Morgunblaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2016
Söluaðilar:
10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin, Nettó,
Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin.
Graflaxinn okkar hlaut 1. verðlaun!
Grafinn með
einstakri
kryddblöndu
hefur þú smakkað hann?
2 0 1 6
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
„Við erum að verða álíka að stærð og
ágætis þorp,“ segir Gísli Páll Páls-
son, forstjóri á hjúkrunarheimilinu
Mörk, en í gær var tekin skóflu-
stunga að 74 þjónustuíbúðum við
Suðurlandsbraut 68-70 á svæði heim-
ilisins. Um er að
ræða tvær húsa-
lengjur á þremur
og fjórum hæðum
og stefnt er að því
að þær verði til-
búnar fyrri hluta
árs 2018. Þá
verða samtals 152
slíkar íbúðir
reknar á vegum
Markar.
Í þeim 78 þjón-
ustuíbúðum sem þegar eru þarna
fyrir búa 110 manns og þegar þær
nýju hafa verið teknar í notkun verða
um 200 íbúar í þjónustuíbúðum
Markar. Á hjúkrunarheimilinu búa
113, starfsmenn eru um 200 þannig
að á svæðinu munu rúmlega 500
manns búa og starfa í framtíðinni.
Mörk er hluti Grundar, sem
samanstendur af sex fyrirtækjum. Í
starfseminni felst, auk þjónustuíbúð-
anna, m.a. rekstur dvalar- og hjúkr-
unarheimilisins Grundar við Hring-
braut, Dvalarheimilisins Áss í
Hveragerði og rekstur hjúkrunar-
heimilisins Markar sem er staðsett á
sama svæði og þjónustuíbúðirnar.
Alls njóta 550 einstaklingar eldri en
60 ára þjónustu Grundar á einn eða
annan hátt, þar af eru 400 á
hjúkrunarheimilum.
Íbúðirnar eru boðnar til leigu með
svokölluðu íbúðarréttarfyrirkomu-
lagi sem felst í því að greidd eru 30%
af kaupverði og síðan greiða íbúar
mánaðarlega leigu sem er mishá eftir
stærð og staðsetningu íbúða.
Öðlast nýtt líf á efri árum
Þjónustuíbúðir Markar eru ætl-
aðar fólki 60 ára og eldra, en reyndin
hefur verið sú að oft er fólk talsvert
eldra þegar það flytur inn. „Flestir
flytja inn um 75 ára aldurinn, sumir
eru orðnir eldri en 85 ára,“ segir Gísli
Páll og bætir við að þetta fari fremur
eftir líkamlegu ástandi en aldri. „Oft
eru aðgengismál farin að hefta fólk í
að lifa lífi sínu til fulls, t.d. hjá þeim
sem búa í fjölbýlishúsum án lyftu.
Við heyrum frá mörgum sem flytja í
þjónustuíbúðirnar á Mörk að þeir
hafi verið farnir að einangrast í íbúð-
um sínum og hafi jafnvel ekki farið út
úr húsi heilu veturna. Ég hef séð fólk
öðlast hreinlega nýtt líf við það eitt
að flytja í þjónustuíbúð. Félagslegi
þátturinn er svo mikilvægur.“
Spurður hvort fólk úr þjónustu-
íbúðunum eigi forgang á hjúkrunar-
heimilin Mörk eða Grund þegar það
hefur ekki lengur heilsu til að búa
sjálfstætt segir Gísli Páll svo ekki
vera að öllu jöfnu. „En stundum hef-
ur Færni- og heilsumatsnefnd höfuð-
borgarsvæðisins úthlutað plássi á
hjúkrunarheimilinu Mörk þegar ann-
að hjóna hefur misst heilsu og getur
ekki búið lengur í þjónustuíbúðinni.
Þá býr hitt þar áfram, þau eru þá
áfram hvort nálægt öðru og geta t.d.
borðað saman. Það er óskaplega fal-
legt að upplifa það.“
Dagurinn var vel valinn
Það er engin tilviljun að skóflu-
stungan var tekin í gær, 15. júlí, en
dagurinn var fæðingardagur Helgu
Björnsdóttur, eiginkonu Gísla Sig-
urbjörnssonar, Gísla á Grund, sem
var forstjóri Grundar 1934-1994.
Helga var fædd árið 1914 og hefði því
orðið 102 ára í gær, hefði hún lifað, en
þau hjón voru afi og amma Gísla Páls.
„Hún vann við Grund alla sína ævi þó
hún hafi, að ég held, nánast aldrei
þegið laun fyrir. Hún var í þessu við
hlið afa af lífi og sál. Sá um mikinn
hluta útlitsmála, innkaup á fallegum
munum, gerð jóla- og páskaskrauts
og eflaust meira sem ég veit ekki um.
Ég hef heyrt að hún hafi í raun rekið
heimilið þegar afi var veikur. Mér
finnst fallegt og viðeigandi að taka
þessa skóflustungu á afmælisdeg-
inum hennar ömmu,“ segir Gísli Páll
sem er fjórði ættliður stjórnenda
Grundar og bætir við að nú starfi
margir úr fimmta ættlið á heim-
ilunum.
Hann er barnabarnabarn Sigur-
björns Ástvaldar Gíslasonar sem
stofnaði Grund ásamt öðrum árið
1922, sonur hans var áðurnefndur
Gísli Sigurbjörnsson og dóttir þeirra
Gísla og Helgu er Guðrún Birna
Gísladóttir, forstjóri Grundar og
móðir Gísla Páls. Guðrún Birna tók
skóflustunguna ásamt frænku sinni
Guðrúnu Lárusdóttur sem er einn
aðaleigenda Stálskips ehf. í Hafn-
arfirði en hún er einnig barnabarn
Sigurbjörns Ástvaldar. Stálskip lánar
um þriðjung af kostnaði við byggingu
nýju íbúðanna þannig að segja má að
um sannkallað fjölskylduverkefni sé
að ræða. Landsbankinn lánar síðan
um tvo þriðju hluta fjármagnsins.
Margvísleg þjónusta
Spurður hvað felist í því að búa í
þjónustuíbúð segir Gísli Páll að þar sé
greiðara aðgengi að ýmiss konar
þjónustu. „Til dæmis er innangengt í
matsal hjúkrunarheimilisins þar sem
kostur er á hádegismat, þarna er
sjúkraþjálfun, hárgreiðsla, fótsnyrt-
ing, læknisþjónusta og öryggisþjón-
usta, svo nokkuð sé nefnt og þá er
hægt að sækja í skemmtanir og
messur. Ég segi alltaf við fólk sem
kemur til okkar að það eigi ennþá rétt
á niðurgreiddri heimilishjálp og
heimilishjálp frá hinu opinbera þrátt
fyrir að það sé flutt í þjónustuíbúð.
Við getum ekki boðið upp á þessa
þjónustu niðurgreidda og ég sé enga
ástæðu til að fólk sé að kaupa hana af
okkur á hærra verði.“
Nú þegar er púttvöllur á lóð Mark-
ar, framkvæmdir eru hafnar við
sundlaug á svæðinu og til stendur að
hún verði tilbúin á svipuðum tíma og
nýju húsin. Þar verða líka heitir pott-
ar, gufuböð, líkamsrækt, nudd- og
hvíldarherbergi. „Síðan munum við
setja upp útileikfimitæki í garðinum
við nýja húsið, þau eru sérstaklega
hönnuð fyrir eldra fólk og þar verður
m.a. hægt að gera teygjur, styrktar-
og jafnvægisæfingar,“ segir Gísli
Páll.
Um 170 manns eru á biðlista eftir
þjónustuíbúðum hjá Mörk. Nýju
íbúðirnar munu væntanlega stytta
þann biðlista að hluta, en eftirspurnin
virðist vera talsvert meiri en fram-
boðið. Gísli Páll segir þó engar fyr-
irætlanir um frekari framkvæmdir að
sinni. „Nei, við sjáum það ekki fyrir
okkur eins og er. Við ætlum að ein-
beita okkur að því að leysa þetta
verkefni sem best.“
Enn bætist við þorpið í Mörkinni
74 þjónustuíbúðir verða byggðar við Suðurlandsbraut Fyrsta skóflustungan tekin á fæðing-
ardegi Helgu Björnsdóttur, eiginkonu „Gísla á Grund“ Fimmti ættliðurinn er kominn til starfa
Morgunblaðið/Þórður
Samhentar Frænkurnar Guðrún Lárusdóttir (til vinstri) og Guðrún Birna Gísladóttir tóku fyrstu skóflustunguna
að nýjum þjónustuíbúðum Markar í gær. Þær verða 74 talsins og verða væntanlega teknar í notkun árið 2018.
Hjón Helga Björnsdóttir og Gísli Sigurbjörnsson, oft kenndur við Grund.
Skóflustungan að nýjum þjónustuíbúðum var tekin á fæðingardegi Helgu.
Teikning/Gláma-Kím
Mörkin Fremst á myndinni eru þjónustuíbúðirnar að Suðurlandsbraut 58-
64, við hliðina er Hjúkrunarheimilið Mörk og gráu húsin með brúna þakinu
eru nýju þjónustuíbúðirnar sem munu rísa við Suðurlandsbraut 68-70.
Gísli Páll
Pálsson
Að mati Gísla Páls er brýnasta
verkefnið í öldrunarmálunum að
fjölga hjúkrunarrýmum. „Það er
mikilvægast og að þeir sem reka
þau fái meiri peninga til að gera
það. Staðan eins og hún er núna er
algerlega óásættanleg; á
hjúkrunarheimilið Mörk eingöngu
eru 99 á biðlista,“ segir hann en
samkvæmt upplýsingum frá Emb-
ætti landlæknis eru 400 manns á
biðlista eftir hjúkrunarrými á land-
inu öllu.
Að sögn Gísla Páls hefur illa
gengið í viðræðum Samtaka fyr-
irtækja í velferðarþjónustu og
Sjúkratrygginga Íslands um hlut
hins opinbera í kostnaði við hjúkr-
unarrými, en hann var um skeið í
forsvari í þeim viðræðum. „Við höf-
um verið án þjónustusamnings í 19
mánuði og það virðist vera erfitt að
fá ríkið til að átta sig á kostnaðinum
við þjónustuna. Eins og staðan er
núna greiðir ríkið að jafnaði 95% af
kostnaðinum, það er þó mismun-
andi eftir heimilum. Þetta er eins
og að fara út í búð, setja vörur fyrir
1.000 krónur í körfuna en segjast
síðan ætla að borga 950 kr. fyrir.“
Annað sem hann segir brýnt að
skoða í öldrunarmálum er hvort
bjóða eigi öllum sem eru á sama
aldri upp á sömu þjónustu. „Þarfir
fólks eru ákaflega misjafnar og eru
alls ekkert alltaf tengdar aldri.“
Brýn þörf á hjúkrunarrýmum
Morgunblaðið/Ómar
Grund 1. maí bjuggu rúmlega 2.400 einstaklingar á hjúkrunarheimilum
landsins. Gísli Páll segir afar nauðsynlegt að fjölga hjúkrunarrýmum.