Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 67

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 67
159 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Kristinssonar Um hæðarmörk plantna í Flóru 1965, segir aðeins: Í snjódældum er fjallafreyjuhárið eða fjallhaddan (Polytrichum nor- vegi cum) víða einráð. Þá kannast allir við hina einkennilegu svörtu skorpu, sem þekur mikinn hluta öræfanna, og gerð er að mestu úr lifurmosategund er nefnist hrímmosi eða snjómosi (Anthelia), og þannig mætti lengi telja.7 Hélumosavist: Um aldamótin 2000 fóru sérfræðingar Náttúru- fræðistofnunar að skilgreina og flokka það sem þeir nefndu vistgerðir og kortleggja nokkur hálendissvæði samkvæmt því. Var þetta fyrst prófað á Brúardölum og Vesturöræfum eystra og á Hofsafrétt í Skagafirði, og niðurstöður birtar aldamótaárið. Hélumosavist var skilgreind sem vistgerð, svo lýst: „Allvel gróið en nokkuð grýtt, mikið hallandi land, með mikilli þekju af hélumosa. Þekja annarra mosa og fléttna lítil. Gróður lágvaxinn og uppskerurýr. Háplöntuflóra talsvert fjölbreytt. Gróður mestur í stöllum og slökkum, en berangurslegra á milli. Yfirborð fremur stöðugt, nema vegna jarðsils.8 Um jarðveg í hélumosavist segir að hann sé þunnur, „til heminga næringarsnauð melajörð og áfoksjörð“. Auk hélumosans eru ríkjandi háplöntutegundirnar grasvíðir, kornsúra, lambagras, túnvingull, gendinghnappur, axhæra og fjallasveifgras. Af fuglum er sendlingur nefndur meðal tíðustu varpfulga og telst héluosavist „líklega mikilvægasta vistgerð þessarar tegundar hér á landi“. Einnig er getið nokkurrra smádýra. Í niðurstöðum um Brúardali og Vesturöræfi segir þetta um mosaskorpuna: Mosagróður. Mosagróður er að finna á um 11 km2, sem eru tæplega 4% af svæðinu. Nær eingöngu er um að ræða hélumosa (A9), sem vex eins og skán ofan á jarðveginum, en myndar ekki eiginlega mosaþembu. Hélumosi nær mestri útbreiðslu þar sem snjóalög eru mikil, og með honum vex oft grasvíðir. Stór hélu- mosasvæði er að finna víðsvegar um rannsóknasvæðið, oftast ofan við annan gróður í jaðri lítt- eða ógróna landsins.8 Lífskurn: Snorri Baldursson hefur nýlega innleitt fræðiorðið „lífskurn“ um svipuð fyrirbæri. Hann lýsir henni svo í bók sinni um Lífríki Ís- lands: Lífskurn eða lífræn jarðvegsskán er örfín skán sem myndast á yfirborði jarðvegs, oft sem undanfari frekari gróðurframvindu. Skurnin er sam- sett úr jarðvegsögnum og groti og bendu af fíngerðum lífverum, svo sem blágerlum, jarðvegsþörungum, sveppum, fléttum og mosum. Vægi einstakra lífveruhópa er mismun- andi eftir aðstæðum, og má þá greina milli blágerlaskánar, fléttu- skánar eða mosaskánar, eftir at- vikum.9 Snorri segir þessa lífskurn vera algenga á uppgræðslusvæðum og gegna mikilvægu hlutverki við að binda jarðveg og flýta fyrir gróðurframvindu á örfoka landi, og vitnar í nokkrar innlendar og erlendar rannsóknir, sem staðfesta það. Sú fjölbreytta jarðvegsskán sem hann er hér að lýsa kannast greinarhöfundur vel við úr rökum hálfflögum (pöldruflögum), þar sem bláþörungar (blágerlar) eru oft mjög áberandi. Síðan bætir hann við: Stór svæði á hálendinu, einkum lautir og slakkar og aðrir snjóþungir staðir, eru þakin svartri jarðvegsskán, sem við nánari skoðun reynist vera mosi, snjómosinn heiðahéla, Anthelia juratzkana. Þessi skán hefur nú verið skilgreind sem sérstök vistgerð, hélumosavist. Grasvíðir, Salix herbacea, setur mikinn svip á hélumosavist, og fléttan flagbreyskja, Stereocaulon glareosum, er einnig algeng.9 Mosahjúpur: Það nýjasta í þessu efni er hugtakið mosahjúpur sem Ingibjög Svala Jónsdóttir kynnir í næst-síðasta hefti Náttúru- fræðingsins, í stað enska fræði- orðsins bryosphaere. Það hefur miklu víðtækari merkingu en lífskurn, og merkir mosalag yfir höfuð, þegar það er skoðað sem sérstakt hvel á jörðinni, samsvarandi moldarhjúpi, gróður hjúpi og lofthjúpi, en engu að síður myndu mosaskorpa og lífskurn falla þar undir.10 3. mynd. Nærmynd af mosaskorpu á Stafdal, Seyðisfirði, um 450 m y.s. Ef myndin prentast vel má greina einstaka sprota hélumosans. Ljósm. höf., 2005. NFr_3-4 2015_final.indd 159 30.11.2015 16:35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.