Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Sambandið sem þú ert í gefur þínu stórhuga hjarta frelsi. Fólk leyfir þér að ráða ferðinni, því þú virðist vita hvað þú ert að gera. 20. apríl - 20. maí  Naut Fjármálin eru sérstaklega viðkvæm nú um stundir. Foringinn gefur merki, næstum óafvitandi, og hinn fylgir þeim í blindni. Nýttu þér sköpunargáfu þína. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hugarorkan þín gerist ekki sterkari. Gefðu þér nú tíma til að setja reynslu þína nið- ur á blað og miðlaðu henni til annarra. Láttu kylfu ráða kasti. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur sterka nærveru og fólk finnur sig knúið til þess að afla sér virðingar þinnar. Hafðu léttleikann í fyrirrúmi. Hugsaðu út fyrir kassann og gerðu eitthvað nýtt um helgina. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er engin ástæða til að vera með sút, þvert á móti skaltu bera höfuðið hátt og ganga djarflega til verka. Rómantíkin blómstr- ar um þessar mundir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Sá er vinur er í raun reynist. Verkefni sem láta lítið yfir sér eru tækifæri til þess að sýna umtalsverða hæfileika. Nú er rétti tíminn til þess að sýna hvað í þér býr. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert reiðubúin/n til að leggja hart að þér vegna þess að þú getur bætt heimilishag- inn á komandi ári. Gakktu hægum skrefum næstu mánuðina. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sá sem segir fátt kjaftar allavega ekki af sér. Minntu píslarvottinn í þínu lífi á það um helgina, að þjáningar eru stundum óhjákvæmilegar, en volæðið er val. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur gott tækifæri til þess að skoða samskipti þín við aðra. Oft skilur fólk ekki fyrr en það hefur misst heilsuna að hún skiptir öllu máli. 22. des. - 19. janúar Steingeit Forvitni þín leiðir þig á ókunnar slóðir þar sem óvænt verkefni bíða þín. Samt þarftu að fá viðbrögð til að vita hvaða máli þú skiptir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Aftur koma upp mál um sam- anburð og sjálfsálit, og þú kannt nýja aðferð til að taka á þeim. Hroki er að halda að maður geti gert eitthvað vel sem maður getur ekki. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert upp á þitt besta og hefur já- kvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þín- um. Þú ert praktísk/ur að eðlisfari og vilt geyma það sem þú heldur að þú þurfir að nota. Í Útvarpstíðindum segir frá því aðFjölnismenn hafi gert allmikið af því að þýða útlend eiginnöfn á ís- lensku. – „Indus þýddu þeir Svartá, Bombay Góðvík, Malabar Fjalla- strönd, Ceylon Ljónseyjar, Heine heitir Hænir og Walter Scott heitir Valtari Skott (því ekki Valtýr Skott). Um líkt leyti orti Sigurður Pétursson um íslenskuna: Englar guðs á ebresku orðin meinast hneigja en árar tala íslensku á það þori ég deyja.“ Á miðvikudaginn talaði Gústi Mar. um þoku og skrifaði í Leirinn: Veðurblíðan meina menn sé mest í öðrum sóknum. Þrálát norðan þræsa enn og þokusúld á Króknum. Ólafur Stefánsson svaraði: Þó að oft sé meira mas, við messu í öðrum sóknum, er þó, held ég, grænna gras en gerist þarna á Króknum. Og Gústi Mar. aftur: Vinna á Króknum vaskir menn velja úr ýmsum störfum. Kaupfélagið annar enn okkar helstu þörfum. Þennan sama miðvikudag var Ingólfur Ómar í öðrum hugleið- ingum, – „fallegur dagur,“ skrifar hann í Leirinn og lætur þessar björtu braghendur fylgja: Glóey brosir, glitrar dögg á grænu lyngi funa slær á fjalladranga fuglar kvaka og blómin anga. Báran hjalar blíðum rómi blítt við sand- inn. Blika sundin björt og fögur bjarma skrýðist nes og ögur. Hjálmar Jónsson sendi mér þess- ar skemmtilegu stökur. Halldóra Sigurðardóttir Hallkelsstöðum orti: Ævi minnar stutt er stund, stari ég fram á veginn. Veittu mér, Drottinn, væran blund en vektu mig hinum megin. Jóhann P. Magnússon orti: Sólin blandar skini skúr, skrýðist blómum jörðin. Hugur leitar útlegð úr inn í Skagafjörðinn. Andrés Valberg orti á ferðalagi: Ólund herðir átökin, okkar skerðist rómur af því ferðafleygurinn fer að verða tómur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Íslenskun eiginnafna, kaupfélagið og veðrið Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ÉG KEYPTI MEGRUNARKATTAMAT ÞETTA VERÐUR AÐ ENDAST FYRIRSAGNIR MORGUNDAGSINS VERÐA ÞÉR EKKI AÐ SKAPI AHHA! ROMM KAKA! ÞETTA ER EKKI ROMM- KAKA!! HÚN ER ÞAÐ NÚNA! „EF ÉG HEF EKKI EFNI Á VIRKILEGA DÝRRI AFMÆLISGJÖF ÞÁ KAUPI ÉG EKKI NEITT. ÞANNIG AÐ ÉG KEYPTI EKKERT FYRIR ÞIG.“LÁGMENNINGARGRÍN ELDIST ILLA. HANN FÉKK MIG ALLTAF TIL AÐ HLÆJA. ... allt sem er dásamlegt vafið upp í þér Víkverja er nákvæmlega samahver verður Evrópumeistari í fótbolta á sunnudag, vegna þess að íslenska landsliðið hefur þegar sigr- að, hvernig sem á það er litið. x x x Undanfarnar vikur hefur lífið fyrstog fremst snúist um EM og sér- staklega landslið Íslands í keppninni í Frakklandi. Vinnutími hefur verið aðlagaður leiktíma, rétt eins og mat- artími, íhugunartími, æfingatími, svefntími, þrifatími, frítími og annar tími. x x x Vegna EM hafa ýmsir íþrótta-viðburðir fari ofan garðs og neð- an. Þeim ber þó að halda til haga. Að minnsta kosti sumum. x x x Á sama tíma og Íslendingarsleiktu sólina hérlendis og á suðurströnd Frakklands fyrir skömmu tryggði kvennalandsliðið í blaki sér sæti á Evrópumóti smá- þjóða á næsta ári. Þrír sigrar í þremur leikjum komu liðinu jafn- framt á annað stig undankeppni HM 2018. x x x Fimleikakonan Eyþóra ElísabetÞórsdóttir, setti hollenskt met og varð hollenskur meistari í fjöl- þraut. Talið er líklegt að stúlkan, sem á íslenska foreldra, hafi tryggt sér sæti í hollenska ólympíuliðinu, sem keppir á Ólympíuleikunum í Brasilíu síðar í sumar. x x x Birgit Rós Becker setti fjögur Ís-landsmet á HM í klassískum kraftlyftingum í Bandaríkjunum og íslenska karlalandsliðið í körfu- knattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, varð Norðurlandameistari. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var valinn besti leikmaður mótsins. x x x Fótboltinn rúllaði líka hér heima.Willum Þór Þórsson var ráðinn þjálfari KR og Fylkir fagnaði fyrsta sigrinum í Pepsi-deildinni í ár. ÍA vann tvo leiki í röð og Garðar Gunn- laugsson settist í stól markakóngs deildarinnar. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn, öll mín þrá er þér kunn og andvörp mín eru eigi hulin þér. (Sálmarnir 38.10) Viðurkennd gæðateppi, slitsterk, ofnæmisprófuð og samþykkt af Mannvirkjastofnun. Óhreinindavörn sem lengir líftíma teppanna og léttir þrif. Stigahúsateppi Mikið úrval! Mælum og gerum tilboð án skuldbindinga og kostnaðar Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Sérverslun með teppi og parket

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.