Morgunblaðið - 09.07.2016, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 09.07.2016, Qupperneq 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 Sumartilboð á úrum 1.- 10. júlí Gott úrval - gott verð 25% afsláttur 30% afsláttur 25% afsláttur 30% afsláttur Opið virka daga kl. 9 - 18, laugardaga kl. 10 - 18 og sunnudaga kl. 11 - 17 böndum á djúphússenuna íslensku og koma skiki á sköpunina sem þar þrífst ef við getum kallað það svo (og mörg hljóðdæmi má finna á So- undcloud-setri útgáfunnar). Djúphús-senan er þó sann- arlega lítil, og afmörkuð, og þeir félagar segjast hafa mjög ákveðið, tónlistarlegt viðmið sem þeir gangi út frá. En tilgangurinn er og að byggja upp merki, senu, hóp sem gæti þá hugsanlega vakið ein- hverja athygli úti fyrir land- steinum. Að því markmiði vinna þeir með aðstoð frá aðilum eins og Labelworx og Beatport. Öll upp- bygging og markaðssetning fer þá í gegnum netið, í gegnum sam- félagsmiðla o.s.frv. Þeir félagar eru þó alveg niðri á jörðinni og segja merkið vera kirfilega neð- anjarðar. Bara á Beatport ryðjast inn 200-300 nýjar útgáfur daglega og þeir svamli því um í einhverju flóði þar. Eða eins og Jónbjörn segir í téðri ritgerð: „Maður er bara að reyna að gera eitthvað skapandi og að reyna að halda ut- an um einhverja senu hérna. Þetta verður líka svo gaman í framtíð- inni, að eiga eitthvert safn af tón- list.“ Taktvissir Þeir Jón- björn Finnbogason og Viktor Birgisson reka Lagaffe Tales. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Það er eiginlega ekki hægt að kalla mig listrænan stjórnanda, því ég hef ekkert taumhald á þessum lista- mönnum. En ég bý til þennan ramma og held utan um þetta verkefni,“ segir Þorgerður Ólafsdóttir myndlist- armaður og nokkurskonar umsjón- armaður myndlistarsýningarinnar Staðir/Places sem hefst í dag, laug- ardaginn 9. júlí og mun verða opinn frá klukkan 16:00 - 21:00. Þvælst um Vesturbyggð „Í ár sýna listamennirnir Ragna Róbertsdóttir, Hekla Dögg Jóns- dóttir og Eva Ísleifs. Þau munu sýna verk sín í Vest- urbyggð, í Skjaldborg á Patreks- firði, við höfnina á Bíldudal og inn í rúst í Bakkadal, Ketildölum. Klukkan 16:00 hefst myndverk Heklu Daggar, Dailies/Dagsverk, í kvikmyndahúsinu á Patreksfirði. Í verkinu notar Hekla umhverfið í kringum Skjaldborg sem leiksvið og aðalatriði í myndinni. Frekari sýn- ingar á verki Heklu Daggar eru eftir samkomulagi. Klukkan 17:30 verður keyrt á Bíldudal þar sem verk Evu Ísleifs Hooked/Kræktur verður afhjúpað við höfnina á Bíldudal og mun sam- félaginu verða afhent það að gjöf. Að sögn listamannsins mun lista- verkið syngja óð til sagnahefðar Bílddælinga. Síðan verður keyrt út í Bakkadal þar sem Ragna hefur unnið innsetn- ingu í rúst við hús sitt í samvinnu við Ásmund Hrafn Sturluson arkitekt. Rústin eða Bakka Bíó einsog gamla byggingin er kölluð í dag, hefur staðið óhreyfð í áratugi þar til nú. Samkvæmt tilkynningu frá að- standendum sýningarinnar er stefnt að því að slá upp fjörugrilli fyrir gesti og bjóða uppá nýveiddan lax. Þetta er tvíæringur sem við erum með. Annaðhvert ár erum við með sýn- ingu. Árið á undan eru listamennirnir að störfum en ári seinna sýna þeir afraksturinn. Við leggjum áherslu á að lista- mennirnir nýti og njóti reynslunnar af dvölinni sem mest og hafi unun af því að vera hérna og skapa. Best tekst upp þegar þeir fara fram úr sjálfum sér. Þegar tímaramminn er svona op- inn þá er hægt að hugsa lengi um verkið. Það er mikið frelsi í þessu verk- efni og listamennirnir njóta þess.“ Hugmyndin að vera stórtækari en á vinnustofunni í bænum Þorgerður sem byrjaði á þessu verkefni ásamt Evu Ísleifs fyrir nokkrum árum síðan segir að þær hafi viljað búa til myndlist og vera jafnvel stórtækari en venjan er á vinnustofunni í Reykjavík. „Árið 2014 var fyrsta sýningin,“ segir Þorgerður. „Þá sýndu Hrafn- kell Sigurðsson, Bjarki Bragason og Karlotta Blöndal. Bjarki var með sýningu í Minja- safni Egils Ólafssonar á Hnjóti í Ör- lygshöfn á Patreksfirði. Bjarki vann með sýningargripi safnsins sem sumir eru frá Gísla frá Uppsölum. Karlotta var með innsetningu í Tálknafirði í dalmynni þar. Hún setti upp þrettán álstangir og hengdi allt að þrjú hundruð blöð á stangirnar, svo fuku blöðin af stöng- unum og svo tíndi hún blöðin upp eða prentin sem höfðu tekið mót og lit af umhverfi sínu. Hrafnkell setti upp sýningu sína í kalkþörungaverksmiðjunni á Bíldu- dal. Allt skilar þetta sér suður Allt það sem listamennirnir gera hérna fyrir vestan kemur með ein- um eða öðrum hætti fram fyrir sunnan. Það var gaman að sjá verk- in sett upp í Reykjavík, eins og hressileg vestanátt til borgarinnar. Að sjá sterk vestfirsk kennileiti í myndlistarlandslaginu fyrir sunnan, eins og ljósmyndaverk Hrafnkels af kalkþörungum eða þekkta muni Gísla frá Uppsölum, var mjög gam- an.“ Fiskurinn og lífæð þorpsins En að sýningunum sem eru nú að byrja, um hvað fjalla þær? „Verkið hennar Evu fjallar meðal annars um aðallífæðina fiskinn og breytta tíma, hvernig saga fisksins hefur þróast og öngullinn stendur eftir eins og ummerki ævintýrs. Verk Rögnu bendir einfaldlega á landslagið en gamla byggingin sjálf sem er jafnframt sýningarrýmið og útsýnispallur, var gerð úr nær- umhverfinu.“ Þú ert ekki frá Vestfjörðum, af hverju valdir þú þennan stað sem vettvang fyrir listsköpun? „Af því að Vestfirðir eru svo ynd- islegir, náttúran svo sérstök og ork- an svo mikil. Það eru svo áhuga- verðir staðir hérna. Hvort sem eru söfn, menningarstaðir eða sagan,“ segir Þorgerður. Vestfirðir, þar er lífæðin fiskur  Klukkan 16:00 í dag, laugardag, hefst listasýning Staðir Stilla úr verki Heklu Daggar, Dagsverk, sem verður sýnt á Patreksfirði í dag, laugardag, í Skjaldborg. Tíminn Rústirnar heilluðu listamanninn Rögnu Róberts- dóttur og vinnur hún með einar slíkar í Bakkadal. Hafið Fegurðin fyrir vestan er eitthvað sem listamenn- irnir hafa verið að stúdera í langan, langan tíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.