Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 14

Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 14
Náttúrufræðingurinn 106 niður staða forystueiginleika þessa fjár stofns. Breytileg meðaltöl raðtölu í viðmiðunarhópunum má rekja til þess að sami við- miðunarhópur var notaður fyrir allar forystu kindur á sama búi. Sumar ærnar í viðmiðunarhópunum höfðu tilhneigingu til að raða sér framarlega eða aftarlega í rekstrinum en þau einstaklingsáhrif eru ekki á nokkurn hátt sam bærileg við hegðun forystufjárins. Dreifing forystufjár um landið Eðlilegt er að bera upplýsingarnar um fjölda forystufjár í landinu og dreifingu þess eftir landsvæðum saman við rannsókn Lárusar G. Birgissonar28 sem náði til áranna 1991 og 1992. Í könnun hans var einnig safnað upplýsingum um forystufjárblendinga, sem á þeim tíma voru áreiðanlega miklu fleiri en nú gerist. Þegar sæðingar hófust með sæði úr forystuhrútum að nýju um 1980 komu margir bændur sér upp blendingsfé en reynsla af því var ákaflega misjöfn og mikill hluti þess týndi fljótt tölunni. Eðlilegt er því að miða við tölur Lárusar um fé í hreinrækt. Hann telur sig hafa náð til um 90% stofnsins og áætlar að fé í hreinrækt hafi losað rúmt þúsund á landinu öllu 1991 og 1992. Þó að reynt hafi verið að ná til alls forystufjár í þessari könnun er ljóst að það næst aldrei að fullu. Hvort það eru 10% eða eitthvað minna sem liggur óbætt hjá garði er ómögulegt að ákvarða. Tölur um heildarfjölda benda því til þess að forystufé hafi frekar fjölgað á þeim rúma hálfum öðrum áratug sem leið á milli þessara kannana. Samanburður á fjölda hjarða gefur einnig vísbendingu í þá veru. Við samanburð eftir landsvæðum kemur í ljós að fjöldi búa með forystufé er nánast óbreyttur á Vestur landi frá talningu Lárusar, og einnig fjöldi fjárins. Í könnun hans er það fé að stórum hluta sagt blendingar. Á þessu svæði eru nú örfáar kindur sem fengnar voru á allra síðustu árum úr Norður- Þingeyjarsýslu en að öðru leyti hefur stofninn haldist með síendurteknum sæðingum. Á Vestfjörðum er fátt forystufé og breytingar litlar nema hjörðum með forystufé hefur fjölgað í Strandasýslu. Forystufé var flutt á Barðaströnd af Norðurlandi snemma á síðustu öld og er jafnvel talið að borist hafi með því riðuveiki (13. mynd).37 Fé af þessum grunni mun enn að finna í Dýrafirði. Fé á Barðaströnd var eytt með riðuniðurskurði á níunda áratug liðinnar aldar og er Vestur- Barðastrandarsýsla nú eina sýsla landsins þar sem ekkert forystufé er að finna. Í Húnavatnssýslum er forystu- fjárstofninn lítt breyttur frá talningu Lárusar hvað varðar fjölda fjár og hjarða. Langflest af þessu fé er ræktað upp í gegnum sæðingar. Grunninn mun allvíða að finna frá 11. mynd. Þróun erfðahlutdeildar Blesa 98-884 eftir fæðingarári afkvæma. Blesi var á sæðingastöð frá 2002 til 2004 (afkvæmi úr sæðingu ári síðar). – Genetic contribution of Blesi 98-884 in the Icelandic leadersheep population by year of birth. Blesi was used for AI in 2002– 2004. 12. mynd. Þróun erfðaframlags sex sæðingastöðvarhrúta eftir fæðingarári gripanna – Genetic contribution of six leaderrams used in the AI-service grouped by the year of birth of individual sheep. sæðingunum frá Laugardælum um 1960. Mögulega rekja örfáar kindur ættir til forystufjár sem kom af Sléttu í fjárskiptunum. Einnig eru munnmælasögur um að uppruna fjárins megi rekja til hrúts sem skotið var undan við niðurskurðinn um miðja síðustu öld.29 Forystufjárrækt á þessu svæði er samt aðeins svipur hjá sjón í samanburði við það sem frásagnir í bókinni Forystufé21 gefa til kynna að verið hafi snemma á síðustu öld. Í Skagafirði hafa litlar breytingar orðið á forystufjárfjölda frá könnun Lárusar. Uppruni fjárins á þessu svæði er breytilegur. Stærsti hluti stofnsins mun ræktaður upp með endurteknum sæðingum. Eitthvert fé mun rekja uppruna til forystufjár sem kom við fjárskipti um miðja síðustu öld. Þá er þar fé sem fengið NFr_3-4 2015_final.indd 106 30.11.2015 16:34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.