Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 53

Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 53
145 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 2001–2007 eða því sem næst. Hér bætast Rifgirðingar í hópinn með árlegar talningar frá og með 1993. Hópur C. Á árunum 2001– 2003 hófust talningar í síðustu 13 æðarvörpunum og má því byggja tímabilið 2001–2007 á samtölu allra 40 æðarvarpana. Vörpum í hópum B og C var öllum bætt við landsvísitöluna á sama tíma, þ.e. frá og með 2001. Þegar niðurstöður 2001–2007 í hópum A, B og C voru lagðar saman fékkst samtala byggð á öllum 40 æðarvörpunum. Til að bæta vörpum úr hópum B og C við vörpin úr hópi A og reikna landsvísitölu 1977–2007 var fjöldi hreiðra ársins 2001 endurreiknaður sem 100 í samanlögðum öllum 40 æðarvörpunum og seinustu sjö árin reiknuð með hlutfallslegum breytingum áranna 2001–2007 út frá samtölu allra æðarvarpanna. Til að gefa heildarmynd á land- svísu var reiknað vegið meðaltal landsvísitölunnar með raðbundnu t-prófi (e. sequential t-test analysis of regime shifts; STARS-forritið)35 en með slíkum útreikningi má einfalda tímasetningu meiriháttar stofnbreytinga og greina auk þess hversu lengi stöðugleikatímabil hafa varað. Í aðferðinni eru notaðar raðir af t-prófum til að finna tölfræðilega mismunandi tímabil í gögnunum. Gengið var úr skugga um normaldreifingu talnanna fyrir t-prófin með því að keyra aðhvarf: landsmeðaltal=ártal. Leifarnar úr aðhvarfinu voru normaldreifðar (Shapiro-Wilkʼs: W=0,97 og P=0,34) og því var ekki þörf á að arkarsínusbreyta prósentutölunum fyrir t-prófin. Ákveðið var að fara ekki aftur fyrir 1977 með landsvísitöluna, þar sem einungis eru til tölur úr fimm æðarvörpum fyrir 1977, samanborið við 16 æðarvörp 1977–2007. Niðurstöður Alls söfnuðust gögn um fjölda hreiðra í 5–101 ár frá 40 æðar- vörpum. Mest fékkst af upp- lýsingum úr Breiðafirði en 25 gagnaraðir (63% allra varpa) komu þaðan. Gögn fengust úr þremur öðrum landshlutum, Norðurlandi (einkum Hrísey og Laxamýri), Vestfjörðum (Arnarfirði og Dýrafirði) og Suðvesturlandi. Lengd gagnaraðanna var afar mismunandi en þó má greina ákveðna tímabilaskiptingu því að talningar hófust víða á svipuðum tíma. Þær tvær lengstu náðu aftur til aldamótanna 1900. Næsta tímabil hófst 1955–1961 og það þriðja 1975– 1981. Flestar talningarnar (56%) hófust árið 1989 eða síðar, þar af margar um aldamótin 2000. Frá og 3. mynd. Fjöldi æðarhreiðra í Vestureyjum á Breiðafirði, ásamt Hergilsey, 1958–2008. Talið var árlega í öllum vörpum nema í Hvallátrum þar sem árlegar talningar hófust 1982 og í Hergilsey en þar hófust þær 1994. Óbrotnar línur tákna æðarvörp með samfelldar, árlegar talningar en tákn án línu sýna æðarvörp þar sem vantar viss ár eða árabil. – Nest counts for common eider in colonies in Vestureyjar in Breiðafjörður Bay 1958–2007. Counts were annual in all colonies except Hvallátur where annual counts began in 1982 and in Hergilsey where they began in 1994. Lines indicate colonies with annual counts, whereas symbols indicate colonies with years missing from the data series. 2. mynd. Talningar á fjölda æðarhreiðra í Brokey og Rifgirðingum 1900–2007. Talið var stopult í Rifgirðingum en árlega í Brokey. Óbrotnar línur tákna æðarvörp með samfelldar, árlegar talningar en tákn án línu sýna æðarvörp þar sem vantar viss ár eða árabil. – Nest counts 1900–2007 for common eider in Rifgirðingar and Brokey islands, in Breiðafjörður Bay, West- Iceland. Counts were sporadic in Rifgirðingar but annual in Brokey. Lines indicate colonies with annual counts, whereas symbols indicate colonies with years missing from the data series. NFr_3-4 2015_final.indd 145 30.11.2015 16:34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.