Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 49
141 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Inngangur Rík hefð er fyrir því að rann- saka algengar fuglategundir til að efla skilning manna á náttúr- unni og svara grunnspurningum í vistfræði.1 Fuglar eru auk þess mjög sýnilegir ávitar á umhverfis- breytingar.2,3 Stofnrannsóknir koma líka að gagni við verndun tegunda, bæði til nýtingar og náttúruverndar. Stök talning ár hvert er oft vel not- hæfur mælikvarði á stofnbreytingar fuglastofna ef aðferðir eru svipaðar í tíma og rúmi.4 Langtímagögn hafa ýmsa kosti. Stofnþættir lang- lífra tegunda verða t.d. vart skýrðir með öðru móti og í þeim má greina mikilvægi sjaldgæfra atburða innan stofnsins.1,5 Til að fuglatalningar gefi heildarmynd þarf net talninga- manna. Þar sameinast oft vísinda- menn og áhugamenn og kemur það sér einkar vel í mann afls frekum talningum og þegar talið er á stórum svæðum.6 Gott dæmi er fuglatalning í Finnlandi þar sem talningamenn hafa á hverju ári frá 1975 talið 90 tegundir varpfugla á 50 stöðum um allt landið.7 Með samræmdum aðgerðum fást langtímagögn sem sýna þróun stofnstærðar og jafnframt upplýsingar sem nýta má til nýrra og fjölbreyttari rannsókna. Á Íslandi eru dæmi um slíkt samstarf vetrartalning fugla, sem á sér fyrirmynd í jólatalningum erlendis,8,9 og árleg vöktun rjúpna- stofnsins þar sem taldir eru karrar á óðali á vorin.10 Æðarbændur hafa margir skráð fjölda hreiðra æðarfugls (Somateria mollissima) á landi sínu um langt skeið, oftar en ekki ár hvert. Fyrir vikið eru til talningaraðir af fjölda hreiðra í vörpum, sumar meira en 30 ára langar. Æðardúntekju stunda rúmlega 400 bændur hérlendis.11 Meðaltal útflutningsverðmætis æðardúns var um 394 milljónir kr. 2008–2013 og var árlegur heildarútflutningur að meðaltali 2,9 tonn af hreinsuðum dún. Tvö síðustu ár þessa tímabils voru í sérflokki. Árið 2012 voru flutt út 3,1 tonn og var heildarútflutningsverðmæti æðardúns tæpar 515 milljónir kr. það ár.12 Árið 2013 var verðmætið komið upp í tæpar 613 milljónir kr. fyrir 3,2 tonn.13 Æðarfugl er því án efa mesti nytjafugl landsins og er m.a. friðaður fyrir skotveiði vegna dúntekjunnar.14,15 Æðarfugl hefur notið einhvers konar verndar á Íslandi frá þjóðveldisöld og verið alfriðaður frá 1849. Bannað er að skjóta æðarfugl, leggja net nærri friðlýstu æðarvarpi án leyfis varpeiganda eða trufla varp á annan hátt. Æðarbændur mega þó tína dún og egg svo framarlega sem skilin eru eftir fjögur egg í hreiðri, sbr. lög nr. 64/1994. Stofnstærð æðarfugls á Íslandi hefur verið metin á tvennan hátt. Annars vegar er miðað við dúntekju: 250 þúsund pör og 900 þúsund einstaklingar að haustlagi 1990.16 Hins vegar hefur verið metinn fjöldi fugla með talningu úr lofti umhverfis landið að vetri til: 850 þúsund einstaklingar veturinn 2008.17 Ekki er til mat á því hversu stór hluti íslenska æðarstofnsins verpur innan eða utan nýttra æðarvarpa. Endurheimtur æðarfugla sem merktir hafa verið með dægurritum (e. geolocators) sýna að hingað koma til vetursetu æðarfuglar frá BREYTINGAR Á FJÖLDA ÆÐARHREIÐRA Á ÍSLANDI Jón Einar Jónsson, Þórður Örn Kristjánsson, Árni Ásgeirsson og Tómas G. Gunnarsson Safnað var saman árlegum hreiðurtalningum æðarbænda til að rannsaka breytingar á fjölda æðarhreiðra í 40 æðarvörpum. Lengsta gagnaröðin náði 101 ár aftur í tímann en þær stystu tóku til sex ára. Rannsakaðar voru breytingar eftir tímabilum og landshlutum. Frá fyrstu þremur áratugum 20. aldar voru eingöngu til tölur úr Brokey og Rifgirðingum en hreiður þar voru mun fleiri 1900–1930 en í byrjun 21. aldar. Einu upplýsingarnar frá 1931–1957 voru úr Brokey og fækkaði hreiðrum þar allt tímabilið. Frá og með 1958 voru til tölur úr fimm æðarvörpum og frá og með 1977 eru þau orðin 17 talsins. Fjöldi hreiðra var tiltölulega stöðugur 1958–1979. Æðar- hreiðrum fjölgaði 1980–1990 á öllum athugunarsvæðum nema á Suðvestur- landi þar sem fjöldinn stóð í stað. Þróunin eftir 1990 var með þrennu móti: 1) Hreiðrum fækkaði á Norðurlandi, Vestfjörðum og í Breiðafirði, utan Vestureyja. 2) Fjöldi hreiðra stóð í stað í Vestureyjum. 3) Hreiðrum fjölgaði 1995–2000 á Suðvesturlandi en fjöldi hreiðra stóð í stað 2001–2007. Ritrýnd grein Náttúrufræðingurinn 85 (3–4), bls. 141–152, 2015 NFr_3-4 2015_final.indd 141 30.11.2015 16:34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.