Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 23
115 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Árni Hjartarson Náttúrufræðingurinn 85 (3–4), bls. 115–120, 2015 Öfugskelda á Kjalarnesi og skriðan mikla 1748 Inngangur Í Ölfusvatnsannál er við árið 1747 getið um skriðu sem hljóp á bæina Öfugskeldu og Sjávarhóla á Kjalarnesi. Lýsingin er stutt en þar kemur þó fram að skriðan var stórfenglegri en svo að orð fái lýst. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson fóru um Kjalarnes nokkrum árum síðar og minnast á atburðinn án þess þó að lýsa skriðufallinu sjálfu eða afleiðingum þess. Hins vegar varð þeim starsýnt á gilda trjástofna og lurka sem borist höfðu fram með skriðunni og sýndu að undir yfirborðinu leyndust ummerki eftir skóga sem þarna höfðu vaxið fyrr á tíð.1 Sumarið 2010 var unnið að skriðufallarannsóknum og hættu- mati á Kjalarnesi að tilhlutan Hættumatsnefndar Reykjavíkur- borgar. Veðurstofa Íslands stóð fyrir rannsókninni í samstarfi við ÍSOR og Náttúrufræðistofnun Íslands.2 Leitað var að ummerkjum eftir þessa miklu skriðu en þau virðast að mestu horfin, altént fundust þau ekki. Hins vegar upplýstist að til eru gögn um skriðuna í Þjóðskjalasafni Íslands og þar kemur í ljós að hún féll ári síðar en annállinn greinir, eða í maí 1748. Í þessari grein er sagt frá skriðufalli sem varð á Kjalarnesi um miðja 18. öld, viðbrögðum manna við því og þeim áhrifum sem það hafði á byggðarþró- un á svæðinu. Bærinn Öfugskelda lenti í skriðunni og var ekki endurreistur. Byggt er á gögnum sem varðveitt eru á Þjóðskjalasafni Íslands og nýlega hafa komið fram, og varpa þau nýju ljósi á atburðinn. Birtar eru uppskrift- ir úr skjölunum en síðan er fjallað um skriðuna sjálfa, orsakir hennar og afleiðingar. Saga jarðarinnar Öfugskeldu er einnig rakin eins og kostur er. 1. mynd. Skjöl á Þjóðskjalasafni um Öfugskelduskriðuna (Rentukammer 32.29, örk 9). – Documents about the Öfugskelda landslide in the National Archives (Rentukammer 32.29, quire 9). Ritrýnd grein NFr_3-4 2015_final.indd 115 30.11.2015 16:34

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.