Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 44

Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 44
Náttúrufræðingurinn 136 og vaxtarhraða með því að fylgjast með þvermálinu og tímabilum okfrumumyndunar. Það hefur hins vegar reynst örðugt, þar sem áhrif stærðar á sökkhraða og afrán eru ekki síður þættir sem hafa áhrif á stærðardreifingu frumna í stofni.8 Gert hefur verið líkan til þess að lýsa ferli frumuskiptinga sem leiðir af sér stöðugt mjórri frumur, þar til hámarksstærð er endurheimt við kynæxlun.9 Þegar meiri gögn liggja fyrir, gæti verið mögulegt að lýsa árstíðarsveiflu og telja kynslóðir hjá Aulacoseira-tegundunum í Þingvallavatni með líkani. Árstíðabreytingar í fjölda Aulacoseira- tegunda í Þingvallavatni Á 3. mynd sést fjöldi frumna (fjöldi *1000/l) A. islandica í Þingvallavatni á tímabilinu frá 2. september 1974 til 13. ágúst 1975. Myndin sýnir vaxandi fjölda frumna fram yfir miðjan nóvember 1974 þegar sýna- tökum var hætt það árið. Fjöldinn minnkaði nokkuð undir ís veturinn 1974–1975 en var tekinn að rísa strax í mars. Hámarksfjöldi virðist hafa verið í apríl eða maí 1975. Fjöldinn byrjar að falla í júní og lækkar áfram stöðugt í júlí og ágúst. Á 4. mynd sést fjöldi frumna (fjöldi *1000/l) A. subarctica í Þingvallavatni á tímabilinu frá 2. september 1974 til 13. ágúst 1975. Myndin sýnir vaxandi fjölda frumna fram yfir miðjan október 1974. Fjöldinn helst nokkuð stöðugur undir ís veturinn 1974–1975 en er tekinn að rísa strax í mars. Hámark virðist vera í seinni hluta maí 1975. Fjöldinn byrjar að falla í júní og lækkar áfram stöðugt í júlí og ágúst. Hjá báðum tegundunum má sjá vor- og hausttoppa í fjölda, stærri topp í maí og minni í október eða nóvember. A. islandica og A. subarctica voru ráðandi tegundir í svifinu á þessum tímum, vor og haust. Fjöldinn var minni yfir síðsumarmánuðina sem tengist eðlis- og efnafræðilegum eiginleikum vatnsins, eins og áður hefur verið lýst,10 og að þær sökkva hratt.11 A. islandica er stærri en A. subarctica sem veldur því að lífþyngd hennar var mun meiri í vatninu, þótt fjöldinn hafi verið minni. Báðum Aulacoseira-tegundunum snarfækkar þegar þær botnfalla í svifinu um hásumarið en fjöldi þeirra er síðan tiltölulega mikill yfir vetrarmánuðina þegar hiti og ljós eru í lágmarki. Breytingar milli ára og tímabila Með rannsóknum í Þingvallavatni á áttunda og níunda áratug síðustu aldar var vistfræði alls vatnsins lýst.12 M.a. var gerð grein fyrir frumframleiðni vatnsins, þörungasvifi og sveiflum á milli ára í svifinu. Í rannsóknum áranna 1975 til 1982 var áramunur á árstíðum hvað varðaði frumframleiðni.10 Þessi munur var skýrður annars vegar með mismunandi tímalengd ísalaga á vatninu og hins vegar með almennri skírskotun til óstöðugs veðurfars suðvestanlands. Til dæmis var frumframleiðni að sumri talin aukast í kjölfar hvassviðra. Árið 1979 var Þingvallavatn ísilagt fram í maí. Eftir að ísa 3. mynd. Aulacoseira islandica. Fjöldi frumna í þúsundum frumna í lítra á tímabilinu frá 2. september 1974 til 13. ágúst 1975 á Miðfellsstöð í Þingvallavatni. Hver súla sýnir geómetrískt meðaltal allra taldra sýna viðkomandi sýnatökudag.7 – Cell number (*1000/l) of Aulacoseira islandica, sampled during the sampling period September 1974 to August 1975. Each column represents the geometric mean of all data sampled the respective sampling date.7 4. mynd. Aulacoseira subarctica. Fjöldi frumna í þúsundum frumna í lítra á tímabilinu frá 2. september 1974 til 13. ágúst 1975 á Miðfellsstöð í Þingvallavatni. Hver súla sýnir geómetrískt meðaltal allra taldra sýna viðkomandi sýnatökudag.7 – Cell number (*1000/l) of Aulacoseira subarctica, sampled during the sampling period September 1974 to August 1975. Each column represents the geometric mean of all data sampled the respective sampling date.7 NFr_3-4 2015_final.indd 136 30.11.2015 16:34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.