Morgunblaðið - 09.07.2016, Side 5

Morgunblaðið - 09.07.2016, Side 5
FRÉTTIR 5Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 En hvað er eiginlega í gangi? „Mér var bent á að okkur hefði ein- faldlega láðst að sækja um leyfi bæði hjá huldufólki og framliðnum og skakkaföllin við boranirnar að und- anförnu helgast því jafnvel af því,“ segir Halldór Gunnlaugsson á Ríp í samtali við Morgunblaðið. Hjá fólki í Hegranesi hefur al- mennt gilt sú regla að þegar farið er í verklegar framkvæmdir af ýmsum toga verði að fá samþykki þeirra sem sjást ekki. Gildir þá að ganga að fyrirhuguðu verksvæði og biðja leyfis í hljóðri bæn. „Nesbúar þekkja þetta vel af sög- um fyrri ábúenda og yfirleitt er leyfi úr annarri veröld auðfengið. Ef ekki lætur huldufólkið þá af sér vita með einhverju móti. Þetta hafa margir reynt. Í ljósi þess hvernig gengið hefur að undanförnu finnst mér sennilegt að borað verði á nýjum stað, en að undanförnu höfum við verið alveg ansi nálægt kirkjugarðs- veggnum,“ segir Halldór á Ríp. Merkilegur vandræðagangur eftir Morgunblaðsgrein Að sögn Birgis Þórðarsonar, bónda á Ríp, er hugsanlegt að bor- staðurinn sé gamall kirkjugarður, en þarna hefur verið kirkja í margrar aldir. „Atburðarásin nú kemur mér alls ekki á óvart,“ segir Birgir, sem í síðasta mánuði var í viðtali við Morgunblaðið og sagði frá álfa- trúnni í Hegranesi. Greindi hann þar frá skakkaföllum í búskap sínum sem orðið hafa er faldir Hegranes- ingar eru ekki með í ráðum. Þannig missti Birgir eitt sinn fjölda lamba sem fóru í skurð og drápust þegar leyfi til túnræktar vantaði. Fleiri dæmi frá Ríp sem illa verða útskýrð svo vel má nefna. „Það er alveg merkileg hending að þessi vandræðagangur við bor- anirnar nú komi upp svo skömmu eftir Moggagreinina sem birtist um daginn,“ segir Birgir. Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Það er ekki á hverjum degi sem verða til ný götuheiti í Reykjavík,“ sagði Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, í stöðuupp- færslu á Facebook-síðu sinni en ráð- ið samþykkti nýlega tillögu nafna- nefndar að götuheitum í nýja Vogahverfinu sem rísa mun á næstu árum austan Sæbrautar. Samkvæmt deiliskipulags- tillögu sem er í vinnslu hyggst Reykjavíkurborg breyta svæðinu, sem í dag er eingöngu atvinnusvæði, í íbúða- og atvinnusvæði þar sem að- eins fjórðungur húsnæðis verður ætlaður atvinnustarfsemi. Gert er ráð fyrir 1.100 íbúðum í hverfinu eft- ir breytingarnar. Nýtt skeið í byggingarsögu „Þau eru öll tengd skipum. Skektuvogur, Trilluvogur, Arkar- vogur, Bátavogur, Kuggavogur og Drómundarvogur. Einnig verða til torgin: Skutulstorg, Vörputorg, Sökkutorg og Öngulstorg,“ segir Hjálmar ennfremur um hin nýju götuheiti í stöðuuppfærslu sinni en hverfið í heild afmarkast af Klepps- mýrarvegi, Sæbraut og Súðarvogi. Þá segir Hjálmar að nú sé hafið nýtt skeið í byggingarsögu borg- arinnar en í stað þess að byggja borgina stöðugt út á við, eins og gert hefur verið síðustu 60 árin, verði hún byggð inn á við næstu árin og ára- tugina, til að nýta betur takmarkað byggingarland og dýra innviði. Það sé í samræmi við nýtt aðalskipulag Reykjavíkur fyrir árin 2010-2030. Breytingin á Vogahverfinu kall- ar á endurbyggingu á öllum inn- viðum hverfisins og segir á vef Reykjavíkurborgar að það eigi sér ekki fordæmi í Reykjavík að endur- byggja og breyta svo stóru svæði. Ný götuheiti samþykkt fyrir Vogahverfi  Trilluvog og Drómundarvog má finna í endurskipulögðu Vogahverfi Morgunblaðið/Styrmir Kári Vogahverfi Borgarstjóri und- irritaði samning um hverfið. Kvikmyndafyrirtækið Pegasus af- henti á dögunum samfélagsstyrki á Reyðarfirði að andvirði einnar millj- ónar króna. Fyrirtækið vildi með þessu þakka fyrir velvild íbúa fjarð- arins á meðan sjónvarpsserían Fortitude var tekin upp á svæðinu. Pegasus var meðframleiðandi sjón- varpsseríunnar. Styrkirnir voru tveir talsins og hlaut Leikskólinn Lyngholt 500 þús- und krónur til kaupa á þroskaleik- föngum og Hollvinafélag utanspít- alaþjónustu í Fjarðarbyggð hlaut aðrar 500 þúsund krónur upp í kaup á hjartahnoðtæki. Pegasus hafði einnig veitt Grunnskólanum á Reyðarfirði eina milljón króna í styrk til kaupa á spjaldtölvum þegar tökum á fyrri þáttaröð Fortitude lauk. Snorri Þóris- son, aðaleigandi Pegasus, segir fyrirtækið afar þakk- látt fyrir velvild heimamanna meðan á tökum stóð, í samtali við Austur- frétt. Þá sé mikill áhugi á því að halda þáttaröðinni áfram. Vilja borga vel- vildina til baka Fortitude  Pegasus veitir styrk vegna Fortitude Öryggisnefnd Félags íslenskra flug- umferðarstjóra hefur sent frá sér yf- irlýsingu þar sem þeir fordæma við- brögð ISAVIA við því ástandi sem skapaðist á Keflavíkurflugvelli á fimmtudaginn þegar einungis einn flugumferðarstjóri í stað þriggja var á vakt í átta klukkustundir. Umferð um völlinn takmarkaðist á þeim tíma þrisvar við neyðar- og sjúkraflug, hálftíma í senn, svo flug- umferðarstjórinn gæti fengið þann lágmarkshvíldartíma sem kveðið er á um í reglum. „Að mati öryggisnefndar FÍF er mikið ábyrgðarleysi fólgið í því að draga úr alvarleika þeirrar for- dæmalausu stöðu sem skapaðist þennan dag. Ljóst er að ekkert svig- rúm var fyrir hendi til að bregðast við tilfallandi álagi og óvæntum að- stæðum,“ segir í yfirlýsingu félags- ins. „Álag á flugumferðarstjóra hefur aukist gífurlega á undanförnum ár- um með síaukinni flugumferð um ís- lenska flugvelli og íslenska flug- stjórnarsvæðið. Á sama tíma stendur fjöldi flugumferðarstjóra sem starfa á Íslandi nánast í stað og yfirvinna þeirra til þess að halda flugumferðinni gangandi er löngu orðin óhófleg. Viðbrögð Isavia hafa sýnt sig vera ófullnægjandi til að bregðast við ástandinu og engum getur lengur dulist að flugöryggi er ógnað. Þess vegna er tafarlausra úr- bóta þörf,“ segir í yfirlýsingunni. Grafalvarleg ógn við flugöryggi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.