Morgunblaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2016 GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND utilif. is Á R N A S Y N IR Kíkið á verðin eftir tollalækkun Æfingapeysa, hálfrennd 6.990 kr. íþróttafatnaður stærðir 36-46 Síðumúli 20 • Sími 551 8258 • storkurinn.is Verið hjartan lega velkom in STORKURINN er fluttur í Síðumúla 20 Skúli Halldórsson sh@mbl.is Vinsældir skrafls hafa heldur betur færst í aukana síðustu árin. Reynir Hjálmarsson, formaður Skraflfélags Íslands, segir Íslendinga þó alltaf hafa haft gaman af skrafli. „Það hefur oft verið skraflað mikið þegar fjölskyldur koma sam- an á hátíðum. Íslendingar eru nátt- úrulega bókaþjóð auk þess sem við erum hrifin af alls konar þrautum, krossgátum og öðru,“ segir Reynir, en félagið var stofnað fyrir aðeins nokkrum árum eftir að fólk tók að skrafla saman einu sinni í viku. „Það var svo vel sótt og síðan þá hefur bara bæst í,“ segir Reynir, en spilarar hittast klukkan sjö að kvöldi fyrsta miðvikudags hvers mánaðar, á Café Haiti. Netskraflið jók vinsældirnar Reynir segir algjöra byltingu hafa orðið í vinsældum skrafls eftir að netskraflið svokallaða var sett á laggirnar fyrir fáeinum árum, en um fimmtán þúsund Íslendingar spila það að jafnaði. Því ákváðu Jóhannes Benediktsson, sem situr í stjórn Skraflfélagsins, og Reynir ásamt fleirum, að skoða nánar gildi staf- anna í hinu hefðbundna skrafli. „Við smöluðum saman öllum helstu stærðfræðingum, tölfræð- ingum og tölvunördum Íslands og létum ofurtölvu spila tíu milljón leiki af netskrafli á móti sjálfri sér.“ Í ljós kom að fjöldi ákveðinna stafa í spilinu var kolrangur og því var Gefa út skrafl með nýjum stafgildum Hver kannast ekki við að hafa of mörg „e“ í skraflbríkinni sinni? Það vandamál leysist vonandi með tilkomu nýs skrafls sem fyrirhugað er að gefa út fyrir komandi jól. Landsmenn hafa mikinn áhuga á skrafli en hann jókst til muna eftir að hinu svokallaða netskrafli var ýtt úr vör. Það spila að jafnaði um 15 þúsund Íslend- ingar og langflestir velja að notast við þau stafgildi sem gefin eru í nýja skraflinu. Morgunblaðið/Eva Björk Spil Skraflkvöldin hafa notið mikilla vinsælda hjá gestum kaffihússins. Víknaslóðir eru eitt allra best skipu- lagaða göngusvæði á Íslandi í dag og á vefsíðunni má fræðast nánar um svæðið, þjónustu, leiðsögn, aðbúnað og annað sem kann að koma sér vel fyrir ferðalanga. Ýmsir aðilar á Borgarfirði eystri bjóða upp á leiðsögn um svæðið en hún eykur til muna upplifunina af svæðinu, auk þess sem henni fylgir aukið öryggi á villugjörnu svæði, að því er fram kemur á vefnum. Heimamenn sem starfa við leið- sögn á Víknaslóðum þekkja svæðið fram og til baka, á svo marga vegu og eru stútfullir af skemmtilegum og fræðandi upplýsingum um sögu og náttúru svæðisins, og kannski fara þeir með þig á staði sem engir aðrir fá að sjá og eru utan merktra leiða. Þá má á vefnum finna fjölda skipu- lagðra ferða á vegum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Ferðafélags Ís- lands á Víknaslóðum í sumar. Á Borgarfirði er stutt í návígi við náttúruna og því þarf ekki að leita lengi til þess að finna eitthvað áhuga- vert. Hafa Borgfirðingar lagt kapp á að byggja upp aðstöðu fyrir áhuga- menn um fuglalíf og náttúru. Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri hefur gefið út öflugt göngu- leiðakort af svæðinu og er eindregið mælt með því að allir þeir sem leggja á Víknaslóðir hafi það meðferðis til þess að auka öryggi göngufólks, en kortið fæst hjá öllum ferðaþjón- ustuaðilum á Borgarfirði. Vefsíðan www.borgarfjordureystri.is Morgunblaðið/Einar Falur Borgarfjörður eystri Sólin lýsir upp líparítshæðirnar á góðum sumardegi. Eitt besta göngusvæði á Íslandi Á morgun, sunnudag, verður boðið upp á leiðsögn í fuglaskoðun og ljós- myndun fugla í Viðey. Yfir þrjátíu tegundir fugla verpa í Viðey og því er þar margt spennandi að sjá fyrir áhugasama fuglaskoðara. Algengasti fuglinn er æður en sömu- leiðis er mikið um mófugla, svartfugl, kríur, fýla, grágæs, hrossagauka, sendlinga og tjald. Eyjan er því fuglaparadís en líflegastar eru tjarn- irnar á Eiðinu. Í tilkynningu frá Borgarsögusafni eru gestir hvattir til að sýna fuglalíf- inu tillitssemi á meðan á varptímabili stendur, fara eftir gönguleiðum og hrófla alls ekki við hreiðrum. Elma Rún Benediktsdóttir, fuglaskoðari og ljósmyndari, fer fyrir göngunni. Kær- komið tækifæri til að njóta útiveru, fuglalífs og fallegrar náttúru í tún- fæti borgarinnar. Farmiði í ferjuna fyrir fullorðna kostar 1.200 kr. fram og til baka, 600 kr. fyrir 7-15 ára. Endilega … Morgunblaðið/Ómar Viðey Baldursbrárnar vísa veginn meðfram strandlengju Viðeyjar. … njótið náttúrunnar í Viðey Hin árlega Harmonikuhátíð Reykja- víkur verður haldin á morgun, sunnu- daginn 17. júlí. Venju samkvæmt fer hátíðin fram í Árbæjarsafni og hefst dagskráin klukkan 13 samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum. Á Harmonikuhátíðinni gefst ein- stakt tækifæri til að kynnast og njóta í návígi margra okkar bestu og þekkt- ustu harmonikuleikara, í mögnuðu umhverfi safnsins. Hátíðin hefur síðustu ár notið sí- vaxandi vinsælda og nú er svo komið að hún er orðin einn af fjölsóttustu viðburðum safnsins, enda felst í henni ógleymanlegt tækifæri fyrir alla aldurshópa til að rifja upp sögu Íslendinga við undirleik ljúfrar harm- onikutónlistar á fallegum sumardegi. Skemmti safngestum um árabil Á myndinni má sjá hinn lands- þekkta Karl Jónatansson, harmoniku- leikara og stofnanda Harm- onikuhátíðar Reykjavíkur, leika á hátíðinni þegar hún var haldin fyrir nokkrum árum. Karl féll frá í byrjun þessa árs, á sínu nítugasta og öðru aldursári. Skipuleggjendur segja hátíðina í ár, og héðan í frá, verða haldna í minningu Karls, því eins og margir muni eflaust skemmti hann gestum Árbæjarsafns með fágaðri spila- mennsku alla sunnudaga yfir sum- artímann um árabil. Jónatan sonur Karls, sem skipu- leggur hátíðina í samstarfi við safnið, segir marga af fræknustu harm- onikuleikurum landsins leika fyrir gesti hátíðarinnar. „Við fáum til okkar félaga frá mörgum harmonikufélögum hvaðan- æva af landinu en þetta eru margir góðir einstaklingar og í raun erfitt að telja þá upp.“ Þá segist hann búast við góðu veðri þennan dag sem endranær. „Við erum bjartsýnir á veðrið því við höfum eiginlega alltaf haft sól.“ Heiðra minningu Karls Jónatanssonar harmonikuleikara Harmonikuhátíðin sífellt vinsælli með hverju ári Morgunblaðið/Ómar Karl Jónatansson Frá hátíðinni árið 2009 hvar Karl lék við hvern sinn fingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.