379 13520 20910 32740 42865 54301 65361 74466 3179 13568 21274 32805 43046 55085 65580 74500 3220 13613 21383 33157 43331 55502 65867 74590 3314 13913 21394 34197 43626 55571 65889 74832 3912 13939 21435 34339 43908 55637 66071 75299 4293 14038 21836 34636 44478 55915 66112 76017 4486 14413 22262 34988 44604 56149 66164 76105 4948 15425 22286 35023 44642 56409 66782 77452 5129 15739 22495 35041 44869 56533 66876 77865 5730 16126 22645 35427 45344 56669 66972 77918 5923 16192 22772 35840 45669 57459 67017 77960 6108 16243 23741 36256 45744 57969 67185 78290 6934 16562 23763 36317 45808 58196 67979 78486 7158 16574 23990 36525 45894 58323 68016 78492 7168 16586 24396 37238 46044 58741 68617 78686 7277 17319 25048 37539 46238 58812 69301 78762 7461 17383 25363 37752 46468 58965 69309 78808 8378 17443 25504 37999 46915 59637 69458 79467 8404 17475 25607 38312 47009 60051 69726 79478 8514 17599 25893 38413 48253 60276 69732 79696 8897 17918 26006 38457 48541 60406 70022 79772 9304 18044 26334 39014 48784 61020 70289 79936 9316 18073 26354 39734 48840 61778 70385 9581 18097 26922 39927 48991 61910 70673 10440 18430 27133 40036 49509 62072 70766 10602 18813 27492 40445 49637 62143 71144 10906 18876 28520 40811 49686 62146 71463 10931 18885 28599 41156 50164 62451 71539 1025 12485 22439 33804 44138 52521 64414 72278 1791 13659 23302 34372 45295 54555 65082 73915 2117 14036 23930 36009 46015 55230 65295 74715 2150 14703 24208 37855 46208 55633 65717 75261 3435 16096 24502 38136 47765 56502 66563 76089 4432 17679 24661 38262 47802 57547 66969 77177 4462 19547 24983 38572 48076 58562 67252 78059 7600 19779 26337 38573 48817 58832 68500 79370 10156 20354 26749 38801 49033 59846 69028 79524 10410 20804 27617 40981 50355 60216 69722 10629 21716 28014 41405 50955 61843 71309 10822 21835 32459 41668 51364 63591 72090 11086 22434 33433 43971 51577 63878 72269 Næstu útdrættir fara fram 14., 21., 28. júlí 2016 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 4565 37535 57028 61677 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 4168 19267 23493 29285 43091 65050 8279 19745 23770 34189 50285 68838 9131 20224 24055 35186 51102 77888 16229 20479 24671 37975 52374 79107 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 7 8 2 2 8 Menningarhátíðin Listaflóð á vígaslóð verður haldin í 5. sinn í dag og á morgun. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggj- endum er það heimafólk á Syðstu-Grund í Blönduhlíð sem stendur fyrir hátíðinni. Í kvöld kl. 20.30 leikur harmo- nikkutríóið Ítríó í Miklabæjarkirkju. Á efnisskránni eru lög frá ólíkum tímabilum. Þá mun myndlistarkonan Kristín Ragnars sýna olíumálverk sín í kirkjunni. Á morgun hefst síðan fjölskylduhátíðin „Sunnan við garðinn hennar mömmu“ þar sem til sýnis og sölu verður handverk á flóa- markaði auk kaffiveitinga. Einnig verður boðið upp á fjölbreytta tónlistar- dagskrá. Enginn aðgangseyrir er á hátíðina en tekið við frjálsum framlögum. Hátíð á Syðstu-Grund Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Ég er bara strákur úr Vestmanna- eyjum. Var í slorinu og ruglinu og er núna að gefa út plötu,“ segir Júníus Meyvant, sem er að gefa út sína fyrstu plötu í dag, en upp- tökustjórinn hans er búinn að senda út tvö lög á undan útgáf- unni og hafa þau svo sann- arlega vakið mikla athygli. Lagið Neon Experi- ence er hreint út sagt frábær sumarsmellur sem hefur verið spilaður á útvarps- stöðvum undanfarna tvo mánuði. Að sögn kunnugra er platan víst bomba, en fólk á ekki að láta orð- róm ráða smekk sínum heldur at- huga hvort eitthvað sé að baki hon- um. Bjartasta vonin Í spjalli við útgefanda Júníusar Meyvants kom fram að þetta hefði verið löng og erfið fæðing. Júníus kom smáskífunni Color Decay út í byrjun árs 2014 en svo kom svolítið löng bið. Júníus vann tvenn verðlaun á Ís- lensku tónlistarverðlaununum árið 2014. Hann var valinn sem Bjart- asta vonin og fékk verðlaun fyrir besta lag ársins. Hann fékk síðan í ofanálag til- nefningar árið 2015 fyrir besta lag ársins og besta karlkyns söngvar- ann. Júníus gaf árið 2015 út skífu sem heitir EP og hún fékk víða af- bragðsdóma. Meðal annars skrifaði Gaffa, sem er eitt virtasta tónlistartímarit Dan- merkur, að skífan væri gríðarlega melódísk og einstaklega hjartnæm. Gaffa gaf skífunni fimm stjörnur af sex mögulegum. Eyjapeyinn kominn af sjónum og á mölina Nú hef ég eins og landinn allur heyrt lagið Neon Experience sem hefur hljómað á útvarpsstöðvunum undanfarna tvo mánuði, hreint út sagt frábært lag, en hvaðan kemur þú, hver er uppruni listamannsins? „Ég ólst upp í Vestmannaeyjum og hef verið í alls konar vinnu yfir ævina, var meira að segja á sjónum eins og er frekar algengt ef maður elst upp í Vestmannaeyjum. Sjómennska mín var frekar stutt. Einn velheppnaður túr og tveir aðr- ir túrar sem voru verri. Í eitt skiptið kviknaði í skipinu sem ég var á, þannig er þetta bara.“ Á sjó? Varstu ekki ælandi allan túrinn? „Jú, jú, ég ældi. Það var bara festival ælunnar. Það var bara eins og ég ætti þrjú hundruð unga, ég ældi svo mikið. En ég er mikill land- krabbi. Landkrabbinn í mér öskraði mun hærra en sjómaðurinn í mér.“ Þannig að þú hefur fljótlega hætt á sjónum? „Já, sjómennskan var ekki mikið fyrir mig. Ég var mjög ungur. Ég mátti ekki missa af neinu. Tveir dagar til spillis hjá ungum manni er eins og fimm ár hjá fullorðnum. Maður hefur það á tilfinningunni að maður sé að missa af öllu.“ Myndlistin kallaði hærra en tónlistin Er tónlistin það eina sem hefur dregið þig til sín eða eru einhverjar aðrar listgreinar sem kalla? „Myndlistin hefur alltaf verið númer eitt, tvö og þrjú hjá mér. Svo komst ég að því að ég héldi tóni. Ég byrjaði að syngja eitthvað þegar ég var tvítugur. Þegar maður er einn syngur mað- ur vel. Sérstaklega þegar maður er einn í sturtu, þá syngur maður mjög vel. Svo getur maður lent í því á karókíkvöldi að enginn klappar eftir að maður hefur sungið og þá er maður ekki lengur viss um hvort maður eigi að syngja aftur.“ Hvað varð til þess að þú fórst af stað með tónlistina þína, var eitt- hvert andartak sem kom þessu af stað? „Ég var einn af þessum sem þótti kakan góð en kunnu ekki að baka. Ef maður bakar eitthvað í fyrsta skipti mislukkast það alltaf, svo lær- ir maður. Ég byrjaði að glamra á gítar og varð hugsjúkur. Ég missti svefn af því að ég fékk svo margar hugmyndir. En í dag get ég svolítið stjórnað þessu og er orðinn skipulagðari.“ Hvernig nærðu skipulaginu og einbeitingunni, er það með því að vinna nógu mikið? „Nei, oftast koma lögin þegar ég er ekki að vinna, heldur þegar ég er að dunda mér eitthvað. Ég get verið að röfla við vin minn og þá fæ ég hugmynd. Tónlistin kemur alls staðar að.“ En nú þurfa allir listamenn eitt- hvað meira en að kunna að skapa, oftast þarf einhverja heppni eða ein- hvern sem ýtir á listamanninn, var eitthvert andartak sem breytti þessu hjá þér? „Ég var voðalega heppinn. Vinur minn var eitthvað að vinna með upptökustjóranum Haraldi Leví og hann sendi Haraldi upptökur af tón- listinni minni og eftir það lét Har- aldur Leví mig ekki í friði.“ Þannig að hann hefur komið þér af stað, fengið þig til að þræla þér út? „Já. Ég er líklega latasti duglegi maðurinn á landinu.“ Þetta er oft nauðsynlegt í lista- heiminum, að hafa einhvern sem er bara með svipuna á listamanninum? „Það gerist ekkert nema undir pressu. Þú sérð íþróttamennina okkar, það gerist ekkert annars. Það er mjög íslenskt. En ég hef svo sem séð Þjóðverja skíta upp á bak líka. Það er kannski ekki rétt hjá mér að það sé eitthvert einkamál Íslend- inga að gera það.“ Þú hefur unnið skrítin störf? „Já, ég var líka einu sinni rútubíl- stjóri í Noregi.“ Ha? Ertu með meirapróf? „Já.“ Þvílík hetja. Eru einhver fleiri svona störf sem maður tengir ekki við listamann? „Þú getur giskað á hvaða starf sem er og það eru svona 90% líkur á að ég hafi einhvern tímann hand- langað eitthvað í því djobbi.“ Er tónleikaferð framundan? „Já. Ég verð að sjálfsögðu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. En síðan fer ég í alvöru túr í september, stóran hring um Fær- eyjar og svo heim. Nei, djók. Ég mun túra um Danmörk, Holland, England, Frakkland, Austurríki og Sviss og fleiri lönd, þetta verður gaman.“ Morgunblaðið/Eggert Fegurð Maðurinn sem hefur verið á sjó og í slorinu semur nú hvað fallegustu tónlist á Íslandi. Ælandi listamaður með frábæra plötu  Ný plata frá Eyjapeyjanum Júníusi Meyvant

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.