Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 46
Náttúrufræðingurinn 138 þyrlun á efni sem er að botnfalla eða hefur botnfallið. Niðurstöður rannsókna í Þingvallavatni dagana 17. nóvember 1974 og 18. janúar 1975 hafa líka sýnt fram á að mikil frumframleiðni getur átt sér stað í efstu metrum Þingvallavatns að vetri. Há vetrarframleiðni við lítið ljós og lágan hita er ekki óþekkt.10 Áhrif loftslagsbreytinga Höfundur telur mikilvægt að taka saman tiltæka þekkingu um mikilvægustu þörungategundir Þingvallavatns. Þessa þekkingu má nota til þess að greina og skýra áhrif loftslagsbreytinga og áhrif breytinga í efnafræði vatnsins á þörungasamfélag og frumframleiðni vatnsins. Einn liður í því er að bera það sem við vitum um Aulacoseira- tegundirnar í Þingvallavatni saman við niðurstöður nýlegra og eldri rannsókna annars staðar frá. Einstök atriði eru geta til frumframleiðslu við lítið ljós og lágan hita, hámörk í fjölda snemma vors og seint að hausti, mikilvægi ölduhreyfinga og uppblöndunar vatns, og lífsferlar sem taka bæði til botns og svifs. Erlendar heimildir greina einnig frá þáttum sem við vitum ekki hvernig er háttað í Þingvallavatni. Kanna þarf m.a. hvort tegundirnar í Þingvallavatni fara á dvalarstig um skemmri eða lengri tíma og hvernig tilvera þeirra breytist eftir því hvort vatnið leggur um veturinn eða ekki. Lund24,25 sá í vötnum á „Lake District“-svæðinu í Englandi að hámark og lífsferlar A. subarctica voru tengdir róti í vatninu. Keðjurnar gætu lifað á dvalarstigi á botninum og uppistaða stofnsins í svifinu væri upprótað frá botni. Fallhraðinn væri mikill og tegundin hyrfi hratt úr svifinu eftir að ísa leggur að vetri og eftir hitalagskiptingu að sumri. Tegundin þyrfti lítið ljós og yxi langt fram eftir vetri og snemma árs.24,25 Í Lough Neagh-vatni á Norður- Írlandi er hins vegar talið að vor- og hausthámark A. subarctica vaxi upp frá þeim frumum sem til staðar eru í vatninu þegar vaxtartímabil hefst og að botndýr nýti sem fæðu allt það sem fellur á botn.20 Bæði dvalarástandi (e. resting stage) og dvalargrómyndun (e. resting spores) hefur verið lýst fyrir Aulacoseira- tegundir.20 Aulacoseira-tegundir í stóru sænsku stöðuvötnunum Vänern og Vättern hafa fjórfalda líf- þyngd í íslausum árum miðað við ísaár. Íslausum árum hefur fjölgað verulega í vötnunum og ísa tímabil styst á síðustu árum vegna loftslagsbreytinga. Aukin lífþyngd er talin afleiðing aukinnar blöndunar íslaus ár.26 Á hinn bóginn var sýnt fram á mikla uppsöfnun A. islandica (>10 µg Chla/l) rétt undir ís í Erie-vatni í Norður-Ameríku árin 2007–2010 og lifandi frumur fundust einnig í ísnum. Þetta var talið til marks um það að vorhámark hjá tegundinni hæfist rétt undir lagnaðarís og í honum, og einnig til marks um það að A. islandica falli undir skilgreiningu á tegundum sem geta lifað við mjög lágt hitastig (e. psychrophylic), en slík lífsform eru þekkt frá heimskautaísnum.27 Árið 1979 var ísatímabilið á Þingvallavatni óvenjulega langt og vatnið kom óvenju hlýtt undan vetri. Við lok ísatímabilsins mældist mesta frumframleiðsla sem mælst hefur. Hlutföll tegundanna röskuðust einnig nokkuð frá því sem áður þekktist og var talið að smærri tegundir eins og Asterionella formosa, Nitzschia holsatica og Stephanodiscus astraea hefðu nýtt sér næringarefnin hraðar en venjulega og haft vaxtarforskot á Aulacoseira- tegundirnar.10 A. subarctica er talin einkenna miðlungi næringarrík stöðuvötn. Hún hefur minna þol fyrir mengun en A. islandica, og viðvarandi næringarefnaauðgun felur í sér að hún hverfur og tegundir eins og Cyclotella spp., Stephanodiscus parvus, Asterionella formosa og Fragilaria crotonensis taka við.20 Vorkoman 1979 gæti verið lýsandi dæmi um það hvernig þörungategundirnar í vatninu brygðust við næringarefnaauðgun. Tegundir sem gætu tekið við af Aulacoseira-tegundunum við aukna mengun eru, eins og fyrri rannsóknir sýna, þegar til staðar í Þingvallavatni. Eins og fram kemur hér framar, eru í heimildum nokkuð mismunandi áherslur varðandi líffræðileg einkenni Aulacoseira-tegundanna þegar lífsferlum þeirra er lýst í ólíkum vötnum. Þessi einkenni eru með þeim hætti, og mikilvægi tegundanna í vatninu það mikið, að höfundur telur ástæðu til að rannsaka A. islandica og A. subarctica í Þingvallavatni sérstaklega með það að markmiði að aðgreina þætti sem varða lífsferla tegundanna, þætti sem tengjast viðbrögðum við loftslagsbreytingum, t.d. þá sem einkenna ísaár og íslaus ár, og þætti sem kunna að gefa vísbendingar um aukið næringarefnaálag. Fyrsta skrefið er að lýsa með greinargóðum hætti lífsferlum þessara tegunda sem upprunalega voru greindar úr Þingvallavatni þannig að samanburður við búsvæði þeirra í Þingvallavatni og öðrum vötnum sem eru til rannsóknar sé aðgengilegur. SUMMARY Aulacoseira islandica (O. Müller) Simonsen and Aulacoseira subarctica (O. Müller) E.Y. Haworth in Lake Thingvallavatn Otto Müller2 describes and names two centric diatoms from Lake Thing- vallavatn in his paper in 1906. One of those is Aulacoseira islandica (O. Müller) Simonsen 1979 (previous name is Melosira islandica O. Müller). The other is Aulacoseira subarctica (O. Müller) E.Y. Haworth 1990, which Müller originally described as a subspecies of Melosira italica (Melosira italica subsp. subarctica O. Müller 1906). Both species have since been subject to taxonomic revisions.3,5 Thus, Lake Thingvallavatn is the type locality for both species. The aim of this paper is to make an overview of their ecology and describe the life cycles of Aulacoseira spp. in Lake Thingvallavatn, with references to avail- able and relevant studies in Lake Thingvallavatn from 1974 until today. A. NFr_3-4 2015_final.indd 138 30.11.2015 16:34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.