Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 19

Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 19
111 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Dreifing með sæðingum hefur mikil áhrif á þróun stofnsins. Í könnun okkar hafa 39% gripanna sæðingahrút sem skráðan föður. Þetta er nákvæmlega sama hlutfall og nær tveim áratungum áður í könnun Lárusar þar sem fyrir koma margir blendingsgripir með slíkt faðerni. Erfðahlutdeild einstakra gripa var metin en áberandi er aðeins hlutur þeirra sem tengjast beint sæðingastarfi. Hlutdeild Blesa 98-884 yfirgnæfir þátt allra annarra hrúta og er dæmi um áhrif sem ekki mega skapast í jafn- litlum stofni (11. mynd). Sigríður Jóhannesdóttir30 varaði við þessu eftir eins árs notkun Blesa á stöð en varnaðarorð hennar voru ekki tekin nógu alvarlega. Blesi kom fullorðinn á stöð. Hann átti þá fyrir stóran hóp afkomenda í Norður- Þingeyjarsýslu og komu sumir þeirra síðar einnig til notkunar á stöð. Erfðahlutdeild annarra eldri stöðvarhrúta er sýnd á 12. mynd og er þar ekkert varhugavert. Hlutdeild Móblesa 89-921 meðal yngstu hrútanna hefur þó safnast talsvert upp og aukið verulega áhrif hans að nýju í stofninum. Skyldleikatengsl stöðvarhrútanna er það sem öðru fremur myndar skyldleikarækt í stofninum (6. tafla). Bent skal á að yngstu hrútarnir tengjast fleiri og fleiri gripum og skýrir það hvers vegna fleiri yngri gripir reiknast með skyldleikarækt en gerist meðal eldri gripa (14. mynd). Vert er að vekja athygli á því að ótrúlega vel virðist hafa tekist að takmarka nýja skyldleikarækt í stofninum. Mestu máli skiptir þetta fyrir ræktunarkjarnann á norðausturhluta landsins. Sæðingar hafa aldrei verið mikið notaðar þar við ræktun forystufjárins. Hrútarnir fyrir stöðvarnar eru yfirleitt sóttir á svæðið og eru þess vegna skyldari fénu þar en fé á öðrum svæðum. Endurnýjun utan sæðinga er að mestu undan ungum hrútum og eru yfirleitt aðeins eitt eða örfá afkvæmi hvers þeirra sett á. Hrútar eru talsvert sóttir í aðrar ræktunarhjarðir innan svæðisins og hefur það yfirleitt tekist mjög vel. Ástæða er til þess að hvetja forystufjáreigendur á þessu svæði til að setja á nokkuð af hrútum en ala mjög takmarkað undan hverjum þeirra. Þannig verður aukning skyldleikaræktar best tempruð. Á undanförnum árum hefur sæði úr stöðvarhrútum verið safnað og fryst til lengri tíma. Eins og bent hefur verið á getur það komið mjög að gagni við að hemja skyldleikaræktina að nota áratugagamalt sæði.45 Þetta er atriði sem ástæða er til að hafa í huga við varðveislu forystufjárins í framtíðinni. Ekki reiknast mikil ný skyld- leikarækt í forystu fjár stofninum (9. mynd). Ljóst er að grunnur stofnsins er mjög þröngur þó að rannsóknir Norræna gena bankans sýni ekki bein hættumerki.4 Allur stofninn virðist rekja uppruna sinn til Norður- Þingeyjarsýslu og fjarskyldar eða óskyldar ræktunarlínur er hvergi að finna í landinu. Í þessu sambandi er rétt að benda á að stofninn fór í gegnum flöskuháls í ræktuninni um miðja síðustu öld. Þá var flutt fjárskiptafé úr norðursýslunni á svæðið milli Jökulsár á Fjöllum og Skjálfandafljóts. Engar heimildir er lengur að finna um þetta fé en margt bendir til að það hafi komið frá fremur fáum ræktunarbúum. Á önnur svæði landsins dreifðist forystufjáreiginleikinn síðar, ekki hvað síst með sæðisflutningi úr forystuhrútum í Árnessýslu um 1960, en þeir áttu allir uppruna sinn í þessu fyrsta fjárskiptafé. Einnig er þekkt að forystufé austan Öxarfjarðarheiðar varð hart úti í garnaveikifaraldri sem þar herjaði laust fyrir miðja síðustu öld (Gunnar Halldórsson á Gunnarsstöðum, munnl. uppl. í júníbyrjun 2010). Var stofninn á mörgum bæjum endurnýjaður með kaupum á forystufé úr Núpasveit, frá sömu bæjum og margt af forystufé kom áreiðanlega frá í áðurnefndum fjárskiptum. Af þessum ástæðum væri áhugavert að skoða erfðamengi íslenska forystufjárins nánar með aðferðum sameindaerfðafræðinnar. Ekki virðist ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af þróun skyldleikaræktar í forystu fjár- stofninum í ljósi þessara niðurstaðna. Rannsóknir Norræna genabankans4 og það að nær engar ábendingar hafa komið frá forystufjáreigendum um skyldleikahnignun kveikja ekki heldur alvarleg viðvörunarljós. Vegna smæðar stofnsins verður samt aldrei of varlega farið í þessum efnum. Hér er það einkum notkun hrútanna sem þarf að skipuleggja vel. Sæðingar verða áfram snar þáttur í 14. mynd. Forystuær Gríms Jónssonar í Klifshaga í Öxarfirði veturinn 1993. Bæði Móblesi 89- 921 og Blesi 98-884 voru fengnir úr þessari hjörð. – Leaderewes in the flock of Grímur Jónsson at Klifshagi Farm in Öxarfjörður, N-Iceland, in the winter of 1993. Both Móblesi 89-921 and Blesi 98-884 came from this flock. Ljósm./Photo: Lárus G. Birgisson. NFr_3-4 2015_final.indd 111 30.11.2015 16:34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.