Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is „Ég hef búið hér á Íslandi í 19 ár og sendi reglulega póst til og frá Póllandi en þetta sem ég lendi í akkúrat núna geri mig alveg vondan,“ segir Daniel Bednarek, sem segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við Póstinn. Daniel sendi tvö bréf í ábyrgðarpósti til Póllands dagana 23. maí og 10. júní sem innihéldu mikilvægar upplýsing- ar fyrir eiginkonu hans. Bréfin týnd- ust um tíma og skiluðu sér ekki í rétt- ar hendur fyrr en í upphafi vikunnar, annað rúmlega þremur og hitt um 6 vikum eftir að þau voru send. Áætl- aður sendingartími slíkra bréfa er 8 dagar, samkvæmt skriflegu svari frá Póstinum. Miklir fjárhagslegir hagsmunir Forsaga málsins er sú að eiginkona Daniels lenti í bílslysi hér á landi þann 22. júní 2015 og lá í kjölfarið í viku á Landspítalanum og hefur verið í end- urhæfingu síðan. Núna er hún stödd í Póllandi og hefur þar ráðið sér lög- mann til þess að reka fyrir sig skaðabótamál vegna slyssins. Vegna þess máls þurfti hún ýmis gögn frá Íslandi sem Daniel sendi til hennar með ábyrgðarpósti þann 23. maí. Daniel þurfti að greiða löggiltum skjalaþýðanda rúmlega 80 þúsund krónur fyrir þýðingu gagnanna. Í síðara bréfinu, sem sent var þann 10. júní, voru myndir úr sneiðmyndatöku sem eiginkona hans fór í á Landspítalanum. Í framhaldinu ákvað Daniel því að notast við DHL- póstþjónustu, sem kostar meira, en þá skilaði pakkinn sér aðeins nokkr- um dögum síðar. Teikning skoðuð í tollinum Í tilraunaskyni ákvað eiginkona Daniels að senda honum pakka frá Varsjá og athuga hve langan tíma tæki að senda pakka þaðan. Pakkinn fór af stað þann 20. júní, en í honum var súkkulaðistykki og teikning sem sonur þeirra hjóna hafði teiknað. „Súkkulaðið kostar um 500 krónur í Póllandi en teikningin er ómetanleg,“ segir Daniel. Pakkinn kom til lands- ins í vikunni en var stöðvaður í toll- inum, líkt og allt það sem Daniel fær sent að eigin sögn, og því fékk hann ekki pakkann fyrr en nokkrum dög- um síðar. „Ég skil alveg að það þarf að vera á varðbergi því auðvitað send- ir fólk ýmislegt með pósti, en ég hafði hringt og látið vita nákvæmlega hvað var í pakkanum. Ég er ósáttur með þetta,“ segir Daniel. Í skriflegu svari frá Póstinum segir að pósturinn taki ekki ábyrgð á óbeinu tjóni sem verði vegna seink- unar á afhendingu. Á hinn bóginn er ekki algengt að sendingar týnist, en það kemur þó fyrir. Þegar slíkt gerist er ábyrgðarpóstur tryggður fyrir allt að 3.500 krónur en pakkasendingar fyrir allt að 22.500 krónur. Telur mikilvæg gögn vera ótrygg í pósti  Ábyrgðarpóstur til Póllands var um 6 vikur á leiðinni Morgunblaðið/Ófeigur Pakki Daniel fékk súkkulaðiplötu og teikningu frá syni sínum í pakkanum sem tók tvær vikur að komast til Íslands. Daniel Bednarek Elvar Ingimundarson elvar@mbl.is Píratar íhuga að halda eitt sameig- inlegt prófkjör fyrir kjördæmin Reykjavík norður, Reykjavík suður og Suðvesturkjördæmi og liggur til- laga þess efnis fyrir á vefsíðu þeirra þar sem hægt er að greiða atkvæði um hana. Í prófkjörinu íhuga þeir að nota dreifilista til að raða frambjóðendum í sæti í kjördæmunum og verður einnig kosið um það á vefsíðu þeirra hvort dreifilistafyrirkomulagið verð- ur notað í prófkjörinu á höfuðborgar- svæðinu. Nýtt fyrirkomulag í prófkjöri „Þetta er alveg nýtt fyrirkomulag svo félagsmennirnir þurfa að velja hvort þeir vilja nota það eða ekki. Þetta fyrirkomulag virkar þannig að allir frambjóðendur í þessum þremur kjördæmum eru saman og þú kýst fólkið sem þér líst best á. Síðan rað- ast fólk í efstu sætin. Þeir sem eru þrír efstir á dreifilistanum geta allir ákveðið að taka fyrsta sæti hver í sínu kjördæmi. Þannig er þremur sætum úthlutað í einu. Þrír í fyrsta sæti, þrír í annað sæti og svo framvegis,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. Safna spurningum á netinu Hún segir Pírata hafa sett upp hóp á vefnum Betra Ísland þar sem óskað er eftir aðstoð almennings við að finna spurningar til að leggja fyrir frambjóðendur Pírata í prófkjörum á höfuðborgarsvæðinu en hún á von á því að rúmlega hundrað manns gætu boðið sig fram á lista í kjördæmunum þremur. „Ef dreifilistafyrirkomulagið verð- ur samþykkt munum við safna spurn- ingum á Betra Ísland og leggja þær fyrir frambjóðendur í þessum þrem- ur kjördæmum. Kjósendur munu síð- an svara spurningunum og þá verður hægt að tengja saman svör kjósenda og frambjóðenda svo kjósendur geta fundið þá frambjóðendur sem hafa sömu skoðanir og þeir,“ segir Sigríð- ur. Einu prófkjöri lokið Prófkjöri Pírata er lokið í Norð- austurkjördæmi. Prófkjörið þar var líkt og öll prófkjör Pírata fyrir næstu kosningar lokað og tóku 78 manns þátt í kosningunni. Samkvæmt reglum Pírata hafa einungis þeir sem skráðir hafa verið í flokkinn 30 dög- um áður en kosningu lýkur kosninga- rétt í prófkjörum flokksins. Opið fyrir framboð Opið er fyrir framboð í prófkjöri Pírata í kjördæmunum Reykjavík norður, Reykjavík suður, Suðvest- urkjördæmi, Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi og er fram- boðsfrestur til 1. ágúst nema í Norð- vesturkjördæmi þar sem hann er til 7. ágúst. Kjörgengir eru allir skráðir Píratar. Þeir sem vilja kjósa í þessum próf- kjörum verða að hafa skráð sig í flokkinn í síðasta lagi mánudaginn 11. júlí nema í Norðvesturkjördæmi þar sem fresturinn er til 15. ágúst. Prófkjör Pírata í fullum gangi  Listi klár í NA-kjördæmi  Opið fyrir framboð í öðrum kjördæmum Lýðræði Fjöldi fólks hefur boðið sig fram í prófkjör Pírata víða um land. „Þetta eru fyrirmæli sem eru sett í því skyni að tryggja það að háttsemi af þessu tagi endurtaki sig ekki,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, en Sam- keppniseftirlitið (SE) sektaði Mjólk- ursamsöluna (MS) á dögunum vegna alvarlegra brota á samkeppnislög- um og kvað einn- ig á um það í ákvörðun sinni að MS sætti eftirliti óháðs eftirlits- aðila um óákveð- inn tíma sem legði árlegt mat á það hvort félagið gætti jafnræðis, hlutlægni og gagnsæis í viðskiptum með hrámjólk í samræmi við fyrirmæli ákvörðun- arinnar. MS er gert að tilkynna SE innan tveggja mánaða frá dagsetningu ákvörðunarinnar, þann 7. júlí, um til- nefningu óháða aðilans. Segir í ákvörðuninni að niðurstöður hins óháða aðila skuli vera rökstuddar og í skriflegu formi og aðgengilegar SE ef það kalli eftir þeim. „Þetta eru þær aðgerðir og sú ákvörðun sem við teljum vera í sam- ræmi við samkeppnislög,“ segir Páll en fordæmi séu fyrir því að SE hafi beitt fyrirmælum þar sem tilsjónar- menn eru tilnefndir. Nauðsynlegar aðgerðir „Það er verið að draga lærdóm af fortíðinni, það er að þetta fyrirtæki hefur verið talið brjóta samkeppn- islög með svipuðum hætti áður og þá var ekki gripið til neinna aðgerða af þessu tagi og raunar ekki heldur sektað, árið 2006. En núna er það metið svo að það sé nauðsynlegt,“ segir Páll en ákvörðuninni verður eins og áður hefur komið fram áfrýj- að til áfrýjunarnefndar samkeppnis- mála af hálfu MS og þá kemur end- anlega í ljós hvort ákvörðun SE stenst skoðun. Hinum óháða eftirlitsaðila er einn- ig ætlað að fylgjast með aðskilnaði MS á sölu hrámjólkur frá annarri starfsemi fyrirtækisins. Þá er MS aðeins heimilt að bjóða mismunandi viðskiptakjör, t.d. magnafslátt, tengd sölu á hrámjólk, ef sannanlega málefnalegar og hlut- lægar ástæður standa til þess. MS þarf á hverjum tíma að geta sýnt fram á þau rök sem liggja til grund- vallar slíkum ákvörðunum. laufey@mbl.is Draga lærdóm af fortíðinni  Óháður aðili hafi eftirlit með MS Páll Gunnar Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.