Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 58

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 58
Náttúrufræðingurinn 150 ráðgáta hvernig lakara ástand kræklings og betra ástand kollna fer saman á þennan hátt í kjölfar mildari vetra, sérstaklega í ljósi þess að það fækkar í mörgum æðarstofnum.55 Aðrir þættir ákvarða e.t.v. æxlun fuglanna, þrátt fyrir að hlýnunin auðveldi þeim fæðuöflun að vetrinum. Ein skýring gæti verið að mildari eða þurrari sumur séu af óþekktum ástæðum ekki hagstæð fyrir vöxt æðarunga þar til þeir verða fleygir.5 Stofnstærð æðarfugls ákvarðast sennilega af fæðuframboði fullorðnu fuglana að vetri til, sem aftur stjórnast af samspili margra þátta, s.s. viðkomu, skeljaþykkt og vexti kræklings, veðurfari, og loks getu æðarfugls til að leita uppi aðra bráð þegar og ef kræklingi fækkar.52,55,56,57,58 Fæðuval getur verið mismunandi, jafnvel milli nálægra staða, en oft eru nokkrar botnlægar tegundir, aðallega samlokur og sniglar, ríkjandi í fæðunni.21,58,59,60 Æðarfugl er ósérhæft rándýr og fær um að lifa á margs konar botndýrum en þó er ávinningur hans af fæðutegundunum misjafn þegar kemur að uppbyggingu fituforða. Hreiðrum fjölgaði nánast sleitulaust 1980–2007 í nokkrum æðarvörpum, s.s. Rifi á Snæ- fellsnesi,61 Þyrli í Hvalfirði5 og Norðurkoti í Sandgerði.62 E.t.v. dafna vörpin á Suðvesturlandi betur í kjölfar hlýnandi loftslags en annars staðar á landinu.62 Rif hefur algera sérstöðu enda manngert frá grunni63 og gjörólíkt öðrum æðarvörpum hvað varðar þróun í fjölda hreiðra. Æðarhreiðrum fjölgaði í Rifi 1972–2008, en varpið hefur staðið í stað síðustu árin64 og nokkrir tugir æðarkollna drápust þar af óþekktum sökum 2014 og 2015. Rif hefur þá sérstöðu að þar var aukning viðstöðulaus frá því að fyrsta æðarkollan varp árið 1972 þar til fjöldi hreiðra staðnæmdist í 500– 600 hreiðrum 2008–2010. Stofn æðarfugls á Íslandi er sennilega í þokkalegu ástandi (a.m.k. enn sem komið er) samanborið við aðra sjófugla við Ísland, enda lifir æðarfugl mest á botndýrum en aðeins á fiski að takmörkuðu leyti. Niðurstöðurnar fyrir 2001– 2008 benda til fækkunar fram til loka þessarar rannsóknar en gefa ekki tilefni til að spá frekar um framhaldið næsta áratug þar á eftir. Þá stendur Ísland vel í samanburði við æðarstofna annars staðar, t.d. í Eystrasalti. Bæði í Svíþjóð og Finnlandi hefur varpfuglum fækkað.65 Vonir okkar standa til þess að gagnasöfnun geti haldið áfram, þ.e. að núverandi gögn verði uppfærð á nokkurra ára fresti og jafnvel að fleiri landshlutar, s.s. Austurland og Norðausturland bætist við. Frekari gagnasöfnun myndi nýtast til áframhaldandi vöktunar og skýringa á stofn- breytingum. Nú eru hafnar árlegar talningar á ungum (hófust í Breiðafirði 2007) og mat á kynja- og aldurshlutföllum á Snæfellsnesi í febrúar (hófust 2010). Breytilegir mælikvarðar sýna ólík hnig því að stofnþættir (t.d. fjöldi fugla eða mælikvarðar á afkomu) geta svarað umhverfisbreytingum á mismunandi máta. Æskilegt væri að stunda frekari rannsóknir á fæðu æðarfugla.21 Frekari skráning og úrvinnsla gagna um fjölda hreiðra hefði líkt og hliðstæðar langtímarannsóknir að markmiði að greina stofnferli og mæla um leið þá umhverfisþætti sem mestu ráða um vöxt og viðgang æðarstofnsins. Summary Changes in Nest Numbers of Common Eider in Iceland Annual nest counts were collated from eider farmers to study trends in nest numbers in 40 eider colonies in Iceland. The longest nest count series spanned 101 years but the shortest were 6 years. Trends were grouped by time series length and regions of the country. Data were available from two colonies for the first three decades of the 20th Century, i.e. Brokey og Rifgirðingar, where nest numbers were much higher during 1900–1930 than in the beginning of the 21st Century. The only data for 1931– 1957 were from Brokey, which went through a decline during this period. Data were available for five colonies 1958–1977 and by 1977, data were avail- able from 17 colonies. Number of eider nests generally increased 1980–1990, ex- cept for Southwest Iceland where num- bers remained stable. There were three types of trends 1990–2007: 1) nest num- bers declined in North Iceland, Westfjords and in Breiðafjörður except for the Vestureyjar archipelagoes of Breiðafjörður; 2) nest numbers remained stable in the Vestureyjar; and (3) nest numbers increased 1995–2000 in Southwest Iceland but remained stable 2001–2007. NFr_3-4 2015_final.indd 150 30.11.2015 16:34

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.