Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 70
Náttúrufræðingurinn
162
umhverfis- og auðlindaráðuneytinu,
og José Brilha, forseti ProGEO-
samtakanna, einnig áhugaverð
opnunarávörp.
Þemu ráðstefnunnar voru mótuð
í spurningar:
•Hvernig má tryggja varðveislu
jarðminja sem ógnað er?
•Hvernig má nýta jarðminjar á
sjálfbæran hátt?
•Er mögulegt að samræma
námuvinnslu og jarðminja vernd?
•Hvernig er hægt að taka
tillit til jarðminja við mat á
umhverfisáhrifum?
Alls voru flutt 26 áhugaverð erindi
á ráðstefnunni og 25 veggspjöld
voru kynnt. Ljóst er að víðar en
á Íslandi eru uppi vandamál sem
varða jarðminjar og verndun
þeirra. Nokkur erindi voru flutt um
jarðvanga (e. geopark) en í þeim hafa
jarðminjar mikið hlutverk.
Ítrekað var fjallað um nauðsyn
þess að hafa góða yfirsýn yfir
jarðminjar. Víða hefur farið fram
jarðminjaskráning þar sem safnað
er upplýsingum og gildi jarðminja
metið á faglegan hátt. Þetta á líka við
um jarðminjar sem hefur verið raskað,
þar sem ekki er síður mikilvægt að
skrá upplýsingar um þær.
Tveir gestafyrirlesarar
Fyrri ráðstefnudaginn flutti
Roger Crofts, fyrrverandi forstjóri
Scottish Natural Heritage, erindi
sitt með aðstoð Skype-fjarskipta.
Hann varpaði fram spurningum
um það hvers vegna jarðfræðilegur
breytileiki er ekki metinn til jafns
við líffræðilegan breytileika og
hvers vegna ekki er almennt gerð
grein fyrir þeim sterku tengslum
sem eru á milli jarðminja, vistkerfa
og landslags.
Seinni daginn flutti Snorri
Baldursson, formaður Landverndar,
inngangserindi þar sem hann fjallaði
um náttúrufar á miðhálendi Íslands
og mikilvægi þess að vernda það. Á
miðhálendinu finnast fjölbreyttar
jarðminjar sem sumar eru einstakar
á heimsvísu, fágætar gróðurvinjar,
áhrifaríkt landslag og einhver
mestu víðerni sem eftir eru í Evrópu.
Þessum einstöku og ómetanlegu
verðmætum er stöðugt ógnað,
aðallega vegna mikillar ásóknar í
vatnsföll og jarðhita til orkunýtingar.
Áhugaverðar pallborðsumræður
fóru fram í lok fyrri ráðstefnu-
dagsins og hafði inngangserindi
Rogers Crofts gefið tóninn
fyrir þær. Niðurstöður þeirrar
umræðu voru settar fram í
„Reykjavíkuryfirlýsingu“ sem síðan
var samþykkt á aðalfundi ProGEO í
lok ráðstefnunnar.
Reykjavíkuryfirlýsingin
Meginatriði Reykja víkur yfir-
lýsingarinnar eru að mælst er til
þess að:
•jarðminjar njóti verndar vegna
eigin gildis,
•tekið verði fullt tillit til
jarðminja þegar ný svæði eru
valin til friðlýsingar og við gerð
verndaráætlana,
•áætlanir um vernd jarðminja verði
byggðar á gagnagrunnum um
jarðminjar (jarðminjaskrám) þar
sem skráðar eru bæði núverandi
minjar og þær sem glatast hafa,
•jarðminjavernd verði samþætt
almennri náttúruvernd og
skipu lagsvinnu, t.d. við mat á
umhverfisáhrifum,
•jarðminjavernd verði viður kennd
í fræðasamfélaginu sem fullgild
sérgrein innan jarðfræðinnar.
Í framhaldi af ráðstefnunni er
vert að minnast á stöðu jarðminja
og verndun þeirra á Íslandi.
Allt frá landnámi hefur búseta í
landinu valdið gríðarlegri hnignun
jarðminja.2 Jarðminjavernd hefur
hins vegar lítið verið sinnt og ljóst
er að við eigum þar margt ógert.
Í því sambandi er mikilvægt að
draga lærdóm af reynslu annarra
þjóða. Vonandi verður ráðstefnan
hvatning til stjórnsýslunnar
og fræðasamfélagsins um að
bæta vinnubrögð og efla faglega
umfjöllun og fræðslu um jarðminjar.
Á vef ProGEO3 og einnig á
Facebook undir „ProGEO“ eða
„jarðminjavernd“, er hægt að sækja
Reykjavíkuryfirlýsinguna. Auk þess
er hægt að sækja ráðstefnuheftið
með ágripum erinda og veggspjalda
sem kynnt voru á ráðstefnunni.
Ráðstefnan naut styrkja frá 19
stofnunum og félagasamtökum.
Roger Crofts flutti inngangserindi sitt gegnum Skype. Ljósm. Kjartan Birgisson.
Heimildir
1. Wimbledon, W.A.P, & Smith-Meyer, S.
(ritstj.) 2012. Geoheritage in Europe and
its conservation. ProGEO, Ósló. 405 bls.
2. Sigmundur Einarsson, Kristján Jónasson
& Lovísa Ásbjörnsdóttir 2012. Landið var
fagurt og frítt. Náttúrufræðingurinn 82
(1–4), bls. 151–159.
3. ProGeo. The European Association for
the Conservation of the Geological
Heritage. Skoðað 4. nóvember 2015 á
http://www.progeo.ngo/
Höfundar
Lovísa Ásbjörnsdóttir og Kristján Jónasson eru
jarðfræðingar á Náttúrufræðistofnun Íslands.
NFr_3-4 2015_final.indd 162 30.11.2015 16:35