Morgunblaðið - 09.07.2016, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 09.07.2016, Qupperneq 13
Ljósmyndir/Kim S. Brockie Tríó Jónas Ásgeir, Helga Kristbjörg og Jón Þorsteinn mynda harmonikutríóið íTríó sem spilar allt frá klassískri tónlist til dúndrandi klúbbatónlistar. ákvað svo að fara í meira nám og fór til Kaupmannahafnar.“ Helga Kristbjörg lauk mastersnámi í vor en ætlar að búa áfram í Kaup- mannahöfn og spila sjálf og með tríóinu. Jón Þorsteinn ólst upp á mjög tónlistarríku heimili, en móðir hans er tónlistarkennari og org- anisti. „Mamma keypti harmoniku þegar ég var mjög lítill. Bróðir minn sem er fimm árum eldri en ég byrjaði að spila á þessa litlu harmoniku og þegar hann fékk stærri harmoniku þegar hann var orðinn eldri fékk ég þessa litlu. Ég leit upp til hans og fannst mjög töff að hann væri að spila á harm- oniku. Þegar ég var 8 ára fór ég að læra á hljóðfærið, en þá var ég aðeins búinn að læra á blokkflautu og píanó.“ Jón Þorsteinn segir kostinn við að búa í litlu samfélagi vera falinn í því að hafa fengið fjölmörg tækifæri til að koma fram. „Ég hef til dæmis spilað mikið á Vesturfarasetrinu á Hofs- ósi og á alls konar jólaböllum með bróður mínum. Ég fékk því mörg tækifæri snemma til að koma fram.“ Jón Þorsteinn lauk framhaldsprófi á harmonikuna í Tónlist- arskóla Skagafjarðar og útskrif- aðast á sama tíma úr Framhalds- skólanum á Sauðárkróki. „Ég flutti svo suður til Reykjavíkur og var heilmikið að spila þar og söng einnig í ýmsum kórum.“ Jón flutti svo til Danmerkur fyrir fjórum ár- um og hóf nám í Konunglega danska tónlistarháskólanum. Jónas Ásgeir byrjaði að læra á harmoniku níu ára gamall í Tón- listarskóla Eddu Borg, hjá Guð- mundi Samúelssyni. „Ég vildi vera aðeins öðruvísi en allir hinir krakkarnir og kennarinn minn hafði svo mikla ástríðu fyrir harm- onikunni sem heillaði mig upp úr skónum,“ segir Jónas Ásgeir. Hann lauk framhaldsprófi árið 2013 og fór ári seinna til Kaup- mannahafnar. „Svona til að elta Jón og Helgu.“ Nútímalegt en fjölbreytt tríó Nafn tríósins, íTríó, á sér skemmtilega sögu. „Við lesum öll nótur af iPad og í kjölfarið byrjaði kennarinn okkar og samnemendur að kalla okkur iTrio í gríni. Við ís- lenskuðum það í íTríó sem getur staðið fyrir Ísland eða það að við séum öll „í tríói“,“ segir Helga Kristbjörg. Þó svo þau nýti sér nýjustu tækni við spilamennskuna vilja þau halda uppi fjölbreyttri efnisskrá með verkum frá ólíkum tímabilum og stílum til að höfða til sem flestra áheyrenda, meðal ann- ars með samtímatónlist, barokk- tónlist, þjóðlögum, tangó og rytm- ískum og mínímalískum verk. Tónleikarnir á morgun verða engin undantekning þar sem tónleika- gestir munu upplifa tilfinningakalt finnskt rifrildi, sjóðheitan sígauna- gleðskap, blóðheitan argentískan tangó, draumkennda geimferð meðal stjarnanna og ef til vill franska tóna og dúndrandi klúbba- músik, að sögn tríósins. Eitt af markmiðum tríósins er einnig að vekja athygli á harm- onikunni sem hljóðfæri og mögu- leikum hennar. „Okkur langar að kynna fyrir fólki hvað harmonikan hefur upp á að bjóða og útvíkka þá hugmynd sem fólk hefur um hljóð- færið,“ segir Helga Kristbjörg. „Maður er ennþá að reka sig á það að fólk verður mjög hissa á tónlist- inni sem hægt er að spila á harm- onikuna og það er ljóst að það er mikið verk fram undan að kynna hljóðfærið,“ segir Jón Þorsteinn og telur það vera spennandi tækifæri. „Það er gaman að þó svo að það sé árið 2016 er ennþá hægt að kynna nýja hluti og möguleika fyrir fólki.“ Keppa í helsta harmonikubæ heims Hópurinn undirbýr sig nú fyr- ir harmonikukeppni á Ítalíu sem fram fer í september. „Keppnin er haldin á hverju ári í bænum Cas- telfidardo, sem er mesti harm- onikubær í heimi, en þar eru margar harmonikuverksmiðjur þannig að maður getur farið í skoðunarferðir og það er mikil harmonikustemning í bænum,“ segir Helga Kristbjörg. Flokkarnir eru fjölmargir og ætlar tríóið að taka þátt í kammerkeppni. Auk þess ætlar Jónas Ásgeir að taka þátt í einleikarakeppninni. „Þetta er ein af stærstu keppn- unum sem hægt er að taka þátt í,“ segir Jónas Ásgeir, sem ætlar lík- lega að flytja klassíska eða nú- tímatónlist í keppninni. „Í bache- lor-náminu er maður aðallega að reyna að þróa tæknina og í Kaup- mannahöfn er mikið um nútíma- tónlist og klassík í bland og ég er að einbeita mér að því núna og þróa stílinn. En svo kemur að því að maður þarf að ákveða hvað maður ætlar að gera, en núna finnst mér ótrúlega gaman að spila allt sem ég get fengið. Með tríóinu er ég að spila meira popp og svo er ég í tangósveit. Það er gaman að þessu öllu.“ Jónas Ásgeir lýkur grunnnáminu á næsta ári og stefn- ir á masterinn líkt og Helga Krist- björg og Jón Þorsteinn. „Svo lang- ar mig í skiptinám til Peking í Kína. Eftir það er aldrei að vita hvað ég geri.“ Jón Þorsteinn á eitt ár eftir af meistaranáminu og leit- ar hugurinn heim fljótlega eftir það, telur hann. „Þá tekur við að spila og kenna hérna heima og miðla þessari harmonikureynslu áfram.“ Næsta verkefni á eftir keppninni er komið á hreint, en það er einnig á Ítalíu. „Við munum koma fram á tónlistarhátíð á Suð- ur-Ítalíu í október, í einum elsta bæ í heimi, Matera og verðum lokaatriðið þar,“ segir Helga Krist- björg. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 ER MYNDAVÉLIN ÍÞYNGJANDI? Lausnir frá Peak Design auðvelda að ferðast með myndavélina hvert sem er. EVERYDAY MESSENGER TÖSKUR FRÁ PEAK DESIGN Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar stendur nú sem hæst á Egilsstöðum. Þriggja daga hátíðahöld hófust með pomp og pragt í gær, en þeir sem ekki komust þá ættu að geta bætt sér það að einhverju leyti upp í dag og á morgun, en hátíðinni lýkur á sunnudaginn. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og sniðin að íþróttafólki á öllum aldri sem og örgustu antisportistum. Af ýmsu er að taka, kl. 9 í dag, laug- ardag, geta þeir árrisulu til dæmis fylgst með Eskjumóti í sundi í sund- lauginni á Egilsstöðum eða frjáls- íþróttamóti á Vilhjálmsvelli fyrir 11 ára og eldri kl. 11. Fornleikar verða svo kl. 16 í Minjasafni Austurlands í Tjarnargarði, kl. 17 er zumba og gleði í Tjarnargarðinum og kl. 19 grill og gaman í Bjarnadal, þar sem keppt verður í ringó og strandblaki. Þá er sunnudagurinn 10. júlí ekki heldur viðburðasnauður; frjáls- íþróttamót, botsíamót, rathlaups- keppni, bogfimikynning, bardaga- smiðja, fjölskylduathlaup og fjallahjólakeppni svo fátt eitt sé talið. Kl. 19 sýnir Leikhópurinn Lotta, leikritið Litaland í Tjarnargarði. Að- gangseyrir er þó ekki innifalið í þátt- tökugjaldi sumarhátíðarinnar. Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar á Egilsstöðum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Litaland Leikhópurinn Lotta sýnir Litaland í Tjarnardal á sumarhátíðinni. Dagskráin sniðin að íþróttafólki sem og örgustu antisportistum Helga Kristbjörg er fyrsti Ís- lendingurinn sem lýkur harm- onikunámi á háskólastigi í mörg ár, og er auk þess fyrsta ís- lenska konan sem lýkur meist- aranámi í harmonikuleik. Hún heillaðist af hljóðfærinu á hljóðfærasýningu í Tónlistar- skólanum á Ísafirði, þar sem hún ólst upp. Helga Kristbjörg lærði hjá Messíönu Mars- ellíusdóttur og síðar Vadim Fjodorov. Hún er einnig fyrsti harmonikunemandinn við Listaháskóla Ís- lands „Mig langar að vera góð fyr- irmynd fyrir unga harmonikuleik- ara og sýna þeim að hljóðfærið er góður valkostur.“ Harmoniku- frumkvöðull FYRSTI KVENKYNS MEIST- ARINN Í HARMONIKULEIK Tónleikar ítríó fara fram í Norð- urljósasal Hörpu klukkan 14 á morgun, sunnudag. Hægt er að nálgast miða á vefsíðu Hörpu, www.harpa.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.