Morgunblaðið - 16.07.2016, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.07.2016, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2016 ✝ Jóhannes Hilm-ar fæddist í Keflavík 7. apríl 1982. Hann lést af slysförum 7. júlí 2016. Foreldrar hans eru Jóhannes K. Jóhannesson, f. 26. ágúst 1961, og Þór- ey Ása Hilmars- dóttir, f. 2. janúar 1964. Systkini Jó- hannesar eru: 1) Guðrún Inga, f. 27. ágúst 1987, sam- býlismaður hennar er Arn- oddur Þór Jónsson, f. 10. júní 1983. Börn þeirra eru Elísa- bet, f. 12. febrúar 2009, og Emilía Þórey, f. 5. júní 2014. 2) Katrín Ósk, f. 4. janúar 1992. Foreldrar Þóreyjar eru Hilmar Harðarson, f. 15. apríl 1938, og Guðrún Gunnars- dóttir, f. 15. janúar 1935. For- eldrar Jóhannesar K. eru Jó- hannes K. Stefánsson, f. 9. október 1935, d. 11. febrúar júlí 2007. 3) Ólafur Gísli, f. 24. maí 2011. Jóhannes Hilm- ar, eða Jói eins og hann var venjulega kallaður eða Jói Jó af sínum nánustu, ólst upp í Keflavík og gekk þar í grunn- skóla. Að grunnskóla loknum hóf hann störf hjá Malbik- unarstöð Suðurnesja og starf- aði þar til ársins 2009. Á ár- unum 2009-2014 starfaði hann sem bílstjóri hjá Ferðaþjón- ustu Reykjaness. Frá árinu 2014 til dánardags starfaði hann hjá Steypustöðinni sem stöðvarstjóri í Hafnarfirði. Átján ára tók hann vinnuvéla- réttindin og árið 2003 tók hann meirapróf. Frá barns- aldri fór hann árlega í sveit- ina að Bassastöðum í Stein- grímsfirði þar sem hann dvaldist með fjölskyldunni þar og hjálpaði til með bú- skap. Þá tók hann einnig þátt í réttum. Jói og Jóna Rut eignuðust sína fyrstu íbúð í Njarðvík árið 2003. Síðar byggði Jói stórt og myndar- legt hús að Sóltúni 2 í Garð- inum með hjálp föður síns og tengdaföður. Jóhannes verður jarðsung- inn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 16. júlí 2016, klukkan 13. 2002, og Guðrún J. Jóhannsdóttir, f. 6. nóvember 1940. Jóhannes Hilmar kynntist ástinni sinni Jónu Rut Gísla- dóttir árið 2001. Foreldrar henn- ar eru Gísli Kjartansson, f. 21, nóvember 1960, og Guð- björg K. Jónatansdóttir, f. 21. desember 1962. Foreldrar Gísla eru Marta G. Halldórs- dóttir, f. 12. febrúar 1923, d. 31. mars 2001, og Kjartan Ás- geirsson, f. 8. júní 1922, d. 15. október 1998. Foreldrar Guð- bjargar eru Sólveig Þórðar- dóttir, f. 1. október 1940, og Jónatan B. Einarsson, f. 30. júlí 1940, d. 18. nóvember 1991. Jóhannes og Jóna Rut eignuðust þrjú börn: 1) Sól- veig Amelía, f. 3. janúar 2005. 2) Jóhannes Kristinn, f. 26. Afadrengur – frumburður kornungra foreldra, fyrsta afa- barnið – sólskinsbarn. Faðmur heillar fjölskyldu tók brosandi á móti honum og hann skynjaði fljótt að það er sólskin í brosi og óþarfi að dvelja í dimmu þegar hægt er að sjá bjartari hliðar – að jákvæð orka er sterkari. Þegar stór og samheldin fjöl- skylda með skýra lífsskoðun læt- ur sér annt um lítinn dreng, rammar það líf hans og mótar. Afi fylgdist með hvernig barns- hugurinn vann úr umhverfinu, hvernig glaðlyndið, jákvæðnin og umburðarlyndið varð ávallt ofar öðrum viðbrögðum – og þótti drengurinn afabetrungur – en einnig hvernig ríkur hvati til að standa sig í skyldum og til- veru óx í glaðsinna kollinum – ekki láta sitt eftir liggja, hafa sitt á hreinu. Undanbrögð og hroki víðs fjarri. Ganga hreint og vel að verki. Viljirðu gleðjast, eignast, njóta – skal fyrst vinna fyrir því. Afi þóttist greina ættarmótið í ástríðufullri ákefðinni við að ná markmiði – og síðan í ánægjunni þegar því var náð og afraksturs notið. Amma Inga hefði oft brosað breitt. Strax eftir skóla var Jóhannes Hilmar farinn að vinna að mark- miðum, ekki eftir neinu að bíða. Það kom engum á óvart að korn- ungur fyndi hann ástina sína – Jónu Rut – og hún hann. Eftir það var ekki tvínónað við neitt. Ekkert virtist of þungt fyrir þessar ungu herðar. Eftirtekt- arverð samstaða, atorka, reglu- semi og lífsgleði fleytti litlu fjöl- skyldunni áfram. Á örfáum árum voru börnin orðin þrjú, Jóna Rut langt komin með hjúkrunarnám og myndarlegt einbýlishús reist í Garðinum – hamingjuhöll við sjávarsíðuna með víðáttu náttúrunnar allt um kring. Kappsemin við uppbygg- ingu heimilis markaði lífið – samt alltaf hægt að aðstoða aðra, alltaf hægt að bæta á sig verki – stundum kannski um of. Marga nóttina var gengið ör- þreyttur til hvílu en vaknað með bros á vör að morgni – lífið var framundan. Morgunninn var undurfagur í Garði sjöunda júlí síðastliðinn og tekinn snemma. Það var ábyrgð- arfullur en bjartsýnn ungur fjöl- skyldufaðir sem lagði af stað að heiman til síðasta vinnudags fyr- ir langþráð sumarfrí með fjöl- skyldunni. Sólin brosti glatt og engan grunaði að hamingjunni yrði svipt í burtu á einu and- artaki. Jóhannes Hilmar var vökull og varkár í vinnu jafnt sem leik. Honum var treyst og verkefnin urðu mörg. Unga fjölskyldan hans var samt langstærsta og hjartfólgnasta verkefnið. Það er helsárt að hugsa til þess hve skamman tíma þau fengu að njóta saman, hve missir fjöl- skyldunnar er mikill. Helsárt fyrir okkur öll. Afadrengur býr innra með mér allt til enda – kemur til mín í huganum – við eigum þær stundir einir. Ég mun ævinlega sjá brosið hans, finna glettna hlýjuna og væntumþykjuna. Við þurfum engin orð. Ég reyni bara að brosa á móti. Afi Hilmar. Þess var ekki að vænta að ég skyldi sitja hér og senda hinstu kveðju á litla frænda minn, góð- an vin og á smá mömmupart í honum. Jóhannes Hilmar, Jóijói eins og hann var kallaður frá ungum aldri, gladdi alla þegar hann kom í heiminn rétt eftir fermingu mína. Fékk ég það góða hlutverk að vera hans besta frænka, fannst hann ekk- ert spes fyrst, en var unglingur, við tók svo það hlutverk að geta ekki verið án hans. Við eyddum miklum tíma saman, fór yfirleitt beint heim til systur úr skóla, þar sem ég var heimalningur hjá Jóa og Þóreyju systur, þá var ég ein af þeim. Foreldrar Jóajóa voru ung og áttu góða vini og þeim leið vel hjá þeim þar sem voru spilakvöld. Ég man að þá bjó ég nánast hjá þeim og svo keyrði Jói pabbi mig heim. Árin liðu og Jóijói byrjaði fljótt að taka ábyrgð á lífinu og vinna fyrir sér og sínum áhuga- málum, hann kynnist ástinni í lífi sínu 2001, sama ár og ég gifti mig. Jói setti allt í botn, bílinn skreyttur og auðvitað keyrði hann með mig í hjónaband. Hann og Jóna Rut eignast fyrsta og annað barn á undan mér, úff, það var erfitt og mikil örvænting, en Jóijói með sína rólegu, fallegu rödd segir „þetta kemur, elsku þú“ og bauð faðm- inn sem var eins og að leggjast í dún. Með brosi er ljúft að segja að þriðja barnið þeirra og mitt barn eru fædd með þriggja mán- aða millibili. Jóijói var vinur, hann talaði fallega um alla, hef aldrei heyrt hann tala nema gott, engin öf- und eða iðrun, um aðra alltaf sagt „við vinnum úr þessu“. Hörkuduglegur drengur, fjöl- skyldan efst í huga og gerði allt fyrir hana. Og það sem hann elskaði Jónu sína, allt var gert til að byggja betri heim og gera eitthvað með fjölskyldunni sinni. Hann vann hörðum höndum til að halda öllu, þegar illa gekk vann hann bara meira og hark- aði sem bílstjóri um helgar, sein- ast var allt lagt í að senda eldri börnin í sumarbúðir. Sumarfríið langþráða var í höfn þennan dag, 7. júlí, hann lagði af stað í vinnuna, eflaust með bros á vör, en sumarfríið verður langt að þessu sinni. Elsku Jóna Rut og börn, Þór- ey, Jói, Kata, Guðrún og Gummi, orð fá ekki lýst hvað ég sakna hans mikið og er þakklát fyrir að hafa kynnst þessum eðal- manni. Með kveðju og þökk fyrir allt. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum) Með kveðju, Gunnhildur, Ahmed og Jasmín Ósk. Elsku Jói, hér sitjum við þrjár og hugsum til baka og trú- um því ekki að við séum að skrifa minningargrein um Jóa litla. Sú mynd sem kemur fyrst upp í hugann er lítill dökkhærð- ur strákur með sólskinsbros og smitandi hlátur . Sumarið byrjaði ekki af fullri alvöru fyrr en þú mættir á svæð- ið og best fannst okkur ef við vissum að þú værir að koma með afa þínum, honum Jóa, því þá varstu mættur um 10 að morgni og enginn þurfti að bíða. Þú varst alltaf einn af okkur systkinunum og brölluðum við margt saman, bæði hluti sem mátti gera og svo var skemmti- legt að gera það sem ekki mátti. Fyrstu sumurin þín hjá okkur í sveitinni varst þú svo lítill og við nýttum okkur það til fulln- ustu og varðst þú oft undir í at- ganginum. En svo varð breyting á því fermingarsumarið þitt þá komst þú höfðinu hærri en við systur og ákváðum við þá að gáfulegra væri nú að hætta að pína þig. Þú komst alltaf Jói, þó að stoppið væri ekki alltaf langt þá reyndir þú að koma í heyskap þó að frjókornaofnæmið væri að plaga þig. Leitum slepptir þú helst ekki og þá komu Jóna og öll börnin yfirleitt með. Þú varst ótrúlegur á haustin. Þú fórst á „dalinn“ eins og margir aðrir, dróst okkar kindur í Bassastaðadilkinn, keyrðir svo féð heim fyrir mömmu og pabba og varst svo galvaskur að vigta með okkur, þetta fannst þér gaman. Þetta sýnir okkur hvað þér þótti vænt um mömmu, pabba og sveitina. Okkur þykir vænt um hvað þú passaðir upp á það að börnin þín fengju að kynnast sveitinni og fólkinu þínu þar, nú tökum við við því verkefni . Þórdís Hlín Ingimundardótt- ir, sem var mikið á Bassastöðum á sama tíma og Jói, biður fyrir innilegar samúðarkveðjur til þeirra sem eiga um sárt að binda á þessum erfiðu tímum. Elsku Jói, við munum sakna þín en á móti gleðjumst við yfir öllum góðu minningunum sem við eigum með þér. Elsku Jóna, Sólveg Amelía, Jóhannes Kristinn, Ólafur Gísli, Jói, Þórey, Guðrún Inga og Katrín, Við sendum ykkur og öðrum aðstandendum, okkar dýpstu samúðarkveðjur á þess- um erfiðu tímum, megi góðir vættir vaka yfir ykkur öllum. Ragnheiður, Jóhanna og Aðalbjörg, Bassastöðum. Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt hverju orði fylgir þögn og þögnin hverfur alltof fljótt. En þó að augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund því að tár sem þerrað burt aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. (Bragi Valdimar Skúlason) Fréttin af andláti Jóa minnir okkur á að enginn gengur að morgundeginum vísum. Minnir okkur á hvað lífið er hverfult. Eftir undangengna bjartsýnis- og gleðidaga hjá íslensku þjóð- inni er sumarið komið, fallegur sólríkur júlídagur framundan, en skyndilega dregur ský fyrir sólu. Hann Jói kemur ekki aftur heim til Jónu Rutar og barnanna. Verður ekki væntanlegur til okkar að sækja, á leiðinni til að hjálpa, eða mættur með bros á vör tilbúinn að gefa af sér. Jói var hvers manns hugljúfi. Jákvæðni, einlægni, brosmildi og hjálpsemi, eru orð sem koma í hugann. Hann var umhyggju- samur faðir sem aldrei sat auð- um höndum og vann langan vinnudag til að skapa með Jónu Rut sinni fallegt heimili þeirra og barnanna. Þær jákvæðu og góðu minn- ingar sem Jói skilur eftir í hug- um okkar eru huggun harmi gegn. Minningin um góðan dreng lifir og verður börnum hans góður vegvísir í lífinu. Við erum þakklát fyrir alltof stuttan en dýrmætan vinskap. Elsku Jóna Rut, Sólveig Amelía, Jóhannes Kristinn og Ólafur Gísli, sorg ykkar og sökn- uður er mikill. Megi góður Guð styrkja ykkur og vernda um ókomna tíð. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þórlaug, Sigurgestur og Sigrún Birta. Það var erfið stund að vakna 7. júlí við þá tilkynningu að hann Jói hennar Jónu Rutar hefði lát- ist í bílslysi þann morgun. Jói, eins og hann var alltaf kallaður, er búinn að vera hluti af fjöl- skyldunni í svo mörg ár og eru mikil samskipti þar sem bæði við og þau vorum dugleg að halda upp á afmælin í fjölskyld- unni og því var oft verið að hitt- ast. Einnig var ég svo heppin að fá að vera með Jónu og Jóa á tveimur af stærstu stundum lífs þeirra, þegar drengirnir þeirra Jóhannes Hilmar Jóhannesson Í vikunni sagði Morg- unblaðið fréttir af því að rekstur veitingastaðar væri kominn á heljarþröm vegna fram- kvæmda á Hverfisgötu. Uppbygging og endurbætur eru nauðsynlegar í borg sem er stöðugt í þróun. Því er þó ekki að neita að fréttir af því að íbúar og fyrirtæki séu ósátt vegna framkvæmda á vegum borgarinnar hafa verið helst til algengar undanfarin ár. Það er spurning hverju það sætir. Svo allrar sanngirni sé gætt, má eflaust skrifa eitthvað af slíkum fréttum á þann mann- lega eiginleika að finnast frekar pirrandi þegar nærumhverfi manns tekur breytingum með tilheyrandi ónæði og umstangi. Engu að síður virðist orðið ljóst að borgaryfirvöld hafi ekki sett í forgang að gæta þess að nauð- synlegar framkvæmdir valdi lágmarksónæði og -tjóni. Það er áhyggjuefni. Virðing fari efst á blaðið Til að borgarumhverfi þróist farsællega verður að vinna breytingar í góðri sátt við þá sem þar búa og starfa. Dæmið af Hverfisgötu sýnir hins vegar að það gleymdist að setja virð- ingu gagnvart hagsmuna- aðilum efst á minnisblaðið. Litl- ir hlutir fóru forgörðum; tryggja frá upphafi gott að- gengi með göngubrúm, gefa tímabundið leyfi til að leggja þar sem hentar í nágrenninu fyrst bílastæði staðarins voru á framkvæmdasvæðinu, og að ekki væri verið að þurrsaga steypu við innganginn á mat- sölustað. Kannski stendur hnífurinn þar í kúnni að þetta eru einföld atriði, en virðast ekki nógu sjálf- sögð til að þeim sé sinnt. Það er allsendis óviðunandi, en því mið- ur í takt við ýmislegt annað sem hefur átt sér stað í miðborginni. Það væri of djúpt í árinni tekið að segja að borgaryfirvöld séu með öllu skeytingarlaus gagn- vart hagsmunum fyrirtækja í miðbænum en þau hafa misst af mikilvægum tækifærum til að hafa bæði rekstraraðila og íbúa með sér í liði í því sem á sér stað í borginni, sem er lykilatriði ef borgarumhverfið á að blómstra. Þótt þétting byggðar sé til dæmis skynsamleg og eðlileg verður að framkvæma hana af varkárni og tillitssemi. Sjálf- stæðismenn hafa allt frá sam- þykkt nýs aðalskipulags haldið því á lofti að þéttingin mætti ekki ganga of nærri fólki og innviðir hverfanna yrðu að þola hana. Í því ljósi höfum við lagt fram fjölda tillagna og fyrir- spurna. Undirrituð og Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borg- arfulltrúi, lögðu til að mynda fram tillögu í um- hverfis- og skipu- lagsráði í febrúar um að gerð yrði greinargerð um þær reglur sem gilda um fram- kvæmdir í mið- borgum Evrópu. Einkanlega skyldi athyglinni beint að þeim borgum þar sem uppbygging í gömlum sögu- legum miðborgum hefur verið mikil á undanförnum árum og jafnframt yrði gerð samantekt á þeirri tæknilegu þróun sem orðið hefur á tækjum sem not- uð eru við jarðvinnu við þær aðstæður. Þessar upplýsingar yrðu svo notaðar til að fara yfir og endurskoða reglur sem gilda um framkvæmdir í eldri íbúðahverfum og svæðið innan Hringbrautar og Snorrabraut- ar þar sem ýmislegt benti til þess að þær væru nú of rúmar. Neikvætt svar eftir fjóra mánuði Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar um tillöguna skilaði sér í lok júní. Þar sagði einfaldlega að til- lagan fæli í sér of umfangs- mikla rannsóknarvinnu og var hafnað. Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vorum svo nánast snupruð fyrir að hafa ekki tiltekið nákvæmlega frá hvaða borgum væri óskað upp- lýsinga. Í svarinu segir að það verði að „gera þá kröfu að til- lögur sem lagðar eru fram samkvæmt sveitarstjórn- arlögum séu nægilega afmark- aðar og skýrar svo hægt sé með góðu móti að bregðast við þeim“. Svarið og skammartónninn í svarinu kom á óvart þar sem undirrituð hafði talið að hugs- unin á bak við tillögu okkar sjálfstæðismanna væri nokkuð skýr; að fá upplýsingar um verklag við uppbyggingu í grónu umhverfi í miðborgum sem við getum borið okkur saman við og breytt til batn- aðar ef ástæða er til að læra af reynslu þeirra. Það væri svo fagaðilanna að meta og útfæra hvaða borgir og hvaða að- stæður yrðu skoðaðar í því ljósi. En svarið sem barst eftir fjóra mánuði með einfaldri neitun, því verkefnið væri óskiljanlegt, minnir því miður á vinsælan frasa úr sjónvarps- þáttunum Little Britain þar sem einkar afundin afgreiðslu- stúlka vildi aldrei verða við neinum beiðnum með hinni ein- földu afsökun „Computer says no“. Háðið gekk augljóslega út á það hvernig kerfið skýlir sér iðulega á bak við það að út frá einhverjum óskilgreindum óviðráðanlegum ástæðum bjóði kerfið ekki upp á að leyst sé úr málum. En kerfið getur gert fullt. Ef það vill. Og það er skylda þess – og þeirra sem hafa verið kosnir til að stýra því – að vilja það. Því að eins og litla dæmið á Hverfisgötu sýnir eru það ekki endilega stóru, illviðráð- anlegu atriðin sem valda því að framkvæmdir í nærumhverfi okkar fara yfir þolmörkin. Það eru þvert á móti oft litlu atrið- in, sem felast einfaldlega í að búa til og fara eftir reglum sem tryggja aðkomu og virðingu fyrir hagsmunum allra en ekki bara þeirra sem halda um bor- inn, sem valda því að þróun borgar gengur fyrir sig í nauð- synlegri sanngirni og sátt. Segir kerfið nei eða já? Eftir Hildi Sverrisdóttur Hildur Sverrisdóttir » Svarið sem barst eftir fjóra mánuði með ein- faldri neitun, því verkefnið væri óskiljanlegt, minnir því miður á vinsæl- an frasa úr sjón- varpsþáttunum Little Britain. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.