Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 51
143
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Stofnbreytingar eftir vörpum
eða landshlutum
Ætla mætti að þáttum sem stjórna
fjölda hreiðra á hverjum stað svipaði
meira saman í vörpum sem stutt er á
milli en í þeim sem lengra er á milli.
Sé stofnstærð í beinu sambandi
við umhverfisbreytingar á stórum
svæðum (s.s. loftslagsbreytingar
eða veðurfar) má vænta þess að
stofnsveiflur séu samstilltar
(breytist í takt hver við aðra), þ.e.
að breytingar milli ára fylgist að á
flestöllum talningarstöðum. Ef svo
er ekki má ætla að staðbundnir
þættir hafi áhrif á fjölda hreiðra, þ.e.
aðrir þættir en veðurfar. Því var
kannað hvort fjöldi hreiðra breyttist
í takt í þeim 16 æðarvörpum þar
sem talið hafði verið í 30 ár eða
lengur, 1977–2007.5 Hvert æðarvarp
var parað með hinum 15 og skoðað
hvort fylgni væri í fjölda hreiðra
milli þeirra allra með hliðsjón af
fjarlægðinni á milli þeirra (reiknað
var aðhvarf milli fjölda hreiðra í
tveimur vörpum á móti vegalengd
á milli sömu varpa). Úr urðu 120
fylgnistuðlar sem voru notaðir til
að meta hversu samstíga æðar-
vörpin voru.32 Einungis 32 af
120 fylgnistuðlum (27%) voru
marktækir sem bendir til að stofn-
sveiflurnar sé ekki samstilltar milli
æðarvarpanna. Því var ályktað að
fjöldi æðarhreiðra á Íslandi 1977–
2007 hefði ekki verið samstíga yfir
landið milli ára og vörpin því flest
sjálfstæðar einingar hvað varðar
breytingar á fjölda varpfugla.5
Með þessar niðurstöður í huga
var ákveðið að sameina ekki æðar-
vörp í þessari rannsókn nema þau
væru afar nálægt hvort öðru, og þá
því aðeins að þau segðu bæði sömu
sögu eða sterkar vísbendingar væru
um að sömu kollur notuðu bæði
vörpin. Almennt var látið gilda að
talningaraðir voru sameinaðar
þegar vörpin voru í innan við
5 km fjarlægð hvort frá öðru og
ferlar innan tímabils voru ekki
sýnilega frábrugðnir a.m.k. 95%
talningaráranna.
Fyrir hverja talningaröð var fjöldi
hreiðra hvers árs umreiknaður. Árið
2005 í hverri röð fékk gildið 100
og breytingar frá því voru gefnar í
prósentum. Fyrir vikið fékkst sam-
ræmdur mælikvarði til að meta
breytingar í prósentum milli ára,
sem m.a. auðveldaði samanburð
milli nærliggjandi varpa.
Fjöldi hreiðra er vísitala sem sýnir
ástand varps á skilgreindu svæði.
Notkun þessarar vísitölu hefur bæði
kosti og galla.33 Æðarkollur sleppa
stundum úr varpárum, sem veldur
því að líkast til verður að líta á
fjölda hreiðra sem lágmarksfjölda
þegar metinn er fjöldi fullorðinna
kvenfugla í stofninum.34 Æðarvarp
byrjar yfirleitt á svipuðum tíma
en dæmi eru um ár þar sem varpi
seinkar.29 Æðarbændur tína þó
yfirleitt dúninn á svipuðum tíma og
í seinu varpári eru því e.t.v. nokkrar
kollur ekki orpnar við dúntínslu.
Þetta getur valdið nokkurri skekkju
við talningu hreiðra sum ár.
Tekið skal fram að örnefnin
Brokey, Flatey, Hergilsey, Rif-
girðingar og Hvallátur eru hér
notuð um eyjaklasana sem lúta
eignarhaldi jarðanna sem bera þessi
nöfn (þeir fjórir fyrstnefndu eru
stundum nefndir Brokeyjarlönd,
Flateyjarlönd, Hergilseyjarlönd og
Rifgirðingalönd) en ekki einungis
heimaeyjarnar með sömu nöfnum.
Hins vegar benda önnur eyjanöfn
í eintölu á stakar eyjar. Eyjaklasinn
Hvallátur (samtala fyrir 119 eyjar) í
Vestureyjum er einnig þekktur undir
nafninu Látur eða Látralönd. Flatey
á Breiðafirði er hér í tvennu lagi
enda nýtt af tveimur bændum (1.
tafla), og er það sýnt með heitunum
Flatey 1 og Flatey 2. Sama gildir um
Hrísey í Eyjafirði sem er aðgreind í
Hrísey norður og Hrísey suður.
Framsetning á myndum er
samræmd með þessum hætti:
1) Öllum talningum er breytt í
prósentur, árið 2005 (sameiginlegt
öllum gagnaröðum) fastsett sem
100% en önnur ár látin taka mið af því.
2) Reiknað er 5 ára keðjumeðaltal. 3)
Stopular gagnaraðir eða raðir þar
sem talningar voru óreglulegar eru
sýndar sem punktar á myndum en
samfelldar talningar sem óbrotnar,
punktalausar línur.
Mat á landsvísitölu
Með því að leggja saman hreiður-
tölur úr öllum æðar vörpunum, áður
en þær eru reiknaðar í vísitölu, fæst
lands vísitala æðarfugls 1977–2007.
Með því að leggja fyrst saman
fjölda hreiðra var tryggt að vörp
hefðu vægi í réttu hlutfalli við fjölda
hreiðra innan þeirra. Æðarvörpum
er hér skipt í þrjá hópa, A, B og
C, eftir því hversu lengi hreiður
hafa verið talin. Markmiðið er að
nýta allar talningar, ekki síst til að
menn sjái stöðuna í hverju varpi
fyrir sig gagnvart landsmeðaltali.
Á nokkrum stöðum ná talningar
langt aftur í tímann en víðast ná
þær styttra. Mat á fjölda hreiðra
lengra aftur í tímann en um þrjá
áratugi byggist því á fáum, löngum
talningum (hópur A, talið 1977–
2007 eða lengur), en upplýsingum
úr styttri talningaröðunum (hópar
B, talningar hófust 1991–2000 og C,
talningar hófust 2001–2003) er bætt
við samanlögðu töluna frá og með
2001 (1. tafla).
Hópar æðarvarpa eftir lengd
gagnaraða/talninga
Hópur A. Gögn fengust úr 17
æðarvörpum þar sem talið var 1977–
2007 eða lengur. Þetta eru 16 af 17
æðarvörpum sem höfðu áður verið
greind til að kanna hvort tengsl
væru milli fjölda æðarhreiðra og
veðurfars á Íslandi,5 en auk þess
bættust Hvallátur í Vestureyjum
(en svo nefnast saman þeir eyja-
klasar sem tilheyrðu áður gamla
Flateyjarhreppi) nú í hópinn. Á móti
kemur að Rifgirðingar eru ekki
teknar með heldur hafðar í hópi B,
því þar var talið óreglulega 1930–
1992. Með því að leggja saman fjölda
hreiðra í þessum 17 vörpum fékkst
landsvísitala áranna 1977–1990.
Hópur B. Á árunum 1991–2000
hófust talningar í tíu æðarvörpum
til viðbótar en í fimm þeirra var
talið óreglulega til að byrja með.
Raðirnar í þessum hópi byrja sumsé
1991 en eru yfirleitt stopular til 2001.
Í öllum þessum tíu vörpum eru
hins vegar til árlegar talningar frá
NFr_3-4 2015_final.indd 143 30.11.2015 16:34