Morgunblaðið - 09.07.2016, Page 30

Morgunblaðið - 09.07.2016, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 ✝ Hildur Ein-arsdóttir fædd- ist í Bolungarvík 3. apríl 1927. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu í Bolungarvík 27. júní 2016. Foreldrar henn- ar voru Elísabet Hjaltadóttir, f. í Bolungarvík 11.4. 1900, d. 1981, hús- móðir, og Einar Kristinn Guðfinnsson, f. á Litlabæ í Skötufirði í Ísafjarð- ardjúpi 17.5. 1898, d. 1985, útgerðarmaður í Bolungarvík. Systkini Hildar voru: Guðfinnur, f. 17.10. 1922, d. 2000, kvæntur Maríu Haraldsdóttur. Halldóra, f. 13.6. 1924, d. 2007, gift Har- aldi Ásgeirssyni, d. 2009. Hjalti, f. 14.1. 1926, d. 2013, kvæntur Halldóru Jónsdóttur. Jónatan, f. 1.7. 1928, d. 2015, fyrri eigin- kona Halla Pálína Kristjáns- dóttir, d. 1982, seinni eiginkona Sigrún Óskarsdóttir. Guð- mundur Páll, f. 21.12. 1929, d. 2013, kvæntur Kristínu Mars- ellíusdóttur, d. 2016. Jón Frið- geir, f. 16.7. 1931, d. 2015, fyrri eiginkona Ásgerður Hauks- dóttir, d. 1972, seinni eiginkona býliskona Bjarna er Bjarnveig Eiríksdóttir. 4) Ómar, f. 22.10. 1959, kvæntur Guðrúnu Mörtu Þorvaldsdóttur. Börn þeirra eru: Arnar, Katrín, Einar Bjarni og Fannar Freyr, barnabarn eitt. Hildur ólst upp og bjó alla tíð í Bolungarvík. Hún hóf nám við Menntaskólann á Akureyri 1942, en varð að hætta námi vegna lömunarveiki. Hún náði sér að mestu eftir þau veikindi og fór 19 ára til náms í húsmæðraskóla í Danmörku, með áherslu á hannyrðir og vefnað og eftir hana liggur fjöldi verka á því sviði. Hildur gekk í kirkjukór Bolungarvíkur 15 ára gömul og kvenfélagið Brautina 18 ára og var virkur félagi í hvoru tveggja vel á sjöunda áratug. Í Bolung- arvík hefur lengst af verið mikið söng- og leiklistarlíf og var Hild- ur primus motor í því starfi, með góða hæfileika á báðum sviðum, einkar söng- og ljóðelsk og kunni ógrynni söngtexta. Auk þess var hún mjög virk í öllu fé- lagsmálastarfi, ekki síst baráttu fyrir jafnrétti kvenna. Hildur sat um árabil í stjórn Sambands vestfirskra kvenna og tók snemma þátt í baráttu á vegum Kvenréttindasambands Íslands. Þá tók hún virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins og sat um tíma á Alþingi sem varamaður. Útför Hildar fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag, 9. júlí 2016, klukkan 14. Margrét Kristjáns- dóttir. Pétur Guðni f. 20.8. 1937, d. 2000, kvæntur Helgu Aspelund. Á jóladag 1949 giftist Hildur Bene- dikt Bjarnasyni, f. í Bolungarvík 9.5. 1925, d. 20.10. 2010. Foreldrar hans voru Halldóra Benediktsdóttir, f. 6.11. 1892 á Brekkubæ, Nesja- hreppi, og Bjarni Eiríksson, f. 20.3. 1888, á Hlíð í Lóni, Bæj- arhreppi. Hildur og Benedikt eignuðust fjögur börn: 1) Einar f. 6.5. 1951, kvæntur Maríu Sal- vöru Guðmundsdóttur. Börn þeirra eru: Haukur, Hildur, Guð- björg og Bryndís, barnabörn sjö. 2) Halldóra, gift Søren Ped- ersen. Börn þeirra eru: Bjarne Benedikt, Daniel og Stefan, barnabörn fjögur. 3) Bjarni, f. 9.2. 1957, kvæntist Höllu Hregg- viðsdóttur, þau skildu. Sonur þeirra er Benedikt Örn. Fyrir átti Bjarni dótturina Auðbjörgu Brynju með Katrínu Gunn- arsdóttur. Sonur Höllu og stjúp- sonur Bjarna er Hreggviður Ingason. Barnabörn sex. Sam- Í dag kveð ég með söknuði elskulega tengdamóður mína, Hildi Einarsdóttur. Fyrir um 46 árum kom ég inn í fjölskyldu þeirra Benedikts og var mér strax frá upphafi tekið eins og væri ég dóttir þeirra. Heimili þeirra var einstaklega fallegt og smekklegt, enda Hildur fagurkeri mikill. Systkini Hildar voru þá öll á lífi. Bjuggu þau sex í Bolungarvík og tvö fyrir sunnan, svo nærri má geta að oft var glatt á hjalla þegar öll þessi stóra, barnmarga og glað- væra fjölskylda kom saman. Söngelsk var Hildur með en- demum og mikið sungið þegar stórfjölskyldan kom saman. Aldr- ei lauk veislum öðruvísi en með söng. Hún var mikill gleðigjafi hvar sem hún kom og var líflegt og skemmtilegt að umgangast hana. Var hún einstaklega barnelsk, sem varð til þess að barnabörnin vildu helst sem oftast fara vestur til ömmu og afa, enda voru þau alltaf velkomin. Og ekki var spenningurinn minni þegar þau komu suður. Þreyttist hún aldrei á að leika við þau og kenndi hún þeim ótalmargar vísur og lög, sem þau búa að alla tíð. Ekkert fannst Hildi skemmti- legra en fara í leikhús og komu þau hjón einatt suður í leikhús- ferðir. Hringdi hún í miðasöluna og kynnti sig sem Hildi Einars- dóttur frá Bolungarvík, hún væri að koma suður og oftast fékk hún miða á besta stað. Hildur var einstaklega smekk- leg til fara og fannst henni mjög skemmtilegt að kaupa sér föt og punta sig. Fór ég iðulega með henni í þá leiðangra og var það ekki leiðinlegt, enda mjög árang- ursríkt. Hún elskaði sumarið og notaði hún hverja stund sem gafst að sitja í sólinni. Síðustu árin dvaldi Hildur á hjúkrunarheimilinu í Bolungar- vík. Þar var hugsað vel um hana og hvergi gat henni liðið betur. Hvíl í friði, elsku Hildur, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín, María. Elsku amma mín. Það kemur ekki á óvart að þú hafir valið bjartasta tíma ársins til að ferðast yfir á annað tilverustig og ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja þér síðasta spölinn héðan. Þú og sólin voruð vinkonur. Alls staðar þar sem var birta, gleði, hlátur og leikur, þar varst þú. Þú smitaðir aðra með lífsgleði þinni og þú áttir auðvelt með að hrífa fólk með þér. Þú varst ekki eins mikið gefin fyrir myrkur og erfið veður sem svo sannarlega voru hluti af veruleikanum í vík- inni. Þér fannst oft óþægilegt að vita til þess að komast ekkert þeg- ar Óshlíðin var lokuð. Kannski var það hluti af frelsisþörfinni sem var svo rík í þér. Þú fórst yfirleitt þín- ar eigin leiðir og varst óhrædd við að fara gegn ríkjandi straumum í samfélaginu. Þetta vissi ég og skildi fyrst þegar ég varð fullorð- in. Þessir eiginleikar og þetta við- horf endurspeglaðist í hvernig þú hagaðir lífinu og hvernig þú um- gekkst annað fólk, með opnum huga og sönnum áhuga. Ég hef aldrei upplifað annað en jákvætt viðhorf frá þér gagnvart öllu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur, sem barn, unglingur og fullorðin manneskja, og ég veit að sömu sögu segja svo ótal margir aðrir. Þú barst virðingu fyrir sjálfri þér, umhverfinu og öðru fólki. Þú skrifaðir sjálf: „Varðveit hjartað þitt framar öllu öðru, því þar eru uppsprettur lífs þíns.“ Ég sit í víkinni ykkar afa og man. Ég man þegar ég var hjá ykkur á sumrin sem stelpa. Ég tók þátt í öllu sem þið gerðuð og fannst ég eiga fullt erindi í öll verk, hvort sem það var að vinna í búðinni, snattast með afa á rúg- brauðinu eða syngja í kirkjukórn- um. Svona létuð þið okkur börnun- um líða, eins og jafningjar ykkar sem voruð eldri og vitrari. Ég dá- ist líka að því hvað þú varst óþreytandi að leika við okkur krakkana, kenna okkur nýja leiki, lög, þulur og gátur. Það eru ótelj- andi söngtextar sem ég kann eftir að hafa hlustað á þig syngja dag- inn út og daginn inn. Börnin mín náðu að kynnast þessari hlið á þér og það er mér mjög dýrmætt. Þau eru líka búin að kynnast því hvað er gott að vera í Bolungarvík og vilja helst vera hérna allt sumarið, alveg eins og ég á þeirra aldri. Elsku amma, ég er stolt af að vera nafna þín og mun alltaf vera það. Sjáumst síðar. Þín, Hildur. Í þessu lífi eigum við aðeins einu að safna minningum og brosatíð allt annað mun svo dafna Amma var svo hress og kát alltaf til í fjörið söngelsk var hún og dansaði við stjórnvölinn á sínum bát Hildur amma er svo fræg stjarna í eigin lífi læra má af þeirri mær og af hennar glæsta lýði Dansaði við dauðann oft sem barn og brenndist illa slæma mænuveiki fékk stóð upp og áfram gekk Í gegnum lífið hún amma fór ávallt eigin leiðir öllum mönnum var hún góð sama af hvaða meiði Benedikt heitinn mætir henni með englasöng við hliðið „Sæl vertu ástin ég hef saknað þín, hérna, heilsaðu upp á gamla liðið“ Við munum ætíð minnast þín með hlýju og gleði í hjarta þú varst ávallt sæt og fín amman okkar smarta Hvíldu í friði. Þín barnabörn, Arnar, Katrín, Einar Bjarni, Fannar Freyr. Hidda frænka var öllum minn- isstæð sem henni kynntust. Hún var lífsglöð, jákvæð og ung í anda. Hún var kvenréttindakona, fé- lagsmálakona, sjálfstæðiskona og var oft á undan sinni samtíð. And- lát hennar kom ekki á óvart, ævi- dagurinn var fyrir nokkru að kveldi kominn. Fyrir 60 árum byggðu foreldr- ar mínir ásamt Hildi og Benedikt tvö samskonar hús við Völusteins- stræti. Einungis eru góðar minn- ingar frá nábýlinu enda vinátta mikil á milli fjölskyldnanna. Við krakkarnir vorum á líku reki og bæði húsin stóðu öllum opin. Á þessum árum var lagður grunnur að traustri vináttu á milli okkar systkinanna og fjölskyldunnar „fyrir handan“. Sú vinátta hefur haldið alla tíð. Hildur var mikil félagsmála- kona og gekk ung í kvenfélagið Brautina. Hún var í forystusveit vestfirskra kvenna og var jafn- framt fulltrúi á landsþingum. Þá tók hún virkan þátt í pólitísku starfi. Um árabil var hún vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins og settist á Alþingi sem slíkur. Kvenfélagið stóð fyrir upp- færslu á leikritum í Bolungarvík um langt árabil. Hidda frænka var fæddur leikari og lék mörg aðal- hlutverkin á löngum leikferli. Minnisstæður er samleikur henn- ar og Karvels Pálmasonar í Apa- kettinum á sjöunda áratug síðustu aldar. Það var einkennandi fyrir frænku mína, að hún naut þess að vera á meðal fólks. Hún átti auð- velt með að gleðjast með ungum sem öldnum og fór ekki í mann- greinarálit. Hún gat verið stríðin og naut þess að taka þátt í græskulausu gamni. Hidda vílaði aldrei fyrir sér að standa upp í fjölmenni og flytja mál sitt. Hún flutti ótal góðar tækifærisræður við mörg og ólík tilefni. Það var einkennandi fyrir Hiddu og reyndar systkinin öll að þau blót- uðu ekki og hölluðu ekki illu orði til nokkurs manns. Við andlát Hildar eru þau tímamót að öll börn Elísabetar og Einars Guð- finnssonar eru nú horfin á vit feðra sinna. Hildur var afar söngvin og kunni ógrynni söngtexta. Það var oft að hennar frumkvæði að menn brustu í söng á ólíkustu manna- mótum. Hidda kunni oft fleiri er- indi en flestir aðrir, sem reyndu þá gjarnan að lesa af vörum hennar. Eftir að við Guðrún fluttumst í hús foreldra minna urðu Benedikt og Hildur næstu nágrannar okk- ar. Í meira en 30 ár vorum við samferða þeim í kirkjukór Bol- ungarvíkur þar sem Hildur var virkur félagi í rúm 60 ár. Sam- skiptin voru náin síðustu árin. Benedikt bar Hildi sína á höndum sér. Þau nutu lífsins, ferðuðust mik- ið og voru virk í menningar- og mannlífi á meðan heilsan entist. Allan sinn búskap bjuggu þau í Bolungarvík. Þau voru samstiga í áhuga sínum á vexti og viðgangi Bolungarvíkur og lögðu á mörg- um sviðum hönd á plóg. Hér er sérstaklega þakkað óeigingjarnt starf þeirra fyrir Hólskirkju í ára- tugi. Þótt Hildur og Benedikt hafi á margan hátt verið ólík kunnu þau lífstangóinn sem þau stigu í takt og áttu gott og viðburðaríkt líf. Að leiðarlokum minnumst við Guðrún einstakrar vináttu og velvildar Hildar og Benedikts í okkar garð og geymum með okkur ótal góðar minningar. Frændfólki og vinum okkar vottum við samúð okkar. Guðrún Bjarnveig og Einar Jónatansson. Við fórum um allt fallega húsið og þau stríddu hvort öðru systk- inin. Um leið og dóttir mín settist við píanóið hófu þau pabbi minn og Hildur föðursystir mín að syngja með. Við mæðgurnar höfðum skroppið heim til Bolungarvíkur um hvítasunnuna fyrir þremur ár- um og farið með þeim á heimili Hiddu frænku að Völusteinsstræti 34. Þau voru 85 og 86 ára og bæði orðin merkt af sjúkdómi sínum. Eflaust höfðu þau oft sungið af meiri krafti, en gleðin í söngnum var fölskvalaus. Þetta var ógleym- anleg stund og í síðasta skiptið Hildur Einarsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT BJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR, áður Gilsárstekk 5, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk síðastliðinn miðvikudag. . Steen Magnús Friðriksson, Helene Westrin, Hanna Katrín Friðriksson, Ragnhildur Sverrisdóttir, Knútur Þór Friðriksson, Hanna Kristín Pétursdóttir og ömmubörn. Eiginmaður minn, ástvinur og faðir okkar, FRIÐRIK KRISTJÁNSSON, fv. framkvæmdastjóri, Sunnuvegi 29, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 4. júlí. . Bergljót Ingólfsdóttir, Vala Friðriksdóttir, Friðrik Friðriksson, Kristján Friðriksson, Kolbrún Friðriksdóttir, Bergljót Friðriksdóttir. Útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, DANÍELS ÞÓRS EMILSSONAR húsasmíðameistara, Safamýri 93, Reykjavík, fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 13. júlí klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð líknardeildar og heimahlynningar. . Erna Helga Þórarinsdóttir, Hafsteinn Daníelsson, Marta Árnadóttir, Þór Daníelsson, Siv H. Franksdóttir, Helga Daníelsdóttir, Sævar Jónsson, afa- og langafabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA HANSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eyri, Ísafirði, lést 3. júlí. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 16. júlí klukkan 10.30. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeildar FSÍ og hjúkrunarheimilisins Eyrar fyrir góða umönnun. . Guðný R. Hólmgeirsdóttir, Sigurður Mar Óskarsson, Elvar Már Sigurðsson, Vilborg G. Sigurðardóttir, Hjalti Einarsson, Helga Lind Mar, Jóhann Mar Sigurðsson, Klara Dís Gunnarsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA LILJA HALLDÓRSDÓTTIR, Lindasíðu 4, Akureyri, lést þriðjudaginn 5. júlí. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 12. júlí klukkan 13.30. . Eyrún Magnúsdóttir, Magnús H. Baldursson, Særún Magnúsdóttir, Oddbjörn Magnússon, Ásdís Ármannsdóttir, Arna Rún Magnúsdóttir, Friðrik V. og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.