Morgunblaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2016
Stjórnarskrárnefnd
sú sem skipuð var á
haustdögum 2013 hef-
ur nú skilað forsætis-
ráðherra þremur
frumvörpum til breyt-
inga á stjórnskip-
unarlögum. Í bók-
unum nefndarmanna
kemur fram að frum-
vörpin séu afurð
málamiðlunar þar
sem sumir vildu
ganga lengra en aðrir skemur. Því
miður er þessi málamiðlun nefnd-
armanna að miklu leyti smituð af
tillögum sem samdar voru af svo-
kölluðu stjórnlagaráði. Helstu lög-
spekingar þjóðarinnar gáfu til-
lögum stjórnlagaráðsins
falleinkunn og töldu þær vart not-
hæfar sem grundvöll að stjórnlög-
um. Þær tillögur eru því best
geymdar í glatkistunni ásamt þeim
mörg hundruð milljónum króna
sem gæluverkefnið kostaði skatt-
greiðendur. Í fyrirliggjandi frum-
varpi um þjóðareign á auðlindum
sést best hversu vegur málamiðl-
ana er vandrataður þegar verið er
að vinna með grundvallarlög ís-
lensku þjóðarinnar. Sé texti frum-
varpsgreinarinnar lesinn saman
við greinargerð með frumvarpinu
er augljóst að farið er frjálslega
með merkingu orða í skýringum
nefndarinnar. Þó má hrósa nefnd-
inni fyrir að í greinargerðinni er
leiðrétt sú rökvilla stjórnlagaráðs-
ins að eignarréttur ríkisins að auð-
lindum falli undir skilgreiningu
einkaeignarréttar. Vísar nefndin
þar til skýringa orðabókar um
merkingarmun á opinberri eign og
einkaeign og einnig þess að sam-
hljóða merking er jafnan notuð í
lagamáli. Í upphafsmálsgrein
frumvarpsins um auðlindir í þjóð-
areign segir „Auðlindir náttúru Ís-
lands tilheyra íslensku þjóðinni.
Þær ber að nýta á sjálfbæran hátt
og til hagsbóta landsmönnum öll-
um.“. Í greinargerð með frum-
varpinu er síðan í löngu máli leit-
ast við að útskýra að ákvæðið sé
aðeins almenns eðlis og vísi ekki
til eignarréttar á auðlindunum. En
hvað skyldi orðabókin segja um
þýðingu orðsins að tilheyra ein-
hverjum? Í orðabók Máls og
menningar segir, að það að til-
heyra e-m merki að vera í eigu
einhvers. Fyrsti málsliðurinn í
frumvarpinu hefur því þá merk-
ingu, samkvæmt íslenskri mál-
notkun, að auðlindir náttúru Ís-
lands eru eign íslensku
þjóðarinnar verði frumvarpið að
stjórnlögum. Nefndinni hefur þó,
af einhverjum lítt
skiljanlegum ástæð-
um, ekki þótt taka því
að eyða plássi í frum-
varpinu og und-
anskilja þar auðlindir
í náttúru landsins sem
nú eru háðar eign-
arrétti einstaklinga
eða lögaðila svoköll-
uðum þjóðareign-
arrétti. Síðar í máls-
greininni segir: „Ríkið
hefur eftirlit og um-
sjón með meðferð og
nýtingu auðlindanna í
umboði þjóðarinnar.“ Um þetta
segir orðabókin. Að hafa umsjón
með e-u merkir: stjórn. Máls-
greinin þýðir því á mæltu máli að
ríkið fer með eftirlit og stjórnar
nýtingu auðlindanna í umboði
þjóðarinnar. Sé frumvarpið lesið
án greinargerðarinnar verður það
því ekki skilið á annan veg en
þann, að þjóðin á allar auðlindir í
náttúru Íslands og ríkið stjórnar
nýtingu þeirra í umboði eigandans
til hagsbóta landsmönnum öllum.
Þessi afurð málamiðlunar til
stjórnskipunarlaga, svo gölluð sem
hún er, getur varla orðið óbreytt
að stjórnlögum, enda er þá hvoru
tveggja misþyrmt, stjórnarskránni
og íslensku máli. Afflutningur
texta frumvarpsins í greinargerð
er til vansa fyrir nefndarmenn og
dregur dám af vanþroskaðri um-
ræðu undangenginna ára um
stjórnarskrármál. Það hlýtur að
vera lágmarkskrafa að orðalag
stjórnarskrárinnar sé ávallt skýrt
og í fullu samræmi við inntakið.
Það gengur því tæpast þegar
breyta á stjórnarskrá að merking
orða í frumvarpinu sjálfu sé óðara
borin til baka í greinargerð með
þeim lögskýringum að ekki sé
mark takandi á því sem í frum-
varpinu stendur. Skáldið Jóhannes
úr Kötlum orti forðum: Sovét-
Ísland, óskalandið, hvenær kemur
þú? Það skyldi þó aldrei vera að
skáldið hafi verið bænheyrt nú um
síðir, og fyrirmyndina að frum-
varpi um þjóðareign á auðlindum
megi finna í stjórnarskrá Sov-
étríkjanna sálugu.
Eftir Óðin
Sigþórsson
» Fyrsti málsliðurinn í
frumvarpinu hefur
því þá merkingu sam-
kvæmt íslenskri mál-
notkun að auðlindir
náttúru Íslands eru eign
íslensku þjóðarinnar.
Óðinn
Sigþórsson
Höfundur er fyrrverandi formaður
Landssambands veiðifélaga.
Afurð
málamiðlunar
Til
sölu
Sælureitur á Snæfellsnesi
Einstök staðsetning - nálægð við sjóinn, jökulinn og þjóðgarðinn
Lítið og snoturt 2-3ja herbergja einbýlishús við
sjávarsíðuna á norðanverðu Snæfellsnesi, í jaðri
Hellissands. Húsið er 53fm2, steinsteypt á einni hæð auk
kjallara. Svefnpláss fyrir átta manns. Steypt verönd um
30 fm2 með skjólgerði. Lóðin er 1.778 fm2, grasi vaxin
með möguleika á frekari uppbyggingu. Gott útsýni er út
á Breiðafjörð, Snæfellsjökul og þjóðgarðinn. Ekkert
er byggt í vestur við húsið og aðeins eru um 400m niður
í fjöru. Stutt í alla þjónustu. Húsið hentar vel til útleigu
ferðamanna.
Verð kr. 12,0 milljónir
Nánair upp., veitir Finnbogi Kristjánsson lögg.
fasteignasali / 897 1212 / finnbogi@fron.is
Ég er einn af þeim sem átt hafa
sund- og líkamsræktarkort í Sund-
laugar Kópavogs um árabil. Og nýtt
mér það nánast daglega að fara í
sundlaugina og ræktina.
Gym Heilsa er fyrirtæki sem hefur
starfrækt líkamsræktina í laugunum
við góðan róm viðskiptavina. Þjón-
usta þeirra hefur verið góð og gjaldið
sem viðskiptavinir hafa greitt verið
hóflegt.
Skv. þeim upplýsingum sem ég hef,
virðist sem Kópavogs-
bær hafa nýtt sér grein í
samningi sínum við fyr-
irtækið sem segir til um
endurnýjun tækja. Og
samningnum verið sagt
upp á þeim forsendum
að fyrirtækið hafi ekki
endurnýjað tækin eins
og samningurinn sagði
til um. Þó svo á sama
tíma hafi verið almenn
ánægja meðal við-
skiptavina Gym Heilsu
með störf þeirra í sund-
laugunum.
Nú hefur Gym Heilsa flutt út alla
starfsemina og eftir stendur að engin
líkamsrækt er nú starfrækt í sund-
laugum Kópavogs. Viðskiptavinum
Gym Heilsu hefur verið boðin aðstaða
til líkamsræktar í Sporthúsinu í
Smáranum. Viðskiptavinir hafa fram
að þessu getað notað kortin til þess að
fara í sundlaugina eins og alltaf hefur
verið frá því að þetta samstarf hófst
seint á síðustu öld.
Í síðustu viku sá ég tilkynningu í
sundlauginni að lokað mundi verða á
þessi árskort í laugarnar mánudaginn
11. júlí 2016 .
Þetta er dapurleg niðurstaða hjá
bæjarstjórn Kópavogs gagnvart við-
skiptavinum sundlauganna. Það eru
margir sem eiga árskort í laugunum
sem að renna ekki út
fyrr en á næsta ári, það
er að segja 2017.
Um kvöldið 11. júlí
fór ég í Salalaug og var
þá búið að loka fyrir að-
gang þessara korta.
Mikill fjöldi fólks kom
þarna að lokuðum hlið-
um og var vísað frá
lauginni. Gremja og
reiði viðskiptavina var
mikil með þessa
ákvörðun bæjaryf-
irvalda. Starfsólk laug-
arinnar stóð í ströngu og áttu fullt í
fangi með að réttlæta þessa óréttlátu
aðgerð bæjarins að loka lauginni fyrir
fullgildum korthöfum sem allir höfðu
greitt fyrir sín árskort og töldu sig í
fullum rétti að koma í laugina.
Það er ekki öfundsvert þetta nýja
hlutverk starfsmanna sundlauga
Kópavogs að reyna að róa fjölda
óánægðra viðskiptavini sundlaug-
anna sem ekki sætta sig við að vera
beittir þessum órétti.
Ekki verður horft framhjá því að
þetta kemur viðskiptavinum laug-
anna fyrir sjónir sem vörusvik af
hálfu bæjaryfirvalda. Það hlýtur að
teljast álitshnekkir og slök verkstjórn
í bæjarstjórn Kópavogs að hafa ekki
fundið þessu máli farsælli lausn.
Heldur beita hreinlega ofbeldi og
loka fyrir kort sem voru og eru í fullu
gildi. Dómgreindarleysi bæjaryf-
irvalda er algjört, að blanda við-
skiptavinum sundlauganna í mál
þetta með þessum hætti.
Kópavogsbær hlýtur að bera
ábyrgð í þessu máli þar sem þeir eru
eigendur og rekstraraðilar. Starfs-
menn sundlauganna (bæjarins) tóku
við greiðslum viðskiptavina þegar
þeir greiddu fyrir árskort sín í laug-
ina og líkamsræktina. Kópavogsbær
segir þessum samningi einhliða upp
við Gym Heilsu og virðist þar af leið-
andi vera stærsti gerandinn í málinu.
Ég skora á bæjarstjóra og bæj-
arstjórn Kópavogs að breyta afstöðu
sinni í þessu tiltekna máli og hafa op-
ið á þessi kort þar til þau renna út.
„Allt annað virðist fásinna“.
Gym Heilsa – Sundlaugar Kópa-
vogs – Bæjarstjórn Kópavogs
Eftir Einar
Hjaltason
Einar Hjaltason
Höfundur er fyrrverandi stýrimaður
og var í siglingum um árabil.
Ógilt? Afsláttarkortið gildir til septemberloka.
»Ekki verður horft
framhjá því að þetta
kemur viðskiptavinum
lauganna fyrir sjónir
sem vörusvik af hálfu
bæjaryfirvalda.
Skákunnendur sem bíða í of-væni eftir því að heims-meistaraeinvígi MagnúsarCarlsen og Sergei Karjakin
hefjist áttu ekki von á því að sjá þá
að tafli fyrir uppgjörið mikla í nóv-
ember. Þeir voru báðir skráðir til
leiks á „norska mótinu“ í vor en Kar-
jakin sá sér ekki fært að vera með og
bar við þreytu en þá blésu Baskar til
ofurmóts í Bilbao þar sem sex skák-
menn tefla tvöfalda umferð – og þeir
eru báðir með Carlsen og Karjakin!
Aðrir þátttakendur eru Nakamura,
So, Hollendingurinn Giri og Kínverj-
inn Wei Yi.
Í Bilbao kemur aftur á daginn að
norski heimsmeistarinn er aldrei í
meiri taphættu en í fyrstu umferð
hvers móts. Í þetta sinn tapaði hann
fyrir Bandaríkjamanninum Hikaru
Nakamura og mun það vera í fyrsta
sinn sem Nakamura vinnur Magnús
í kappskák; þeir hafa teflt 30 slíkar
og Magnús unnið 12 sinnum með 27
jafnteflum. Þrátt fyrir þetta óvænta
tap eiga flestir von á Magnúsi sterk-
um þegar líða tekur á keppnina.
Hvað Bandaríkjamenn varðar
liggur fyrir að þeir stefna á ólympíu-
gull. Liðið sem teflir í Baku er ekki
árennilegt með Nakamura, Caruana
og Wesley So í broddi fylkingar. Nú
eru 40 ár síðan Bandaríkin unnu Ól-
ympíumót síðast en austurblokkin
sat heima. Nakamura er á mikilli
siglingu þessa dagana og sýndi það í
eftirfarandi skák:
Magnús Carlsen – Hikaru Na-
kamura
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Re2
Keres átti það til að leika ridd-
aranum þangað. Fljótlega beinist
taflið yfir í þekkta stöðu.
2. … d6 3. Rbc3 a6 4. g3 g6 5. Bg2
Bg7 6. d4 cxd4 7. Rxd4 Rf6 8. 0-0
0-0 9. b3 Rc6 10. Rxc6 bxc6 11. Bb2
Da5 12. Ra4 Bg4 13. De1 Dh5 14. f3
Bh3 15. g4 Dh6 16. Hd1
Hann gat teygt sig eftir peði með
16. Bc1 g5 en eftir 17. Bxg5 Dxg5 18.
Bxh3 Rh5! og – Rf4 er svarta staðan
betri og 17. Bxh3 Dxh3 18. Bxg5 er
svarað með 18. … Rxg4! o.s.frv.
16. … g5 17. Bc1 Bxg2 18. Kxg2
Dg6 19. h4 gxh4 20. Dxh4 d5
Eftir fremur óhefðbundna byrjun
er einfaldast og best að leika 21.
exd5 cxd5 (eða 21. … Rxd5 22. c4)
22. c3 og hvíta staðan er eilítið betri.
En Magnús velur aðra leið og lakari.
21. g5? dxe4 22. f4 e6!
( Stöðvar f-peðið. )
23. c4 Hfd8 24. Hde1 Re8 25. Rc5
Rd6 26. Df2 f5!
Nakamura vill alls ekki láta peðið
af hendi. Og brátt segir liðsmun-
urinn til sín.
27. Bb2 Rf7 28. Bxg7 Kxg7 29.
Dg3 Hd6 30. Hd1 Had8 31. Hxd6
Hxd6 32. Dc3 Kg8 33. Hf2 Dh5!
Svartur stendur vel til varnar og
sóknar. Það er ekki nokkur leið fyrir
hvítan að verja þessa stöðu.
34. Dh3 Dd1 35. De3 e5! 36. Dg3
Hg6 37. Kh2 exf4 38. Dxf4 Dh5+ 39.
Kg1 Dd1+ 40. Kh2 Dh5+ 41. Kg1
Rxg5 42. Db8+ Kg7 43. De5+ Kh6
44. Df4 Dd1 45. Kh2 Dd4 46. b4 Kg7
47. Dc7 Kh8 48. Dc8 Hg8 49. Dxf5
Rf3 50. Kh3
Enn er smá von: 50. … Dxf2 51.
Df6+ Hg7 52. Df8+ og hvítur þrá-
skákar.
50. … Dd6!
Hótar 51. .. Dg3 mát og 51. …
Dh6+. Það er engin vörn. Magnús
gafst upp.
Hjörvar Steinn vann opna mót-
ið í Suður-Wales
Hjörvar Steinn Grétarsson vann
öruggan sigur á opna skákmótinu
sem lauk í Cardiff í Suður-Wales sl.
miðvikudag. Hjörvar hlaut 8 vinn-
inga af tíu mögulegum og var ½
vinningi fyrir búlgörsku stórmeist-
arana Boris Chatalbashev og Mari-
an Petrov en Hjörvar vann þá báða í
sjöundu og áttundu umferð svo sig-
urinn var sanngjarn og jákvætt
skref fram á við eftir Skákþing Ís-
lands á dögunum.
Í mestri taphættu í fyrstu umferð
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is