Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 26

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 26
Náttúrufræðingurinn 118 og eignir. Þetta voru svokölluð Möðruvallamál.8 Helstu deiluaðilar voru Þorvarður Erlendsson (um 1466–1513) lögmaður að sunnan og austan og Grímur Pálsson sýslumaður á Möðruvöllum í Hörgárdal. Í Íslensku fornbréfasafni sést að haustið 1501 gerðu þeir með sér allmikinn jarðaskiptasamning og þá gekk Öfugskelda fyrir tíu hundruð til Þorvarðs frá Grími.9 Grímur og Þorleifur sonur hans fá svo kotið á ný árið 1515 þegar þeir selja Hólmfríði Erlendsdóttur jörðina Sandgerði á Miðnesi fyrir Arnarholt og Öfugskeldu á Kjalarnesi.10 Eitthvað var þó athugavert við þessi viðskipti því jarðirnar voru dæmdar af þeim feðgum og öll kaupin gengu til baka.11 Árið 1539 gaf síðan Erlendur lögmaður Þorvarðsson Margréti dóttur sinni Öfugskeldu fyrir tíu hundruð.12 Þegar fyrsta manntal á Íslandi var tekið, 1703, voru fimm manns til heimilis á Öfugskeldu (1. tafla).13 Ári síðar komu þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín á Kjalarnes og skrifuðu niður lýsingar í Jarðabók sína.14 Jörðin var þá enn metin á tíu hundruð. Eigendur voru fimm, þar af þrjár systur, dætur gamla bóndans á bænum, Gunnars Jónssonar. Ein þeirra, Barbara Gunnarsdóttir (1665–1719), bjó á jörðinni. Hinar voru húsfreyjur á Blikastöðum og í Engey. Stærstan hlut í Öfugskeldu átti Þórunn Sigurðardóttir prestsekkja, sem þá bjó í Sjávarhólum, 340 álnir, en hinir 180 álnir hver. Barbara virðist hafa rekið þokkalegt bú. Kvikfénaður var 6 kýr, 4 ungneyti, 12 ær, 24 sauðir og 3 hestar. Torfrista og stunga var sæmileg en mótak til eldiviðar þurfti að kaupa annars staðar. Tún og engi voru stórsköðuð vegna skriðu, landþröng var mikil og stórviðrasamt. Ekki er þess getið hvenær sú skriða féll sem nefnd er í Jarðabókinni en líklegt er að hún hafi orðið í tíð þeirra sem gáfu Árna og Páli upplýsingar um jörðina, eða á seinni hluta 17. aldar. Fátt segir síðan af Öfugskeldu fyrr en næsta skriða féll og eyðilagði jörðina, þ.e. skriðan mikla 1748. Búið hefur að líkindum verið svipað að stærð og 1703. Ekki er vitað hvaða fólk bjó þar þá né hve margir en eftir þetta var bærinn úr sögunni sem byggt ból. Skriðan Í Ölfusvatnsannál segir við árið 1747: Á því vori féll sú mikla skriða eður jarðarumrótan úr Esjunni, sem aftók mikinn part Öfugskeldu og Sjávarhóla- land. Hún tók til sjávar ofan, svo mikilfengleg, að ekki er auðvelt frá að segja. 15 Höfundur Ölfusvatnsannáls er Sæmundur Gissurarson (um 1698– 1762) lögréttumaður á Ölfusvatni í Grafningi, fæddur á Valdastöðum, ættaður úr Kjós og af Kjalarnesi og því áhugasamur um tíðindi þaðan. Hann ritaði annálinn á efri árum, líklega um 1760.16 Frásögnin af Öfugskelduskriðunni er því skrifuð eftir minni áratug eftir atburðinn og hann tímasettur ári of snemma. Það er athyglisvert að annálaritarinn minnist hvorki á skaða í Skrauthólum né flutning prestsetursins sem bréfin í Þjóðskjalasafninu bera vitni um. Í Ferðabók Eggerts og Bjarna er minnst á skriðuhlaup úr Esjunni sem varð nokkrum árum áður en þeir voru þar á ferð. Þeir lýsa ekki skriðunni sjálfri en geta þess að þar hafi þeir séð birkilurka sem voru sverari en stærstu tré í Húsafells- og Fnjóskadalsskógum. Vafalítið er hér um sömu skriðu að ræða og Ölfusvatnsannáll lýsir. Hún er ekki tímasett í Ferðabókinni en í dagbók ferðafélaganna frá 31. júlí 1753, sem rituð er með hendi Bjarna Pálssonar, er skriðan sögð hafa fallið 1749. Eða með orðum Bjarna: Fornemmelig faldet der aaret 1749 eet stort fieldskred som giorde megen skade paa eng og græsgang, men aabnede dog veyen, at see hvad der laae skiult i jørden ...17 Ekkert er minnst á eyðingu Öfugskeldu, tjón á búfénaði eða að fólk hafi lent í lífshættu. Þeir Eggert hafa greinilega haft heldur óljósar fregnir af atburðinum og þarna er ártalið efalaust skakkt. Ljóst er að skjölin sem presturinn, sýslumaðurinn og amtmaðurinn undirrita verða að teljast öruggari heimildir í þessu máli en hinar heimildirnar og verður að ætla að hið rétta ártal sé 1748. Stærð skriðunnar og orsakir Það er auðsýnilegt á öllum lýsingunum að skriðufallið 1748 hefur verið mikill atburður í augum Kjalnesinga og ummerkin allhrikaleg að sjá. Það þarf líka kraftmikla skriðu til að gusast með grjótburði og jarðvegsfyllum úr Esjuhlíðum, þvert yfir undirlendið sem þarna er yfir 800 m breitt, og út í sjó. Hámarksbreidd skriðunnar virðist hafa verið um 300 m því að hún flæddi á milli bæjanna Sjávarhóla og Skrauthóla án þess að lenda þar á húsum (4. mynd). Upptök skriðunnar eru óviss en þau hafa verið í hlíðinni ofan við Skrauthóla, líklega í berghlaupsurð Sjávarhólahlaupsins. Esjuhlíðar Nafn Name Kyn Sex Aldur Age Stétt / staða Class Þorkell Jónsson karl / male 46 vinnumaður / worker Oddur Jónsson karl / male 21 vinnupiltur / young worker Guðrún Jónsdóttir kona / female 66 prestsbarn* veikburða / sick old lady Ingibjörg Ólafsdóttir kona / female 27 vinnukona / housemaid Barbara Gunnarsdóttir kona / female 38 búandi þar / mistress 1. tafla. Íbúar á Öfugskeldu – Manntalið 1703. – Residents of Öfugskelda – The Icelandic cens- us of 1703. * Ekki er ljóst hvað orðið „prestbarn“ þýðir í þessu samhengi. NFr_3-4 2015_final.indd 118 30.11.2015 16:34

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.