Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.07.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016 „Mér líst vel á það og er að vona að eitthvað af þessu náist í gegn og við náum einhvers konar samkomulagi og lendingu á þinginu,“ segir Ró- bert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar og fulltrúi hennar í stjórnarskrárnefndinni, spurður hvort honum hugnist að leggja frumvörpin þrjú til breytinga á stjórnarskrá fram á komandi sum- arþingi. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggj- ur af knöppum tíma sem fengist til afgreiðslu málsins. „Það á alveg að vera hægt að gera það en það er bú- ið að vinna þetta gríðarlega mikið og mjög mikið af efni liggur til grund- vallar því sem búið er að gera,“ bæt- ir hann við þó svo að tillögurnar séu ekki öllum að skapi. „Þannig er það þegar verið að er að gera stjórn- arskrá – menn verða að vera til- búnir að slá af ítrustu kröfum sínum og gera sér grein fyrir því að þetta þarf að vera samkomulagsatriði.“ Langt yfir sársaukamörk „Það var ekki samstaða í nefnd- inni og sjálf hef ég sagt áður að þessi málamiðlun sem hefur komið út úr þessari nefnd hefur farið langt yfir mín sársaukamörk,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar og fulltrúi hennar í stjórnarskrár- nefndinni, um frumvörpin þrjú til stjórnskip- unarlaga. „Þessi nefnd hefur skilað niðurstöðum og síðan tekur pólitíkin við.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þing- maður Pírata, vildi ekki tjá sig sér- staklega um frumvörp stjórnar- skrárnefndar en sagði að þessi mál yrðu rædd þegar þing kæmi saman. Verða að vera tilbúin að slá af ítrustu kröfum sínum Róbert Marshall Helgi Hrafn Gunnarsson Valgerður Bjarnadóttir Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra frumvörp til stjórnarskipunarlaga að nýjum ákvæðum í stjórnarskrá um þrjú til- tekin efni. Þau fjalla um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis- og náttúruvernd og þjóðaratkvæða- greiðslur að kröfu hluta kjósenda. Sigurður Ingi Jó- hannsson, for- sætisráðherra, segir ánægjulegt að nefndin sé bú- in að skila þess- um tillögum af sér, en að þeim hafi verið unnið býsna lengi. „Ég held að það sé nauðsyn- legt að kanna hvort ekki sé skynsamlegt að reyna að leggja þetta fyrir þingið núna í sumar því að vilji menn koma þess- um ákvæðum inn í stjórnarskrá þá er tækifæri núna og langt í að næsta tækifæri opnast“ segir Sigurður Ingi. Hann vísar þar til þess að breytingarnar þyrfti að samþykkja á yfirstandandi þingi og síðan að nýju á þingi eftir kosningar. Hann segir að tillögur nefndar- innar séu niðurstaða málamiðlana á milli ólíkra hópa til að ná sem víð- tækastri samstöðu, þó að vissulega fylgi sérbókanir niðurstöðunni. Spurður um það atriði að 15% kosn- ingarbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi segir hann að skiptar skoð- anir séu um hver þröskuldurinn eigi að vera. Þetta sé niðurstaða mála- miðlana á milli allra flokka á þingi til að ná sem víðtækastri sátt. „Ég held að það væri tillögunnar virði að láta á það reyna hvort við gætum náð að ljúka þessu á síðsumarsþinginu,“ segir forsætisráðherra. Hann segir áhugavert, og margir hafi talað fyrir því, að það sé nauð- synlegt að koma auðlindaákvæði inn í stjórnarskrána sem og ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og það ger- ist með þessum tillögum. Sama eigi við um þriðja þáttinn, sem fjalli um náttúruna. Hann segir ánægjulegt að þetta verklag skuli hafa verið notað og þessi niðurstaða liggi fyrir. Vinnu- brögðin séu í samræmi við það sem til að mynda nágrannar á Norður- löndunum, t.d. Norðmenn, hafi við- haft. Þeir hafi tekið afmarkaða þætti fyrir í hvert sinn og endur- skoðað stjórnarskrána með þeim hætti. Leiði aldrei til varanlegs eignarréttar Á heimasíðu forsætisráðuneytis- ins er greint frá tillögum stjórnar- skrárnefndar og meginefni frum- varpanna. Í frumvarpi um þjóðareign á nátt- úruauðlindum er sett fram almennt ákvæði um að auðlindir náttúru Ís- lands tilheyri íslensku þjóðinni og jafnframt kveðið á um meginfor- sendur auðlindanýtingar. Mælt er fyrir um þjóðareign á náttúruauð- lindum og landsréttindum sem ekki eru háð einkaeignarrétti. Loks er sett skilyrði fyrir veitingu heimilda til nýtingar auðlinda í eigu ríkisins og í þjóðareign og kveðið á um skyldu ríkisins til þess að taka að jafnaði eðlilegt gjald fyrir og gæta jafnræðis og gagnsæis. Tekið er fram að slíkar heimildir leiði aldrei til varanlegs eignarréttar eða óaft- urkallanlegs forræðis yfir náttúru- auðlindum eða landsréttindum í þjóðareign. Ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis Í frumvarpi um umhverfis- og náttúruvernd er mælt fyrir um að ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvíli sameiginlega á öllum og að verndin skuli grundvallast á varúð- ar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Einn- ig segir að stuðlað skuli að því að fjöl- breytni náttúrunnar sé viðhaldið og vöxtur lífríkis og viðgangur tryggð- ur. Í frumvarpi um þjóðaratkvæða- greiðslur að kröfu hluta kjósenda er lagt til að 15% kosningarbærra manna geti knúið fram þjóðarat- kvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. Undanskilin eru þó fjárlög, fjárauka- lög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðrétt- arskuldbindingum. Enn fremur er mælt fyrir um að sama hlutfall kosn- ingarbærra manna geti skotið álykt- unum Alþingis um heimild til full- gildingar á þjóðréttarsamningum til þjóðaratkvæðis. Til að hnekkja lögum eða ályktun í þjóðaratkvæðagreiðslu þurfi meiri- hluti að greiða atkvæði gegn tillögu, sem jafnframt sé að minnsta kosti 25% kosningarbærra manna. Frumvörpin þrjú eru í meginatrið- um samhljóða þeim drögum sem kynnt voru opinberlega 19. febrúar síðastliðinn. Nefndarmenn voru ekki á einu máli um það að hve miklu leyti athugasemdir sem fram komu við samráð kölluðu á breytingar á frum- varpsdrögunum og einungis voru gerðar þær breytingar sem allir nefndarmenn gátu fallist á, segir á vef forsætisráðuneytisins. Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti, er formaður stjórnarskrárnefndar. Aðrir fulltrú- ar í nefndinni voru tilnefndir af þeim stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á Alþingi, fjórir af ríkisstjórnarflokk- um og fjórir af stjórnarandstöðu. Niðurstaða málamiðlana  Stjórnarskrárnefnd hefur afhent þrjár tillögur um breytingar á stjórnarskrá  Til skoðunar hjá forsætisráðherra að leggja frumvörpin fyrir þingið síðsumars Morgunblaðið/Ómar Breytingar Stjórnarskrárnefnd hefur skilað af sér frumvörpum til forsætisráðherra sem kveða á um breytingar á stjórnarskránni. Sigurður Ingi vill athuga hvort skynsamlegt sé að leggja frumvörpin fyrir þingið í sumar. Sigurður Ingi Jóhannsson „Það er gert ráð fyrir mjög stuttu sumarþingi og ég á bágt með að sjá að það sé raun- hæft að afgreiða efnismiklar stjórnarskrár- breytingar á þeim tíma,“ segir Birgir Ármanns- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins og fulltrúi hans í stjórn- arskrárnefnd, um frumvörpin þrjú til stjórnskipunarlaga sem stjórnar- skrárnefnd hefur nú afhent for- sætisráðherra, en til greina kemur af hálfu forsætisráðherra að leggja þau fram á sumarþingi sem hefst um miðjan ágúst. „Það hefur alltaf verið gert ráð fyrir því að forystumenn allra flokka á þingi ættu með sér samráð um framhaldið – mér er ekki kunn- ugt um að það hafi átt sér stað enn,“ bætir hann við. Telur hann einnig breytt stjórn- málaástand setja störf nefndar- innar í annað samhengi, en bæði hafi starfstími nefndarinnar styst og stjórnmálaflokkarnir séu nú all- ir komnir í undirbúning fyrir al- þingiskosningar, sem flýtt var um sex mánuði. „Það er viðbúið að flokkarnir muni hver fyrir sig skerpa á áherslum sínum í stjórn- arskrármálunum og það er álitamál hvort það ferli verði til þess að auka líkurnar á samkomulagi af þessu tagi.“ laufey@mbl.is Breytingar óraun- hæfar á sumarþingi Birgir Ármannsson „Við erum að ræða hér um gríðarlega mikil- vægt mál sem við þurfum að vera mjög raunhæf með og það á ekki að vera að slá neinar pólit- ískar keilur í kringum það að mínu viti heldur einmitt gefa okkur góðan tíma “ segir Katrín Jakobs- dóttir, formaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs og fulltrúi flokksins í stjórnarskrárnefndinni, um möguleika þess að frumvörpin þrjú sem nefndin hefur nú skilað forsætisráðherra verði lögð fram til afgreiðslu á komandi sumarþingi. Telur hún raunhæfara að gera málið að forgangsmáli eftir næstu kosn- ingar. Betra hefði verið ef niðurstaðan hefði fengist fyrr í ferlinu og önnur staða væri uppi ef kosningar væru á hefðbundnum tíma. „Það er mjög skammur tími og við verðum að átta okkur á því að í svona máli verður málfrelsið ekki tekið af þingmönnum.“ laufey@mbl.is Málfrelsið ekki tekið af þingmönnum Katrín Jakobsdóttir Á vef forsætisráðuneytisins má finna bókanir nefnd- armanna stjórnarskrárnefndar þar sem þeir fara yfir ýmis at- riði sem ekki hlutu hljóm- grunn í vinnu nefndarinnar. Fulltrúar stjórnarandstöð- unnar töldu að setja þyrfti þriðju stoð Árósarsáttmálans í ákvæðið um umhverfisvernd og skilgreina hvert eðlilegt gjald í auðlindaákvæðinu væri. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins töldu synjunarþröskuld við þjóðaratkvæðagreiðslur vera of lágan ásamt hlutfalli kosn- ingabærra manna sem færu fram á slíka atkvæðagreiðslu. Bóka ólíkar skoðanir STJÓRNARSKRÁRNEFND BARNAGÆSLA VERÐ1.250,-fyrir barniðSystkynaafsláttur25% Barnapö fyrir k krakk *3 ára og el Börn geta dvalið í allt a ssun áta a* dri. ð 2 klst. í sen www.smarativoli.is / Sími 534 1900 / Smáralind SKEMMTUN FYRIR ALLA!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.