Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 54
Náttúrufræðingurinn
146
með 2001 er fjöldi hreiðra þekktur í
40 æðarvörpum.
Breytingar eftir landshlutum
Umfjöllun um landshluta tók mið af
tveimur þáttum. Annars vegar voru
æðarvörp innan sama landsvæðis
skoðuð í samhengi og hins vegar
var gögnum skipað niður eftir lengd
gagnaraða og lengstu raðirnar á
hverju landsvæði því ræddar fyrst.
Landshlutarnir eru: Breiðafjörður
(I), Norðurland (II), Vestfirðir (III)
og Suðvesturland (IV).
I – Breiðafjörður
Í Breiðafirði var æðarvörpum skipt
í þrjá flokka eftir landsvæðum.
Auk þess fengust tölur úr fjórum
æðarvörpum sem lentu utan
þessara flokka, Skálmarnesmúla
(2003–2008) og Engey sem heyrir
undir Brjánslæk (2001–2008).
Fjöldi hreiðra í þessum vörpum
stóð að mestu í stað, nema hvað
hreiðrum fjölgaði um 40% í Engey
frá 2003 til 2004. Í eyjunum sem
eru nytjaðar frá Staðarfelli á
Fellsströnd (Tjaldurshólma, Hrút–
hólma, Deildarey, Steindórseyjum,
Ölversskeri og Líney, 2003–
2008) varð nokkur fjölgun en
nokkur fækkun í eyjum sem
eru nytjaðar frá Innri-Fagradal
(Hrúteyjum, Bugskeri, Fagurey
og Fagureyjarhólma úti fyrir
Skarðsströnd, 2001–2008; 1. viðauki).
Í báðum tilfellum er um að ræða
safn af eyjum út frá eignarhaldi, en
ekki aðliggjandi eyjar.
I.1 – Brokey og Rifgirðingar (1900–
2007)
Rifgirðingar og Brokey eru tveir
aðliggjandi eyjaklasar í mynni
Hvammsfjarðar (2. mynd). Aðeins
3 km eru á milli heimaeyjanna. Úr
Rifgirðingum voru til árlegar tölur
frá 1901–1930 og slitrótt eftir það
til 1993 en úr Brokey fengust tölur
frá 1906 (2. mynd). Gagnaröðin frá
Brokey hafði þá sérstöðu meðal
gagnaraðanna að vera langlengst.
Þrátt fyrir slitróttari gagnasöfnun
í Rifgirðingum fylgdust tölurnar
4. mynd. Fjöldi æðarhreiðra í eyjum í nágrenni Stykkishólms og í Rifi, Snæfellsbæ, 1977–2007.
Talið var árlega í öllum vörpum. Óbrotnar línur tákna æðarvörp með samfelldar, árlegar
talningar en tákn án línu sýna æðarvörp þar sem vantar viss ár eða árabil. – Nest counts for
common eider in colonies near the town of Stykkishólmur, along with the colony at Rif in
Snæfellsbær, South Breiðafjörður Bay 1977–2007. Counts were annual in all colonies. Lines
indicate colonies with annual counts, whereas symbols indicate colonies with years missing
from the data series.
þar og í Brokey greinilega að
1901–1930 og 1959–1973. Fjöldi
hreiðra jókst greinilega í báðum
vörpunum 1980–2000 og virtust
þau árið 2007 bæði hafa um 40% af
fjölda hreiðra áranna 1900–1920. Úr
Brokey og Rifgirðingum koma einu
heimildirnar um fjölda æðarhreiðra
frá 1900 fram yfir 1950 og úr Brokey
sú eina fyrir árabilið 1931–1957.
I.2 – Vestureyjar (1958–2007)
Svefneyjar og Bjarneyjar eru
eyjaklasar á miðjum Breiðafirði og
teljast til svonefndra Vestureyja
(3. mynd). Í báðum eyjaklösunum
var talið árlega frá og með 1958.
Bæði vörpin voru stöðug 1958–
1980, hreiðrum fjölgaði síðan 1980–
1990 en eftir það hélst fjöldinn
tiltölulega stöðugur (3. mynd).
Í Bjarneyjum fækkaði hreiðrum
nokkuð 1970–1980, líkt og í Brokey,
en fjölgaði 1980–1990 eins og í
Brokey og Rifgirðingum.
Fjórir eyjaklasar bættust við
1977–1981: Hvallátur, Skáleyjar,
Flatey 1 og Sauðeyjar. Þar fjölgaði
hreiðrum 1980–1990, líkt og í
Svefn eyjum, Bjarneyjum, Brokey
og Rifgirðingum. Eftir 1990 stóð
fjöldi hreiðra í stað, nema hreiðrum
fjölgaði áfram í Sauðeyjum til
1995. Í Skáleyjum og Sauðeyjum
tók hreiðrum að fækka um 1995.
Hin Vestureyjavörpin stóðu í stað
1995–2007 (2. mynd). Alls staðar
í Vestureyjum voru hreiðrin fleiri
2007 en þau voru þegar tók að
fjölga í kringum 1980, og virðist
fjöldi hreiðra yfirleitt í jafnvægi
2001–2008.
Talningar fengust frá Hergilsey
1994–2007 og er hún talin með
Vestureyjum hér þótt eyjarnar hafi
ekki tilheyrt gamla Flateyjarhreppi.
Eftir nokkra fækkun 1994–2001
fjölgaði hreiðrum í Hergilsey fram
til 2008.
I.3 – Rif og eyjarnar við
Stykkishólm (1977–2010)
Æðarvarpið í Rifi í Snæfellsbæ hófst
á tveimur manngerðum hólmum
(1972 og 1990) og jókst fjöldi hreiðra
nánast allt tímabilið frá því fyrsta
kollan varp þar 1972 (4. mynd).
Úr æðarvörpunum nærri
Stykkishólmi (öll innan 8
km radíuss) komu lengstu
NFr_3-4 2015_final.indd 146 30.11.2015 16:34